Skip to main content
Fókus

Fókus

By DV

Fókus er birtur í hljóði og mynd vikulega á dv.is. Þátturinn er í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Föstudagsþátturinn Fókus: Snævar Sölvi leikstjóri Eden - 17.05.19

FókusMay 17, 2019

00:00
01:01:06
Guðbjörg Ýr – Afmælisferðin breyttist í martröð

Guðbjörg Ýr – Afmælisferðin breyttist í martröð

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir á langa áfallasögu að baki. Hún varð fyrir tengslarofi sem barn og litaði það sambönd hennar á fullorðinsárum.

Eftir margra ára edrúmennsku byrjaði Guðbjörg með karlmanni sem hún taldi vera besta vin sinn og ástina í lífi sínu. Hún byrjaði að nota aftur og bauð honum til Dalvíkur þegar hún varð fertug. Ferðin breyttist fljótt í martröð þegar hún kom að honum með annarri konu. Sú kona réðst á hana og beit hana út um allt. Guðbjörg þurfti að fara í stífkrampasprautu og var konan kærð og dæmd fyrir árásina. En þarna var martröð Guðbjargar ekki lokið. „Við drógum fyrir og síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega og sagði síðan: „Ertu ekki glöð að þú fékkst það sem þú vildir?“ Hún segir einlæg sögu sína í þættinum.

May 16, 202434:41
Kidda Svarfdal – Heppin að vera á lífi eftir heilablæðingu sem læknar héldu að væri vöðvabólga

Kidda Svarfdal – Heppin að vera á lífi eftir heilablæðingu sem læknar héldu að væri vöðvabólga

Kidda Svarfdal fékk allt í einu svakalegan hausverk árið 2021 og var send þrisvar sinnum heim af læknavaktinni og bráðamóttöku með sterkjar verkjatöflur. Henni var sagt að þetta væri bara slæm vöðvabólga en þegar hún rankaði við sér meðvitundarlaus í blóðpolli heima hjá sér var hún loksins send í myndatöku. Það kom í ljós að hún væri með heilablæðingu og sama dag fór hún í fyrstu aðgerðina af þremur.Kidda ræðir um þetta tímabil, bataferlið og lífið í nýjasta þætti af Fókus. Hún ræðir einnig um æskuna á Djúpavík, einum afskekktasta stað landsins, þar sem hún þurfti að fara með báti eða vélsleða í skólann.Kidda byrjaði að drekka á unglingsárum og vissi strax að drykkjan passaði ekki við hana. Með árunum versnaði það og var hvert djamm ævintýri, eða martröð, þar sem hún vissi aldrei hvar hún myndi enda. Eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri líkamsárás sneri Kidda við blaðinu og hefur nú verið edrú í fjórtán ár.

May 10, 202401:01:45
Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars – Húðflúrsheimurinn

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnars – Húðflúrsheimurinn

Ólafur Laufdal og Dagur Gunnarsson eru báðir húðflúrarar en upphaf þeirra í bransanum er gjörólíkt. Á meðan Dagur byrjaði sem lærlingur á stofu, byrjaði Ólafur í bílskúr hjá foreldrum sínum með vél sem hann keypti erlendis.

Þessi þættur er fyrir alla en sérstaklega fyrir fólk sem hefur áhuga á tattúum. Við förum yfir rauð flögg í fari viðskiptavina og húðflúrara. Hvað skal varast, hvaða tattú er vinsæl í dag og rifjum upp stóra málið í fyrra þegar upp komst um tattúartista sem hafði verið að áreita viðskiptavin.

May 02, 202439:42
Aníta Ósk - Þurfti að læra lífið upp á nýtt eftir maníu

Aníta Ósk - Þurfti að læra lífið upp á nýtt eftir maníu

Aníta Ósk Georgsdóttir er móðir, dóttir, vinkona, eiginkona og svo margt annað. Hún er hárgreiðslumeistari að mennt og starfaði sem leiðbeinandi í grunnskóla áður en hún fór í veikindaleyfi. Í haust fer hún í starfsendurhæfingu hjá Virk og lítur hún björtum augum fram á veginn.

