Skip to main content
Eigin Konur

Eigin Konur

By Edda Falak

Available on
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Katrín Lóa - Segir Helga í Góu hafa kynferðislega áreitt sig í eitt og hálft ár

Eigin KonurDec 15, 2022

00:00
10:00
Katrín Lóa - Segir Helga í Góu hafa kynferðislega áreitt sig í eitt og hálft ár

Katrín Lóa - Segir Helga í Góu hafa kynferðislega áreitt sig í eitt og hálft ár

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur


„Hann hafði oft verið óviðeigandi og maður var búin að heyra sögur þannig maður passaði sig alveg á honum” Segir Katrín Lóa sem tilkynnti kyferðislega áreitni til lögreglu árið 2019. Áreitið átti sér stað á vinnustað af eiganda fyrirtækissins og gekk yfir í eitt og hálft ár. Katrín segir áreitið hafa byrjað eftir að maðurinn hafi lánað henni fimm milljónir sem hún notaði til þess að kaupa sér íbúð.

Dec 15, 202210:00
Ingibjörg Sædís - ólst upp við sárafátækt

Ingibjörg Sædís - ólst upp við sárafátækt

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur 

Ingibjörg Sædís ólst upp við mikla fátækt þegar hún var yngri. Hún bjó hjá foreldri sem gat ekki unnið vegna andlegrar og líkamlegrar veikinda og var á sama tíma mótfallin því að biðja um aðstoð. Hún segir horfa aðdáunaraugum á fólk sem biður um aðstoð á internetinu fyrir börnin sín og vildi óska að faðir hennar hefði gert það sama.

Dec 01, 202210:00
Kefsan - Kærði eiganda Mandi fyrir alvarlega líkamsárás og hótanir

Kefsan - Kærði eiganda Mandi fyrir alvarlega líkamsárás og hótanir

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur


Kefsan kærði Hlal, eiganda Mandi árið 2020 fyrir alvarlega líkamsárás fyrir utan veitingastaðinn Mandi. Í skýrslutökum lýsir hún því hvernig hann hafi kýlt hana í höfuðið, ýtti henni niður stiga og sparkað í hana af miklu afli, þar sem hún lá á gólfinu. Þá ber hún að Hlal hafi í þrjá mánuði áreitt sig og hótað sér á meðan hún leigði herbergi, sem var í eigu hans.

Nov 25, 202210:00
Soffía Karen - "Kærði mann fyrir nauðgun sem hélt henni hjá sér í 4-5 tíma"

Soffía Karen - "Kærði mann fyrir nauðgun sem hélt henni hjá sér í 4-5 tíma"

Patreon hlekkur: www.patreon.com/eiginkonur
Soffía Karen var átján ára þegar hún fór heim með strák, sem hélt henni hjá sér í fjóra tíma á meðan hann braut á henni kynferðislega. Hún leitaði strax á bráðarmóttöku og lagði fram kæru stuttu eftir brotið. Gerandinn bað Soffíu afsökunar á því að hafa verið “ógeðslegur” við hana, en þrátt fyrir áverka var málið fellt niður tveimur árum síðar.
Nov 17, 202205:00
"Nemandi við MH fékk hótanir eftir að hafa sagt frá kynferðisbroti"

"Nemandi við MH fékk hótanir eftir að hafa sagt frá kynferðisbroti"

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Ung kona sem er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð segir baráttuna og mótmælin í MH hafa hjálpað sér í gegnum kynferðisbrot sem hún varð fyrir árið 2021. Hún segir nafn geranda síns hafa verið skrifað á vegg skólans og í kjölfarið fór hún að fá hótanir frá vinum hans og fjölskyldu.




Nov 02, 202205:00
Ólafía Gerður - Setti hníf upp við háls hennar og ógnaði öryggi hennar í fjögur ár

Ólafía Gerður - Setti hníf upp við háls hennar og ógnaði öryggi hennar í fjögur ár

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur   

Ólafía Gerður bjó með ofbeldisfullum barnsföður sínum í tæp fjögur ár, frá því hún var 16 ára. Barnsfaðir hennar steig nýlega fram í viðtali þar sem hann lýsti sambandinu þeirra sem “stormasömu”. Ólafía segir frá líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og stafrænu kynferðisofbeldi sem hún mátti þola á heimilinu. “Hann reyndi að kirkja mig og endar á því að nauðga mér. Þetta er eitt af mínum stærstu minningum sem ennþá daginn í dag, tæpum sex árum seinna, er ég að fá martraðir.” Segir Ólafía í þættinum. Ástæðan fyrir því að Ólafía ákvað að segja sögu sína er tvíþætt. “Ég ætla að skila skömminni og styrkja sjálfa mig.” Svo er það hitt: “það var ótrúlega erfitt að sjá hann koma fram í viðtali, ég titraði bara og mér var óglatt.” Henni er fyrirmunað að skilja af hverju fjölmiðlar birta viðtöl við menn sem hafa verið kærðir fyrir ofbeldi.

Oct 26, 202210:00
Magdalena - ''til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig''

Magdalena - ''til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig''

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur


Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið.  TW: Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.

Oct 21, 202205:00
Thelma, Ýr og Katla

Thelma, Ýr og Katla

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið “yfir mörk” í samskiptum við konur. Í Apríl birtist Ísland í dag viðtal við Auðunn þar sem hann sagðist axla ábyrgð á hegðun sem hann taldi særandi og óþægileg. Katla Ómarsdóttir, Ýr Gudjohnsen og Thelma Tryggvadóttir stíga fram og segja Auðunn nota orð sem smætta það ofbeldi sem þær upplifðu.

Oct 14, 202205:20
Lovísa Ösp - “Ef hann væri ekki ofbeldismaður að þá væri hann fullkominn”

Lovísa Ösp - “Ef hann væri ekki ofbeldismaður að þá væri hann fullkominn”

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur


Lovísa Ösp var í sambandi með manni sem beitti hana andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún lýsir því hvernig sjálfsmorðshótanirnar voru hans leið til að koma í veg fyrir að hún færi frá honum. Hann lét hana vita að hann væri vís til þess að myrða hana og hótaði einnig að drepa hana. “Mér fannst ég bara ekki geta lifað án hans og ég hélt að þetta væri eðlilegt”. Lovísa segir manninn hafa passað sig að áverkar hennar væru einungis á höndum og fótum svo hún gæti falið þá með langermabolum. Lovísa varpar ljósi á hversu stórt hlutverk nándin spilar í ofbeldissamböndum og afhverju það er erfitt að slíta sig frá ofbeldismanninum. “Hann var bara minn klettur og þótt þetta hafi verið svona ljótt að þá sagði ég honum allt.” Segir Lovísa.

