Skip to main content
Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Heilsuhegðun ungra Íslendinga

By Eggert Gunnarsson

Í vísindahlaðvarpsþáttunum Heilsuhegðun ungra Íslendinga verður fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið Háskóla íslands gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og breyting til langframa á hreyfingu, svefni, þreki, kyrrsetu, andlegum þáttum frá sjö til sautján ára aldurs. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem komu að rannsókninni og ræða um niðurstöður sínar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólaaldri.
Available on
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna

Heilsuhegðun ungra ÍslendingaJan 17, 2023

00:00
59:37
Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna

Skjátíma ungra barna og leiðir til lausna

Totoli er sprotafyrirtæki stofnað í Berlín sem vinnur að smáforriti (appi) fyrir börn 2-5 ára. Forritið er þróað með sálfræðingum og sérfræðingum í uppeldisfræðum - byggir á fræðarannsóknum og praktík og er ætlað að hjálpa ungum börnum að mynda heilbrigt samband við skjátíma. Forritið inniheldur fjölbreytt uppbyggilegt efni (mynd-, hljóð-, og leiki) sem er sérvalið og þróað til að ýta undir þroska barna í leik á fjölbreyttum sviðum (s.s. skapandi, vitsmunalegum þroska, tilfinningaskilningi, menningarskilningi og hreyfigetu). Skjátími er rammaður inn í sérþróað flæði sem myndar rútínu og hjálpar börnum að taka mörk skjátíma í sátt og “mýkja” lendingu.

Fyrsta útgáfa kom út í desember á þýskumælandi markaði (DACH) og vinnur teymið nú að því að þróa vöruna áfram og undirbúa komu á fleiri markaði.

Í þessum þætti ræðum við um skjátíma ungra barna og leiðir til lausna við þrjá meðlimi Totoli teymisins; Alexöndru Gunnlaugsdóttur, kennara og uppeldisfræðilegan ráðgjafa, Magnús Felix Tryggvason sem vinnur að þróun og forritun þroskaleikja og Steinunni Arnardóttur, tæknistjóra og einn þriggja stofnenda fyrirtækisin

Jan 17, 202359:37
Nýstárlegt skólaumhverfi á framhaldsskólastigi

Nýstárlegt skólaumhverfi á framhaldsskólastigi

Í þessum þætti ræða þau Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum um nýjar leiðir við menntun nemenda á framhaldsskólastiginu. Þau tala meðal margs annars um hvernig framhaldsskólinn hefur breyst með tilkomu snjallvæðingarinnar, hvað skólinn geti gert til að auka námsáhuga í gegnum tæknina og hvernig skólaumhverfið geti haft áhrif á skjánotkun. Þau ræða það hugtak sérstaklega og ekki síst hversu flott kynslóð er að vaxa upp á Íslandi nútímans.
Dec 09, 202201:05:14
Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi

Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi

Nýstárleg skólaumhverfi á grunnskólastigi
Hvernig getur skólinn komið til móts við nýjan veruleika barna?
Hvaða nemendahópar blómstra í þessu nýja umhverfi?
Nýstárlegar aðferðir við kennslu. Erum við í stakk búin að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar?
Framtíð skólastarfs í stafrænum heimi.

Viðmælendur: Gísli Rúnar Guðmundsson menntastjóri NÚ og Hallbera Gunnarsdóttir kennari við Bláskógaskóla á Laugarvatni.
Nov 28, 202253:44
Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks

Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks

Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Tómstundir, hreyfing og mataræði ungs fólks Hver eru áhrif skjánotkunar á hreyfingu og matarvenjur? Hvernig getur skjánotkun verið mikilvægur hluti af tómstundum? Er hægt að nýta smáforrit sem hvatningu?

 Viðmælendur: Þuríður Ingvarsdóttir doktorsnemi og Gréta Jakobsdóttir lektor.

Nov 24, 202249:25
Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti

Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti

Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. Skjárinn, foreldrahlutverkið og heilbrigð samskipti Hvernig stuðlum við að heilbrigðri skjánotkun barna okkar? Hvernig setjum við mörk? Eru foreldrar alltaf bestu fyrirmyndirnar? Viðmælendur: Hildur Inga Magnadóttir foreldrafræðari og Eyrún Eggertsdóttir 3ja barna móðir. Báðar hafa lokið grunnámi í sálfræði.

Nov 11, 202250:28
Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu

Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu

Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi.

Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar. 

Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu 

Hvenær verður skjánotkun að skjáfíkn? 

