Skip to main content
Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

Hlaðan - Hlaðvarp Bændablaðsins

By Bændablaðið

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Í fréttum er þetta helst 21. tbl. 2020

Hlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsNov 06, 2020

00:00
14:53
Blanda #19 Kristjana Vigdís um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu

Blanda #19 Kristjana Vigdís um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu

Í þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu. Hún ræðir um tungumálið frá ýmsum áhugaverðu sjónarhornum, hvort alltaf hafi verið öruggt að íslenskan héldi velli og ástæður þess að svo fór. Eins setur hún stöðu íslenskunnar í fortíð í samhengi við stöðu hennar í samtímanum og jafnvel í framtíðinni. Kristjana Vigdís hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu sem Sögufélag gefur út.

Mar 09, 202252:14
Köngull #4 - Aðalsteinn Sigurgeirsson - Lífshlaupið í skóginum

Köngull #4 - Aðalsteinn Sigurgeirsson - Lífshlaupið í skóginum

Lífshlaupið er leikur sem stendur yfir milli fyrirtækja og einstaklinga í febrúarmánuði. Þetta ár, 2022, er engin undantekning frá fyrri árum og má því segja að hér sé um að ræða árlegan viðburð. Aðalsteinn Sigurgeirsson lítur á lífshlaupið frá nýju sjónarhorni þar sem skógur spilar heldur betur mikla rullu. Með ritrýndum heimildum sýnir hann fram á ágæti skóga í umhverfi manna og hvernig heilsuefling getur eflt líkama, sál og skóg.

Feb 21, 202213:32
Blanda #18 Davíð Ólafsson um Frá degi til dags

Blanda #18 Davíð Ólafsson um Frá degi til dags

Í þessum þætti af Blöndu spjallar Davíð Ólafsson sagnfræðingur um efni nýju bókarinnar hans sem heitir Frá degi til dags og er 27. bindið í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Umræðuefnið er í aðra röndina eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið, frá 1720 til 1920 og hins vegar allar þær raddir alþýðufólks sem heyrst hafa í skrifum sagnfræðinga frá því um 1970. Þróun sagnfræðinnar, eðli hennar og tilgangur er heldur hvergi langt undan. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2021.

Feb 21, 202250:03
Blanda #17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu

Blanda #17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu.

Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu. En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans? Í bókinni er fjallað um landnám módernismans í íslenskum bókmenntum og bandarísku bylgjuna sem reið yfir bókmenntaheiminn á fjórða áratug 20. aldar. Brugðið er nýju og óvæntu ljósi á þátttöku íslenskra hægrimanna í alþjóðlegu menningarstarfi í kalda stríðinu en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Hér er á ferðinni nýstárleg rannsókn sem byggir á fjölbreyttum heimildum, þar á meðal gögnum af innlendum og erlendum skjalasöfnum. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.

Dec 02, 202156:44
Blanda #16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á Íslandi

Blanda #16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á Íslandi

Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um nýja bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir. Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.

Nov 19, 202152:55
Blanda #15 Már Jónsson um Galdur og guðlast

Blanda #15 Már Jónsson um Galdur og guðlast

Markús Þórhallsson ræðir við Má Jónsson um Galdur og guðlast. Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang.

Nov 02, 202150:24
Köngull #3 - Anna Guðmundsdóttir - Skógrækt í Reykhúsaskógi

Köngull #3 - Anna Guðmundsdóttir - Skógrækt í Reykhúsaskógi

Bændaskógrækt hófst í Reykhúsum árið 1983 og rann svo inn í Norðurlandsskóga. Plantað var samkvæmt áætlun skógarráðgjafa, langmest lerki fyrst og svo furu eftir ástandi og gæðum jarðvegs og gróðurs. Engu birki var plantað þar sem nokkuð var um sjálfsáið birki sem fór að verða áberandi eftir að landið var friðað fyrir sauðfjárbeit.

Nov 01, 202109:09
Bruggvarpið - #19 - Októberfestgrín

Bruggvarpið - #19 - Októberfestgrín

Nú er haustið mætt í allri sinni dýrð og eins og boðað hafði verið fara strákarnir yfir fyrri reynslu sína af Októberfest í Munchen. Þá er farið yfir jólabjórana aðeins, gott grín á kostnað strákanna og jólahlaðborðs strategíur.