Oct 11, 202237:32
Lísbet Dögg - "Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta"

Lísbet Dögg - "Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta"

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Lísbet varð ólétt 19 ára og eignaðist barnið fjórum dögum fyrir útskrift en hún útskrifaðist úr FSu. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi sumarið fyrir framahaldsskóla og var með gerandanum í skóla hálfa skólagönguna “Ég þurfti að setja félagslífið mitt á pásu af því að hann var þarna” segir Lísbet í þættinum og segir FSu ekki hafa tekið á málinu og hún hafi þurft að mæta geranda sínum á göngunum. Lísbet var greind með þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun og í kjölfarið varð hún ólétt 19 ára.   “Ég grét alla daga útaf vanlíðan og ég náði ekki að tengjast stelpunni minn […] Mér fannst hún eiginlega bara fyrir” Segir hún í þættinum og bætir við að henni hafi liðið eins og hún væri ömurleg móðir. “Þegar ég var búin að fæða að þá fékk ég ekki þessa tilfinningu að ég væri glöð að sjá barnið mitt, hún var lögð á bringuna á mér og ég hugsaði bara: hvað nú?”

Sep 23, 202205:00
Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi

Martyna Ylfa - Fyrverandi kærasti beitti hana andlegu ofbeldi og lifði tvöföldu lífi

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Martyna Ylfa er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í tíu ár. Martyna var sambandi með íslenskum manni sem beitti hana ofbeldi í langan tíma. Ein þekktasta aðferðin til að ná stjórn í ofbeldissambandi er að brjóta niður makann, þannig að hann treystir ekki sjálfum sér lengur og telji sig ekki verðugan hamingju og heilbrigðari framkomi.  “Mér leið eins og ég hafi hitt sálufélagann minn. Þetta byrjaði mjög hratt og honum fannst allt sem ég gerði flott, fötin mín, allt sem ég sagði og gerði var svo æðislegt” segir hún í þættinum og bætir við að eftir smá tíma að þá breyttist það og hann fór að brjóta hana niður. “Flótlega hrundi sjálfstraustið mitt og mér leið eins og ég mætti ekki segja neitt, ég mátti ekki spurja margra spurninga. Ég vissi alveg þegar hann var reiður og hann sýndi mér svona hvað hann gæti gert, að hann gæti meitt mig ef hann myndi vilja það”.

Sep 20, 202246:55
Freyja - 15 ára þegar eldri strákur seldi og dreifði nektarmyndum

Freyja - 15 ára þegar eldri strákur seldi og dreifði nektarmyndum

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Freyja var 15 ára þegar eldri strákur seldi nektarmyndir af henni sem fóru í dreifingu á svokalla chan-síðu, sem er vettvangur þeirra sem beita stafrænu kynferðisofbeldi á Íslandi.   “Á einhver myndir af Freyju?” Spyr stofnandi þráðsins á síðunni þar sem nektarmyndum af stúlkum allt niður í fermingaraldur er deilt. Í þættinum lýsir Freyja varnarleysinu sem fylgdi því að uppgötva að nektarmyndir af sér væru komnar í dreifingu á netinu án hennar samþykkis. “Ég vakna við 1000 nýja fylgjendur á Instagram og fólk var að reyna að hringja í mig og spurja mig hvað ég tæki á tímann”. Freyja hugsaði um að kæra brotið til lögreglu en sama ár hafði hún kært nauðgun. “Við erum tvær sem kærðum árið 2019 og við fengum báðar játningu frá honum” segir Freyja í þættinum og bætir við að þær hafa ekki ennþá heyrt frá lögreglunni varðandi málið.

Sep 13, 202205:00
Sigþrúður Guðmundsdóttir segir ofbeldismenn oft taka sér skilgreiningarvald yfir þolendum

Sigþrúður Guðmundsdóttir segir ofbeldismenn oft taka sér skilgreiningarvald yfir þolendum

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

“Afhverju fara þær ekki bara?”

Það er þessi rómantíska hugmyndin um að konur eigi að elska fram í rauðan dauðann og geti ekki lifað án einhvers. Margar konur koma úr ofbeldissamböndum með skömm yfir því að þetta sé þeim að kenna af því að ofbeldismaðurinn tekur að sér skilgreiningarvaldið segir Sigþrúður Guðmundsdóttir sem var framkvæmdarstýra kvennaathvarfsins í 16 ár.

Í þættinum fer Sigþrúður yfir afleiðingar heimilsofbeldis, afhverju konur fara ekki strax úr ofbeldissamböndum og hvað konur í þessari stöðu geta orðið veikar af alvarlegum sjúkdómum án þess að gera sér grein fyrir því. Þær eru margar ótengdar eigin tilfinningum og líðan að þær taka jafnvel ekki eftir einkennum sem annað fólk tæki eftir. “Ef maður setur sig í þessi spor að lifa í hættu ástandi heima hjá sér, stöðugt eftirlit, takmarkað frelsi, líkamlegt ofbeldi, yfirvofandi kynferðisofbeldi þegar það hentar þeim sem maður býr með, þá getur það bara lagst á konur, líkamlega og andlega”.

Sep 07, 202201:12:58
Kristján Ernir - segir að ofbeldismenning fái að grassera innan stjórnar SÁÁ

Kristján Ernir - segir að ofbeldismenning fái að grassera innan stjórnar SÁÁ

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Kristján Ernir Hölluson segir að ofbeldismenning fái að grassera innan stjórnar SÁÁ, en fjöldi manna sem hafa verið ásakaðir um ofbeldi gegn konum voru kosnir í stjórn samtakanna á aðalfundi þann 13. júní.  Kristján Ernir segir að það varpi stórum skugga á stjórnina að þarna séu nokkrir menn sem sitja ennþá eftir í stjórn sem hafa verið sakaðir um ofbeldi gagnvart konum og játað að hafa beitt ofbeldi.  “Málið er að þetta eru samtök sem sinna mjög mikilvægari þjónustu við fólk sem margt hvert er jaðarsett og/eða berskjaldað og valdalítið þegar það leitar sér hjálpar og þetta á sérstaklega við um jaðarsettar konur og ungmenni. Það er mjög ófaglegt og ber vott um skort á skilningi á mikilvægi siðferðis í þjónustu við fólk sem margt stendur höllum fæti þegar það leitar þjónustu að vera með menn sem hafa beitt konur ofbeldi í stjórn slíkra samtaka”.


Sep 02, 202205:10
Gunnar Hersveinn - Best fyrir valdhafann að flestir hegði sér svipað

Gunnar Hersveinn - Best fyrir valdhafann að flestir hegði sér svipað

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur   

Gunnar Hersveinn lauk prófi í heimspeki og sálfræði, blaðamennskunámi og hefur stundað meistaranám í kynjafræði. Gunnar er rithöfundur og hefur mikinn áhuga á friðarmenningu, átakamenningu og viðhorfum gagnvart manneskjunni.   Í þættinum ræðum við meðal annars um skala illskunar “Ég er sannfærður um að þetta tengist einhverju valdakerfi. Það er best fyrir valdhafann að flestir hegði sér svipað, það er auðveldara að stjórna þeim og þá kemur þessi þrýstingur að vera eins og aðrir. Þannig það liggur í samfélagsgerðinni, kerfinu, valdakerfinu að þessi spilling á sér stað. Þeir sem standa hjá og sjá illskuna að verki og gera ekkert í því eru þá orðnir einhvers skonar fórnarlömb illskunar"



Aug 31, 202201:02:12
Sif Atladóttir - "Ég vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta”

Sif Atladóttir - "Ég vildi bara sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti þetta”

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

“Maður horfir stundum tilbaka og hugsar: hvað er maður með í höndnum eftir 13 ár í atvinnumennsku? fjárhagslega er það ekki neitt en það sem þetta hefur gefið mér fyrir lífið er bara stórkostlegt og ég myndi ekki skipta ferlinum mínum út fyrir neitt.” Segir Sif Atladóttir, sem er 36 ára atvinnukona í knattspyrnu.   Í þættinum talar Sif um andlega partinn af fótboltanum og mikilvægi þess að leikmenn hafi greiðan aðgang að íþróttasálfræðingum. “Það sem hefur verið mikilvægast fyrir mig er að ég hef alltaf haft einhvern til þess að tala við. Ég myndi persónulega ekki ýta börnunum mínum út í afreksíþróttir af því að þetta er eitt af því erfiðasta sem þú getur gert”.