Aníta er hægt og rólega að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Hún var þá stödd á Ítalíu með samstarfsfélögum sínum og endaði örmagna á sjúkrahúsi.

Í þættinum fer hún yfir sögu sína. Hún var greind með þunglyndi og kvíða fjórtán ára og lagðist fyrst inn á geðdeild þegar hún var ólétt af eldri dóttur sinni. Hún lýsir aðdragandanum að maníunni og hvernig hún var að trekkjast upp marga daga fyrir. Þó það hafi verið erfitt að ganga í gegnum þetta segist Aníta vera sterkari fyrir vikið og við greininguna hafi hún fundið meiri frið. Hún skilur sjálfa sig betur og líðanin er betri eftir að hafa loksins verið sett á rétt lyf.

Aníta var tvístíga að koma í viðtalið en ákvað að kýla á það til að sýna fólki að það er ekki dauðadómur að greinast með geðhvörf og að fólk með geðsjúkdóma lítur alls konar út. Hún segir að ef saga hennar geti hjálpað bara einni manneskju þá sé hennar markmiði náð. 

Apr 26, 202401:20:53
Katrín Myrra

Katrín Myrra

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir er gestur vikunnar í Fókus. Hún fékk fyrsta ofsakvíðakastið sitt árið 2021, en fyrir það hafði hún aldrei glímt við kvíða eða einhvers konar andleg veikindi. Hún var á þeim tíma búin með jógakennaranámið, stundaði núvitund og hafði ferðast ein til fjölda landa. Það var því mikið áfall að vera greind með ofsakvíðaröskun (felmtursröskun) og þurfa að læra að lifa með því.


Katrín Myrra fer einnig yfir ferilinn, að þora að láta slag standa, konur í tónlistarbransanum og segir frá því hvernig líf hennar breyttist eftir að hún fór ein í ferðalag til Taílands, Balí og Víetnam.

Apr 18, 202429:12
Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum

Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum

Embla Wigum er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna Íslands með rúmlega 2,7 milljónir fylgjenda á TikTok og Instagram. Hún er algjör snillingur með förðunarburstann og hafa myndbönd hennar slegið í gegn, mörg hafa fengið milljónir áhorfa, sum hver tugi milljóna.

Embla ræðir um áhrifavaldabransann í London, þar sem hún er búsett, upphafið á ferlinum, hvernig venjulegur vinnudagur lýsir sér, ráð fyrir aðra sem vilja fylgja í hennar fótspor og svo margt meira.

Apr 11, 202433:38
Alrún Ösp - BDSM

Alrún Ösp - BDSM

Alrún Ösp Herudóttir hefur verið mjög virk í BDSM senunni hér á landi um árabil. Hún ræðir um samfélagið, BDSM-hneigð, bindingar, samþykki, og traust. Þá ræðum við BDSM-partý hér á landi og hvað á sér stað á slíkum viðburðum og margt fleira í þættinum.

Apr 05, 202442:57
Draugasögur - Katrín og Stefán John

Draugasögur - Katrín og Stefán John

Það mætti segja að hjónin Katrín Bjarkardóttir og Stefán John Stefánsson séu sértækir fagmenn í draugagangi. Þau halda úti vinsæla hlaðvarpinu Draugasögur og ferðast með hlustendur um myrkustu horn heimsins. Þau eru gestir vikunnar í Fókus og ræða um það sem er fyrir handan, hvernig draugagangur lýsir sér, hvernig er hægt að losna við drauga, þeirra fyrsta reynsla að sjá eitthvað að handan og margt fleira. Þau fara einnig yfir reimda staði á Íslandi og eftirminnilegustu upplifanir þeirra, eins og þegar þau náðu röddum á upptöku í Hvítársnesskála eða þegar Stefán vaknaði við að sjá huggulegan prest standa yfir sér, sá maður dó fyrir mörgum árum. Allt þetta og svo margt fleira í Fókus.