Í þessum þætti er smakkað:

Paulaner Oktoberfest Bier 

Litla Brugghúsið Keilir IPA 

Veður fyrir leður Hoppy Pils nr. C30 

The Brothers Brewery Dirty Julie IPA 

Býkúpudrottning honey soured ale

Oct 18, 202101:09:10
Bruggvarpið - #18 - Lite haust

Bruggvarpið - #18 - Lite haust

Þessi þáttur hefst á óvenjulegum slóðum þegar Lite markaðinum á Íslandi eru gerð smávægileg skil. Þá er farið um víða völl og allskyns smakkað meðan piltarnir velta vöngum yfir lífi og tilveru.

Oct 15, 202101:00:41
Blanda #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á Íslandi

Blanda #14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á Íslandi

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skrifum Guðmundar Hannessonar, í læknablaðið 1923, þar til slíkt ratar í íslenska löggjöf á síðari hluta fjórða áratugarins. Við sögu koma menntamenn sem flytja inn erlenda hugmyndafræði, menntakonur sem standa að útgáfu róttækra handbóka, ólöglegar ófrjósemisaðgerðir og heilsufræðisýning í Reykjavík með áróðursefni beint frá nasistum í Þýskalandi.

Oct 04, 202141:19
Afstaða x21 - Vinstri græn: Bjarkey Olsen

Afstaða x21 - Vinstri græn: Bjarkey Olsen

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá Vinstri grænum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202142:08
Afstaða x21 - Viðreisn: Axel Sigurðsson

Afstaða x21 - Viðreisn: Axel Sigurðsson

Axel Sigurðsson frá Viðreisn situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202127:16
Afstaða x21 – Sósíalistaflokkurinn: Guðmundur Auðunsson

Afstaða x21 – Sósíalistaflokkurinn: Guðmundur Auðunsson

Guðmundur Auðunsson frá Sósíalistaflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202137:26
Afstaða x21 – Sjálfstæðisflokkurinn: Haraldur Benediktsson

Afstaða x21 – Sjálfstæðisflokkurinn: Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson frá Sjálfstæðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202138:11
Afstaða x21 - Samfylkingin: Valgarður Lyngdal

Afstaða x21 - Samfylkingin: Valgarður Lyngdal

Valgarður Lyngdal Jónsson frá Samfylkingunni situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202137:07
Afstaða x21 - Píratar: Magnús Norðdahl

Afstaða x21 - Píratar: Magnús Norðdahl

Magnús Norðdahl frá Pírötum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202117:12
Afstaða x21 - Miðflokkurinn: Erna Bjarnadóttir

Afstaða x21 - Miðflokkurinn: Erna Bjarnadóttir

Erna Bjarnadóttir frá Miðflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202123:02
Afstaða x21 - Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Guðmundur Franklín

Afstaða x21 - Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: Guðmundur Franklín

Guðmundur Franklín Jónsson frá Frjálslynda lýðræðisflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202132:28
Afstaða x21 - Framsókn: Sigurður Ingi

Afstaða x21 - Framsókn: Sigurður Ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202142:14
Afstaða x21 - Flokkur fólksins: Ásta Lóa

Afstaða x21 - Flokkur fólksins: Ásta Lóa

Ásta Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins situr fyrir svörum um landbúnaðarmál í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Sep 20, 202117:00
Bruggvarpið - #17 - Kosningaviti Bruggvarpsins og netverlslanir með áfengi
Sep 17, 202101:08:24
Blanda - #13 - Íslenskir þjóðardýrlingar - viðtal við Jón Karl Helgason

Blanda - #13 - Íslenskir þjóðardýrlingar - viðtal við Jón Karl Helgason

Einar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, um bók hans Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga sem kom út hjá Sögufélagi árið 2013.

Jón ræðir íslenska þjóðardýrlinga, á borð við Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Halldór Laxness, hvernig þeir fengu þetta hlutverk, hvað það þýðir og hvernig það hefur þróast. Einnig tengir hann sögu þeirra við aðra þjóðardýrlinga í Evrópu og segir frá alþjóðlegu samstarfsverkefnum á þessu sviði.

Nýlega var greinasafn um þetta efni, Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood (Brill 2019) sem Jón Karl ritstýrði ásamt Marijan Dović, ein af fjórum fræðibókum til að hljóta tilnefningu til verðlauna evrópskra samanburðarbókmenntafræðinga (ESCL Excellence Award for Collaborative Research).