Aug 26, 202210:00
Anna Khyzhnyak

Anna Khyzhnyak

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

Anna stígur fram og lýsir reynslu sinni af því ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu barnsföður hennar. Anna er frá Úkraínu og segist vilja vekja athygli á því kerfislæga ofbeldi, sem erlendar konur verða fyrir. Takmörkun á aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum og vernd gegn ofbeldinu, þegar brotið er á þeim, getur haft alvarlegar og langvarandi áhrif. “Hver átti að vernda mig?” Segir Anna í þættinum og gagnrýnir það að þrátt fyrir nálgunarbann að þá hafi barnsfaðir hennar ennþá verið með umgengni við barnið og hafi því mátt mæta heim til hennar.

Aug 23, 202258:50
Misnotaður af bróður sínum

Misnotaður af bróður sínum

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Vorið 2016 óskaði barnaverndarnefnd að lögreglan tæki til rannsóknar langvarandi ætluð kynferðisbrot drengs sem hafði greint sálfræðingi frá kynferðislegum athöfnum með yngri bróðir sínum, við köllum hann Pétur. “þetta var eins og að taka jörðina af bakinu á mér” segir Pétur og bætir við að það hafi verið mikill léttir þegar bróðir hans hafi ákveðið að segja frá kynferðisofbeldinu. Pétur segir frá því að hann hafi verið lagður í mikið einelti á þessum tíma og hafi ekki þekkt neitt annað en að líða illa. “Maður fattar bara ekki hvað þetta er algjörlega óeðlilegt og ég í rauninni fattaði það ekki fyrr en 2017” segir hann í þættinum og greinir frá því að hann hafi sótt mikið í vímuefni eftir að þetta komst upp. Einna erfiðasta, segir Pétur, er að hugsa til þess að fjölskyldan gæti sundrast vegna málsins en málið var aldrei rætt heima fyrir. “Fyrir mér var hann bara veikur og mér finnst hann ekki eiga neitt illt skilið” segir Pétur og bætir við að hann vilji halda fjölskyldunni saman. Pétur vill vekja athygli á afleiðingum kynferðisofbeldis en í dag glímir hann við þunglyndi og áfallastreituröskun. Hann segir Pieta samtökin hafa bjargað lífi sínu og hann sé fyrst og fremst að læra að lifa með þessu og skilja sjálfann sig.

Aug 16, 202210:00
Freyja Huld - Barnsfaðir hennar dæmdur fyrir brot gegn barni

Freyja Huld - Barnsfaðir hennar dæmdur fyrir brot gegn barni

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Barnsfaðir Freyju hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi  í Maí 2020, fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni í rituðum samskiptum á Skype. Í Desember 2021 var hann síðan sakaður um að hafa átt samskipti við 14 ára stúlku í gegnum samfélagsmiðla. Hann hafi sótt hana í heimhúsi og frelsisvipt stúlkuna í þrjá klukkutstundir þar sem hann meðal annars nauðgaði henni. Freyja var sjálf þolandi sem barn og segir mál barnsföður síns vera erfitt fyrir sig og börnin.   Freyja lýsir því í þættinum þegar tálbeitan hringir í hana um nóttina og sendir henni mynböndin og samtölin milli barnsföður hennar og það sem átti að vera 13 ára stelpa. “Mér leið skelfilega því mér fannst hann hafa svikið mig með því að vera inná einkamál og svo var hann þarna að tala við einhvern sem hann hélt að væri 13 ára gömul stúlka” segir Freyja í þættinum. “Ég tók þessu bara þannig að […] Þetta er rétt eftir að ég slasast og ég er ekki búin að vera nóg”  segir hún. Freyja og barnsfaðir hennar slitu sambandinu eftir fyrsta brotið en héldu þau áfram að búa saman. “Auðvitað þykir mér vænt um þennan mann, hann gaf mér barnið mitt og ég hef ekkert val. Ég Þarf að vera í samskiptum við þennan mann, sama hvað hann gerði” segir Freyja.   Hún gagnrýnir kerfið og segir barnavernd ekki hafa haft samband við hana eftir að barnsfaðir hennar fékk dóm fyrir að brjóta á barni. Er eðlilegt að maður sem sakaður er um brot gegn barni umgangist börnin sín? Hvernig á að miðla upplýsingum til barna hans?

Aug 10, 202204:06
Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi

Vala og Jóhanna - Rasismi á Íslandi

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur 

Valgerður Kehinde og Jóhanna halda uppi hlaðvarpinu Antirasistarnir ásamt Instagram síðunni. Rasismi er oft hulinn fólki sem finnur ekki fyrir honum á eigin skinni og hvít forréttindi er að mestu leyti ósýnilegt þeim sem hafa það.  “Ég skil ekki þessa menningu á íslandi að fólk megi bara segja og gera hvað sem er og það hefur engar afleiðingar fyrir neitt” Segir Jóhanna um ummæli Sigurðs Inga og bætir við að það sé með ólíkindum að forsetisráðherra sem er hvít kona í forréttindastöðu, hafi sagt hann vera búinn að segja fyrirgefðu. “Þetta var bara ekki hennar að fyrirgefa” Segir Vala.   Jóhann segir lögregluna hafa haft samband við þær eftir að sérsveitin handtók svartan strák í strætó og beðið þær um að halda fræðslu. “Það sem ég hugsaði var að þetta er miklu stærra en við. Þetta þarf félagsfræðinga, afbrotafræðinga og fólk sem er háskólamenntað í lögreglufræði. Þetta þarf svart fólk sem er menntað á þessum sviðum” Segir Jóhanna í þættinum og segir að það þurfi að brjóta upp í kerfinu.   Við viljum vera góð við hvort annað, þú getur ekki verið góð við manneskju án þess að sjá fordómana sem hún gengur í gegnum” segir Jóhanna í þættinum. Þær segja mikið um white fragility eða hvíta viðkvæmni. “Mér finnst ég sjá þetta oft hjá fyrirtækjum” segir Vala í þættinum og tekur dæmi þar sem ekki einn litaður einstaklingur var sýnilegur í fermingar auglýsingu frá Gallerí 17. “það var bara strax farið í vörn um að það hefði verið covid og að þau hafi bara hringt í frændsystkini sín” segir Vala og bætir við að það sé partur af vandamálinu að fullt af innflytjendum og fólk af lit komast ekki inn í þetta af því þau eru ekki frændfólk.