Mar 28, 202436:60
Arna Vilhjálms - Stóð með sjálfri sér og fór í efnaskiptaaðgerð

Arna Vilhjálms - Stóð með sjálfri sér og fór í efnaskiptaaðgerð

Arna Vilhjálms sigraði Biggest Loser árið 2017. Hún fer yfir vegferð sína bæði fyrir og eftir keppnina, leitina að sjálfsást og hvernig tilfinningin var að komast loks á leiðarenda. Arna fer einnig yfir ákvörðun hennar að gangast undir efnaskiptaaðgerð, magaermi, allt ferlið og hvernig henni líður í dag. Arna ætlaði aldrei að verða þrítug, hún bjóst við að lífið yrði búið fyrir þann áfanga. Í dag er hún 33 ára, hamingjusöm í eigin skinni og spennt fyrir framtíðinni.  Allt þetta og svo margt meira í Fókus. 

Mar 21, 202455:01
Jóna Margrét - Afleiðingar taugaáfalls sem hún fékk sem barn

Jóna Margrét - Afleiðingar taugaáfalls sem hún fékk sem barn

Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún lenti í öðru sæti í Idolinu. Hressi persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára gömul fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún varð hrædd við allt og alla, fór ekki í bíl í sjö mánuði og þorði varla út fyrir hússins dyr. Það tók hana mörg ár að vinna úr áfallinu og þakkar hún fjölskyldu sinni fyrir að hafa komist í gegnum þetta. Í dag er hún á betri stað en viðurkennir að hún sé ekki hundrað prósent hún sjálf ennþá, hún á erfitt með að tjá tilfinningar en þar kemur tónlistin sterk inn. Hún finnur mikla svörun í tónlist og er það hennar sálfræðitími.

Mar 14, 202432:03
Móna Lind - Lífið með endómetríósu og heimafæðingarsaga

Móna Lind - Lífið með endómetríósu og heimafæðingarsaga

Daginn sem Móna Lind byrjaði á blæðingum vissi hún að eitthvað væri að. Nú tæpum tveimur áratugum síðar hefur hún gengist undir þrjár aðgerðir vegna endómetríósu og er öryrki vegna sjúkdómsins. Hún á tvær dætur og mætti segja að fæðing þeirra yngri sé lyginni líkast. Móna Lind segir frá mögnuðu heimafæðingunni og mörgu öðru í Fókus.

Mar 07, 202458:36
Hafdís og Kleini – Síðustu sex mánuðir

Hafdís og Kleini – Síðustu sex mánuðir

Athafna- og áhrifavaldaparið Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.


Parið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Þau opna sig um síðastliðið hálft ár, hvað þau hafa verið að braska og bralla, hvað sé fram undan og margt fleira.

Feb 29, 202433:59
Unnur Óla

Unnur Óla

Gullsmiðurinn, einkaþjálfarinn og fitnesskeppandinn Unnur Kristín Óladóttir er gestur vikunnar.

Hún snýr til baka á keppnissviðið í maí eftir fimm ára pásu. Undanfarna mánuði hefur hún unnir hörðum höndum að byggja sig upp, bæði líkamlega og andlega, eftir mjög erfitt tímabil. Hún missti matarlyst, átti erfitt með að finna gleðina og brosa, hún hafði fjarlægst fólkið sitt og fann að hún var búin að ná botninum. Þá var bara eitt í stöðunni: Standa á fætur og rífa sig upp.

Unnur spurði sjálfa sig: Hver er ég? Við tók mikil vinna, bæði líkamleg og andleg, sem hefur skilað henni ótrúlegum árangri.

Hún ræðir þetta og margt annað í þættinum.