Aug 20, 202146:01
Flóran #5 Jarðhneta

Flóran #5 Jarðhneta

Baunin jarðhneta er efni þessa þáttar af Flórunni. Plantan er stórmerkileg fyrir margra hluta sakir og hefur víðtæka notkunarmöguleika. Vilmundur og Guðrún Hulda miðla ýmsum mismerkilegum fróðleik um sögu þessarar plöntu, ræktun hennar og notkun.

Jul 23, 202138:24
Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári

Fæðuöryggi #6 Korn – Hrannar Smári

Möguleikarnir á meiri kornrækt á Íslandi eru umtalsverðir, en enn sem komið ræktun við bara brot af heildarneyslu landsins. Í þessum þætti af Fæðuöryggi ræðir Guðrún Hulda við Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands um stöðu og horfur í kornrækt á Íslandi. Spjalla þau m.a. um mikilvægi plöntukynbóta, styrkjaumhverfi landbúnaðarrannsókna, kornverkefni sem eru í gangi og bígerð og hvað þarf til að auka framleiðslu korns hér á landi.

Jul 13, 202137:48
Flóran #4 Agúrka

Flóran #4 Agúrka

Nýjum þætti Flórunnar hefur verið kastað í loftið á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Að þessu sinni fjalla Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda um agúrkur, gúrkur eða ullullur. Samkvæmt skilgreiningum grasafræðinnar mun agúrkan vera ber, sem hægt er að nota við risvanda og sem strokleður.

Jul 05, 202136:07
Bruggvarpið - #16 - Innlit á Rvk bruggstofu

Bruggvarpið - #16 - Innlit á Rvk bruggstofu

Bjórbræðurnir Höski og Stefán fóru og hittu hann Sigga hjá RVK bruggfélagi á nýja veitingastað félagsins á Snorrabraut. Viðeigandi að þetta var áður ein vinsælasta áfengisútsala ÁTVR, en það er önnur saga. Sigurður Pétur Snorrason, eða Siggi eins hann er alltaf kallaður, fór með strákunum yfir sögu RVK Brewing brugghússins og ræddi ný verkefni. Þá voru kranar og dósir vitanlega ekki langt undan.

Hér var smakkað:
Hnoðri SIPA
Verum bara vinir
Skuggi Porter
Holt Brett Ale
Keisarinn Tripel IPA

Jun 30, 202101:03:24
Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini

Fæðuöryggi #5 Heimaræktun og sjálfbærni - Dagný og Sigurður á Skyggnissteini

Dagný Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson eru viðmælendur Guðrúnar Huldu í þessum þætti um Fæðuöryggi. Efni þáttarins snýr að fæðuöryggi einstaklingsins og heimilisins. Í viðtali við Bændablaðið árið 2017 fjalla þau um vegferð sína að því líferni sem þau hafa tileinkað sér, sem snýst meðal annars um um að safna, rækta og vinna úr matvælum úr landskika sínum, Skyggnissteini í Bláskógabyggð.

Viðtal við hjónin á Skyggnissteini: https://www.bbl.is/frettir/aetigardur-i-uppsveitunum

Þau hafa einnig verið að deila þekkingu sinni á ýmsan hátt, m.a. með því að útbúa æt listaverk í almannarými borgarinnar. Dagný mun vera með leiðsögn um eitt af þeim verkum nk. sunnudag, 27.júní kl. 13.

Í þessu spjalli förum við um víðan völl í umræðu um fæðuöryggi einstaklings og heimilisins, ræðum m.a. um hraukbeð, vistrækt, fullnýtingu afurða, möguleika og raunsæi heimaræktunar í nútímasamfélagi.

Viðburðurinn "Eitthvað til að bíta í": https://www.facebook.com/events/197954545564812

Jun 24, 202147:40
Blanda - #12 - Fyrra hefti Sögu árið 2021

Blanda - #12 - Fyrra hefti Sögu árið 2021

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021. Saga - tímarit Sögufélags kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Auk Kristínar Svövu ritstýrir Vilhelm Vilhelmsson Tímaritinu Sögu.