Aug 06, 202201:10:08
Gunnar Ingi - Lagður í einelti af kennara

Gunnar Ingi - Lagður í einelti af kennara

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Hinn 19 ára Gunnar Ingi Ingvarsson, fyrrum nemandi í Víðistaðaskóla opnaði sig um einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla. Gunnar segir frá því þegar hann var niðurlægður af stærðfræðikennara í unglingadeild sem gerði grín að þyngd hans fyrir framan aðra nemendur. “Hann skrifar Gunnar 85kg á töfluna og skrifar síðan “fat boy” undir nafnið mitt” segir Gunnar.   “Mér leið eins og ég væri einn í heiminum og ég pældi oft í því að taka bara hníf […]” segir Gunnar. “Vinur minn hafði opnað sig um sjálfsvíg og ég vildi sýna honum að hann væri ekki einn” segir Gunnar í þættinum og bætir við að strákar eigi erfiðara með að tala um tilfinningar sínar sem getur orðið til þess að ungir karlmenn láti verða af því að fremja sjálfsvíg.  “Ég taggaði stærðfræðikennarann á instagram og spurði hvort hann sæi eftir þessu og hann blokkaði mig bara” segir Gunnar og bætir við að honum finnist skólinn ekki hafa axlað ábyrgð á því einelti sem bæði nemendur og kennari beittu hann í Víðistaðaskóla. Hann segir að það sé mikilvægt að ungir strákar hafi öruggan stað til að opna sig. “Ég vil að þessi kennari verði rekinn” segir Gunnar í þættinum og bætir við að hann vilji sjá hvaða breytingar og aðgerðir skólinn hefur gert varðandi eineltismál.

Jul 28, 202210:32
Klara Elías

Klara Elías

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Hugfangin af Íslandi eftir 11 ár í Bandaríkjunum: Klara Elíasdóttir tónlistarkona varð ástfangin af Íslandi þegar hún kom heim frá Los Angeles fyrir tæpum tveimur árum eftir að hafa búið ytra í ellefu ár. ,,Mér leið allt í einu eins og ég væri að draga djúpt andann í fyrsta skipti í mörg, mörg ár." Hún segir að Trump hafi breytt Bandaríkjunum til hins verra. Klara talar í þættinum um frægðina, útlitskröfur sem gerðar voru til hennar og ollu henni mikilli vanlíðan og um nýja þjóðhátíðarlagið sem hún samdi en aðeins tvö af 89 þjóðhátíðarlögum eru samin af konum.


Jul 07, 202210:32
Lilja Gísla

Lilja Gísla

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Lilja Gísladóttir er virk á Instagram og deilir þar mikið af efni tengt sjálfsást og jákvæðri líkamsímynd. “Það kemur alltaf einhver einkaþjálfari eða opinber persóna og hendir því fram að það sé óhollt að vera feitur” segir Lilja í þættinum og bætir við að það sé mikilvægt að minna fólk á að allir feitir eru ekki óheilbrigðir. Í þættinum ræðum við um fitufordóma og hvernig þeir birtast í samfélaginu.

Jun 28, 202201:14:23
Kristín Sóley (mamma Lilju)

Kristín Sóley (mamma Lilju)

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess á fjölskylduna.


Jun 24, 202210:24
Antonía Arna

Antonía Arna

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

Antonía Arna kom út úr skápnum sem trans árið 2013 fyrir fjölskyldu og vinum. Árið 2016 ákvað hún síðan að koma út opinberlega og segir ferlið ekki hafa verið auðvelt. “ Til að fá heilbrigðisþjónustu þurfum við að komast í gegnum ákveðin “hliðarvörð”. Ég fór fyrst til geðlæknis og hann sendi mig áfram til sálfræðings hjá Kleppi og þar átti ég síðan að tala við annan lækni. Þar þurfti ég að svara mjög skrítnum spurningum eins og: “trúir þú að afl úr geimnum hafi komið þessum hugsunum inn í hausinn á þér” segir Antonía en hún bætir við að margt hafi breyst síðan þá. Antonía ræðir sína upplifun af því að koma út úr skápnum og hvernig áhrif það hafði á hana.  

Þátturinn er í boði:  The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Jun 21, 202255:56
Gerandi ofbeldis

Gerandi ofbeldis

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur 

“Ég var að beita líkamlegu og andlegu ofbeldi gagnvart konunni minni og börnum. Ég beitti konuna mína líka kynferðislegu ofbeldi” segir hann, en hann kýs að koma fram undir nafnleynd.   

Í þættinum förum við yfir reynslu hans af því að beita ofbeldi og afhverju hann ákvað að leita sér hjálpar. “Ég hefði ekki farið ótilneyddur, óumbeðinn á sínum tíma […] þá hefði ég ekki verið að fara að niðurlægja sjálfan mig með því að segja að ég væri eitthvað vandamál. […] ég þurfti smá úrslitakost” segir hann í viðtalinu. Það eru 12 ár síðan hann ákvað að leita sér hjálpar hjá “karlar til ábyrgðar” eða það sem heitir Heimilsfriður í dag.  “Það hefði ekki verið nóg fyrir mig að fara bara í meðferð” segir hann í viðtalinu og bætir því við að menn geti alveg hætt að drekka áfengi og samt haldið áfram að beita ofbeldi.

Jun 14, 202210:24
Þórdís Elva

Þórdís Elva

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Hinn full­komni þol­andi er ekki til. Niðurstaðan í dómsmáli leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard, er áhyggjuefni fyrir þolendur ofbeldis. Sú niðurstaða gæti valdið því að fólk sem stígur fram og lýsir því að hafa verið í ofbeldissambandi, án þess að nafngreina geranda og án þess að tilgreina sérstök atvik þess efnis eða tímasetningar eigi á hættu að vera kærð fyrir þau ummæli. „Þá værum við farin að sjá ansi mikla og kröftuga þöggun, það væru áhrifin sem þetta væri að hafa og það er óskandi að slíkt gerist ekki,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í viðtalið við Eddu Falak í nýjasta þætti Eigin kvenna.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is


