Skip to main content
Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

By Bændablaðið
Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Currently playing episode

Sveitahljómur #2

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

1x
Blanda #17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu
Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu. Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu. En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans? Í bókinni er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. aldar. Brugðið er nýju og óvæntu ljósi á þátttöku íslenskra hægrimanna í alþjóðlegu menningarstarfi í kalda stríðinu en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Hér er á ferðinni nýstárleg rannsókn sem byggir á fjölbreyttum heimildum, þar á meðal gögnum af innlendum og erlendum skjalasöfnum. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.
56:44
December 2, 2021
Blanda #16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á Íslandi
Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um nýja bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir. Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.
52:55
November 19, 2021
Blanda #15 Már Jónsson um Galdur og guðlast
Markús Þórhallsson ræðir við Má Jónsson um Galdur og guðlast. Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang.
50:24
November 2, 2021
Köngull #3 - Anna Guðmundsdóttir - Skógrækt í Reykhúsaskógi
Bændaskógrækt hófst í Reykhúsum árið 1983 og rann svo inn í Norðurlandsskóga. Plantað var samkvæmt áætlun skógarráðgjafa, langmest lerki fyrst og svo furu eftir ástandi og gæðum jarðvegs og gróðurs. Engu birki var plantað þar sem nokkuð var um sjálfsáið birki sem fór að verða áberandi eftir að landið var friðað fyrir sauðfjárbeit.
09:09
November 1, 2021
Bruggvarpið - #19 - Októberfestgrín
Nú er haustið mætt í allri sinni dýrð og eins og boðað hafði verið fara strákarnir yfir fyrri reynslu sína af Októberfest í Munchen. Þá er farið yfir jólabjórana aðeins, gott grín á kostnað strákanna og jólahlaðborðs strategíur. Í þessum þætti er smakkað: Paulaner Oktoberfest Bier  Litla Brugghúsið Keilir IPA  Veður fyrir leður Hoppy Pils nr. C30  The Brothers Brewery Dirty Julie IPA  Býkúpudrottning honey soured ale
01:09:10
October 18, 2021
Bruggvarpið - #18 - Lite haust
Þessi þáttur hefst á óvenjulegum slóðum þegar Lite markaðinum á Íslandi eru gerð smávægileg skil. Þá er farið um víða völl og allskyns smakkað meðan piltarnir velta vöngum yfir lífi og tilveru.
01:00:41
October 15, 2021
Blanda #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á Íslandi
Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skrifum Guðmundar Hannessonar, í læknablaðið 1923, þar til slíkt ratar í íslenska löggjöf á síðari hluta fjórða áratugarins. Við sögu koma menntamenn sem flytja inn erlenda hugmyndafræði, menntakonur sem standa að útgáfu róttækra handbóka, ólöglegar ófrjósemisaðgerðir og heilsufræðisýning í Reykjavík með áróðursefni beint frá nasistum í Þýskalandi.
41:19
October 4, 2021
Afstaða x21 - Vinstri græn: Bjarkey Olsen
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá Vinstri grænum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
42:08
September 20, 2021
Afstaða x21 - Viðreisn: Axel Sigurðsson
Axel Sigurðsson frá Viðreisn situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
27:16
September 20, 2021
Afstaða x21 – Sósíalistaflokkurinn: Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson frá Sósíalistaflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
37:26
September 20, 2021
Afstaða x21 – Sjálfstæðisflokkurinn: Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson frá Sjálfstæðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
38:11
September 20, 2021
Afstaða x21 - Samfylkingin: Valgarður Lyngdal
Valgarður Lyngdal Jónsson frá Samfylkingunni situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
37:07
September 20, 2021
Afstaða x21 - Píratar: Magnús Norðdahl
Magnús Norðdahl frá Pírötum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
17:12
September 20, 2021
Afstaða x21 - Miðflokkurinn: Erna Bjarnadóttir
Erna Bjarnadóttir frá Miðflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
23:02
September 20, 2021
Afstaða x21 - Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Guðmundur Franklín
Guðmundur Franklín Jónsson frá Frjálslynda lýðræðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
32:28
September 20, 2021
Afstaða x21 - Framsókn: Sigurður Ingi
Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
42:14
September 20, 2021
Afstaða x21 - Flokkur fólksins: Ásta Lóa
Ásta Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.
17:00
September 20, 2021
Bruggvarpið - #17 - Kosningaviti Bruggvarpsins og netverlslanir með áfengi
Bruggvarpið snýr aftur.  Strákarnir setjast aftur við míkrafóninn og röfla eins og þeim einum er lagið. Í þessum þætti er farið aðeins yfir kosningarnar framundan. Höskuldur veltir því fyrir sér með hvaða leiðtoga stjórnmálaflokkanna hann myndi vilja fá sér bjór, með dyggir aðstoð Stefáns. Þá er forystuféð aðeins dregið í dilka með hvaða bjóra þeir eru paraðir við. Svo ræða þeir piltar að sjálfsögðu daginn og veginn og snerta aðeins á netverslunum. Í þessum þætti er smakkað: Garðskagi hveitibjór frá Litla brugghúsinu Grænihver Skyr Sour frá Ölverk Summer Melon frá Gæðingi Sunnan Kaldi NEIPA collab með Borg Brugghúsi Rugl frá Böl Brewing
01:08:24
September 17, 2021
Blanda - #13 - Íslenskir þjóðardýrlingar - viðtal við Jón Karl Helgason
Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, um bók hans Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga sem kom út hjá Sögufélagi árið 2013. Jón ræðir íslenska þjóðardýrlinga, á borð við Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Halldór Laxness, hvernig þeir fengu þetta hlutverk, hvað það þýðir og hvernig það hefur þróast. Einnig tengir hann sögu þeirra við aðra þjóðardýrlinga í Evrópu og segir frá alþjóðlegu samstarfsverkefnum á þessu sviði. Nýlega var greinasafn um þetta efni, Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood (Brill 2019) sem Jón Karl ritstýrði ásamt Marijan Dović, ein af fjórum fræðibókum til að hljóta tilnefningu til verðlauna evrópskra samanburðarbókmenntafræðinga (ESCL Excellence Award for Collaborative Research).
46:01
August 20, 2021
Flóran #5 Jarðhneta
Baunin jarðhneta er efni þessa þáttar af Flórunni. Plantan er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir og hefur víðtæka notkunarmöguleika. Vilmundur og Guðrún Hulda miðla ýmsum mismerkilegum fróðleik um sögu þessarar plöntu, ræktun hennar og notkun.
38:24
July 23, 2021
Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári
Möguleikarnir á meiri kornrækt á Íslandi eru umtalsverðir, en enn sem komið ræktun við bara brot af heildarneyslu landsins. Í þessum þætti af Fæðuöryggi ræðir Guðrún Hulda við Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands um stöðu og horfur í kornrækt á Íslandi. Spjalla þau m.a. um mikilvægi plöntukynbóta, styrkjaumhverfi landbúnaðarrannsókna, kornverkefni sem eru í gangi og bígerð og hvað þarf til að auka framleiðslu korns hér á landi.
37:48
July 13, 2021
Flóran #4 Agúrka
Nýjum þætti Flórunnar hefur verið kastað í loftið á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þessu sinni fjalla Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda um agúrkur, gúrkur eða ullullur. Samkvæmt skilgreiningum grasafræðinnar mun agúrkan vera ber, sem hægt er að nota við risvanda og sem strokleður.
36:07
July 5, 2021
Bruggvarpið - #16 - Innlit á Rvk bruggstofu
Bjórbræðurnir Höski og Stefán fóru og hittu hann Sigga hjá RVK bruggfélagi á nýja veitingastað félagsins á Snorrabraut. Viðeigandi að þetta var áður ein vinsælasta áfengisútsala ÁTVR, en það er önnur saga. Sigurður Pétur Snorrason, eða Siggi eins hann er alltaf kallaður, fór með strákunum yfir sögu RVK Brewing brugghússins og ræddi ný verkefni. Þá voru kranar og dósir vitanlega ekki langt undan. Hér var smakkað: Hnoðri SIPA Verum bara vinir Skuggi Porter Holt Brett Ale Keisarinn Tripel IPA
01:03:24
June 30, 2021
Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini
Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þau hafa tileinkað sér, sem snýst meðal annars um um að safna, rækta og vinna úr matvælum úr landskika sínum, Skyggnissteini í Bláskógabyggð. Viðtal við hjónin á Skyggnissteini: https://www.bbl.is/frettir/aetigardur-i-uppsveitunum Þau hafa einnig verið að deila þekkingu sinni á ýmsan hátt, m.a. með því að útbúa æt listaverk í almannarými borgarinnar. Dagný mun vera með leiðsögn um eitt af þeim verkum nk. sunnudag, 27.júní kl. 13. Í þessu spjalli förum við um víðan völl í umræðu um fæðuöryggi einstaklings og heimilisins, ræðum m.a. um hraukbeð, vistrækt, fullnýtingu afurða, möguleika og raunsæi heimaræktunar í nútímasamfélagi. Viðburðurinn "Eitthvað til að bíta í": https://www.facebook.com/events/197954545564812
47:40
June 24, 2021
Blanda - #12 - Fyrra hefti Sögu árið 2021
Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021. Saga - tímarit Sögufélags kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Auk Kristínar Svövu ritstýrir Vilhelm Vilhelmsson Tímaritinu Sögu. Þetta fyrsta hefti 2021 er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Grein Barts Holterman byggir á ítarlegri einsögulegri rannsókn á vitnisburði sem kom fram fyrir dómi í Hamborg árið 1602 og varpar athyglisverðu ljósi á alþjóðlega viðskiptahætti á Íslandi við upphaf dönsku einokunarverslunarinnar. Grein Sveins Mána Jóhannessonar er af hugmyndasögulegum toga en þar fjallar hann um repúblikanisma og kannar áhrif hans á hugmyndaheim sjálfstæðisbaráttunnar og kvenfrelsisbaráttunnar á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Í þriðju grein heftisins skrifar Þorsteinn Vilhjálmsson um tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu á millistríðsárunum. Loks fjallar Helga Jóna Eiríksdóttur um skjalasöfn sýslumanna, þá rannsóknarmöguleika sem þau bjóða upp á og þá skjalfræðilegu greiningu sem liggur slíkri notkun til grundvallar. Í heftinu eru 14 ritdómar og ein ritfregn en einnig skrifar Ólína Þorvarðardóttir svar við ritdómi Viðars Hreinssonar um bók hennar, Lífgrös og leyndir dómar. Á forsíðu að þessu sinni eru gripir sem fornleifafræðingar grófu upp úr gömlum ruslahaug í Hljómskálagarðinum sumarið 2020. Fáir eru jafn meðvitaðir um merkingu og mikilvægi sorps og einmitt fornleifafræðingar og um það skrifar Ágústa Edwald Maxwell forsíðumyndargrein. Sigurður Gylfi Magnússon hefur umsjón með álitamálunum og skrifar ásamt þremur nemendum sínum, Þórhildi Elísabetu Þórsdóttur, Jakobi Snævar Ólafssyni og Svavari Benediktssyni, álitamálapistla um margskonar blekkingar í sögulegu og fræðilegu ljósi. Í þættinum Saga og miðlun fjallar Björn Þór Vilhjálmsson um ritun, heimildir og heimildarvanda íslenskrar kvikmyndasögu sem hefur verið ofarlega á baugi undanfarið. Erla Hulda Halldórsdóttir skrifar grein um verk og hugsjónir Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur kynja- og sagnfræðings sem lést síðastliðið sumar. Í viðhorfsgein veltir Helgi Þorláksson fyrir sér hvaða hugtak sé best að nota um stöðu Íslands gagnvart Danmörku fyrr á öldum. Loks skrifar Helga Hlín Bjarnadóttir um athyglisvert bréfasafn lausakonu í Reykjavík á nítjándu öld fyrir þáttinn Í skjalaskápnum. Einnig birtast andmæli við doktorsvörn Kristjönu Kristinsdóttur í sagnfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um þróun konunglegrar stjórnsýslu og skjalasöfn lénsmanna á tímabilinu 1541 til 1683. Loks er í heftinu að finna ársskýrslu Sögufélagsins fyrir 2020-2021. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
44:47
June 21, 2021
Flóran #3 Inkakorn
Inkakorn, eða kínóa, er umfjöllunarefni Vilmundar og Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Flórunni. Þessi Suður-Ameríska undrajurt hefur gengt mikilvægu hlutverki sem matjurt í meir en 5000 ár. Fjallað er um sögu hennar og víðtæk áhrif, ræktun erlendis og hérlendis um leið og spiluð eru hljóðbrot af misbærilegum lögum þar sem plantan ber á góma.
37:08
June 18, 2021
Bruggvarpið - #15 - Sumarið er tíminn
Sumarið er tíminn söng maðurinn. Og það er alveg rétt. Sumarið hefur fært okkur þónokkra sumarbjóra sem hér eru smakkaðir. Strákarnir ræða saman um Norðurlandið og hvernig Stefán mun taka N1 mótið í sumar. Þá eru bjórhátíðir sumarsins ræddar lítið eitt ásamt því að baráttunni um netverslanirnar er gerð skil. Smökkun dagsins: Sundsprettur frá Segli 67 Ölverk Cuexcomate sumarbjór Fá Cher til að ná sér frá Smiðjunni Vík Ferskjur á kantinum sumar-hefeweizen frá Böl Brewing Bríó de Janeiro nr. 89 frá Borg Brugghúsi
51:44
June 15, 2021
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræs
Að þessu sinni ræðir Áskell Þórisson við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs. Umræðuefnið er birki og söfnun birkifræs. Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum. Næsta haust verður efnt til nýs átaks. Markmiðið er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Sjá vefinn: www.birkiskogur.is
30:40
June 9, 2021
Sveitahljómur - #6 – Krummi Björgvinsson
Krummi Björgvinsson settist í kántrístólinn að þessu sinni og fór yfir áhrifavalda sína í kántríheiminum en hann er alinn upp við tónlistarstefnuna frá blautu barnsbeini. Síðastliðin ár hefur hann færst æ meira yfir í kántrítónlist og á næstu dögum fer hann hringferð um landið, sem nefnist Á vegum úti, til að kynna nýtt efni frá sér í kántrístíl. Þar að auki fara Drífa og Erla yfir upphaf kántrítónlistar vestanhafs og yfir í tímabil útlaganna.