Þetta fyrsta hefti 2021 er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Grein Barts Holterman byggir á ítarlegri einsögulegri rannsókn á vitnisburði sem kom fram fyrir dómi í Hamborg árið 1602 og varpar athyglisverðu ljósi á alþjóðlega viðskiptahætti á Íslandi við upphaf dönsku einokunarverslunarinnar. Grein Sveins Mána Jóhannessonar er af hugmyndasögulegum toga en þar fjallar hann um repúblikanisma og kannar áhrif hans á hugmyndaheim sjálfstæðisbaráttunnar og kvenfrelsisbaráttunnar á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Í þriðju grein heftisins skrifar Þorsteinn Vilhjálmsson um tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu á millistríðsárunum. Loks fjallar Helga Jóna Eiríksdóttur um skjalasöfn sýslumanna, þá rannsóknarmöguleika sem þau bjóða upp á og þá skjalfræðilegu greiningu sem liggur slíkri notkun til grundvallar.

Í heftinu eru 14 ritdómar og ein ritfregn en einnig skrifar Ólína Þorvarðardóttir svar við ritdómi Viðars Hreinssonar um bók hennar, Lífgrös og leyndir dómar.

Á forsíðu að þessu sinni eru gripir sem fornleifafræðingar grófu upp úr gömlum ruslahaug í Hljómskálagarðinum sumarið 2020. Fáir eru jafn meðvitaðir um merkingu og mikilvægi sorps og einmitt fornleifafræðingar og um það skrifar Ágústa Edwald Maxwell forsíðumyndargrein.

Sigurður Gylfi Magnússon hefur umsjón með álitamálunum og skrifar ásamt þremur nemendum sínum, Þórhildi Elísabetu Þórsdóttur, Jakobi Snævar Ólafssyni og Svavari Benediktssyni, álitamálapistla um margskonar blekkingar í sögulegu og fræðilegu ljósi.

Í þættinum Saga og miðlun fjallar Björn Þór Vilhjálmsson um ritun, heimildir og heimildarvanda íslenskrar kvikmyndasögu sem hefur verið ofarlega á baugi undanfarið. Erla Hulda Halldórsdóttir skrifar grein um verk og hugsjónir Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur kynja- og sagnfræðings sem lést síðastliðið sumar. Í viðhorfsgein veltir Helgi Þorláksson fyrir sér hvaða hugtak sé best að nota um stöðu Íslands gagnvart Danmörku fyrr á öldum. Loks skrifar Helga Hlín Bjarnadóttir um athyglisvert bréfasafn lausakonu í Reykjavík á nítjándu öld fyrir þáttinn Í skjalaskápnum.

Einnig birtast andmæli við doktorsvörn Kristjönu Kristinsdóttur í sagnfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um þróun konunglegrar stjórnsýslu og skjalasöfn lénsmanna á tímabilinu 1541 til 1683. Loks er í heftinu að finna ársskýrslu Sögufélagsins fyrir 2020-2021.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.

Jun 21, 202144:47
Flóran #3 Inkakorn

Flóran #3 Inkakorn

Inkakorn, eða kínóa, er umfjöllunarefni Vilmundar og Guðrúnar Huldu í þessum þætti af Flórunni. Þessi Suður-Ameríska undrajurt hefur gengt mikilvægu hlutverki sem matjurt í meir en 5000 ár. Fjallað er um sögu hennar og víðtæk áhrif, ræktun erlendis og hérlendis um leið og spiluð eru hljóðbrot af misbærilegum lögum þar sem plantan ber á góma.

Jun 18, 202137:08
Bruggvarpið - #15 - Sumarið er tíminn

Bruggvarpið - #15 - Sumarið er tíminn

Sumarið er tíminn söng maðurinn. Og það er alveg rétt. Sumarið hefur fært okkur þónokkra sumarbjóra sem hér eru smakkaðir. Strákarnir ræða saman um Norðurlandið og hvernig Stefán mun taka N1 mótið í sumar. Þá eru bjórhátíðir sumarsins ræddar lítið eitt ásamt því að baráttunni um netverslanirnar er gerð skil.

Smökkun dagsins:
Sundsprettur frá Segli 67
Ölverk Cuexcomate sumarbjór
Fá Cher til að ná sér frá Smiðjunni Vík
Ferskjur á kantinum sumar-hefeweizen frá Böl Brewing
Bríó de Janeiro nr. 89 frá Borg Brugghúsi

Jun 15, 202151:44
Hlaðvarp Landgræðslunnar - #8 - Söfnun birkifræs
Jun 09, 202130:40
Sveitahljómur - #6 – Krummi Björgvinsson

Sveitahljómur - #6 – Krummi Björgvinsson

Krummi Björgvinsson settist í kántrístólinn að þessu sinni og fór yfir áhrifavalda sína í kántríheiminum en hann er alinn upp við tónlistarstefnuna frá blautu barnsbeini. Síðastliðin ár hefur hann færst æ meira yfir í kántrítónlist og á næstu dögum fer hann hringferð um landið, sem nefnist Á vegum úti, til að kynna nýtt efni frá sér í kántrístíl. Þar að auki fara Drífa og Erla yfir upphaf kántrítónlistar vestanhafs og yfir í tímabil útlaganna.