Jun 08, 202201:03:47
Helga Lilja

Helga Lilja

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Helga segir óreglu hafa verið á heimili sínu þegar hún var ung en foreldrar hennar skilja þegar hún var 5 ára. Faðir Helgu byrjar með annari konu “Það var mikil neysla inná heimilinu en þetta var ekki þetta týpíska neyslu lífernið, þú veist.. þau voru rosalega góð” segir Helga og bætir við að fólk hafi oft ákveðna mynd af fólki sem eru alkahólistar.   Móðir Helgu kemur út úr skápnum þegar Helgar er átta ára “Mér var alveg sama en krakkarnir í skólanum voru alltaf að spurja mig hvort mamma mín væri lessa og hvort pabbi minn væri þá hommi líka” segir hún og bætir við að á þessum tíma hafi þetta þótt mjög skrítið. “Ég tók bara upp þessa grímu, ég ætla að vera töffari af því að ég ætla ekki að leyfa neinum að sjá hvað ég er brotin” segir Helga og bætir við að hún hafi í kjölfarið farið í fóstur.   Helga ræðir tímabilið sem hún leiddist út í neyslu en hún prófaði áfengi fyrst þegar hún var tólf ára og síðan gras “Það er alltaf talað um þessa krakka sem verða fyrir hópþrýstingi og byrja þannig í neyslu en ég var þessi hópþrýstingur” segir hún í þættinum.   “Það fylgir þessu svo mikið kæruleysi og þegar þú nærð að bæla tilfinningar með einhverju efni að þá fór ég bara að hugsa hvað næsta efni gæti gert fyrir mig” segir Helga og bætir við að henni hafi verið alveg sama á þessu tíma. Helga talar um í þættinum að boltinn hafi fyrst byrjað að rúlla þegar hún prófað e-pillu í fyrsta skiptið.  Helga segir tímana hafa breyst mikið og á þeim tíma hafi hún mesta lagi notast við Myspace síður. “Þú gast ekkert farið inná fullt af síðum og fundið fullt af númerum” segir Helga og bætir við að miklu erfiðara hafi verið að ná sér í efni. “Ég man þegar ég prófaði róandi fyrst, pabbi gefur mér róandi og þá heldur bara boltinn áfram að rúlla” segir Helga og bætir við að pabbi hennar hafi fallið frá stuttu seinna og þá hafi tekið við mjög harkaleg neysla.  Helga verður ólétt af elsta barninu sínu sautján ára og verður þá edrú á meðan meðgöngunni stendur. Helga fellur stuttu eftir að hún á barnið en skráir sig fljótt í meðferð. “Það tekur smá tíma að komast inn og ég tók ákvörðun um fara bara alla leið í neyslu og byrjaði þá að nota efni í æð til þess að klára mig” segir Helga í þættinum og bætir við að mamma hennar hafi tekið barnið á meðan.

May 31, 202210:24
Mæður kvarta til Landlæknis

Mæður kvarta til Landlæknis

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Tíu mæður hafa sent kvörtun til embættis Landlæknis vegna „ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum.   Ein þeirra sem sendir inn kvörtun hafði sótti um skilnað þegar barnsfaðir hennar beitti barnið hennar líkamlegu ofbeldi sem endaði með dómi fyrir héraðsdómi og landsrétti. Á meðan málið er í gangi fór hann í forsjármál og dómari dæmir lögheimili hjá honum og hún fær barnið aðra hverja helgi. Matsmenn segja hana leika fórnarlamb til að hafa af honum fé. Þrjár kvennanna hafa þegar sagt sögu sína áður í Eigin Konur, þær Bryndís Ásmunds, Helga Agatha og Helga Sif.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

May 26, 202257:50
Tanya

Tanya

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Tanya er heilari og hefur verið hávær í umræðunni um ofbeldi í andlega heiminu. Tanya fór í þáttinn Kompás sem var tekinn upp í fyrra og hefur umræðan stækkað síðan þá.   “Það er verið að gera allskonar, kannski heil helgi þar sem er verið að fara í allskonar skuggavinnur og ýta á fólk að opna sig” segir hún. Tanya gagnrýnir vinnubrögð þeirra sem eru að halda slík námskeið. “Þar er verið að blanda sveppum við kakóið og verið að fara með þetta á óábyrgan hátt” segir hún í þættinum og bætir við að margir viti ekki hvað þeir eru að fara út í.   Tanya hélt eitt sinn kakó athöfn á þessu svæði. “Mér brá soldið við að sjá átta og níu ára börn á svæðinu, það var vitað mál að ég var að fara í vinnu sem var ekki fyrir börn” segir Tanya í þættinum og bætir við að börn séu ekki velkomin á hennar viðburði.  Tanya segir suma viðburði á vegum Sólseturs meira intense en búast megi við. “Ég fór þangað til þess að búa til handgerða trommu en allt í einu var sett á rave techno tónlist, allir áttu að fara að dansa og áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna” segi hún og bætir við “ég er ekki tepra en ég vil samt fá að vita út í hvað ég er að fara”.   Tanya segir mikið af þolendum hafi leitað til sín. “Það kemur maður hingað, sem telur sig vera kynlífs heilari, og þá byrja að koma fleiri kynlífsathafnir inn í þetta og þetta byrjar að vera andinn í kringum þetta setur” segir hún. Tanya segir sjálf hafa verið í sjálfsvinnu þegar hún leitaði til þeirra. “Fyrsta sem mætir manni er bara opið faðmlag, mikil ást og öll réttu orðin notuð” segir Tanya og bætir við að mikið markarleysi sé um að ræða. Tanya segir þolendur upplifi mikla skömm. “Manni er talin trú um að þetta sé það sem maður þurfi, að láta snerta sig” segir Tanya. “Maður er kannski búin að borga sig inná viðburð sem fór algjörlega úr böndunum og þá líður manni eins og maður hafi boðið uppá þetta”   “Stefnan þarna er “tantra iceland” og húsið er “tantra hús” og þetta eru orðin sem þau eru að nota. Þetta er stórt svæði sem er plastað og verður svona eins og sundlaug og þetta á að vera svona tantra heilun” segir hún og bætir við að þetta sé kynnt sem eitthvað jarðbundið og heilandi en svo sé þetta mjög markalaust og ófagmannlegt.   “Þetta er miklu stærra en lítill hópur sem er að lifa frjálsu lífi sem vill vera í friði” segir Tanya. “Það er mikil ábyrgð sem felst í svona vinnu og þegar þú ert farin að rukka fé, angra nágranna þína, blanda börnum og fólki saman þegar það á ekki við. Ef maður er ekki að taka tillit til einstaklingsins og þau gildi sem við viljum hafa í samfélaginu að þá finnst mér þessi saga um hóp sem vill bara lifa frjálsu lífi bara hluti af gaslýsingunni”  Vil erum bara komin á þennan stað að þetta er grafalvarlegt.

May 24, 202210:24
,,Þeir eru að kaupa sér vald"

,,Þeir eru að kaupa sér vald"

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Brynhildur Björnsdóttir og Eva Dís Þórðardóttir segja í þættinum frá bókinni Venjulegar konur sem fjallar um vændi á Íslandi. Í bókinni sem Brynhildur skrifar er rætt við sex konur sem hafa verið í vændi á Íslandi og einn karl sem hefur keypt vændi.  Eva Dís fékk hugmyndina að því að setja reynslusögur kvenna sem hafa verið í vændi í bók. Eva Dís og Brynhildur segjast vilja sýna að vændi jafnvel þótt það sé óþvingað, geti haft miklar og slæmar afleiðingar.   