Feb 23, 202431:55
Nína Richter

Nína Richter

Fjölmiðlakonan og laganeminn Nína Richter var afburðanemandi í grunnskóla og ætlaði sér að verða lögfræðingur. En að vera í námi og borga leigu á sama tíma reyndist of erfitt og hún hætti í framhaldsskóla. Eftir að systir hennar lést úr krabbameini var hún týnd og fann enga fótfestu í lífinu í nokkur ár. Hún flutti um tíma til Spánar, kom síðan heim og byrjaði í kokkanámi, kláraði handritagerð og leikstjórann við Kvikmyndaskólann og var loksins byrjuð að finna sig. Metnaðinn hefur Nínu aldrei skort, stundum með aðeins of mikinn metnað en hún hefur alltaf fundist hún þurfa að sanna sig. Sjálfsmyndin sködduð eftir einelti í æsku en krakkar útsettu hana því hún fæddist með skarð í vör.


Árið 2019 var Nína komin á endastöð, búin að keyra sig í kaf í vinnu og var komin með lífshættulega blóðeitrun. Þá fékk hún vakningu að eitthvað þyrfti hún að gera öðruvísi. Spólum nokkur ár fram í tímann og nú er Nína í lögfræði við HR og náði svo góðum árangri síðustu önn að hún komst á forsetalistann.


Nína ræðir allt þetta og svo margt meira í nýjasta þætti af Fókus.

Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Feb 16, 202401:02:28
Rakel Hlyns - Viljinn til að lifa sterkari en uppgjöfin

Rakel Hlyns - Viljinn til að lifa sterkari en uppgjöfin

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir lenti á vegg árið 2018. Hún var með mikið þunglyndi og kvíða en engum hefði dottið það í hug. Hún faldi sjúkdóminn vel og barðist við hann í hljóði. Það kom síðan tímapunktur þar sem hún varð að leita sér hjálpar því lífsviljinn var að hverfa en innst inni vissi hún að hana langaði að lifa. Rakel hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap sem hefur meðal annars skilað henni góðum árangri í handbolta og ólympískum lyftingum. Þarna fann hún fyrir keppnisskapinu taka yfir, nú var keppnin að lifa og hún var ákveðin að sigra.

Rakel lauk endurhæfingu fyrir nokkrum mánuðum og lítur björtum augum fram á veginn. Hún ræðir um allt þetta og svo margt fleira í þættinum.

Feb 08, 202439:48
Alda Coco

Alda Coco

Glamúrfyrirsætan Alda Coco er gestur vikunnar í Fókus. Hún fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um fyrirsætubransann, Einkamál.is málið svo kallaða, fegrunaraðgerðir og kjaftasögur. 

Feb 02, 202429:53
Helgi Ómars - Að rísa upp úr öskunni eftir ofbeldissamband

Helgi Ómars - Að rísa upp úr öskunni eftir ofbeldissamband

Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson var í ofbeldissambandi í átta ár. Það tók hann langan tíma að átta sig á því sem væri að gerast fyrir hann, en ofbeldið var andlegt og vissi hann ekki hvað gaslýsing og narsisissti var á þeim tíma. Með mikilli sjálfsvinnu er hann kominn á þann stað sem hann er í dag og berst fyrir vitundavakningu um andlegt ofbeldi. 

Jan 25, 202442:49
Ragga Holm

Ragga Holm

Ragga Holm ólst upp á ástríku heimili en þekkti aldrei blóðmóður sína. Þegar Ragga var 23-24 ára fékk hún vinabeiðni frá henni, en ákvað að samþykkja hana ekki. Nokkrum vikum síðar dó blóðmóðir hennar og var í fyrstu talið að hún hafi verið myrt. Það kom síðar í ljós að þetta hafi verið slys. Málið vakti mikla athygli og segir Ragga það hafa verið áfall að vera í búð og sjá mynd af móður sinni á forsíðu dagblaða. 


Nokkrum árum síðar ákvað Ragga að fara í áfengismeðferð en það var hrottaleg líkamsárás sem hún segir hafa markað ákveðinn vendipunkt í hennar lífi. Það var annað hvort að fara upp eða niður og hún hafi ákveðið upp. 