Jun 07, 202101:01:30
Bruggvarpið - #14 - Snemmbúið sumar eða síðbúið Júróvisjón

Bruggvarpið - #14 - Snemmbúið sumar eða síðbúið Júróvisjón

Sumarið er handan hornsins og í stað sólar virðist það koma með vefverslanir og óáfenga bjóra. Hér er farið yfir ýmislegt - byrjað á óáfengum bjórum og svo fara strákarnir Höskuldur og Stefán um allar koppagrundir. Löng umræða um vefverslanir með áfengi, smá spjall um bjórhátíðir og sitthvað fleira.

Hér er smakkað:

Ylfa, óáfengur bjór frá Borg brugghúsi

Kjartan, Kombucha frá Borg brugghúsi

Lady Brewery Dream Baby Dream NEIPA Lady Brewery

Dr. Schepsky's Passion Fruit Sour frá Ægi brugghúsi

Co&Co Kókos Imperial Stout frá Reykjavík Brewing

May 31, 202150:10
Blanda - #11 - Væringjar og saga norrænna manna í austurvegi

Blanda - #11 - Væringjar og saga norrænna manna í austurvegi

Gestur ellefta þáttar Blöndu er Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á síðasta ári kom út bók eftir Sverri hjá forlaginu Palgrave Macmillan sem ber heitið The Varangians: In God's Holy Fire. Þar rekur Sverrir sögu norrænna manna í austurvegi og varpar nýju ljósi á ýmislegt í þeim efnum.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.

May 26, 202137:59
Blanda - #10 - Landnám kynjasögunnar

Blanda - #10 - Landnám kynjasögunnar

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við sama verkefni hér, en beinir sjónum sínum að kynjasögu og sambúð hennar við kvennasögu á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.

May 25, 202126:31
Landgræðslan - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun

Landgræðslan - #7 - Árni Bragason og ný landgræðsluáætlun

Nú liggja fyrir drög að nýrri landgræðsluáætlun. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.

Í þessum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar ræðir Áskell Þórisson við Árna Bragason landgræðslustjóra um landgræðsluáætlunina og ýmislegt henni tengt.

May 20, 202133:30
Skeggrætt - #7 - Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna

Skeggrætt - #7 - Erna Bjarnadóttir og aðförin að heilsu kvenna

Í byrjun árs hófst undirskriftasöfnun vegna þeirrar óvissu sem upp var komin við skimanir fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Nú hafa tæplega fimm þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun þar sem því er mótmælt að greining leghálssýna hafi verið flutt úr landi.

Erna Bjarnadóttir er viðmælandi Áskels Þórissonar í þættinum Skeggrætt en hún er ein þeirra sem hefur leitt Fésbókarhópinn „Aðför að heilsu kvenna“.

Svo virðist sem ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning sýnanna úr landi og framkvæmdin í kjölfarið virðist vera svo illa unnin og ómarkviss að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um heilsufar sitt.

May 20, 202129:07
Blanda - #9 - Hjalti Hugason um heimagrafreiti á Íslandi

Blanda - #9 - Hjalti Hugason um heimagrafreiti á Íslandi

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, er gestur Blöndu að þessu sinni. Hjalti skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Átökin um útförina“, en þar fjallar hann um heimagrafreiti á Íslandi á 20. öld.

May 17, 202159:02
Blanda - #8 - Vísindi og ríkisvald í Bandaríkjunum

Blanda - #8 - Vísindi og ríkisvald í Bandaríkjunum

Í áttunda þætti Blöndu segir Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur frá doktorsritgerð sinni sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið "The Scientific-Military State, Science and the Making of American Government, 1776-1855". Sveinn færir þar rök fyrir því að bandarískir ráðamenn hafi nýtt sér vísindi og tækni við uppbyggingu alríkisins í ríkara mæli en áður hefur verið talið.