Eva Dís segir lang flestar konur sem hafa verið í vændi séu ekki reiðubúnar að stíga opinberlega fram og á meðan svo sé hafi hún tekið að sér að tala fyrir þeirra hönd en Eva Dís var sjálf í vændi í Kaupmannahöfn um skeið.   ,,Ég þurfti að vera búin að taka fjóra kúnna yfir daginn áður en ég fór að fá pening til þess að eiga fyrir auglýsingunum, til þess að borga fyrir leiguna á herberginu sem ég notaði á vændishúsinu, ég þurfi að borga símadömu og ákveðin verndargjöld inní skipulagða glæparstarfsemi. Það er fyrir utan, fatnað, smokka, sleipiefni og allt draslið sem maður þarf til að stunda þetta, segir Eva Dís. Hún segir að í Þýskalandi kosti vændi svipað og hamborgari á skyndibitastað og það sé líka mjög ódýrt að kaupa aðgang að líkama kvenna í vændi í Danmörku.   ,,Fyrir mér er kynlífsvinna ekki orð,” segir Eva Dís og Brynhildur segir að þeir sem kaupi aðgang að líkama kvenna séu alls ekki að kaupa kynlíf.  ,,Þeir eru að kaupa sér vald. Þeir eru að kaupa sér réttinn á því að ganga yfir mörk” segir Brynhildur.   

“Við verðum að berjast gegn því að normalisera vændi, af því að það er bara ekkert normal við vændi” segir Brynhildur og bætir við að 90 prósent þeirra sem hafa verið í vændi upplifi það sem ofbeldi.  Eva Dís og Brynhildur fara einnig yfir það í þættinum hvaðan hugmyndir okkar um vændi eru komnar og þá staðalímynd sem við höfum af konum í vændi. ,,Fólk heldur að þetta séu konur sem finnst kynlíf bara geggjað og þetta séu bara einhverjar kynlífsvélar” segir Brynhildur.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

May 19, 202201:07:39
Lilja Bjarklind

Lilja Bjarklind

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Lilja stígur fram af miklu hugrekki og segir sögu sína. Barnaníðingurinn Guðmundur Árni Sigurðsson var dæmdur fyrir að hafa á árunum 2001-2003 misnotað hana þegar hún var átta ára þangað til hún var tíu ára. “Ég er bara ein að labba þegar hann stoppar og býður mér far” segir hún. Lilja segir frá því hvernig Guðmundur lokkaði hana með sér í grænni Suzuki Baleno bifreið á þeim forsendum að hún fengi að keyra bílinn. “Hann tekur mig bara svona yfir og á meðan ég er að keyra að þá er hann að fara inn á mig og þukla á mér” segir hún í þættinum og bætir við að hún hafi frosið og þótt þetta mjög skrítið.  

Hún segir Guðmund hafa keyrt um bæinn og leitað að sér. “Hann var alltaf mættur þar sem ég var að leika” segir hún í þættinum. Lilja segir brotin hafa aðallega átt sér stað heima hjá honum en stundum hafi hann keyrt með hana út í móa og brotið á henni þar. “Þetta var bara eitthvað sem við gerðum og ég vissi alltaf hvað var að fara gerast” segir hún í þættinum. Lilja veit það í dag að þetta var ekki eitthvað sem hún gerði, heldur hann. Þeta var eitthvað sem hann gerði.  

Guðmundur var 54 ára gamall og barnlaus og bjó heima hjá foreldrum sínum á þeim tíma. “Ég vildi oft fá að heilsa uppá mömmu hans til að kaupa aðeins tíma” segir Lilja og bætir við að eftir spjallið hafi Guðmundur opnað hlera þar sem hún átti að fara niður. Lilja segir það mög súrt að móðir Guðmunds hafi ekki gert athugasemd við að Guðmundur hafi verið að fá Lilju til sín í heimsókn.

May 13, 202210:24
Ugla Stefanía

Ugla Stefanía

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að umræða um trans sé enn mjög erfið í Bretlandi en hún vinnur sem greinahöfundur fyrir fréttamiðilinn MetroUK. ,,Í Bretlandi þarft þú bara að undirbúa þig undir að það verði sett mjög transfóbísk manneskja á móti þér og þið þurfið að rífast í beinni útsendingu,” segir Ugla en hún kom sjálf   úr skápnum sem trans árið 2010 og flutti til Bretlands sex árum síðar.   Ugla segir að bresk fjölmiðlamenning sé afar ofbeldisfull. Hún ræðir um ábyrgð fjölmiðla í þættinum Eigin Konur og veltir upp spurningunni hvenær umræða er tengd málfrelsi og hvenær hún er hreint og klárt ofbeldi. ,,Þegar þú ert farin að grafa undan réttindabaráttu minnihlutahópa, þá ert þú ekki lengur í neinu málfrelsi,” segir hún í þættinum. Hún segir að hatursfull umræða sé farin að láta á sér kræla á Íslandi og að fólk gleypi auðveldlega við áróðri. Hún nefnir sérstaklega umræðuna um íþróttir og kynjuð rými sem hefur verið áberandi og þá sérstaklega varðandi transkonur í íþróttum. ,,Það er eins og það sé engin gagnrýnin hugsun eins og í tengslum við íþróttamál, að transkonur séu með einhverja yfirburði og það sé bara verið að skemma kvennaíþróttir,” segir Ugla í þættinum.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

May 09, 202201:26:27
Móðir mín glímir við narsisíska persónuleikaröskun

Móðir mín glímir við narsisíska persónuleikaröskun

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Ung stelpa stígur fram og lýsir ofbeldi af hálfu foreldra. Hún segir mikið ofbeldi hafi verið á heimilinu sem fór síðan versnandi eftir að mamma hennar og pabbi skyldu. “Ég hef ekki upplifað venjulegt líf án ofbeldis í svo langan tíma, maður verður bara alveg dofin og ég hætti alveg að treysta fólki” segir hún í þættinum.  Hún lýsir í þættinum líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hún varð fyrir og áhrifin sem það hafði á námið hennar. “Þriðja árið mitt í MR var ofbeldið verst sem endaði með því að ég hætti í skólanum og bróðir minn fór í neyslu” segir hún og bætir við að á þesum tíma hafi henni ekki langað að lifa lengur.   “Hún fann alltaf ástæðu til að öskra á mig og refsa mér. Hún faldi dótið mitt til þess að geta sakað mig um að hafa týnt því og reiðast mér þannig” segir hún og lýsir því hvernig hún fór síðan að efast um eigin dómgreind og hugsanir. Móðir hennar hótaði að henda henni út ef hún hlýddi ekki og einangri hana frá vinum sínum. Hún segir lögregluna hafa haft afskipti af heimilinu og margar tilkynningar hafi verið sendar til barnavernd og furðar sig á því afhverju engin gerði neitt.