01:01:30
June 7, 2021
Bruggvarpið - #14 - Snemmbúið sumar eða síðbúið Júróvisjón
Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt - byrjað á óáfengum bjórum og svo fara strákarnir Höskuldur og Stefán um allar koppagrundir. Löng umræða um vefverslanir með áfengi, smá spjall um bjórhátíðir og sitthvað fleira. Hér er smakkað: Ylfa, óáfengur bjór frá Borg brugghúsi Kjartan, Kombucha frá Borg brugghúsi Lady Brewery Dream Baby Dream NEIPA Lady Brewery Dr. Schepsky's Passion Fruit Sour frá Ægi brugghúsi Co&Co Kókos Imperial Stout frá Reykjavík Brewing
50:10
May 31, 2021
Blanda - #11 - Væringjar og saga norrænna manna í austurvegi
Gestur ellefta þáttar Blöndu er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á síðasta ári kom út bók eftir Sverri hjá forlaginu Palgrave Macmillan sem ber heitið The Varangians: In God's Holy Fire. Þar rekur Sverrir sögu norrænna manna í austurvegi og varpar nýju ljósi á ýmislegt í þeim efnum. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
37:59
May 26, 2021
Blanda - #10 - Landnám kynjasögunnar
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við sama verkefni hér, en beinir sjónum sínum að kynjasögu og sambúð hennar við kvennasögu á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
26:31
May 25, 2021
Landgræðslan - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun
Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess. Í þessum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar ræðir Áskell Þórisson við Árna Bragason landgræðslustjóra um landgræðsluáætlunina og ýmislegt henni tengt.
33:30
May 20, 2021
Skeggrætt - #7 - Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna
Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Nú hafa tæplega fimm þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun þar sem því er mótmælt að greining leghálssýna hafi verið flutt úr landi. Erna Bjarnadóttir er viðmælandi Áskels Þórissonar í þættinum Skeggrætt en hún er ein þeirra sem hefur leitt Fésbókarhópinn „Aðför að heilsu kvenna“. Svo virðist sem ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning sýnanna úr landi og framkvæmdin í kjölfarið virðist vera svo illa unnin og ómarkviss að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um heilsufar sitt.
29:07
May 20, 2021
Blanda - #9 - Hjalti Hugason um heimagrafreiti á Íslandi
Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, er gestur Blöndu að þessu sinni. Hjalti skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Átökin um útförina“, en þar fjallar hann um heimagrafreiti á Íslandi á 20. öld.
59:02
May 17, 2021
Blanda - #8 - Vísindi og ríkisvald í Bandaríkjunum
Í áttunda þætti Blöndu segir Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur frá doktorsritgerð sinni sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið "The Scientific-Military State, Science and the Making of American Government, 1776-1855". Sveinn færir þar rök fyrir því að bandarískir ráðamenn hafi nýtt sér vísindi og tækni við uppbyggingu alríkisins í ríkara mæli en áður hefur verið talið.
36:29
May 17, 2021
Blanda - #7 - Tímaritið Saga
Í sjöunda þætti Blöndu kemur Kristín Svava Tómasdóttir, annar ristjóra Sögu, og ræðir við Markús Þórhallsson og Jón Kristinn Einarsson um innihald haustheftis Söguauk. Auk þess er spjallað um tímaritið í fortíð og framtíð. Í haustheftinu 2020 eru þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar um réttarstöðu kvenna vegna heimilisofbeldis hér á landi frá 1800 til 1940. Í flokknum Saga og miðlun skrifar Súsanna Margrét Gestsdóttir um tækifæri og aðferðir í sögukennslu á tölvuöld. Við birtum jafnframt stutt viðtal við Sverri Jakobsson, formann þingstjórnar fimmta íslenska söguþingsins sem haldið verður í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð dagana 27.–29. maí 2021. Kristjana Vigdís Ingvadóttir á Þjóðskjalasafni Íslands skrifar grein fyrir þáttinn Úr skjalaskápnum og fjallar um skjöl sem varða fjársöfnun Íslendinga handa Dönum í kjölfar fyrra Slésvíkurstríðsins um miðja nítjándu öld. Guðmundur Jónsson skrifar grein til minningar um Gísla Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði, sem lést í apríl 2020. Loks eru birtir sjö ritdómar og ein ritfregn um nýleg verk á sviði sagnfræði.
44:30
May 17, 2021
Bruggvarpið - #13 - Fókus á sumarbjórana
Jæja, það er komið sumar. Loksins. En það er enn COVID, þó það sjái fyrir endann á því. Strákarnir fara hér aðeins yfir stöðuna og fókusa á sumarbjórana. Smá umræða um allar netverslanirnar sem hafa sprottið upp að undanförnu. Í þættinum er þetta á smakkseðlinum: Slip frá Smiðjunni í Vík 10 Beers Cream Ale nr. C29 Frá Borg Brugghúsi Sólstingur – Segull 67 Hey Kanína nr. C22 IPL frá Borg Brugghúsi Er of snemmt að fá sér? Frá Smiðjunni í Vík Sólveig nr. 25 hveitibjór frá Borg Brugghúsi Sömmer Lövin Wheat Ale frá Reykjavík Brewing Loksins Loksins Gose frá Lady Brewery Hlíðar Passion Peach Sour Ale frá Reykjavík Brewing
01:13:08
May 14, 2021
Sveitahljómur - #5 - Sverrir Björn Þráinsson
Að þessu sinni kemur Sverrir Björn Þráinsson, umsjónarmaður kántrítónlistarsíðunnar „Sveitatónlist á Facebook,“ í stúdíó til þeirra Erlu Gunnarsdóttur og Drífu Viðarsdóttur. Hann segir hlustendum frá ástríðu sinni fyrir sveitatónlist sem hann hefur borið í brjósti frá unga aldri. Sverrir hefur átt viðburðaríka ævi og fer sínar eigin leiðir við að elta drauma sína. Einnig fjalla Drífa og Erla um barnastjörnur í kántríinu og tónlistarmenn sem hafa fetað í fótspor forfeðra sinna í þessari vinsælu tónlistarstefnu.
50:42
May 14, 2021
Skeggrætt - #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin
Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. En eftir ábendingar Ernu hefur innflutningur á jurtaosti t.d. stórminnkað - sem er verulega áhugavert. Segja má að Erna Bjarnadóttir hafi lyft upp lokinu af potti sem ekki var vitað að væri til. Innihaldið var svo magnað að Alþingi bað Ríkisendurskoðun um að líta á það. Í spjallinu við Ernu kemur fram að svo virðist sem Hagstofan hafi aldrei reynt að bera saman tölur um innflutning ákveðinna vara til Íslands við það sem útflutningslöndin sögðust hafa sent þangað. Hefði það verið gert hefði Hagstofan séð að ekki var allt með felldu. En hverjir græddu og hverjir töpuðu á því að ostur breyttist í jurtaost í hafi? Bændur töpuðu en innflytjendur högnuðust. Ríkið varð af tekjum. Hagtölur eru ekki réttar. Hlustaðu á viðtalið við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Umsjónarmaður Skeggrætt er Áskell Þórisson.
24:23
May 12, 2021
Blanda - #6 - Saga Heimilisiðnaðarfélagsins
Í sjötta þætti Blöndu ræðir Dr. Áslaug Sverrisdóttir við Markús Þórhallsson og Jón Kristin Einarsson um bók sína Handa á milli. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013. Áslaug segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum vel á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og því hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á landi. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
57:26
May 11, 2021
Blanda - #5 - Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918
Árið 2018, þegar öld var liðin frá fullveldi Íslands, kom út bókin Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, eftir Gunnar Þór Bjarnason út hjá Sögufélagi. Markús og Jón Kristinn tóku Gunnar Þór tali um atburðarásina sem leiddi að sambandslagasamningnum 1918, merkingu hugtaksins fullveldi og hið örlagaríka ár 1918. Jafnframt var rætt við Gunnar Þór um spænsku veikina, en hann er höfundur bókar um þá skæðu pest.
01:04:56
May 11, 2021
Blanda - #4 - Kvennaganga og saga kvennabaráttu á tuttugustu öld
Í fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kvennabaráttu á tuttugustu öld. Kvennakórnum Kötlu og stjórnendum hans Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur eru færðar þakkir fyrir afnot af laginu Áfram stelpur í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
40:08
May 7, 2021
Blanda - #3 - Í fjarska norðursins
Í þessum þætti fá Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson til sín Sumarliða R. Ísleifsson, en hann hefur ritað bókina Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland - Viðhorfasaga í þúsund ár. Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Báðar hafa þessar eyjar verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli. Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki. Af hverju hefur Íslandi og Grænlandi stundum verið lýst sem djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum?
39:58
May 7, 2021
Blanda - #2 - Bækur ársins 2020
Útgáfa Sögufélags er býsna fjölbreytt. Í þessum þætti er fjallað um bækur sem komu út á síðasta ári. Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í heila öld, Handa á milli segir sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013, Í fjarska norðursins færir okkur viðhorf sem hafa verið erlendis til tveggja eyja á jaðrinum, Íslands og Grænlands, í heila þúsöld, og fimmta bindi Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Umsjónarmenn eru sagnfræðingarnir Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson.
30:56
May 7, 2021
Máltíð - #10 – Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason
Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni. Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York. Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir. Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.
01:57:26
May 7, 2021
Blanda - #1 - Hvað er Sögufélag?
Í fyrsta þætti hlaðvarpsins Blöndu ræðir Markús Þórhallsson við Brynhildi Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Sögufélagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger sem hefur ritað sögu félagsins. Þær fjalla á áhugaverðan og upplýsandi hátt um rúmlega aldarlanga tilvist Sögufélags í fortíð, nútíð og framtíð. Í kringum aldamótin 1900 hafði félögum Íslendinga fjölgað mjög. Alls konar félög voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldarinnar til að efla félagslíf þeirra. Íþróttafélög, ungmennafélög, kvenfélög, fræðafélög, bindindisfélög. Og Sögufélag. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
50:33
May 5, 2021
Blanda - #0 - Hlaðvarp Sögufélags - Kynningarþáttur
Blanda var upprunalega heiti tímarits sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Markmið Blöndu voru að fræða og upplýsa almenning, og að bera söguna á borð í aðgengilegum búning. Hlaðvarpið Blanda er afrakstur MA-verkefnis Markúsar Þórhallssonar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, og markmið hinnar nýju Blöndu eru um margt þau sömu og tímaritsins. Hér ræðir Jón við Markús um tilgang hlaðvarpsins, tilurð þess og almennt um hlaðvörp og sagnfræði. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.
25:07
May 5, 2021
Sveitahljómur - #4 - Selma Björnsdóttir
Brakandi ferskur Sveitahljómur er kominn í loftið og að þessu sinni kom góður gestur í hlaðvarpsstúdíóið, engin önnur en Selma Björnsdóttir sem er mikill aðdáandi kántrítónlistar. Hún fer yfir feril sinn sem kántrísöngkona en árið 2010 gaf hún út diskinn Alla leið til Texas og vinnur nú að nýjum kántrísmellum. Selma segist lengi vel hafa verið inni í kántrískápnum og deilir með hlustendum aðdáun sinni frá unga aldri á Dolly Parton. Þar að auki fjalla Drífa og Erla um dúetta í kántrítónlistinni en þar er svo sannarlega af nógu að taka!
48:23
May 4, 2021
Bruggvarpið - #12 - Blessuð sértu sveitin mín, Ölvisholt
Í þættinum bregða Stefán og Höskuldur undir sig betri fætinum og fara upp fyrir Elliðaárnar. Stefnan var tekin á Ölvisholt þar sem að Ásta Ósk Hlöðversdóttir ræður ríkjum. Þar var ekki í kot vísað og sagði Ásta strákunum upp og ofan af starfseminni í Ölvisholti. Í þessum þætti var smakkað: Skjálfti Freyja Wit bjór Freyja Bláberja Wit Rauðvínstunnuþroskuð Jóra, Imperial Stout Hvítvínstunnuþroskaður Skaði Laufey – sambrugg kvenna í bjórgerð Hercule Peru og engifer-skyrsúr
01:11:46
April 30, 2021
Bruggvarpið - #11 - Sumardagurinn þyrsti
Það er formlega komið sumar og allmildur vetur að baki. Sumarbjórarnir eru komnir á kreik og það kætir bruggvarpsbræðurnar Höskuld og Stefán. Ný brugghús vekja áhuga og athygli þáttastjórnenda sem velta líka vöngum yfir íþróttatengingum í bjórheiminum. Í þessum þætti eru eftirfarandi bjórar á smakklistanum: Bergið Pilsner frá Litla Brugghúsinu Bönní Bönní Bönní Bönní White Ale Cyclopath Pale Ale frá Reykjavík Brewing Hlemmur IPA frá Reykjavík Brewing Fornar ástir Frá Reykjavík Brewing Glussi nr. T32 Double IPA frá Borg Brugghús
01:21:55
April 23, 2021
Bruggvarpið - #10 - Austurland að Glettingi
Þegar pósturinn bankar með töskuna fulla af góðgæti er ekki annað hægt en að taka því fagnandi. Upp úr pokanum komu fjórir prýðisbjórar sem að strákarnir gerðu góð skil. Austri og Múli eru tvö brugghús með miklar tengingar og flæktar rætur á Austurlandi. Um ýmislegt er spjallað og það á sjálfan alþjóðlega Saison-daginn. Smakkað: Herðubreið Skessa, wasabi infused DIPA Birtingur Saison Burning Down the House Beer
56:48
April 20, 2021
Matvælið - hlaðvarp Matís - #2 - Próteingjafar framtíðarinnar og sjálfbærni í matvælaframleiðslu
Verða skordýr helstu próteingjafar framtíðarinnar? Eða örþörungar? Eða prótein unnið úr trjám? Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér ýmsum málum sem tengjast próteingjöfum framtíðarinnar og sjálfbærri matvælaframleiðslu. Óhefðbundnir próteingjafar eru þeirra fag og þeir segja reynslusögur af regluverkinu, rannsóknum og framleiðslu í þessu samhengi. Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir.