May 17, 202136:29
Blanda - #7 - Tímaritið Saga

Blanda - #7 - Tímaritið Saga

Í sjöunda þætti Blöndu kemur Kristín Svava Tómasdóttir, annar ristjóra Sögu, og ræðir við Markús Þórhallsson og Jón Kristinn Einarsson um innihald haustheftis Söguauk. Auk þess er spjallað um tímaritið í fortíð og framtíð.

Í haustheftinu 2020 eru þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar um réttarstöðu kvenna vegna heimilisofbeldis hér á landi frá 1800 til 1940.

Í flokknum Saga og miðlun skrifar Súsanna Margrét Gestsdóttir um tækifæri og aðferðir í sögukennslu á tölvuöld. Við birtum jafnframt stutt viðtal við Sverri Jakobsson, formann þingstjórnar fimmta íslenska söguþingsins sem haldið verður í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð dagana 27.–29. maí 2021.

Kristjana Vigdís Ingvadóttir á Þjóðskjalasafni Íslands skrifar grein fyrir þáttinn Úr skjalaskápnum og fjallar um skjöl sem varða fjársöfnun Íslendinga handa Dönum í kjölfar fyrra Slésvíkurstríðsins um miðja nítjándu öld.

Guðmundur Jónsson skrifar grein til minningar um Gísla Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði, sem lést í apríl 2020.

Loks eru birtir sjö ritdómar og ein ritfregn um nýleg verk á sviði sagnfræði.

May 17, 202144:30
Bruggvarpið - #13 - Fókus á sumarbjórana

Bruggvarpið - #13 - Fókus á sumarbjórana

Jæja, það er komið sumar. Loksins. En það er enn COVID, þó það sjái fyrir endann á því. Strákarnir fara hér aðeins yfir stöðuna og fókusa á sumarbjórana. Smá umræða um allar netverslanirnar sem hafa sprottið upp að undanförnu.

Í þættinum er þetta á smakkseðlinum:
Slip frá Smiðjunni í Vík
10 Beers Cream Ale nr. C29 Frá Borg Brugghúsi
Sólstingur – Segull 67
Hey Kanína nr. C22 IPL frá Borg Brugghúsi
Er of snemmt að fá sér? Frá Smiðjunni í Vík
Sólveig nr. 25 hveitibjór frá Borg Brugghúsi
Sömmer Lövin Wheat Ale frá Reykjavík Brewing
Loksins Loksins Gose frá Lady Brewery
Hlíðar Passion Peach Sour Ale frá Reykjavík Brewing

May 14, 202101:13:08
Sveitahljómur - #5 - Sverrir Björn Þráinsson

Sveitahljómur - #5 - Sverrir Björn Þráinsson

Að þessu sinni kemur Sverrir Björn Þráinsson, umsjónarmaður kántrítónlistarsíðunnar „Sveitatónlist á Facebook,“ í stúdíó til þeirra Erlu Gunnarsdóttur og Drífu Viðarsdóttur. Hann segir hlustendum frá ástríðu sinni fyrir sveitatónlist sem hann hefur borið í brjósti frá unga aldri. Sverrir hefur átt viðburðaríka ævi og fer sínar eigin leiðir við að elta drauma sína. Einnig fjalla Drífa og Erla um barnastjörnur í kántríinu og tónlistarmenn sem hafa fetað í fótspor forfeðra sinna í þessari vinsælu tónlistarstefnu.

May 14, 202150:42
Skeggrætt - #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin

Skeggrætt - #6 – Erna Bjarnadóttir og tollamálin

Frá því á vormánuðum 2020 hafa hagsmunasamtök bænda og afurðastöðvar þeirra tekið framkvæmd innflutnings búvara og tollasamninga til gagngerrar skoðunar og umfjöllunar.

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur ítrekað bent á ýmsa vankanta í þessu efni og þá einkum varðandi innflutning á mjólkurvörum en leikurinn hefur borist víðar – s.s. í kjötvörur og afurðir garðyrkju. Upp hefur komist að einhvern veginn eiga þessar vörur til með að umbreytast í hafi í aðrar vörur á leið sinni frá meginlandinu til Íslands. Venjulegur ostur breyttist t.d. í jurtaost svo dæmi sé tekið. En eftir ábendingar Ernu hefur innflutningur á jurtaosti t.d. stórminnkað - sem er verulega áhugavert.