May 05, 202210:24
Guðrún Dís

Guðrún Dís

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Guðrún Dís sem er nítján ára segir í þættinum frá sinni upplifun af því að alast upp hjá móður sem á við áfengisvandamál að stríða. Hún segist hafa ákveðið að segja frá sinni hlið mála eftir að mamma hennar opinberaði sögu sína á Youtube. Guðrún hefur nú lokað á öll samskipti við mömmu sína. ,,Ég átti góða æsku og mamma mín var æðisleg. Það var alltaf nýbakað brauð þegar ég kom heim og mamma hugsaði mjög vel um mig," segir Guðrún Dís í þættinum. Hún segir að líf sitt hafi breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Í kjölfarið hafi fjölskyldan misst heimilið og að hún og systkini hennar hafi flakkað milli hjólhýsa og hótela. ,,Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,” segir Guðrún Dís.  Hún talar einnig um að hafa upplifað mikla skömm yfir því að hafa hvergi átt heima og það hafi verið erfitt að útskýra fyrir kennurum og öðrum hvers vegna hún kom oft of seint í skólann en Guðrún segist hafa þurft að sjá um litla bróður sinn líka, þar á meðal undirbúa hann fyrir leikskólann og fylgja honum þangað.    Guðrún segist ekki hafa orðið reið fyrr en hún lokaði á mömmu sína. Hún segir samskipti þeirra mæðgna lengi hafa verið mjög óheilbrigð og að hún hafi upplifað sig sem meiri vinkonu en dóttur mömmu sinnar. Guðrún reykti gras í fyrsta sinn með mömmu sinni. Það var á aðfangadag. Hún segir að sér hafi fundist það ,,nett” á þeim tíma en um leið hafi hún glímt við mikla vanlíðan. Guðrún segir mömmu sína glíma við mikil veikindi en hún eigi ekki og geti ekki borið ábyrgð á foreldrum sínum. Í dag segist hún glíma við mikla áfallastreituröskun og lýsir yfir miklum vonbrigðum með að starfsfólk barnaverndar skyldi ekki hafa gripið inn í miklu fyrr en það gerði.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

May 02, 202235:44
Patrekur

Patrekur

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Patrekur bjó með móður sinni og stjúpföður þegar hann reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun. Helga Sif er móðir Patreks, en hún steig fram í viðtali við Eigin Konur þann 25 Apríl og lýsti ofbeldi föðursins. Patrekur stígur nú fram í stuttu viðtali við Eigin Konur og segir sárt að ekki hafi verið hlustað á sig eða systkini hans í málinu.


Apr 26, 202201:16
Helga Sif og Gabríela Bryndís

Helga Sif og Gabríela Bryndís

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Helga sif er í forsjármáli við barnsföður og stígur fram eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóminn á Facebook og nafngreindi bæði hana og börnin. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum “Líf án ofbeldis” og hefur verið að hjálpa Helgu í málinu. Helga á elsta barnið utan hjónabands en þau eiga tvö börn saman. Elsta barnið upplifði mikið ofbeldi af hálfu föður að barnið reyndi alvarlega sjálfsvígstilraun, varð meðvitundalaust en var bjargað. Barnið lagðist inn á BUGL þar sem kemur í ljós að aðstæður heima fyrir eru hræðilegar. BUGL fylgir móður í Bjarkarhlíð þar sem hún lýsir kynferðislegu og andlegu ofbeldi þar sem hótanir og þvinganir voru notaðar til að fá hana og börnin til að hlýða. Barnavernd hvetur Helgu til að skilja við barnsföður, ellegar yrði barnið sett í fóstur. Börn Helgu hafa lýst því í viðtali við barnavernd og sálfræðing að þau séu hrædd við föður og hann hafi beitt þau ofbeldi. Dóttir Helgu tilkynnti kynferðisofbeldi af hálfu föður og segir föður hafa snert sig innanklæða í mörg skipti og um bæði efri og neðri einkastaði hafi verið að ræða. Helga skilur við barnsföður sinn og sálfræðingar koma að málinu fyrir dómi og telja föður hæfan og móður bilaða. Yngsta barnið er langveikt og má við engu álagi. Nú er búið að samþykkja að lögreglan sæki 10 ára gamalt langveikt barn með valdi, og færi í hendurnarn á barnsföður.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

Apr 25, 202254:28
Armani - Sagði sig úr Votta Jehófa

Armani - Sagði sig úr Votta Jehófa

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Armani sagði sig úr söfnuði Votta Jehóva og hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í 11 ár. Armani segir frá andlegu ofbeldi innan Votta Jehóva, harðræði, baktali og afhverju hann ákvað að hætta. Öldungarnir eru þeir sem sjá um að halda öllu í skefjum og ef þú gerir eitthvað af þér að þá ertu kallaður á fund. Eitt af reglunum voru að þú máttir ekki reykja, kyssa stelpu, fara í afmæli eða stunda íþróttir ef öldungarnir töldu það bitna á trúnni. Fjölskyldan hans setti honum skilyrði að ef hann myndi hætta að þá væri hann ekki partur af fjölskuldunni. Hann lýsir miklum einmannaleika eftir að hann sagði sig úr söfnuðinum og átti enga vini. Armani hefur stofnað stuðningshóp fyrir votta sem eru að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum og það má hafa samband við hann ef þú ert að íhuga að hætta.

Apr 21, 202210:05
Gígja, Kolla og Brynja

Gígja, Kolla og Brynja

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Gígja, Brynja og Kolla voru vistaðar á meðferðarheimilnu Laugalandi sem Ingjaldur Arnþórsson stýrði frá árinu 1997 til 2007. Þær lýsa því hvernig þær voru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi sem minnir mann helst á frægu þáttaseríuna “Handsmaid tail”. Fyrverandi skólastjóri talaði meðal annars um að þetta hafi verið valdbeiting, sem þurfti að beita til að stöðva óæskilega hegðun. Hendir maður barni niður stiga fyrir óæskilega hegðun? Það virðist vera sem fáir vilji axla ábyrgð á ofbeldinu sem átti sér stað á Laugalandi og horfast í augu við hversu hryllilegu ofbeldi þau beittu. Í lok Apríl á að skila niðurstöðum rannsóknar á því hvort börn hafi verið beitt ofbeldi á Laugalandi. Lítið er um svör og upplifa þær eins og fólki sé alveg sama: “ég upplifði eins og fólki líði eins og við höfum verið að kvarta yfir engu, skiptir þetta engu máli?” Þær ræða einnig afleiðingar sem þær glíma við í dag og hvernig biðin eftir niðurstöðum hefur verið rosalega erfið „Þetta gerði taugakerfinu mínu eitthvað, minnstu áföll valda mér mikill vanlíðan, líkamlegum verkjum þar með talið. Þetta hefur undið þannig upp á sig að ég hef glímt við mjög mikla áfallastreitu síðustu mánuði"

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/


Apr 18, 202201:14:56
Ofbeldi af hálfu foreldra

Ofbeldi af hálfu foreldra

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Hún hefur lokað á bæði mömmu sína og pabba eftir að þau beittu hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún ólst upp í Póllandi en flutti til Íslands 9 ára gömul og starfar móðir hennar sem grunnskólakennari í dag. Í dag glímir hún við vefjagigt og getur ekki lyft höndum upp fyrir haus, sem læknir hefur skráð sem afleiðing af endurteknu heimilsofbeldi. Í minningunni segir hún foreldra sína hafa lamið sig nánast á hverjum degi frá því hún man eftir sér og notað var annað hvort belti, reipi eða berar hendur. Þegar hún flytur til íslands stoppar líkamlega ofbeldið og við tekur andlegt ofbeldi. Hún ræðir þær afleiðingar sem hún glímir við í dag og hvernig kerfið sér ekki um að grípa þá einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda.