Jan 18, 202431:46
Hera Gísladóttir - Hvernig stjörnuspeki getur haft áhrif á líf þitt 

Hera Gísladóttir - Hvernig stjörnuspeki getur haft áhrif á líf þitt 

Heilsumarkþjálfinn og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir fer um víðan völl. Hún skaust fram á sjónarsviðið fyrir áratug þegar hún og athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins byrjuðu saman. Hera er sterkur karakter með bein í nefinu og lét ekki slúðursögurnar hafa áhrif á sig, sérstaklega ekki orðróminn um að hún hafi látið fjarlægja rifbein til að grennast. 

Nú eru tíu ár liðin, þau eiga saman son og hafa staðið saman í fyrirtækjarekstri um árabil en hún segir lykilinn vera samskipti og deilir nokkrum góðum sambandsráðum.


Fyrir nokkrum árum fékk hún mikinn áhuga á stjörnuspeki, fyndið að segja frá því að þetta byrjaði allt þegar hún dró Ásgeir með sér í ræktina og reyndi að kenna honum ævintýralegar æfingar. Nú er hún með Orkugreiningu, ásamt unnustanum og stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. Hún segir það ótrúlegt hvað það geti hjálpað fólki mikið að fá stjörnukort sitt - eða orkugreiningakort - og það geti verið tól í að betrumbæta líðan og hámarka árangur. Allt þetta og svo margt meira í nýjasta þætti af Fókus.

Jan 11, 202437:35
Áramótaþáttur - Ellý Ármanns spáir í spilin

Áramótaþáttur - Ellý Ármanns spáir í spilin

Spákonan Ellý Ármannsdóttir gerir upp árið, hvaða lexíur hún lærði og hvað hún ætlar að taka með í næsta ár. Hún mætti með tarot-spilin og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum og stórum atburðum. Hún sagði meðal annars að það myndi gjósa, sem það gerði örfáum dögum síðar. Þátturinn var tekinn upp um miðjan desember. Ellý spáði einnig fyrir ríkisstjórninni og örlögum hennar... 

Dec 29, 202329:03
Vigdís Howser

Vigdís Howser

Rapparinn og áhrifavaldurinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir fer um víðan völl í þættinum. Við ræðum um Reykjarvíkurdætur-ævintýrið, sóló ferilinn sem tók við, deitmenninguna og hvenær best sé að sofa hjá, sjálfsástarferlið og margt annað.  

Dec 21, 202335:23
Bolli Már Bjarnason - Lét gamlan draum rætast

Bolli Már Bjarnason - Lét gamlan draum rætast

Bolli Már Bjarnason hafði lengi dreymt um að reyna fyrir sér í uppistandinu. Stuttu áður en hann varð 31 árs hugsaði hann: Ef ekki núna, hvenær? Hann auglýsti fyrsta uppistandið í vor og það hefur gengið vonum framar. Hann opnar sig um ferðalagið, föðurhlutverkið, hvernig það hafi verið að alast upp sem sonur tveggja presta og ýmislegt annað.

Dec 14, 202326:55
Dagbjört Rúriks - Edrúmennska og andleg vakning

Dagbjört Rúriks - Edrúmennska og andleg vakning

Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir drakk fyrst Breezer fyrir busaball í framhaldsskóla, með árunum ágerðist neyslan og endaði hún í harðri kókaínneyslu áður en hún varð edrú í desember 2019. Hún öðlaðist andlega vakningu stuttu síðar og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að gera upp fortíðina og gangast við mistökum sínum.

Dec 07, 202329:07
Stefanía Svavars - Lífið, tónlistin og bataferlið frá meðvirkni

Stefanía Svavars - Lífið, tónlistin og bataferlið frá meðvirkni

Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir ræðir um tónlistarferilinn, lífið, hvernig það var að vera einstæð móðir, ólétt og atvinnulaus í heimsfaraldri, hvernig hún leitaði sér hjálpar við meðvirkni og hversu hamingjusöm hún er í dag. 