59:39
April 14, 2021
Matvælið - hlaðvarp Matís - #1 - Hvað er Matís?
Hvað er Matís? Fyrir hverja starfar það? Hvernig get ég nýtt mér þjónustu Matís? Í þessum kynningarþætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu, svarar Hákon Stefánsson stjórnarformaður þessum spurningum og fleirum til. Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir starfsmaður Matís.
18:19
April 13, 2021
Bruggvarpið - #9 - Þátturinn með öllum lausnunum...
Það var mikið að fyrsti þáttur eftir páska varð að veruleika. Kófið heldur áfram að stríða landanum en það er engin afsökun fyrir því að láta Bruggvarpið sitja á hakanum. Að þessu sinni hittust strákarnir á laugardagskvöldi, aldrei þessu vant, og fóru yfir stöðuna.  Ýmislegt rætt, eins og þegar Costco bauð í listun fyrir Stellu í ÁTVR og hvernig leysa má sóttvarnarhótelsvandann. Gerð er fagleg úttekt á viðrunarvanda sóttvarna og lauslega rennt yfir tengingar Belga við Skota. Sumsé, algjört blaður. Smakkað er: Stella Artois Houblon Chouffe Frýs í æðum Bjór IPA frá Ölvisholti Takk frá OG Natura Upp á topp og niður Pale Ale frá RVK-Brewing
55:03
April 12, 2021
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #28 - 8. apríl 2021
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr spjallar við Pétur Jóhann Sigfússon sem hefur marga fjöruna sopið. Þeir ræða um sveitastörf að fornu og nýju, fyrirgreiðslupólitík af gamla skólanum, pikkalóstörf Péturs Jóhanns á Hótel Sögu og um svæsin mígrenigöst Jóns sem hafa dregið dilk á eftir sér. Að sjálfsögðu sitja þeir í hljóðstofu með Bændablaðið fyrir framan sig sem kveikir ótal hugmyndir og hugrenningatengsl hjá þessum gömlu vinum.
01:47:49
April 9, 2021
Bruggvarpið - #8 - Páskar og aftur páskar
Páskaþátturinn er farinn í loftið. Hér fara piltarnir yfir stöðuna, ræða eldgos, páskamat og hefðir, veitingastaði og allskonar. Enda fátt mannlegt óviðkomandi. Tengjast páskar einhvern veginn bjór? Í þættinum er að þessu sinni aðeins smakkað frá brugghúsum sem byrja á B: Ljúflingur, Session IPA frá Böl Brewing Birta mango peach & apricot gose frá Böl Brewing Salka nr. 81 frá Borg Brugghúsi Austur nr. 2 frá Borg Brugghúsi Trifecta, Belgian triple frá Böl Brewing Krosslafur nr. 30.2 frá Borg Brugghúsi
01:21:09
April 3, 2021
Sveitahljómur #3
...
33:59
March 28, 2021
Bruggvarpið - #7 - Komdu inn í kófið til mín, er bylgjan skyggja fer
Nú er fjórða bylgja kórónufársins skollin á landsmenn. Bruggbræðurnir Stefán og Höskuldur láta sér fátt fyrir brjósti brenna en þessi þáttur er sá fyrsti sem sendur er á myndbandsformi á netið! Sjá á YouTube hér: www.youtube.com/watch?v=6-S9GQU7Mxs Þátturinn var tekinn upp í gegnum fjarfundarbúnað og hæg heimatökin að skella öllu saman í hljóð og mynd. Hér er farið yfir stöðuna, nýlegar vendingar í sóttvörnum ræddar ásamt allskonar smakki. Bjórar til rýni: Bessi Vienna lager frá Múla Craft Hvítur wit frá Múla Craft Kommissar Saison frá Brothers Brewery OMG súkkulaði Stout frá Ölvisholti Baltazar Baltic Porter frá Gæðingi
34:02
March 26, 2021
Í fréttum er þetta helst 6. tbl. 2021
Erla Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen skoða efni nýjasta tölublaðs Bændablaðsins.
24:22
March 26, 2021
Bruggvarpið - #6 - Brothers Brewery
Bruggvarpið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar. Báðir eru þeir áhugamenn um bjór, hafa skrifað bók um bjór, drukkið bjór í meira magni en þeir kjósa að viðurkenna og hafa talað um bjór í áratug að minnsta kosti, hvor um sig. Í 6. þætti Bruggvarpsins kíkja Jóhann Guðmundsson og Hlynur Vídó frá Brothers Brewery í heimsókn. Eins og allir vita sem fylgst hafa með Brothers Brewery er alltaf gaman þegar þessir „bræður“ koma saman, í heild eða hluta. Í þættinum fara Höskuldur og Stefán yfir upphaf, tilurð og tilgang Brothers Brewery með viðmælendum sínum og smakka sig í gegnum söguna. Bruggvarpið er komið inn í Hlöðuna, hlaðvarp Bændablaðsins, og er aðgengilegt á vefnum bbl.is og í helstu hlaðvarpsveitum.
01:18:01
March 22, 2021
Máltíð - #9 – Knútur Rafn Ármann - 15. mars 2021
Gestur Máltíðar er Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og frumkvöðull í ferðaþjónustu á Friðheimum. Knútur og kona hans Helena Hermundardóttir hafa byggt upp glæsilega garðyrkjustöð og samþætt reksturinn í tómataræktinni við vel heppnaða ferðaþjónustu. Græna hliðin snýr svo sannarlega alltaf upp hjá þeim hjónum, sem hafa nýtt covid tímann til stækkunar á gróðurhúsum. Þau horfa bjartsýn fram á veginn og vita að græna hliðin snýr alltaf upp.
57:39
March 15, 2021
Bruggvarpið - #5 - Bjór beint frá býli: Snilld eða kjaftæði?
Í þessum þætti fara Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson yfir málefni sem tengjast nýlegu frumvarpi um heimild til sölu bjórs frá framleiðslustað. Farið er yfir trend og tölur þegar kemur að neyslu áfengis og eru ýmsar mýtur vegnar og léttvægar fundnar. Drengirnir sendu nýlega inn umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sjá hér: www.althingi.is/altext/erindi/151/151-1940.pdf Þátturinn er síðan pipraður með smakki á eftirfarandi páskabjórum: Skíðastubbur frá Segli 67 Satan frá Borg Brugghúsi Páskabjór Milk stout frá Brothers Brewery Kjaftæði frá Böl Brewing Nema Stout frá Smiðjunni, Vík Ungi Quadrupel frá Og natura.
01:23:37
March 12, 2021
Í fréttum er þetta helst 5. tbl. 2021
Erla Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen renna yfir nýjasta tölublað Bændablaðsins á hundavaði.
23:01
March 11, 2021
Konur í nýsköpun #16 – Kolbrún Bjarmundsdóttir - 11. mars 2021
Tækniþróunarsjóður er stærsti nýsköpunarsjóðurinn á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem styrkir fjölda nýsköpunarverkefna á ári hverju. Alma Dóra fékk því til sín Kollu, Kolbrúnu Bjargmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannís, til að ræða upplag sjóðsins og hvað skal hafa í huga þegar skrifa á umsókn. Bent er á að viðtalið var tekið upp sumarið 2020 en þátturinn kemur út í mars 2021 og bendum við því á heimasíðu sjóðsins fyrir nákvæmar upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/
25:09
March 11, 2021
Sveitahljómur #2
Annar þáttur af Sveitahljómi í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur er kominn í loftið. Að þessu sinni fjalla þær stöllur um texta í kántrílögum, þá sérstaklega sem snýr að ástinni. Einnig fá þær til sín góðan gest, Jóhann Örn Ólafsson dansara sem segir frá áhuga sínum á línudansi en hann hefur kennt þennan dansstíl í hátt í 30 ár hérlendis.
59:48
March 8, 2021
Bruggvarpið - #4 - Steinn Stefáns er allsstaðar!
Steinn Stefánsson eða Steini á Míkró, Steini á Mikkeller, Steini hjá Kex, Steini hjá KexBrewing, Steini í Ölvisholti og nú Steini í Malbygg kíkir til piltanna í því sem einungis verður lýst sem afar fróðlegu spjalli. Gleðin var við völd en það er erfitt að takmarka sig og eins og í góðu partýi vildi enginn hætta. Hér fer Steini hispurlaust yfir sín mál og dregur fátt undan. Allskonar smakkað.
01:53:14
March 5, 2021
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #26 - 5. mars 2021
Kaupfélagið hefur nú opnað á nýju ári og eins og áður lætur kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr öllum illum látum. Honum er í nöp við karllæg orð eins og stjóri, læknir og herra, kann ekki að meta bifreiðar né afmæli og fjallar um framlag Rasmusar Rask til íslenskunnar.
01:28:14
March 5, 2021
Lífrænt Ísland - #1 - Dominique Plédel Jónsson - Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrverandi formaður Slow food á Íslandi, er viðmælandi hlaðvarpsþáttarins Lífrænt Ísland að þessu sinni. Berglind Häsler, umsjónarmaður þáttanna ræðir við Dominique um Slow food samtökin og lífræna framleiðslu.
38:47
March 4, 2021
Bruggvarpið - #3 - Þorraþrællinn og Vínbúðin
Hvað er betra en að pæla aðeins í þorrabjórum? Drekka þá er svarið, ef einhver var í vafa. Hér er farið aðeins yfir allskonar, meðal annars töluvert dýpra ofan í sölutölur Vínbúðarinnar fyrir árið 2020 en gert var í undangengnum þáttum. Þá uppljóstrast gamalt fjölskylduleyndamál frá Siglufirði og allskonar vitleysa viðhöfð. Í smakki í þessum þætti: Vetraröl frá Víking Þorra Kaldi Frýs í æðum bjór, frá Ölvísholti Súr á móti LemonIPAde frá Ægisgarði SvartaMaría frá Segli 67
46:13
February 26, 2021
Í fréttum er þetta helst 4. tbl. 2021
Um leið og Bændablaðið kemur út renna blaðamennirnir Vilmundur Hansen og Erla Gunnarsdóttir yfir helstu efnistök þess. Hér er rætt um 4. tbl. 2021 sem kom út 25. febrúar.
20:43
February 26, 2021
Flóran #2 Hrísgrjón
Hrísgrjón hafa líklega fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum. Þessi merkilega ætiplanta er umfjöllunarefni Vilmundar og Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Flórunni.  Einnig koma lífstílsbreytingar Vilmundar, japanskar bíltegundir og malaría við sögu. Hægt er að senda þáttastjórnendum póst á netfangið floran@bondi.is
41:01
February 22, 2021
Bruggvarpið - #2 - Árni gæðingur
Árni Ingólfur Halldórsson Hafstað bóndi, tal- og heyrnarmeinafræðingur, bruggari, þúsundþjalasmiður og bareigandi kíkti í heimsókn í Bruggvarpið. Árni gæðingur eins og hann er alla jafna nefndur í daglegu tali er einn af upphafsmönnum handverksbruggsenunnar á Íslandi og óhætt að fullyrða að hann sé frumkvöðull handverksbara á landinu. Árni fer í skemmtilegu spjalli yfir víðan völl og segir strákunum frá tilurð Gæðings, Míkróbars, af hverju hann fór út í brugg og deilir með okkur leyndarmáli velgengni sinnar, sem snýr að fyrstu lögun hverrar tegundar. Ýmsir bjórar eru smakkaðir frá Gæðingi.
01:36:31
February 18, 2021
Fæðuöryggi - #4 – Staða fæðuöryggis í dag – Jóhannes Sveinbjörnsson
Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi á Heiðarbæ við Þingvallavatn er gestur Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Fæðuöryggi. Tilefnið er skýrsla um stöðu fæðuöryggis á Íslandi í dag sem kom út fimmtudaginn 11.febrúar og má nálgast hér. http://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_nr_139_faeduoryggi_a_islandi_lokaskyrsla.pdf Skýrsla þessi inniheldur upplýsingar um stöðu matvælaframleiðslu hér á landi og leggur mat á hve áhrifin yrðu á framleiðsluna ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nú eru nýtt til framleiðslu á grunnhráefnum.
01:03:17
February 18, 2021
Ræktaðu garðinn þinn - #19 – Sjö matlaukar – 16. febrúar 2021
Matlaukar eru til í nokkrum ólíkum gerðum og sennilega að einhver af þeim sé til á hverju heimili landsins. Stærð, litur og bragð ólíkra lauka er mismunandi og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða. Auðveldara er að rækta lauk en marga grunar. Í fyrsta þætti af Ræktaðu garðinn þinn á þessu ári skoðar Vilmundur Hansen hina ýmsu matlauka.
19:59
February 16, 2021
Konur í nýsköpun #15 – Ásta Kristín - 15. febrúar 2021
Gestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Ásta hefur starfað náið með frumkvöðlum víða um land á sínum starfsferli og deilir í þættinum fjölmörgum góðum ráðum sem koma sér vel í verkfærakassanum þegar byggja á fyrirtæki. Í þættinum ræðir hún einnig sína eigin vegferð, klasastarfsemina á Íslandi og framtíðina fyrir ferðaþjónustuna, í COVID lausum heimi. Hægt er að kynna sér starfsemi Íslenska ferðaklasans og það sem hann hefur upp á að bjóða á www.icelandtourism.is/
30:35
February 15, 2021
Í fréttum er þetta helst 3. tbl. 2021
Erla Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fletta gegnum nýjasta tölublað Bændablaðsins með kaffi og neftóbak við hönd.