Hver eru einkenni og afleiðingar ofnotkunar? 

Er kynjamunur á skjánotkun ungmenna? 

Viðmælendur: Óttar Birgisson doktorsnemi og Bertrand Lauth læknir.

Nov 05, 202253:07
Mataræði, næring og heilsa

Mataræði, næring og heilsa

Í þessum þætti af hlaðvarpi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um heilsuhegðun ungra Íslendinga ræða þau dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir professor í næringarfræði og Baldur Steindórsson nemi við MH um mataræði, næringu og heilsu. Þau velta fyrir sér hvernig ræða mataræði og meðvitund fyrir hollum mat. Orkudrykkir, vegan, matvendni og unninn matur koma við sögu og svo margt annað.

Oct 07, 202101:06:33
Áhrif umhverfisins á líðan og heilsu

Áhrif umhverfisins á líðan og heilsu

Áhrif umhverfis á heilsu. Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent í siðfræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir doktorsnemi við deild menntunar og margbreytileika takast á um hvernig margvíslegir og ólíkir þættir í umhverfinu hafa áhrif á líðan og heilsu.

Sep 16, 202101:05:37
 Andleg líðan ungmenna, kyrrseta og skjánotkun

Andleg líðan ungmenna, kyrrseta og skjánotkun

Í fimmta þætti vísindahlaðvarpsins heilsuhegðun ungra Íslendinga er rætt um andleg líðan ungmenna, kyrrsetu og skjánotkun ungs fólks. Dr. Sunna Gestsdóttir lektor við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Elfa Óskarsdóttir nemi við FG skiptast á skoðunum um hvern farið er að því að styrkja andlega heilsu. Tölvunotkun, skyndibiti og félagaþrýstingur er meðal þess sem ber á góma.

Jun 24, 202150:17
Félagsleg líðan og heilsa

Félagsleg líðan og heilsa

Í fjórða þætta vísindahlaðvarpsins heilsuhegðun ungra Íslendinga fjallar dr.  Ársæll Arnarson prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði um félagsleg líðan og heilsu. Þær Bára Björg Ólafsdóttir og Björk Bjarnadóttir úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ spjalla við hann um einelti, samfélagsmiðla og hvað það merkir að vera unglingur. Varpað er upp og svarað spurningunni og um hvernig efla megi og styrkja þessa mikilvægu heilsufarsþætti hjá ungu fólki í nútímaþjóðfélagi.

Jun 17, 202101:01:28
Mikilvægi svefnsins, áhrif hans á einkunnir og hugræna frammistöðu

Mikilvægi svefnsins, áhrif hans á einkunnir og hugræna frammistöðu

Þriðji þáttur vísindahlaðvarpsins heilsuhegðun ungra Íslendinga er nokkurs konar framhald af öðrum þætti. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands heldur áfram að fjalla um mikilvægi svefnsins, áhrif hans á einkunnir og hugræna frammistöðu svo eitthvað sé nefnt. Rúna Sif spjallar við þær Elfu Óskarsdóttur og Báru Ólafsdóttur um þær breytingar sem verða á unglingsárunum og tröppuganginn sem er á milli skólastiganna hér á landi.

Jun 10, 202101:03:06
Svefn, hreyfing og lifnaðarhættir ungs fólks

Svefn, hreyfing og lifnaðarhættir ungs fólks

Í öðrum þætti vísindahlaðvarpsins Heilsuhegðun ungra Íslendinga eru svefn, hreyfing og lifnaðarhættir ungs fólks til umræðu. Það er dr. Vaka Rögnvaldsdóttir lektor við Háskóla Íslands sem spjallar um hver staðan er í þessum málum og um þá þætti sem hafa áhrif á svefn og hreyfingu við þeir Jökull Þór Ellertsson og Baldur Steindórsson úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sömuleiðis fjallar Vaka um hvaða leiðir séu færar til að bæta svefn og heilsu.

Jun 03, 202101:04:33
Kynningarþáttur

Kynningarþáttur

Í fyrsta þætti vísindahlaðvarpsins Heilsuhegðun ungra Íslendinga er rætt við forvígismann verkefnisins, dr. Erling Jóhannesson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði. Hann fjallar um mikilvægi þess að huga að heilsunni, gildi hreyfingar, hvíldar og svefns og einnig um hvernig rannsóknarverkefnið varð til. Erlingur greinir einnig frá hvernig hugmyndin að hlaðvarpinu varð til og hvað verður þar á dagskrá auk margs annars. 

May 26, 202155:34