Dec 01, 202332:15
Gunnar Ingi - Lífið á biðlista

Gunnar Ingi - Lífið á biðlista

Gunnar Ingi Valgeirsson er tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi sem vakið hefur athygli fyrir þætti sína, sem fjalla á óheflaðan hátt um vanda fíkniefnaneytenda á Íslandi.

Nov 24, 202336:60
Margrét Edda Gnarr

Margrét Edda Gnarr

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr opnar sig um eineltið í æsku, baráttuna við átröskun og áfengisvanda, bataferlið og hvernig lífið hefur breyst eftir að hafa fengið einhverfugreiningu fyrir nokkrum árum.

Nov 17, 202348:21
Dr. Erla Björnsdóttir - Allt um svefn

Dr. Erla Björnsdóttir - Allt um svefn

Dr. Erla Björnsdóttir ræðir allt það helsta sem þú þarft að vita um svefn, hvað er að hafa neikvæð áhrif á svefninn, hvernig við getum bætt hann og útskýrir af hverju konur þurfa meiri svefn.  

Nov 10, 202333:03
Hanna Rún Bazev

Hanna Rún Bazev

Gestur þáttarins er dansarinn Hanna Rún Bazev.

Nov 03, 202328:42
Júlí Heiðar

Júlí Heiðar

Gestur þáttarins er tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar.

Oct 27, 202335:29
Tobba Marinós

Tobba Marinós

Gestur þáttarins er Tobba Marinós athafnakona.


Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Oct 20, 202339:41
Heiðrún Finnsdóttir

Heiðrún Finnsdóttir

Heiðrún Finnsdóttir ákvað að snúa blaðinu eftir að hafa verið send á sundæfingu með eldri borgurum á Grensás. Hún er þjálfari í dag með jákvæðnina að vopni, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum mörg áföll. Hún missti föður sinn og stjúpmóður í bifhjólaslysi á Kjalarnesi og segir erfitt að vita til þess að enginn vilji axla ábyrgð.

Oct 12, 202333:58
Betri helmingurinn Ási

Betri helmingurinn Ási

Gestur þáttarins er Ásgrímur Geir Logason sem heldur úti hlaðvarpinu Betri helmingurinn.


Umsjón hefur Guðrún Ósk.

Oct 05, 202328:39
Þórhildur Magnúsdóttir - opin sambönd

Þórhildur Magnúsdóttir - opin sambönd

Þórhildur heldur úti vinsælu síðunni Sundur og saman á Instagram og býður upp á námskeið fyrir einstaklinga og pör. Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Sep 29, 202331:39
Gummi Kíró

Gummi Kíró

Gestur þáttarins er Gummi Kíró, umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Sep 23, 202329:57
Saga B - 22.06.2023

Saga B - 22.06.2023

Gestur þáttarins er Berglind Saga Bjarnadóttir sem er betur þekkt sem Saga B. Hún opnar sig um tónlistina, kjaftasögurnar og ferðalögin í nýjasta þætti af Fókus Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Jun 23, 202334:07
Melkorka Torfadóttir - 15.06.23

Melkorka Torfadóttir - 15.06.23

Melkorka Torfadóttir er hársnyrtir, móðir og afrekskona í fitness sem hefur lagt mikla vinnu í að komast á þann stað þar sem hún er í dag. Hún náði að losa sig úr ofbeldissambandi og vann úr þeirri erfiðu reynslu með hjálp Bjarkarhlíðar, Stígamóta og Kvennaathvarfsins og segir sögu sína til að vekja athygli á mikilvægi þess að þolendur fái hjálp eftir að hafa komist undan ofbeldismanni sínum.

Jun 16, 202334:41
Kristín Sif Björgvinsdóttir 08.09.2023

Kristín Sif Björgvinsdóttir 08.09.2023

Gestur þáttarins er Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona. Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.


Jun 09, 202329:42
Ásdís Rán Gunnarsdóttir - 01.06.23

Ásdís Rán Gunnarsdóttir - 01.06.23

Gestur þáttarins er ísdrottningin Ásdís Rán.

Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir blaðamaður.