23:06
February 12, 2021
Sveitahljómur #1
Í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins er nú hafinn nýr þáttur um kántrítónlist sem nefnist Sveitahljómur í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur. Í þáttunum ætla þær stöllur að beina spjótum sínum að rótum kántrítónlistar, upphafinu og rekja slóðina til dagsins í dag. Ýmsir fróðleiksmolar verða týndir til héðan og þaðan um tónlistina, flytjendur, menninguna í kringum kántríið og um lögin sjálf sem leikin verða í þáttunum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fá þær til sín góða gesti sem eru unnendur kántrítónlistar en í þessum fyrsta þætti fá þær til sín ókrýndan kántríkóng Íslands Axel Ó sem mætti með gítarinn í stúdíó!
01:07:51
February 11, 2021
Bruggvarpið - #1 - Nýtt ár bjórsins
Fram undan er "ár bjórsins" en hér eru strákarnir Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson að koma sér í gang. Farið yfir málin, smámunaleg sem stórvægileg. Ekki töluð vitleysan… framan af. Hér er smakkað: Yuzu Rice Lager - RVK brewing DimSum lager – RVK brewing Loftur Lagerbjór – Ægisgarður og Mói Brugghús Skúli Pale ale – Borg Brugghús Skuggi – RVK brewing Embla – Borg Brugghús Surtur 82 – Borg Brugghús
01:16:20
February 8, 2021
Flóran #1 Sætuhnúðar
Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna. Uppistaða þáttanna eru sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins og í þessum fyrsta þætti taka þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur. En fáir vita það kannski, að sætar kartöflur eru í reynd ekki kartöflur! Farið er yfir sögu plöntunnar, notkun hennar og umfang á heimsmarkaði ásamt því að svara tíðri spurningu: Er hægt að rækta sætuhnúða á Íslandi?
28:25
February 5, 2021
Í fréttum er þetta helst 2. tbl. 2021
Hér er farið er yfir helstu efnistök 2. tbl. Bændablaðsins, sem kom út 28. janúar 2021. Umsjón hafa Vilmundur Hansen og Erla Gunnarsdóttir, blaðamenn Bændablaðsins.
22:27
January 29, 2021
Konur í nýsköpun #14 – Hulda Birna - 28. janúar 2021
Hulda Birna Baldursdóttir Kjærnested er ein þeirra fræknu verkefnastjóra sem hafa veitt frumkvöðlum aðstoð og tækifæri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viðtalið var tekið upp sumarið 2020, og eins og flestir vita þá stóð til að leggja niður stofnunina um áramótin. Alma Dóra ræddi við Huldu um starfið sem Nýsköpunarmiðstöð hefur hýst í gegnum árin, lærdóminn sem við getum dregið af starfi hennar og hvað mun taka við, bæði hjá henni sjálfri og í stuðningskerfi frumkvöðla á Íslandi. Hægt er að skoða ýmis tæki og tól sem geta aðstoðað við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á www.nyskopunarmidstod.is
28:10
January 28, 2021
Konur í nýsköpun #13 – Ólöf Vigdís - 19. janúar 2021
Gestur Ölmu Dóru í þætti dagsins er Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskóla Íslands. Ólöf er lögfræðingur að mennt og hefur borið marga mismunandi hatta innan nýsköpunarsenunnar á Íslandi. Í þættinum segir hún okkur frá sinni vegferð og öllu því helsta sem er að gerast í nýsköpunarmálum hjá Háskóla Íslands.
25:56
January 19, 2021
Í fréttum er þetta helst 1. tbl. 2021
Fyrsta tölublað Bændablaðsins árið 2021 kom út í dag, 14. janúar. Hér fara blaðamennirnir Vilmundur Hansen og Erla Hjördís Gunnarsdóttir yfir helstu efnistök þess.
22:19
January 14, 2021
Konur í nýsköpun #12 – Birna Bragadóttir - 12. janúar 2021
Gestur Ölmu Dóru í tólfta þætti af Konum í nýsköpun er Birna Bragadóttir, stjórnarformaður Hönnunarsjóðs. Auk þess að gefa góð ráð fyrir umsækjendur sjóðsins ræðir Birna sína eigin vegferð og fjölmörgu verkefni í þættinum. Birna er ötul talskona jafnréttismála og kemur með frábæra punkta um það hvernig er hægt að stuðla að jafnrétti í styrkjaúthlutunum, starfsauglýsingum og viðskiptalífinu öllu.
33:24
January 13, 2021
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #25 - 24. desember 2020
Jón Gnarr verður seint kallað týpískt jólabarn. Hér má nálgast jólahugvekju Kaupfélagsstjórann í síðasta þætti ársins. Hér fer hann á flug um leiðinleg jólalög, hungursneiðar og skáldskap, grútskítuga jólasveina, rúsínuna í pylsuendanum, fyndin orðatiltæki og orðið jól. Gleðileg jól.
01:18:25
December 24, 2020
Í fréttum er þetta helst 24. tbl. 2020
Blaðamennirnir Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen renna yfir efnistök jólaútgáfu Bændablaðsins árið 2020 af sinni alkunnu snilld.
23:49
December 23, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #24 - 15. desember 2020
Það kennir ávallt ýmissa grasa hjá Kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr. Hænsnaskítur, Dalvík, námsferlar, íþyngjandi regluverk, viðhorf Íslendinga til innfluttra lífvera, listamenn og blóðmör bera á góma.
01:29:23
December 15, 2020
Fæðuöryggi - #3 – Matvælastefna Íslands – Vala Pálsdóttir
Út er kominn Matvælastefna, fyrsta sinnar tegundar fyrir Ísland. Þetta er stórt og viðamikið plagg sem ætlað er að móta framtíðarsýn Íslands sem matvælalands til næstu 10 ára. Stefnan fjallar meðal annars um tengsl matvæla og lýðheilsu, samspil matvælaframleiðslu og loftlagsbreytinga og leggur fram tillögur að aðgerðaráætlun til að innleiða í atvinnulíf og stjórnkerfi. Vala Pálsdóttir formaður verkefnanefndar um mótum Matvælastefnunnar er viðmælandi Guðrúnar Huldu í dag. Hún fer yfir forsendur Matvælastefnunnar, meginþætti hennar og hvernig áhrifa hennar mun gæta næstu 10 árin.
53:11
December 10, 2020
Máltíð - #8 – Dóra Svavarsdóttir - 4. desember 2020
Í nýjasta þætti í hlaðvarpinu Máltíð er Dóra Svavarsdóttir gestur Hafliða Halldórssonar. Dóra er að eigin sögn ruslakokkur, en matarsóun, sanngjörn viðskipti með matvörur og umhverfismál eiga í henni öflugan talsmann með yfirgripsmikla þekkingu á málaflokkinum. Dóra er formaður Slow Food samtakanna á Íslandi og þau ásamt ferlinum, sérhæfingu í gerð grænmetisfæðis og spjalls um veitingageirann og uppvöxtinn á Drumboddstöðum í Biskupstungum eru einnig rædd.
01:23:41
December 4, 2020
Í fréttum er þetta helst 23. tbl. 2020
Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fara á hundavaði yfir efni 23. tbl. Bændablaðsins.
22:31
December 4, 2020
Í fréttum er þetta helst - 22. tbl. 2020
Vilmundur Hansen og Erla Hjördís Gunnarsdóttir fletta gegnum nýjustu útgáfu Bændablaðsins, sem kom út í dag, 19. nóvember 2020.
15:50
November 27, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #23 - 27. nóvember 2020
Jón er á tilvistarlegum þankagangi í þætti dagsins. Hann hugleiðir lífið, trúna, rifjar upp æskuminningar af Landakotsspítala, gefur ráð fyrir lífið, spáir í langlífi, vatnsinntöku, svefn sem vanmetið fyrirbæri um leið og hann lítur á forsíðu 22. tbl. Bændablaðsins.
01:15:44
November 27, 2020
Fæðuöryggi - #2 – Hinar ýmsu hliðar fæðuöryggis - Kári Gautason
Vopnfirðingurinn Kári Gautason, búfjárerfðafræðingur og framkvæmdarstjóri þingflokks Vinstri grænna er viðmælandi Guðrúnar Huldu í 2. þætti um Fæðuöryggi. Kári sat í verkefnahóp um mótun Matvælastefnu fyrir Íslands og var upphaflegt tilefni viðtalsins að fjalla um það starf. En samræðurnar leiddust fljótlega út í margvíslegar umræður sem á einn eða annan hátt snerta fæðuöryggi. Við töluðum um eldsneyti og orkugjafa, laukrækt, tilgátur að smáforritum, danska verslunarhegðun og birgðastöður einstaklinga og þjóðar svo eitthvað sé nefnt. Endurspeglar þetta samtal ekki hvað síst hversu margslungið málefni fæðuöryggi er.
39:39
November 26, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #18 - Blómin um jólin – 25. nóvember 2020
Jólin eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að fjalla lítillega um jólablómin. Jólastjörnur eru líklega þær pottaplöntur sem flestir tengja við jólin en riddarstjörnur fylgja þar fast á eftir. Fjöldi annarra tegunda er líka í boði og um að gera að kaupa blóm sem ræktuð eru innanlands.
17:34
November 25, 2020
Konur í nýsköpun #11 – Andrea og Kristjana - 13. nóvember 2020
Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Andreu Gunnarsdóttur og Kristjönu Björk Barðdal, stjórnarkonur Ungra athafnakvenna, eða UAK. Þær ræddu um starfsemi félagsins, tengingu þess við nýsköpun og hvernig komandi kynslóðir ungra athafnakvenna munu hrista upp í íslensku atvinnulífi. Hægt er að kynna sér starfsemi og dagskrá félagsins betur á heimasíðu þeirra, www.uak.is.
28:30
November 13, 2020
Máltíð - #7 – Þráinn Freyr Vigfússon - 11. nóvember 2020
Gestur Hafliða Halldórssonar í Máltíð er kokkurinn og veitingamaðurinn Þráinn Freyr Vigfússon sem hefur áhugaverðan feril að baki og hefur komið víða við. Hann er einn þeirra sem segir keppnismatreiðslu hafa þróað hann sem fagmann, en hann keppti sjálfur lengi á þeim vettvangi ásamt því að hafa þjálfað keppendur og miðlað sinni reynslu áfram. Hann rekur þrjú veitingahús Sumac, Silfru og ÓX og er að gefa út matreiðslubókina Sumac með spennandi réttum úr eldhúsi staðarins.
01:05:06
November 11, 2020
Fæðuöryggi - #1 - Sagan
Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Þetta er skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna (FAO) frá árinu 1996 og segir allt sem segja þarf þegar spurt er: Hvað er fæðuöryggi? Þetta orð og hvað það felur í sér, hefur verið þáttastjórnandanum, Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, hugleikið um nokkurt skeið. Ætlun hennar er að gera fæðuöryggi skil í nokkrum þáttum. Í fyrsta þætti fjallar Guðrún um sögu fæðuöryggis í íslenskum fjölmiðlum. Aðalviðmælandi hennar er dr. Björn S. Stefánsson sem var afkastamikill í skrifum um málefnið á níunda áratug síðustu aldar, þegar umræðan um fæðuöryggi var lítil sem engin. Hann segist í raun hafa fengið fæðuöryggi á heilann og varpar ljósi á tíðarandann þá og sitt persónulega fæðuöryggi í dag. Einnig skýtur dr. Ólafur Dýrmundsson inn dæmisögu. Fæðuöryggi er framleitt af Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, og má finna hér á vef blaðsins sem og á öllum helstu streymisveitum. Guðrún Hulda Pálsdóttir er höfundur þáttanna og þáttastjórnandi. Vilmundur Hansen leikles. Tónlistin er gerð af Notedrops.
31:31
November 10, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #22 - 10. nóvember 2020
Eins og fyrri daginn eru hugðarefni Jóns Gnarr fjölbreytt í Kaupfélaginu. Bandarísku forsetakosningarnar, íslenskuð örnefni erlendis, Andrés prins, Andrés önd og Donald Trump, frelsi, boð, bönn og byssueign bera á góma.
01:25:54
November 10, 2020
Konur í nýsköpun #10 – Stefanía Bjarney - 9. nóvember 2020
Í þættinum ræðir Alma Dóra við eina af sínum helstu fyrirmyndum úr nýsköpunarheiminum, Stefaníu Bjarneyju Ólafsdóttur. Stefanía er meðstofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Avo sem hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið og er, meðal annars, fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera valið til þáttöku í Y Combinator. Stefanía sagði frá sinni vegferð og upplifuninni af Y Combinator. Auk þess ræddu þær hvernig er að skipta um stefnu í miðri sprotavegferð, mikilvægi þess að forðast hlutdrægni við ráðningar og rússíbanann sem það er að koma sprotafyrirtæki á laggirnar. Hægt er að fræðast um Avo á vefsíðu þeirra, www.avo.app
34:35
November 9, 2020
Í fréttum er þetta helst 21. tbl. 2020
Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fletta nýjasta tölublaði Bændablaðsins og ræða efnistök þess. Á góma bera skordýraeitur í innfluttu grænmeti, lógun minnka vegna Covid-19, rófuræktun í Árborg, frostþurrkað skyr, makríll, sviðsmyndagreining í ferðaþjónustu, riðuveiki, Crispr-jarðarber, nýsköpun á borð við prjónareiknivél og frumuræktun á suðrænum ávöxtum, negulpipar, ársfundur Landssambands kúabænda, vélabásinn og smáauglýsingarnar sívinsælu.
14:53
November 6, 2020
Hlaðvarp Havarí – #6 – Ísland stefnulaust í lífrænni framleiðslu
Ísland stendur norrænum þjóðum mun aftar þegar kemur að lífrænni framleiðslu og hefur ekki sett sér nein langtíma markmið í þessum efnum. Þetta kemur fram í markaðsgreiningu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og kom út í ár. Berglind Häsler, umsjónarmaður Hlaðvarps Havarí rýnir í skýrsluna í þessum 6. þætti um lífræna framleiðslu.
