ListVarpið er 10 þátta sería þar sem Auður Bergdís, sviðslistakona og þúsundþjalasmiður fær til sín listafólk úr öllum áttum til að ræða Lífið og Listina. Dans? Söngur? Leiklist? Myndlist? Rapp? Þetta er allt hér!
Við erum öll dauðleg og sköpum okkar eigin hlaupaleið! Við leikkonan og lífskúnstnerinn María Thelma veltum fyrir okkur leiklistinni og nördaskapnum, lífshlaupinu, réttindabaráttum og Kosmósinum. Allt frá slökkviliðssögum til fínna kjóla!
Dansarinn og lífskúnstnerinn Andrean segir okkur frá draumnum um Íslenska Dansflokkinn, hvernig það er að byrja seint í dansi og hversu mikilvægt það er að nota rödd sína í listinni
Dásamlega einlægt spjall um Ljósmyndirnar, lífið, kvíðann og líkamsímynd. Það hafa flestir séð fallegu myndirnar hennar Gunnlaðar sem prýða ýmsa listviðburði, heimasíður og auglýsingar. Hérna fáum við tækifæri til að kynnast betur konunni bakvið myndavélina!
Vala Guðnadóttir, söngkona, leikkona og alsherjar listakona ræðir um ævintýraþrána, Disneyprinsessutímana, leiklistina, sönginn og hinn margsaknaða Söngvaseiðsís!
Söngleikjaséníið Viktoría ræðir um lífið í söngleikjunum, námið í London, staðalímyndir í dansinum og nýjasta verkefnið hennar, söngleikinn 5 ár. Mögulega ræðum við í góðar tíu mínútur um söngleikinn Cats...Hver veit?