Jun 01, 202333:15
Föstudagsþátturinn Fókus: Ásthildur Björt - 29.11.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Ásthildur Björt - 29.11.19

Gestur þáttarins er Ásthildur Björt frá Black Kross Tattoo. Umsjón: Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Nov 29, 201933:32
Föstudagsþátturinn Fókus - Atli Óskar Fjalarsson - 15.11.19

Föstudagsþátturinn Fókus - Atli Óskar Fjalarsson - 15.11.19

Gestur þáttarins er Atli Óskar, leikari og framleiðandi. Umsjón Tómas Valgeirsson.

Nov 15, 201932:16
Föstudagsþátturinn Fókus: Valgeir Elís - 01.11.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Valgeir Elís - 01.11.19

Gestur þáttarins er Valgeir Elís, maðurinn sem sagði að Laddi væri látinn en hann hefur gengið í gegnum margt á ævinni. Valgeir hefur meðal annars farið í magaermisaðgerð í Lettlandi og svuntuaðgerð í Tyrklandi. Umsjón: Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Nov 01, 201930:04
Föstudagsþátturinn Fókus: Margrét Hrafnsdóttir - 25.10.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Margrét Hrafnsdóttir - 25.10.19

Gestur þáttarins er Margrét Hrafnsdóttir, kvikmyndaframleiðandi. Umsjón Lilja Katrín Gunnarsdóttir.

Oct 25, 201901:06:26
Föstudagsþátturinn Fókus: Steindi Jr. - 18.10.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Steindi Jr. - 18.10.19

Gestur þáttarins er Steindi Jr., grínisti með meiru. Umsjón: Tómas Valgeirsson.

Oct 18, 201928:46
Föstudagsþátturinn Fókus: Helgi Steinar Gunnlaugsson - 11.10.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Helgi Steinar Gunnlaugsson - 11.10.19

Gestur þáttarins er Helgi Steinar Gunnlaugsson, uppistandari með meiru. Umsjón hefur Tómas Valgeirsson.

Oct 11, 201939:41
Föstudagsþátturinn Fókus - Telma Huld Jóhannesdóttir, leikkona - 13.09.19

Föstudagsþátturinn Fókus - Telma Huld Jóhannesdóttir, leikkona - 13.09.19

Gestur þáttarins er Telma Huld Jóhannesdóttir leikkona, en hún hefur leikið í myndum á borð við webcam og Eden. Umsjón: Tómas Valgeirsson.

Sep 13, 201939:02
Föstudagsþátturinn Fókus: Óminni á allra vörum - 06.09.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Óminni á allra vörum - 06.09.19

Gestir þáttarins eru Eyþór Gunnlaugsson og Sólrún Freyja Sen, sem framleiddu þættina Óminni ásamt öðrum, en þættirnir fjalla um vímuefnanotkun ungmenna. Umsjón Lilja Katrín Gunnarsdóttir. 

Sep 06, 201924:28
Föstudagsþátturinn Fókus: Patrekur Jaime

Föstudagsþátturinn Fókus: Patrekur Jaime

Gestur þáttarins er Patrekur Jaime, áhrifavaldur. 

Aug 23, 201927:17
Föstudagsþátturinn Fókus: Magnea Jónsdóttir - 26.07.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Magnea Jónsdóttir - 26.07.19

Gestur vikunnar er Magnea Jónsdóttir sem segir okkur frá lífinu í LA.

Jul 26, 201959:12
Föstudagsþátturinn Fókus: Elli Egilsson - 19.07.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Elli Egilsson - 19.07.19

Gestur þáttarins er Elli Egilsson, listamaður. Umsjón: Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Jul 19, 201924:40
Föstudagsþátturinn Fókus: Anonymous for the Voiceless - 12.07.19

Föstudagsþátturinn Fókus: Anonymous for the Voiceless - 12.07.19

Gestir þáttarins eru Vigga Þórðardóttir og  Birkir Steinn Erlingsson fra samtökunum Anonymous for the Voiceless. Umsjón Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

Jul 12, 201922:21