13:16
November 2, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #17 - Aðlögun plantna að vetri – 30. október 2020
Aðlögun lífvera að kulda er margbreytileg. Farfugla leggja á sig langt og erfitt flug á suðlægari slóðir. Sum spendýr liggja í dvala yfir vetrarmánuðina, önnur safna vetrarforða eða þreyja þorrann og góuna. Gróðurinn getur aftur á móti ekki tekið sig upp og flutt á hlýrri stað á haustin, hann er fastur í jörðinni og verður því að aðlagast umhverfi sínu á öllum árstímum til að að lifa af. Viðkvæmustu garðplöntunum þarf að skýla yfir vetrarmánuðina. Vilmundur Hansen fjallar um aðlögun plantna að vetri á sinn margrómaða hátt í þætti dagsins af Ræktaðu garðinn þinn.
17:50
October 30, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #21 - 27. október 2020
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur með 21. tölublað Bændablaðsins við hönd. Honum er lögreglan hugleikinn í dag, enda sjálfur sonur lögregluþjóns. Innfluttar lífverur, auðlindir hafsins og sláturgerð bera einnig á góma.
01:46:08
October 27, 2020
Konur í nýsköpun #9 – Salome - 26. október 2020
Í þættinum ræðir Alma Dóra við Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups. Hún sagði henni frá því hvernig þau styðja við fjölbreytta frumkvöðla á fjölbreytta vegu, og þá sérstaklega í gegnum að tengja og hraða sprotafyrirtækjum. Einnig ræddu þær viðskiptahraðlana sem þau bjóða upp á og frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Ölmu Dóru grunaði að sjálfsögðu ekki í sumar þegar viðtalið var tekið upp, að þegar það kæmi út væri hennar eigið teymi, HEIMA, ný búið að sigra Gulleggið 2020. Hægt er að hafa samband við Icelandic Startups og nýta sér þjónustu þeirra á vefsíðunni www.icelandicstartups.is
26:03
October 26, 2020
Máltíð - #6 – Jói í Ostabúðinni - 21. október 2020
Nýr þáttur í hlaðsvarpsþættinum Máltíð er kominn í loftið. Svo sannarlega hristur en ekki hrærður. Gestur Hafliða Halldórssonar að þessu sinni er matreiðslumaðurinn Jóhann Jónsson sem fleiri þekkja sem Jóa í Ostabúðinni.  Jói er einn frumkvöðla í hópi veitinga-og verslunarmanna við Skólavörðustíg sem hafa haldið merki Kjötsúpunnar á lofti um árabil. Kjötsúpan fær sviðsljósið ásamt stuttu spjalli um ferilinn og framtíð Jóa í rekstri. Leynigestur þáttarins var jarðskjálftinn á mínútu 22:30 sem allt og alla hristi 20. október síðastliðinn upp á 5,6 á Richter.
24:08
October 21, 2020
Konur í nýsköpun #8 – Þorbjörg Helga - 20. október 2020
Í þætti dagsins kemur hún Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, og ræðir við Ölmu Dóru. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Í þættinum ræðir Þorbjörg sína vegferð, uppbyggingu og fjármögnun Köru og áskoranir sem margir kvenfrumkvöðlar ættu að kannast við.
31:32
October 20, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #16 – Haustplöntur - 15. október 2020
Hægt er að lengja sumarið með því að skipta sumarblómunum út fyrir harðgerðar haustplöntur, til dæmis litríkt lyng eða sígræna sýprusa. Haustplöntum er hægt að planta í ker eða beint út í beð, allt eftir aðstæðum. Allar þessar plöntur standa fram í frost og margar geta lifað veturinn af sé þeim skýlt og þær vökvaðar reglulega í þíðu. Vilmundur Hansen garðyrkjumógúll fer yfir sniðugar haustplöntur og umönnun þeirra í þessum þætti.
23:14
October 15, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #20 - 14. október 2020
Hver er munurinn á vírus og bakteríu? Jón ræðir plebbaskap, músíkalska anhedoníu, grímnotkun og margt fleira í þætti dagsins.
01:47:21
October 14, 2020
Konur í nýsköpun #7 – Huld - 13. október 2020
Huld Magnúsdóttir hefur átt í áralöngu sambandi við nýsköpun og starfar nú sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins. Hún kom í viðtal til Ölmu Dóru og ræddi sína vegferð, starf sjóðsins og hverju þau leitast eftir í fjárfestingartækifærum. Einnig spjölluðu þær um mikilvægi fjölbreytni, fyrirmynda og jafnvægisins þegar man sinnir krefjandi störfum. Hægt er að fræðast um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins á www.nyskopun.is og lesa skýrslu Nordic Innovation um konur í nýsköpun sem Huld minnist með því að smella hér.
27:40
October 13, 2020
Konur í nýsköpun #6 – Edda og Melkorka - 9. október 2020
Edda og Melkorka eru stofnendur Nýsköpunarvikunnar sem haldin er í fyrsta skiptið haustið 2020. Þær mættu í stúdíóið til Ölmu Dóru og deildu með henni sögum úr sinni vegferð, hvernig Nýsköpunarvikan kom til, hvað sé á dagskránni og hvaða væntingar þær hafa til næstu ára. Einnig eru þær báðar vel sjóaðar úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi og deildu sínum bestu ráðum til frumkvöðla. Ég mæli með að kíkja á www.nýsköpunarvikan.is fyrir streymi af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskránni. Einnig má nálgast frekari upplýsingar á FB síðu hátíðarinnar
26:55
October 9, 2020
Konur í nýsköpun #5 – Guðrún Tinna - 6. október 2020
Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, stjórnarformann Svanna lánasjóðs. Svanni lánar fyrirtækjum sem stofnuð og leidd eru af konum án þess að frumkvöðlarnir þurfi að gefa veð, til dæmis í fasteign eða öðrum eignum heimilisins. Tinna segir okkur frá sinni eigin frumkvöðlavegferð, starfsemi og framtíðaráherslum Svanna og deilir sínum helstu lyklum í frumkvöðlastörfum. Hægt er að kynna sér starfsemi Svanna betur á www.atvinnumalkvenna.is
32:57
October 6, 2020
Hlaðvarp Havarí – #5 – Anna María Björnsdóttir – danska leiðin
Hvergi í heiminum er hlutfall lífrænna afurða hærra í stórvöruverslunum og í Danmörku. Þetta er engin tilviljun heldur liggur að baki 30 ára markviss vinna í þessa átt, vinna sem hefði ekki skilað jafngóðum árangri ef stjórnvöld hefðu ekki markað sér stefnu í þessum efnum, fyrst allra þjóða. Danmörk var líka fyrsta landið í heiminum til að setja sér stefnu um að opinber mötuneyti ættu að nota 60% lífrænar afurðir. Vegna þessa er Danmörk orðin þekkt og virt matvælaþjóð, þekkt fyrir hágæða mat sem seldur er um heim allan. Fleira spilaði inn í til að þessi lífræna bylting næði fótfesti og má þá einnig nefna fræðslu um ágæti lífrænnar framleiðslu. Útflutningur hefur aldrei verið meiri og sama má segja um innlenda eftirspurn. Þetta þrýstir svo á bændur sem æ fleiri skipta um kúrs. Berglind Häsler er umsjónarmaður hlaðvarps Havarí – samtal um lífræna framleiðslu. Þættirnir eru unnir í samstarfi við VOR, félag lífrænna framleiðanda og Bændablaðið. Þátturinn að þessu sinni er helgaður ,,dönsku leiðinni,“ svokölluðu en það er sú leið sem Danir hafa farið í viðleitni sinni til að auka og efla lífræna framleiðslu og er sú leið leidd af samtökunum Lífræn Danmörk. En þess má geta að nú hefur átaksverkefni verið hrundið af stað hér á landi undir heitinu Lífrænt Ísland. Verkefnið er stutt af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu auk Bændasamtaka Íslands og það er VOR sem leiðir verkefnið. Í þessum 5. þætti um lífræna framleiðslu talar Berglind við Önnu Maríu Björnsdóttur. Anna María bjó í Danmörku í 10 ár og er mikil áhugakona um lífræna framleiðslu. Frá því í vetur hefur Anna María unnið að heimildamynd um lífræna framleiðslu á Íslandi og nú í sumar þvælst um landið og spjallað við framleiðendur.
37:31
October 5, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #19 - 1. október 2020
Saga, heyrn, fæðuöryggi, gæludýrafóður og nagladekk eru meðal umræðupunkta Jóns í Kaupfélaginu í dag auk þess sem heimspekingurinn Wittgenstein er honum hugðarefni um þessar mundir. Hann flettir sem endranær nýju tölublaði Bændablaðsins í leiðinni.
01:37:39
October 1, 2020
Konur í nýsköpun #4 – Ásdís - 29. september 2020
Ásdís Guðmundsdóttir er gestur Ölmu Dóru í þessum þætti, en hún er verkefnastýra Atvinnumála kvenna. Ásdís sagði frá styrkjunum sem þau veita, lýsti ferlinu og gaf ráð til þeirra sem hafa hug á að sækja um styrki. Ásdís hefur unnið með fjölda frumkvöðla í gegnum árin og hefur margar góðar sögur sem gaman er að.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um atvinnumál kvenna á www. atvinnumalkvenna.is 
32:33
September 29, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #15 – Haustlaukar - 25. september 2020
Vilmundur Hansen fjallar um haustlauka í þætti dagsins af Ræktaðu garðinn þinn á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Haustið er rétti tíminn til að undirbúa blómstrandi og litríkt vor með því að setja niður lauka af öllum gerðum. Laukarnir sem settir eru niður á haustin eru margir fyrstu vorboðarnir en aðrir eru að blómstra fram á mitt sumar.
35:59
September 25, 2020
Konur í nýsköpun #3 – Jenny Ruth - 22. september 2020
Í þessum þætti spjallar Alma Dóra við Jenný Ruth Hrafnsdóttur, meðstofnanda Crowberry Capital. Crowberry er íslenskur vísissjóður sem fjárfestir í tæknidrifnum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru snemma á sínum lífsferli. Jenný sagði frá sínu starfi hjá Crowberry, vegferðinni sem leiddi hana þangað og sínum hugleiðingum um nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Frekari upplýsingar um Crowberry er hægt að finna á www.crowberrycapital.com
32:20
September 22, 2020
Konur í nýsköpun #2 – Gréta María - 17. september 2020
Viðmælandi Ölmu Dóru í þessum þætti er Gréta María, stjórnarformaður Matvælasjóðs sem er einn af nýjustu sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gréta ræddi sína vegferð og þá reynslu sem hún tekur með sér inn í starf sjóðsins og deildi sínum bestu ráðum til frumkvöðla og þeirra sem hyggjast sækja um í Matvælasjóð. Auk þess sagði hún frá upplagi sjóðsins og þeim markmiðum og aðgerðum sem stjórnin hefur sett af stað til að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna. Hægt er að finna frekari upplýsingar um Matvælasjóð á www.matvaelasjodur.is Umsóknarfrestur er 21. september 2020
28:01
September 17, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #14 – Blómaval 50 ára - 15. september 2020
Vilmundur Hansen ræðir við Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Blómavals, um sögu, samtíð og framtíð Blómavals.
20:17
September 15, 2020
Konur í nýsköpun #1 - Þórdís Kolbrún - 14. september 2020
Í byrjun sumars sat Alma fyrir Þórdísi Kolbrúnu, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að gulltryggja sér viðtal við hana fyrir þinglok. Það reyndist þó vera algjör óþarfi þar sem hún var meira en til í að vera með. Í þættinum ræða þær hvernig Þórdís varð næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar, áhrifafólkið í hennar vegferð og nýsköpunarlandið Ísland 2030.
31:12
September 14, 2020
Konur í nýsköpun - kynning
Alma Dóra Ríkarðsdóttir ræðir við konur í nýsköpun um nýsköpunarumhverfið á Íslandi, jöfn tækifæri, fjölbreytni og valdeflingu kvenna til nýsköpunar. Verkefnið er hýst af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Sumarið 2020 fékk Alma Dóra Ríkarðsdóttir (að eigin sögn) besta sumarstarf sem nokkur viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði gæti óskað sér. Á styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna rannsakaði hún stöðu og valdeflingu kvenna til nýsköpunar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ásamt því að uppfæra kynjuðu tölfræðina hjá nýsköpunarsjóðum ráðuneytisins tók hún viðtöl við áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Í þessu hlaðvarpi verður hægt að hlusta á þessi viðtöl og fræðast um hvað er að gerast í nýsköpun á Íslandi með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.
02:58
September 14, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #18 - 11. september 2020
Hlustendur Hlöðunnar geta nú hlýtt á nýjan þátt Kaupfélagsins sem ávallt opnar við útgáfu á nýju tölublaði Bændablaðsins. Að vanda gerir Jón Gnarr fjölbreytt málefni að umtalsefnum sínum um leið og hann flettir í gegnum blaðið. Ræðir hann m.a. um lausagöngu hunda, óorð íslenskunnar, stigvél, skáld og skógrækt, kirkjugarða og nýja jeppa. Ætli þú finnir ljóðabók í rekka smáframleiðenda í Krónunni á Granda?