Segja má að Erna Bjarnadóttir hafi lyft upp lokinu af potti sem ekki var vitað að væri til. Innihaldið var svo magnað að Alþingi bað Ríkisendurskoðun um að líta á það. Í spjallinu við Ernu kemur fram að svo virðist sem Hagstofan hafi aldrei reynt að bera saman tölur um innflutning ákveðinna vara til Íslands við það sem útflutningslöndin sögðust hafa sent þangað. Hefði það verið gert hefði Hagstofan séð að ekki var allt með felldu.

En hverjir græddu og hverjir töpuðu á því að ostur breyttist í jurtaost í hafi? Bændur töpuðu en innflytjendur högnuðust. Ríkið varð af tekjum. Hagtölur eru ekki réttar.

Hlustaðu á viðtalið við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Umsjónarmaður Skeggrætt er Áskell Þórisson.

May 12, 202124:23
Blanda - #6 - Saga Heimilisiðnaðarfélagsins

Blanda - #6 - Saga Heimilisiðnaðarfélagsins

Í sjötta þætti Blöndu ræðir Dr. Áslaug Sverrisdóttir við Markús Þórhallsson og Jón Kristin Einarsson um bók sína Handa á milli. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013.

Áslaug segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum vel á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og því hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á landi.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.



May 11, 202157:26
Blanda - #5 - Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918

Blanda - #5 - Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918

Árið 2018, þegar öld var liðin frá fullveldi Íslands, kom út bókin Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, eftir Gunnar Þór Bjarnason út hjá Sögufélagi.

Markús og Jón Kristinn tóku Gunnar Þór tali um atburðarásina sem leiddi að sambandslagasamningnum 1918, merkingu hugtaksins fullveldi og hið örlagaríka ár 1918. Jafnframt var rætt við Gunnar Þór um spænsku veikina, en hann er höfundur bókar um þá skæðu pest.

May 11, 202101:04:56
Blanda - #4 - Kvennaganga og saga kvennabaráttu á tuttugustu öld

Blanda - #4 - Kvennaganga og saga kvennabaráttu á tuttugustu öld

Í fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kvennabaráttu á tuttugustu öld.

Kvennakórnum Kötlu og stjórnendum hans Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur eru færðar þakkir fyrir afnot af laginu Áfram stelpur í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.

May 07, 202140:08
Blanda - #3 - Í fjarska norðursins

Blanda - #3 - Í fjarska norðursins

Í þessum þætti fá Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson til sín Sumarliða R. Ísleifsson, en hann hefur ritað bókina Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland - Viðhorfasaga í þúsund ár.

Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Báðar hafa þessar eyjar verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli. Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki. Af hverju hefur Íslandi og Grænlandi stundum verið lýst sem djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum?

May 07, 202139:58
Blanda - #2 - Bækur ársins 2020

Blanda - #2 - Bækur ársins 2020

Útgáfa Sögufélags er býsna fjölbreytt. Í þessum þætti er fjallað um bækur sem komu út á síðasta ári. Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í heila öld, Handa á milli segir sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013, Í fjarska norðursins færir okkur viðhorf sem hafa verið erlendis til tveggja eyja á jaðrinum, Íslands og Grænlands, í heila þúsöld, og fimmta bindi Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771.

Umsjónarmenn eru sagnfræðingarnir Jón Kristinn Einarsson og Markús Þórhallsson.

May 07, 202130:56
Máltíð - #10 – Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason

Máltíð - #10 – Michelin-kokkurinn Gunnar Karl Gíslason

Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni. Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York.

Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir. Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.

May 07, 202101:57:26
Blanda - #1 - Hvað er Sögufélag?

Blanda - #1 - Hvað er Sögufélag?

Í fyrsta þætti hlaðvarpsins Blöndu ræðir Markús Þórhallsson við Brynhildi Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Sögufélagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger sem hefur ritað sögu félagsins. Þær fjalla á áhugaverðan og upplýsandi hátt um rúmlega aldarlanga tilvist Sögufélags í fortíð, nútíð og framtíð.

Í kringum aldamótin 1900 hafði félögum Íslendinga fjölgað mjög. Alls konar félög voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldarinnar til að efla félagslíf þeirra. Íþróttafélög, ungmennafélög, kvenfélög, fræðafélög, bindindisfélög. Og Sögufélag.

Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og streymisveitur samkvæmt samkomulagi við Hlöðuna - hlaðvarp Bændablaðsins.

May 05, 202150:33