01:31:58
September 11, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #17 - 20. ágúst 2020
Jón Gnarr er kominn úr sumarleyfi og hleður í Kaupfélagsþátt í tilefni útgáfu nýs Bændablaðs. Umfjöllunarefnið er meðal annars kannabisræktun í Kaliforníu og réttarstörf haustsins hér á Fróni. „Það er enn eitt reiðarslagið, það er búið að banna gestum að taka þátt í réttum!“ segir Jón þegar hann les forsíðufréttina og segir frá því að laganna verðir muni gæta þess að eingöngu bændur og þeir sem eigi fjárvon sé heimilt að taka þátt í réttarstörfunum þetta árið vegna kórónuveirufársins. „Þetta er ákveðin haustgleði, tækifæri til að hittast og treysta vinabönd og ættartengsl. Margir af höfuðborgarsvæðinu hafa það sem sið að fara í réttir til að hitta sitt fólk. Það er búið að mælast til þess að áfengi sé ekki haft um hönd, sem er nýmæli því áfengi er yfirleitt mikið haft um hönd í réttunum, sérstaklega eftir réttirnar. Ég þekki það vel því ég hef svo oft verið bílstjóri við slík tækifæri.“ Jón Gnarr segir líka frá nýrri bók sem hann er með í smíðum um íslenskt mál. „Mér finnst staða íslenskunnar, okkar ástkæra og ylhýra tungumáls, þannig að hún þarfnast aðhlynningar. Það þarf að fríska hana upp!“
55:13
August 20, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #16 - 21. júlí 2020
Jón Gnarr hefur frá mörgu að segja í þessum Kaupfélagsþætti. Hundurinn Klaki er með honum og hlustar á húsbónda sinn vaða á súðum, þann mikla „meistara útúrdúranna og guðföður langlokunnar“ eins og hann segir sjálfur. Tvennt er á dagskrá – frásögn af ferðalögum um landið ásamt svæsinni sjúkrasögu Jóns sem betur fer fær farsælan endi. „Ég er alltaf jafn hissa á því að fólk hafi gaman af því að hlusta á svona röfl,“ segir þáttastjórnandinn þegar hann kveður hlustendur sína eftir tæplega tveggja klukkustunda hugvekju.
01:45:08
July 22, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #15 - 1. júlí 2020
Gasprarinn og rauparinn Jón Gnarr, eins og hann kynnir sjálfan sig, ræðir við hlustendur um allt milli himins og jarðar í Kaupfélaginu. Jón er á faraldsfæti eins og þorri landsmanna en fjallar engu að síður um fjölbreytt hugðarefni, meðal annars heimspeki og Þórberg Þórðarson, stangaveiði og erfiðar minningar. Þá fá læknaritarar sitt pláss í þættinum að þessu sinni.
01:29:08
July 22, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #13 – Liljur - 21. júlí 2020
Vilmundur Hansen fjallar um liljur í hlaðvarpsþættinum Ræktaðu garðinn þinn. Liljur eru fagurblómstrandi plöntur sem vaxa upp af laukum og tengjast þær menningu og mataræði þjóða víða um heim. Margar tegundir og hundruð yrkja eru í ræktun og sum þeirra dafna ágætlega hér á landi. Algengasta lilja í íslenskum görðum er eldlilja sem er appelsínugul og með dökkum dröfnum.
17:01
July 21, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #12 – Drukkna hjákonan - 8. júlí 2020
Vilmundur Hansen fjallar um bóndarósir, sögu þeirra og ræktun. Bóndarósir eru yfirleitt auðveldar í ræktun eftir að þær hafa komið sér fyrir. Plantan er langlíf og líður best ef hún fær að standa lengi óhreyfð á sama stað.
17:05
July 8, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #14 - 26. júní 2020
Jón Gnarr kaupfélagsstjóri hefur skoðun á öllu mögulegu og ómögulegu. Nú fjallar hann m.a. um viðhorf til dýra, lúsmý og íslenskt mál. 
01:56:09
July 2, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #13 - 23. júní 2020
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr dregur ekki af sér að segja frá því sem hefur á daga hans drifið síðustu vikur. Boltaleikur við hundinn Klaka dró dilk á eftir sér eins og Jón rekur ítarlega í nýjasta hlaðsvarpsþætti Kaupfélagsins. „Ég er hérna með tvö þéttskrifuð blöð með punktum,“ sagði Jón þegar hann hlammaði sér í kaupfélagsstjórastólinn í hlaðvarpsstúdíói Bændablaðsins, lúinn eftir inntöku verkjalyfja, bakmeiðsli og liðskrið síðustu vikna.
01:18:20
June 23, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #12 - Kormákur - 19. júní 2020
Nýsköpun í ferðaþjónustu er áframhaldandi viðfangsefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað með Sveini Margeirssyni. Kormákur Hermannsson er framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland. Hann hefur langa reynslu af nýsköpun og hefur byggt upp Basecamp Iceland frá árinu 2014. Fyrirtækið vinnur um allt land og hefur m.a. unnið mikið að því að bæta upplifun ferðamanna af norðurljósum. Vöruþróun hefur frá upphafi skipað veglegan sess í þróun Basecamp Iceland og fjallar Kormákur m.a. um þá vöruþróun í samhengi landbúnaðar.
49:48
June 22, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #11 – Berin best úr eigin garði - 18. maí 2020
Í þessum þætti fjallar Vilmundur Hansen um ber. Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjósömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með lífrænum áburði og á sólríkum og skjólgóðum stað. Ber úr eigin garði eru góð í munninn beint af plöntum eða í saft, sultur og til víngerðar.
25:28
June 22, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #11 - Rusticity - 12. júní 2020
Sveinn Margeirsson ræðir við Nönnu K. Kristjánsdóttur og Gilles Tasse hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Rusticity, sem býður upp á sérfræðiráðgjöf og innleiðingu á nýjum snjalllausnum á rekstrar- og skráningarkerfum fyrir bændur.
27:49
June 12, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #10 – Grasið í garðinum - 9. júní 2020
Fátt er yndislegra en ilmurinn af nýslegnu grasi á fallegum sumardegi. Til þess að grasflötin verði falleg þarf hún góðan undirbúning, áburð og umhirðu. Grasflöt í paradís er lávaxin og hægvaxta, þekur vel og hefur þétt rótarkerfi og grænkar snemma á vorin. Hún sölnar seint á haustin og hefur fallegan dökkgrænan lit. Vilmundur Hansen fjallar um gras í 10. þætti af Ræktaðu garðinn þinn í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.
17:17
June 9, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #12 - 27. maí 2020
Það er margt sem Jóni Gnarr liggur á hjarta í hvítasunnuþætti Kaupfélagsins. Hundurinn Klaki mætir í stúdíóið og sefur á meðan húsbóndinn ræðir m.a. svefnleysi í Svíþjóð, íslensku forsetakosningarnar, bull, nauðsynlega nýliðun í sauðfjárrækt, ímynd hjúkrunarfræðinga og drykkjusiði landans.
02:35:43
May 29, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #6 - Bryndís Marteinsdóttir og Grólind - 25. maí 2020
Bryndís Marteinsdóttir verkefnastjóri er viðmælandi Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Bryndís stýrir verkefni sem nefnt er GróLind. Bryndís og samstarfsfólk hennar er að leggja lokahönd á fyrsta stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Stöðumatið byggir á rofkortlagningu RALA og Landgræðslunnar og vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður kynnt opinberlega í næsta mánuði. Bryndís segir að í þessu fyrsta mati verði fyrirliggjandi upplýsingar notaðar til að meta ástand auðlindanna. Þrátt fyrir að matið sé á grófum kvarða mun það gefa ágætis heildarmat á stöðunni. Bryndís segir líka að það bætist stöðugt við eigin gögn GróLindar og innan fárra ára verði hægt að koma fram með mun nákvæmari kort af ástandi auðlindanna. Til að hægt sé að tengja landnýtingu við ástand auðlindanna er nauðsynlegt einnig að vita hvernig og hversu mikið land er nýtt. GróLind er að leggja lokahönd á kort sem sýnir mörk úthaga og afrétta og núverandi nýtingu þeirra til sauðfjárbeitar. Þessar upplýsingar verða kynntar samhliða stöðumatinu. Í framtíðinni verður svo kortlagt hvernig annar búpeningur en sauðfé nýtir landið. Um leið verður safnað upplýsingum um aðra landnýtingu. GróLind hófst formlega í apríl árið 2017 með samningi á milli Landsamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytisins. Frumkvæðið að GróLind kom frá Landssamtökum sauðfjárbænda.
27:38
May 25, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #5 – Árni Bragason - 20. maí. 2020
Árni Bragason landgræðslustjóri er viðmælandi í fimmta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í viðtalinu ræðir Árni m.a. um það hvers vegna Ísland er eitt vistfræðilega verst farna land Evrópu. Þá talar Árni um loftslagsmarkmiðin og jarðvegseyðinguna sem er alvarlegasta ógnin sem blasir við mannkyni, en uppskerutap vegna hennar er gríðarlegt. Hlutverk sveitarfélaga kemur til umræðu og breytt landnotkun. Í framhaldi af því fjallar Árni um friðun lands og þátt landeigenda/bænda. „Við eigum bara eina jörð og ef við umgöngumst hana ekki með sjálfbærum hætti fer illa. Það er enginn sem getur leyft sér að vera „stikkfrí“ í þessu máli,“ segir Árni meðal annars. Spyrill í þættinum er Áskell Þórisson.
45:21
May 20, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #9 – Ævintýri garðálfanna - 20. maí 2020
Í þessum níunda þætti Ræktaðu garðinn þinn fjallar Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur um sögu garðálfa sem eiga sér aldagamla hefð í Evrópu sem verndarar og frjósemistákn sem ætlað var auka uppskeruna. Vinsældir garðálfa sem garðskraut á Íslandi fara eftir tískustraumum og annað hvort hatar fólk þá eða elskar.
09:31
May 20, 2020
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #5 – Ólafur Arnalds – 15. maí 2020
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar. Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt. Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur. Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.
37:28
May 18, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #8 - Sumarblóm - 12. maí 2020
Að þessu sinni fjallar Vilmundur Hansen um sumarblóm. Hvenær á að setja þau niður, undirbúning jarðvegsins og staðsetningu. Hann segir einnig frá því hvað sumarblóm eru há og hver eru lág, hver þeirra standa langt fram á haust, hver ilma mest og hver þeirra eru æt.
21:29
May 12, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - # 11 - 8. maí 2020
Jón Gnarr ræðir um lífsins gagn og nauðsynjar. Hefur kórónuveiran breytt Vesturlandabúum, er Miklatún gott nafn á túni og hvers geta ferðamenn vænst í mat og drykk þegar þeir ferðast um landið í sumar?
01:51:41
May 10, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #4 - Tryggvi Felixson hjá Landvernd - 6. maí. 2020
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin voru stofnuð árið 1969. Þau eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6.000 félagar í Landvernd. Tryggvi getur þess í samtalinu að afskipti Landverndar af loftslagsmálum megi rekja allt til ársins 2005 en þá var stofnaður sérstakur lofslagshópur sem sendi frá sér tillögur sem snertu m.a. sjávarútveg, samgöngur, kolefnisbindingu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Stjórnvöld þess tíma höfðu sent frá sér hugmyndir sem Tryggvi sagði að hefðu verið afar léttvægar – og ekki var hlustað á Landvernd. Það var ekki fyrr en 2018 að fram komu tillögur frá ríkisstjórninni sem Tryggvi sagði að hefðu ekki heldur verið fullnægjandi en von er á skarpari tillögum frá stjórnvöldum. „Við hefðum betur farið af stað með ráð Landverndar í farteskinu árið 2005. Tíminn skiptir svo miklu máli. Við höfum enn tíma en hann er ekki mikill.“
42:26
May 6, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #10 - Hrífunes - 5. maí 2020
Ferðaþjónustubændur um allt land horfa fram á gjörbreytta eftirspurn og þörf á nýsköpun. Hlaðvarpsþátturinn Víða ratað mun á næstu vikum horfa sérstaklega til nýsköpunar tengdri ferðaþjónustu. Sveinn Margeirsson tók hús á Höddu Gísladóttur og Snorra Haukssyni á Hrífunesi í Skaftafellssýslu á dögunum. Þar á bæ verður áherslan í sumar á að gefa Íslendingum kost á að upplifa náttúruperlur sem þeir hafa ekki aðgang að á hverjum degi, samhliða því að njóta matar úr héraði með alþjóðlegum blæbrigðum.
23:58
May 5, 2020
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #4 - Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir – 30. apríl 2020
Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir ræðir þessi mál við Áskel Þórisson í þættinum "Skeggrætt. Þórhildur er framkvæmdastjóri Grænni byggðar sem er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar. Hér eru á ferð félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af. Þórhildur er orku- og umhverfisverkfræðingur með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál. Starf Grænni byggðar felst m.a. í því að koma á tengslum á milli félaga, fræðslu og hvatningu. Samtökin verða 10 ára á þessu ári. Tæplega 50 aðilar í byggingariðnaði eru félagar í Grænni byggð. Á félagaskrá má m.a. finna verktaka, verkfræðistofur og opinberar stofnanir.
37:44
April 30, 2020
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #4 – Sólveig Eiríksdóttir (Solla)
Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðsu sem unninn er í samstarfi við VOR og Bændablaðið.
28:56
April 29, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #7 - Kartöflur - 24. apríl 2020
Að þessu sinni fjallar Vilmundur Hansen um þann þjóðlega sið að rækta kartöflur. Hann bendir meðal annars á að vegna stutts vaxtartíma er gott að forrækta kartöflur í fimm til sex vikur áður en útsæðinu er stungið í jörð.
22:00
April 24, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #10 - 22. apríl 2020
Í tíunda þætti Kaupfélagsins heldur Jón Gnarr því staðfastlega fram að það eigi að efla innlenda matvælaframleiðslu. Hann vill átak í því að bæta kjör og aðstæður garðyrkjubænda og segir nýjar reglur um innflutning á hampfræi alveg gráupplagðar. Að venju eru komið víða við og fátt sem er Jóni óviðkomandi. Hann rifjar upp tilraunir manna við innflutning á froskum og sauðnautum til Íslands og spyr hvort ekki séu sóknarfæri í því að rækta kanínur til manneldis. Flugvallarumræðan fær sitt pláss í þættinum og hugmyndir um nýjan flugvöll við Bessastaði, Olafur Ragnar Grimsson International Airport, fá byr undir báða vængi.
02:16:17
April 24, 2020
Í fréttum er þetta helst - #3 - Kórónuveiran í Noregi, Belgíu og Kúveit - 10. apríl 2020
Bændablaðið sló á þráðinn til þriggja Íslendinga sem búa í Noregi, Belgíu og við Persaflóa, nánar tiltekið í Kúveit. Þó aðstæður séu ólíkar í þessum löndum er viðfangsefnið það sama – að þreyja þorrann og góuna þar til COVID-19 lætur undan. Rætt er um daglegt líf í skugga veirunnar og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á matvælageirann og landbúnað í löndunum þremur.
52:44
April 10, 2020
Máltíð - #5 - Gísli Matthías í Slippnum - 6. apríl 2020
Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum Máltíð. Gísli Matt, eins og hann er alltaf kallaður, hefur sett verulegt mark á veitingageirann þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur náð góðum árangri í rekstri og er þekktur fyrir frumleika og að sækja í rætur íslenskrar matarmenningar. Gísli er oftast kenndur við veitingahús sín: Slippinn í Eyjum og Skál á Hlemmi.
57:03
April 6, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #9 - Fæðuöryggi og breytingar - 6. apríl 2020
Umræða um fæðuöryggi Íslend­inga hefur vaknað í tengslum við COVID-19-faraldurinn. Viðbrögð við þeirri umræðu hafa eðlilega snúist um skammtímasjónarmið, en mikilvægt er að horfa til lengri tíma í þeim efnum. Sveinn Margeirsson fjallar um tíu breytingar sem eru að hans mati nauðsynlegar fyrir íslenska fæðuframleiðslu í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er.
26:53
April 6, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #9 - 5. apríl 2020
Jón Gnarr hefur dvalið á óðali sínu í Skorradalnum síðustu tvær vikurnar, fjarri öllu kórónufári í sjálfskipaðri útlegð frá höfuðstaðnum. Hann sætir lagi og mætir í hlaðvarpsstúdíó Bændablaðsins á milli apríllægða þar sem hann hleður í hnausþykkan páskaþátt. Jón ræðir um tvö mikilvæg hugðarefni sín: bílljósanotkun og landnám Íslands.
01:42:31
April 5, 2020
Skörin - #3 - Freyja Þorvaldar ræðir við Sigurð Inga Jóhannsson um landbúnaðarmál - 3. april 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sest á Skörina með Freyju Þorvaldar í nýjum hlaðvarpsþætti. Umræðuefnið er landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins og framtíð íslensks landbúnaðar. Þau fara um víðan völl og ræða meðan annars um tengingu Framsóknar við bændur í gegnum árin, innflutning á hráu kjöti, nýsköpun og menntun, eignarhald á landi, tengsl byggðastefnu og landbúnaðar og mótun matvælastefnu fyrir Ísland.
30:32
April 3, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #6 - Áburður eykur grósku - 3. apríl 2020
Vilmundur Hansen fjallar um áburðarnotkun í garðyrkju. Er munur á lífrænum og tilbúnum áburði og hvaða áhrif hafa mismunandi áburðarefni á gróðurinn?
15:03
April 3, 2020
Máltíð - #4 - Brynja Laxdal hjá Matarauð Íslands - 31. mars 2020
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauðurinn hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Í þættinum ræðir Brynja m.a. um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber einnig á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.
46:57
March 31, 2020
Í fréttum er þetta helst - #2 - Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar? - 26.03.2020
Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki breyst - við þurfum að borða. Í skugga kórónuveirunnar berast fréttir af lokunum landamæra, hnökrum í vöruflutningum og yfirvofandi framboðsskorti í matvörubúðum. Við verðum kannski örlítið hrædd og förum jafnvel að hamstra. Í þessu innslagi er rætt við talsmenn tveggja mikilvægra hlekkja í framleiðslukeðju matvæla hér á landi. Annars vegar Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann Bændasamtaka Íslands, og hins vegar Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Við spyrjum: Er til nóg af mat? Geta frumframleiðendur hér á landi uppfyllt fæðuþörf þjóðarinnar? Getum við búist við einhverjum breytingum á framboði matvæla í verslunum?
24:31
March 26, 2020
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #3 – Karen Jónsdóttir (Kaja) - 19. mars 2020
Þriðji viðmælandi Berglindar Häsler er Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaja Organic á Akranesi. Karen tileinkaði sér lífrænan lífstíl þegar hún veiktist fyrir allmörgum árum.  Karen rekur eina kaffihús landsins sem vottað er lífrænt, þá er hún einnig heildsali, framleiðandi og frumkvöðull. Í þættinum fáum við að smakka fyrstu íslensku jurtamólkina – byggmjólk!
38:31
March 25, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #8 - 20. mars 2020
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr er mættur í fjósagalla og gatslitinni lopapeysu í hljóðver Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins. Hann er á persónulegu nótunum og ljóstrar meðal annars upp fyrir hlustendum kenningu móður sinnar um það hver væri fyrirmyndin að Georgi Bjarnfreðarsyni. Jón ræðir um fæðuöryggi og íslenskt mál eins og í fyrri þáttum og hringir í landsfrægan Hilux-eiganda sem er með grátstafinn í kverkunum yfir því að þurfa að selja þennan vin sinn og dygga þjón.
01:51:17
March 20, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #5 - Klipping limgerða og stórra trjáa - 20. mars 2020
Lóan er komin og vorið handan við hornið. Í fimmta þætti hlaðvarpsins Ræktaðu garðinn þinn fer Vilmundur Hansen yfir tækni og aðferðir við klippingu, snyrtingu og grisjun runna og trjáa.
20:58
March 20, 2020
Skörin - #2 - Freyja Þorvaldar ræðir við Steingrím J. Sigfússon um landbúnaðarmál - 18. mars 2020
Freyja Þorvaldar býður Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis og fyrrverandi fjármála- og landbúnaðarráðherra, að setjast á skörina. Þar kryfja þau stefnu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í landbúnaðarmálum og ræða m.a. um samþjöppun í eignarhaldi bújarða, nýliðun og nýsköpun, hálendisþjóðgarð og loforð í stjórnarsáttmála um aðgerðir til að mæta erfiðum rekstri sauðfjárbænda.
42:42
March 18, 2020
Í fréttum er þetta helst - #1 - Snorri Sig og reynslan af COVID-19 í Kína - 16.3.2020
Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur. Hann er nú búsettur í Kína og starfar þar sem framkvæmdastjóri hjá mjólkurfyrirtækinu Arla Foods í Peking. Á dögunum skrifaði Snorri áhugaverðan pistil á Facebooksíðu sína um þá reynslu að sitja í sóttkví í 42 daga meðan versta útbreiðslan á COVID-19 veirunni gekk yfir. Bændablaðið sló á þráðinn til Snorra og spurði hann meðal annars hvað Vesturlandabúar gætu lært af Kínverjum til þess að verjast þessum óboðna gesti, sem COVID-19 er.
29:22
March 16, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #4 - Dedúað við dalíur - 9. mars 2020
Tími vorlaukanna er runninn upp. Vilmundur Hansen fjallar um meðhöndlun þeirra í þessum þætti af "Ræktaðu garðinn þinn". Til einföldunar eru laukar og hnýði flokkaðir eftir árstímanum sem þeir eru settir niður.
12:52
March 9, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #7 - 6. mars 2020
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr fer yfir víðan völl að venju. Í löngum og yfirgripsmiklum þætti gefst lítið ráðrúm til þess að ræða efnistök og auglýsingar Bændablaðsins. Jóni liggur ýmislegt annað á hjarta. Hann minnist vinar síns Ragga Bjarna, leggur til breytingar á þjóðsöng Íslendinga og segir frá því að hann sé byrjaður að borða kjöt á nýjan leik. Örlögin höguðu því þannig að í stað þess að nema skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem Jón var búinn að sækja um, mun kaupfélagsstjórinn stúdera handritagerð og sviðslistir í Listaháskólanum næsta haust.
01:46:57
March 6, 2020
Máltíð - #3 - Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi í Hvalfirði - 6. mars 2020
Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í Máltíð. Hún ásamt fjölskyldu sinni rekur myndarlegt bú sem er hvað þekktast fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu, heimavinnslu og sölu eigin afurða beint til neytenda. Arnheiður er umhverfisfræðingur að mennt og er ötull talsmaður þess að við skiljum og áttum okkur á sérstöðu landsins í hráefnavali. Það er mikils virði, að hennar mati, fyrir íslenska ferðaþjónustu að geta boðið upp á alíslenskt hráefni og byggt á rótgrónum matarhefðum.
58:28
March 6, 2020
Skörin - #1 - Freyja Þ. ræðir við Unnstein Snorra um framtíð sauðfjárræktarinnar - 6. mars 2020
Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum í Borgarfirði og nemi við LbhÍ, ræðir við Unnstein Snorra Snorrason, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, um stöðu og horfur í sauðfjárrækt á Íslandi. Margar áskoranir bíða sauðfjárbænda sem hafa gengið í gegnum mögur ár með sögulega lágu afurðaverði. Hvað er til ráða?
50:03
March 6, 2020
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #2 – Kristján Oddsson
Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós, er viðmælandi Berglindar Häsler í öðrum þætti af Hlaðvarpi Havarí á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Kristján er frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum. Kristján og kona hans, Dóra Ruf, stofnuðu fyrirtækið árið 2003. Í þættinum segir Kristján lífræna ræktun geti skipað stóran sess í baráttunni við loftlagsvána. Vandinn hér á landi sé hins vegar sá að enn sé glímt við ákveðna fordóma í garð lífrænnar ræktunar og að skortur á sveigjanleika hjá eftirlitsaðilum og í regluverkinu sjálfu fæli bændur frá eða verði til þess að þeir missi móðinn. Að mati Kristjáns er mikilvægt að líta á lífræna ræktun sem þróunarverkefni, sér í lagi á meðan hún er að festa sig í sessi. Hlaðvarp Havarí - samtal um lífræna ræktun og framleiðslu er unnið í samvinnu við VOR hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða.
34:25
March 2, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #8 - Grasprótín - 28. feb. 2020
Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu. Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar á þessu verkefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Finnbogi ríður á vaðið, Ditte fjallar um fóðurfræði og samvinnu við Dani frá mínútu 42:50 og Hannes fer fyrir greiningu á innflutningi og arðsemisathuganir frá mínútu 53:40.
01:09:15
February 29, 2020
Hlaðvarp Bændasamtakanna - #2 – Tillaga um nýtt félagskerfi landbúnaðarins - 27. febrúar 2020
Tillaga að heildarendurskoðun á félagskerfi landbúnaðarins liggur fyrir Búnaðarþingi 2020. Meginmarkmiðið er að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna, ná fram sem breiðastri samstöðu meðal bænda og auka slagkraft hagsmunagæslunnar. Að auki á að finna leiðir til að fjármagna rannsóknir til að stuðla að framþróun og aukinni fagmennsku í landbúnaði. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ og fyrrum formaður Búnaðarsambands Suðurlands og Baldur Helgi Benjamínsson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og fyrrum framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, ræða málið í hlaðvarpi Bændasamtakanna. Þau hafa starfað með þriggja manna starfshópi bænda og teiknað upp tillögu að nýju félagskerfi. Hvað þýða breytingarnar fyrir bændur og hvað er það sem kallar á endurskoðun á félagskerfinu? Í þættinum er m.a. rætt um fjárhagshliðina og þá hugmynd að búa til ný Samtök landbúnaðarins að danskri fyrirmynd.
47:03
February 27, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #6 - 21. febrúar 2020
Kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr rýnir í Bændablaðið, ræðir um veðrið, stórar dráttarvélar, kjallaradælur fyrir salerni og hellulagnastörf í Reykjavík forðum daga. Í lok þáttar boðar kaupfélagsstjórinn stórar fréttir um framtið sína og möguleg jeppakaup.
01:16:58
February 21, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #3 - Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi LG - 21. feb. 2020
Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þess að mannkyni takist að ná tökum á loftslagsvandanum. Sömuleiðis, segir Guðrún, verður að endurskoða hagkerfið sem þrífst fyrst og síðast á neyslu og aftur neyslu.
30:57
February 21, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #3 - Jarð- og moltugerð - 21. febrúar 2020
Vilmundur Hansen fjallar um jarðveg og jarðvegsgerð. Áhugi á jarð- eða moltugerð eykst sífellt og margir garð- og sumarhúsaeigendur eru með safnhaug í þeim tilgangi að nýta lífrænan úrgang sem fellur til úr eldhúsinu og garðinum. Góð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að fá.
13:23
February 21, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #7 - Hlöðver Hlöðversson bóndi á Björgum - 19. feb. 2020
Hlöðver Hlöðversson bóndi að Björgum í S-Þingeyjarsýslu er viðmælandi Sveins Margeirssonar í Víða ratað. Þeir ræða skemmtilega vakningu bænda í Þingeyjarsýslum, nýtingu jarðvarma og fóðurframleiðslu. Einnig ber uppkaup á jörðum á góma.
18:07
February 20, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #6 - Hildur Ásta Þórhallsdóttir - 12. feb. 2020
Hildur Ásta Þórhallsdóttir stjórnmálafræðingur sem nýlega lauk námi tengdu sjálfbærni við Edinborgarháskóla í Skotlandi er viðmælandi Sveins í þessum þætti af Víða ratað. Þau ræða m.a. áskoranir og tækifæri í landbúnaði og við landnýtingu í ljósi loftslagsbreytinga.
26:58
February 12, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #5 - 11. febrúar 2020
Kaupfélagsstjóranum Jóni Gnarr er ekkert óviðkomandi. Hann flettir í gegnum nýjasta Bændablaðið og ræðir við hlustendur um málefni jeppaeigenda, lestarkerfi hringinn í kringum landið, súrmeti, leiðsögustörf á jöklum, jarðgerðarílát frá Borgarplasti og trygglyndi hunda.
01:45:34
February 12, 2020
Köngull - þáttur Landssamtaka skógareigenda - #2 - Lífið er vatn og vatn fyrir alla - 10.2.2020
Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógarbænda, fjallar um mikilvægi skóga sem vistkerfi og lífsnauðsynlegt samspil við vatn. Því meiri skógur, því meira vatn, því lífvænlegri jörð. Þetta á ekki síður við um Ísland en aðrar heimsins grundir. Ísland var fyrr á tíð eðlilega skilgreint sem túndra, ekki það að það hafi verið á túndrubeltinu heldur einfaldlega vegna ástandsins á landinu. Það var og er enn skilgreint hnattrænt á barrskógarbeltinu og verður líklega í laufskógabeltinu ef fram fer sem horfir. Landnemar gengu á landsins gersemar. Aðstæður breyttust og hefur það haft áhrif á þjóðina og aukið á harða lífsbaráttu. Ágangur mannsins í tímans rás gekk mjög á landsins gæði. Skógrækt er vænlegur valkostur á framræstu landi og þar sem ekki hentar eða vilji er fyriri að fylla í skurði og bleyta í landi á ný. Til lengri tíma er skógrækt ódýr og arðvænleg leið til að ná fram bindingu í framræstu landi. Beita þarf af skynsemi þeim aðferðum sem tiltækar eru, hvort sem það er endurheimt votlendis, landgræðsla eða skógrækt.
07:43
February 10, 2020
Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu – #1 – Eygló Björk Ólafsdóttir
Berglind Häsler, eigandi Havarí í Berufirði og markaðsstjóri í Reykjavík, stýrir hlaðvarpinu Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Í fyrsta þætti sínum spjallar Berglind við Eygló Björk Ólafsdóttur, bónda í Vallanesi á Fljótdalshéraði og annan eiganda framleiðslufyrirtækisins Móðir Jörð. Hún er einnig formaður VOR - verndun og ræktun, sem er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. Hlaðvarpið Havarí er samvinnuverkefni VOR og Bændablaðsins.
45:00
February 10, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #2 –Sigtryggur Veigar og Daði Lange - 6. febrúar 2020
Gestir Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar eru þeir Sigtryggur Veigar Herbertsson, fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurandi eystra. Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði. Á þessum námskeiðum mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum. Farið verður yfir aðgerðir til að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins, með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun, auk kolefnisbindingar. Í þessum hlaðvarpsþætti verður fjallað um ýmsar tækninýjungar í vélum, tækjum og áburðardreifingu svo fátt eitt sé nefnt. Sigtryggur útskýrir það sem hann kallar nákvæmisbúskap sem skiptir öllu í landbúnaði framtíðarinnar. Það sem kemur til umræðu í þættinum er aðeins brot af því sem fjallað verður um á námskeiðunum. Þátttaka í verkefninu verður til að byrja með bundin við sauðfjárbændur sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárrækt og gengið er út frá því að allir þátttakendur í verkefninu tryggi að losun frá landi þeirra aukist ekki.
48:55
February 10, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #5 - Þorsteinn Tómasson - 3. febrúar 2020
Þorsteinn Tómasson, fyrrverandi forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Þeir ræða m.a. um kynbætur í trjárækt en Þorsteinn hefur um árabil unnið að þeim.
28:17
February 3, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #2 - Umhirða pottaplantna eru geimvísindi - 31. janúar 2020
Í öðrum þætti af hlaðvarpsþættinum „Ræktaðu garðinn þinn“ fjallar Vilmundur Hansen um pottaplöntur. Hann stiklar á stóru í sögu pottaplöntunnar í Evrópu, en fyrstu heimildir um slík stofuprýði á Íslandi er frá árinu 1856. Í framhaldi bendir hann á góðar aðferðir við almenna umhirðu pottaplantna. Ræktaðu garðinn þinn er samstarfsverkefni Facebook-síðunnar Ræktaðu garðinn þinn og Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins.
23:10
January 31, 2020
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #3 - Þórey Ólöf Gylfadóttir – 31. janúar 2020
Þórey Ólöf Gylfadóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ræðir við Áskel Þórisson um landbúnaðarrannsóknir. Þórey segir að miðað við nágrannalöndin standi Ísland sig ekki nógu vel þegar kemur að landbúnaðarrannsóknum. Landbúnaðurinn er flókin atvinnugrein og til þess að hún geti þróast þurfi rannsóknir – og fjármagn. Þekkingin er upphaf og endir alls í landbúnaði og á henni verði byggt þegar loftslagsvandi framtíðarinnar knýr fastar á dyr. „En það kostar tíma og peninga að afla þekkingar,“ segir lektorinn og kallar eftir auknum skilningi á mikilvægi landbúnaðarrannsókna. Hún nefnir sem dæmi að fjölmargar grunnrannsóknir skorti svo hægt verði að halda á vit nýrra tíma. Þannig sé fátt vitað um kolefnisbindingu í ræktunarlandi og bútæknirannsóknir séu ekki lengur stundaðar.
36:01
January 31, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #4 - 24. janúar 2020
„Ég segi það alveg hreint út og í heiðarleika…“ fullyrðir Jón Gnarr sem flettir brakandi fersku Bændablaði og ræðir meðal annars um yfirheyrsluaðferðir bandarískra rannsóknarlögreglumanna, íslenska málshætti, ær og kýr. Jón slær á þráðinn til hennar Láru sem er í atvinnuleit. Hún hefur meðal annars unnið við rennismíði, á saumastofu og í fiski. Lára auglýsir eftir vinnu í smáauglýsingum Bændablaðsins og ræðir m.a. við Jón um hundahald, vinnustaðamenningu og sjóveiki.
01:16:55
January 24, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #4 - Sigurður Björnsson - 20. janúar 2020
Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs hjá Rannís, er gestur Sveins Margeirssonar í fjórða hlaðvarpsþætti Víða ratað. Meðal þess sem ber á góma eru styrkjaleiðir sem tengjast rannsóknum og nýsköpun í landbúnaði og græna hagkerfinu. „Allir sem hafa áhuga á nýsköpun og vilja stunda nýsköpun geta leitað til okkar,“ segir Sigurður.
27:09
January 20, 2020
Máltíð - #2 - Agnar Sverrisson á Texture - 17. janúar 2020
Agnar Sverrisson, matreiðslumaður og eigandi Michelin-veitingastaðarins Texture í London, er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í öðrum þætti Máltíðar. Aggi segir meðal annars frá námsárunum á Sögu, þegar hann fór í víking til útlanda, rekstri veitingastaða í Lundúnum og hvaða skoðanir hann hefur á íslensku veitingasenunni.
39:55
January 17, 2020
Ræktaðu garðinn þinn - #1 - Sáning og meðferð á smáplöntum - 16. janúar 2020
Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaðamaður Bændablaðsins, sér um hlaðvarpsþáttinn Ræktaðu garðinn þinn. Nafnið er dregið af samnefndum hópi á Facebook sem Vilmundur stofnaði á sínum tíma og gengur út á ráðgjöf og skoðanaskipti um garðyrkju og gróður. Í þessum fyrsta þætti af Ræktaðu garðinn þinn í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins, fjallar Vilmundur Hansen um sáningu og meðferð smáplantna.
14:31
January 16, 2020
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #2 - Guðríður Helgadóttir – 15. janúar 2020
Guðríður Helgadóttir, Gurrý á Reykjum, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt. Hún er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands og staðarhaldari í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, en þar er garðyrkjunám LbhÍ til húsa. Guðríður hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu um síðustu áramót fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar. Gurrý segir í viðtalinu að hægt sé að rækta miklu meira af grænmeti á Íslandi en gert er nú um stundir. Í bæjum hefur stóraukinn gróður breytt ásýnd byggðar og skapað skjól sem áður var óþekkt.
32:20
January 15, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #3 - seinni hluti - 13. janúar 2020
Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í þriðja hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni og er þetta seinni hluti.
01:17:58
January 14, 2020
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #3 - fyrri hluti - 13. janúar 2020
Jón Gnarr sprengir öll tímamörk í þriðja hlaðvarpsþætti Kaupfélagsins þar sem hann fjallar um allt annað en smáauglýsingar Bændablaðsins, sem þó er meginefni þáttarins. Til hægðarauka er þátturinn tvískiptur að þessu sinni og er þetta fyrri hluti.
01:19:26
January 14, 2020
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #1 - Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Aðalbjörg Egilsdóttir - 12. janúar 2020
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra framhaldsskóla, og Aðalbjörg Egilsdóttir hjá Náttúrustofu Vesturlands ræða við Áskel Þórisson, kynningarstjóra Landgræðslunnar, um loftslagsmál og aðgerðir ungs fólks í baráttunni um betri heim.
33:54
January 12, 2020
Hlaðvarp Bændasamtakanna - #1 - Ólafur R. Dýrmundsson og markaskrárnar - 10. jan. 2020
Hvað gera markaverðir og hvernig er haldið utan um eyrnamörk búfjár? Hafinn er undirbúningur að útgáfu markaskráa um land allt en þær eru gefnar út á átta ára fresti í samræmi við ákvæði afréttalaga og reglugerðar um búfjármörk. Ólafur R. Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur og landsmarkavörður, leiðir hlustendur í allan sannleika um umfang og eðli markaskráa.
28:08
January 10, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #3 - Freyja Þorvaldar - 7. janúar 2020
Freyja Þorvaldar, bóndi á Grímarsstöðum og nemi í búvísindum við LbhÍ, ræðir við Svein Margeirsson um nýsköpun í landbúnaði, markaðsmál, heimaslátrun og mikilvægi þess að bændur þrói nýjar vörur, m.a. fyrir þá neytendur sem aðhyllast veganlífsstíl.
19:35
January 7, 2020
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #2 - Oddný Anna Björnsdóttir - 27. desember 2019
Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og bóndi í Gautavík, er viðmælandi Sveins Margeirssonar í öðrum hlaðvarpsþætti Víða ratað. Oddný Anna er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði í áratug hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, meðal annars úti í Kaliforníu. Hún ákvað að venda sínu kvæði í kross þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2010 og einsetti sér að starfa í matvælageiranum og hafa þar áhrif til góðs.
29:00
December 27, 2019
Máltíð - #1 - Kynning og jólasaga - 23. desember 2019
Í hlaðvarpsþættinum Máltíð er fjallað um mat og matarmenningu á Íslandi. Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hittir áhugaverða kokka og annað fagfólk úr matvælageiranum og skoðar matarmenninguna á veitingahúsum landsins. Hann heyrir líka í bændum, frumkvöðlum í matvælaiðnaði og eldheitu áhugafólki um mat.  Fyrsti þátturinn er einskonar aðdragandi að því sem koma skal þar sem Hafliði ræðir um veitingamennskuna og deilir með hlustendum góðri sögu í aðdraganda jólanna. Verið velkomin í MÁLTÍÐ!
22:21
December 23, 2019
Köngull - þáttur Landssamtaka skógareigenda - #1 - Slagur út í loftið - 23. desember 2019
Um þessar mundir er fólk heimskringlunnar í óðaönn að slást við loftið. Hvað er hægt að gera svo ekki fari verr en illa, þegar fram í sækir? Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, ræðir um aðgerðir sem skógræktarfólk getur lagt til loftslagsmálanna. Hvaða trjátegundir eru heppilegastar í slagnum við loftið?
08:03
December 23, 2019
Kitla - Margföldunartaflan og milljarðarnir
Jón Gnarr kaupfélagsstjóri og Hallgrímur Sveinsson hjá Vestfirska forlaginu fara örsnöggt yfir margföldunartöfluna hlustendum til fróðleiks og ánægju. Hljóðbrot úr 2. þætti Kaupfélagsins sem aðgengilegur er á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
04:46
December 22, 2019
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #2 - 19. desember 2019
Jón Gnarr hleður í langan jólaþátt þar sem hann freistast til að fletta í gegnum allt Bændablaðið. Schnitzel-viðvörun í Þýskalandi kemur við sögu ásamt því að Jón slær á þráðinn til Hallgríms Sveinssonar hjá Vestfirska forlaginu. Þeir ræða um vestfirskar bókmenntir og renna í gegnum margföldunartöfluna hlustendum til ómældrar ánægju.
01:34:54
December 20, 2019
Skeggrætt með Áskeli Þórissyni - #1 – 17. desember 2019
Áskell Þórisson skeggræðir um umhverfismál í víðu samhengi. Gestur í fyrsta þætti er Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hafdís hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir tólf viðburðarík ár þar sem hún hefur ferðast víða og kynnst nemendum úr öllum heimshornum. Í viðtalinu segir hún m.a. frá starfsemi Landgræðsluskólans, gildi alþjóðlegrar samvinnu, áhrifum loftslagsbreytinga á landbótastarf og mikilvægi sjálfbærrar þróunar.
37:50
December 17, 2019
Víða ratað með Sveini Margeirssyni - #1 - 12. desember 2019
Sveinn Margeirsson, matvælafræðingur og doktor í iðnaðarverkfræði, er stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Víða ratað. Fjallað er um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum. Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Bálka miðlun ehf. en það sérhæfir sig í notkun á bálkakeðjutækninni (e. blockchain). Hlynur er jafnframt formaður rafmyntaráðs, www.ibf.is, sem hefur það markmið að gera Ísland að leiðandi afli í nýsköpun á rafmyntum og bálkakeðjum. Sveinn ræddi við Hlyn um það hvernig bálkakeðjutæknin mun hafa áhrif á matvælaframleiðslu og landbúnað í náinni framtíð.
26:30
December 13, 2019
Kaupfélagið með Jóni Gnarr - #1 - 6. desember 2019
Jón Gnarr er kaupfélagsstjóri í þætti þar sem smáauglýsingar Bændablaðsins eru í forgrunni. Vantar þig múgavél, haugsugu eða hákarlstennur? Í fyrsta þætti ræðir Jón um eðlislægan áhuga sinn á endurnýtingu gamalla hluta, moltugerð og ferðir sínar í Góða hirðinn og kaupfélagið á Króksfjarðarnesi.
59:43
December 9, 2019