Apr 14, 202210:24
Brá Guðmunds

Brá Guðmunds

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Aðeins 19 ára gömul var Brá seld í mansal til Frakklands. Brá kynnist manni í Þýskalandi sem býður henni starf sem aupair í Frakklandi. Þegar maðurinn sækir hana á flugvöllinn að þá áttar Brá sig fljótlega á því að maðurinn var ekki franskur og var ekki með starf fyrir hana sem aupair. Hún var læst inni í marga daga þar sem gerðir voru ógeðslegir hlutir við hana og segir hún þann tíma vera í mikilli móðu. Brá er síðan seld áfram í annað húsnæði þar sem hún er misnotuð og segir að hún hafi upplifað mikla skömm á þessum tíma, enda hafi hún ekki þorað að segja foreldrum sínum frá þessu strax. Brá opnar hér á ótrúlega sögu og talar einnig um afleiðingar sem hún er að glíma við í dag.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

Apr 11, 202201:03:59
Ragnheiður

Ragnheiður

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.

Apr 05, 202202:13
Edda Arnardóttir

Edda Arnardóttir

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Edda Arnardóttir fór og sótti strákana sína með einkaflugvél til Noregs. Eftir ráðfæringar við fagfólk var það eina í stöðunni að sækja börnin. Hún lýsir erfiðum aðstæðum áður en hún ákvað að sækja börnin sín, þar sem börnin hafi ekki mátt fara til tannlæknis og að fimm ára sonur hennar hafi komið til Íslands með sýkingar í munni og miklar tannskemmdir. Hún segir samband sitt við barnsföður sinn hafa verið erfitt og beitti hann hana miklu andlegu ofbeldi. Edda ræðir aðdragandann og ákvörðunina í kringum flugvélina og hvernig henni leið á meðan ferðinni stóð. Edda leggur einnig fram kæru fyrir hönd dóttur sinnar þegar hún opinberar kynferðisofbeldi sem hún segir pabba sinn hafa beitt hana og talar Edda um að það hafi verið punkturinn yfir i-ið.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/

Apr 04, 202201:02:26
Valdakarlar sem nýta sér neyð kvenna

Valdakarlar sem nýta sér neyð kvenna

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Þessi þáttur fjallar um valdamikinn mann sem hefur verið að nýta sér neyð kvenna. Hún segir frá sínum samskiptum við manninn og hversu algengt það er að ríkir og giftir menn séu að kaupa vændi af konum með fíknisjúkdóm.

Þátturinn er í boði:

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/


Mar 30, 202201:00:02
Ólöf Tara

Ólöf Tara

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur  

Ólöf Tara er stjórnarmeðlimur í Öfgum og starfar sem þjálfari. Ólöf og stelpurnar í Öfgum hafa verið mjög áberandi í baráttunni og förum við aðeins yfir þær hótanir sem Ólöf hefur verið að fá. Við erum að sjá meira rými fyrir þolendur til þess að nafngreina og segja frá ofbeldi án þess að eiga von á meiðyrðakæru. Við förum yfir valdamisræmið þegar 30-50 ára menn eru með 16-20 ára stelpum og afhverju 30+ einstaklingur er að sækjast í 18-20 ára einstakling. Það er að verða auðveldara að tjá sig á internetinu undir fölsuðu nafni og haturorðræða, hótanir og áreiti er alltaf að aukast. Reiðir einstaklingar á netinu eyða tíma sínum í að búa til fölsuð samtöl og vinna hörðum höndum við að taka niður fólk í baráttunni. Ólöf les upp ógeðsleg komment sem menn hafa látið falla um hana í kommentakerfinu og hvernig lögreglan hefur ekki tekið málinu alvarlega. Hún segir fjölmiðla eiga stóran þátt í að leyfa hatursorðræðunni og hótunum  að grasserast í kommentakerfinu þar sem menn espa hvorn annan upp. Fjölmiðlar hafa í mörg ár málað konur í baráttunni upp sem reiðar og lagt áherslu á hversu “orðljótar” þær eru.   “Afhverju má ég ekki bara vera reið yfir því að konur eru beittar ofbeldi á hverjum degi og þeim er ekki trúað, afhverju má ég ekki vera reið yfir því að réttarkerfið er ótrúlega brotið og gallað? Afhverju má ég ekki bara vera reið yfir því að mínir gerendur hafa komist upp með að beita ofbeldi og það er talað um mig eins og ég sé klikkuð? Ég má bara vera reið yfir því.”

Mar 25, 202210:23
Edda Pétursdóttir

Edda Pétursdóttir

Patreon hlekkur: www.patreon.com/eiginkonur

Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar, Frosti Logason, myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.

Hún segir að ofbeldið hafi í raun aukist eftir að þau hættu saman. „Þá skapaðist einhverskonar umsátursástand. Hann sendi mér tölvupóst oft í viku til að byrja með þar sem hann sakaði mig um svik og fór fram á að ég kæmi heiðarlega fram við sig. Bréfunum fækkaði eftir því sem tíminn leið frá því við hættum saman en í um tæpt ár eftir sambandsslitin sendi hann hátt í 80 tölvubréf og fjölmörg sms. Í flestum eru einhverskonar hótanir og svo segir hann ógeðslega hluti um mig,“ segir Edda.

„Það þurfti heila Metoo bylgju til að ég leitaði mér aðstoðar. Hún var sparkið sem ég þurfti. Ég er ekki eins hrædd núna. Það er svo gott að finna að fólk trúir mér. Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður.
Mar 16, 202201:55:06
Andrea Nótt

Andrea Nótt

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Andrea Nótt hefur ekki talað við mömmu sína í rúm 10 ár en hún bjó á heimili móður sinnar í 17 ár. Við ræðum aðeins afleiðingar þess að verða fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi sem barn af hálfu foreldri og hvernig Andrea hefur aldrei átt rétt á sínum tilfinningum. Móðir Andreu hefur komið fram í fjölmiðlum oftar en einu sinni þar sem hún opinberar sjálf ofbeldi sem hún varð fyrir. Móðir Andreu er þolandi ofbeldis og reynir Andrea ekki að draga úr frásögn móður sinnar og gerir sér fulla grein fyrir því að móðir hennar er þolandi hrottalegs ofbeldis.  “Það sem stakk mig er þegar ég heyrði mömmu mína segja í sjónvarpinu að hún myndi aldrei beita börnin sín ofbeldi”. Andrea segir mömmu sína hafa beitt sig líkamlegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún falsaði undirskrift hennar og keypti hluti á nafni Andreu. Hún öskraði, gerði lítið úr henni og taldi henni trú um að hún væri með einhverfu. Það er ekki óskiljanlegt að fólk sem varð fyrir ofbeldi í æsku beiti ofbeldi sjálft þó það afsaki ekki ofbeldið. Andrea fék reglulega að heyra “þú hefur ekki upplifað jafn slæma hluti og ég” og  “þetta er ekkert miðað við það sem ég varð fyrir”.

Mar 10, 202211:05
Sema Erla

Sema Erla

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Sema Erla er stjórnmála og Evrópufræðingur. Hún er stofnandi Solaris sem er hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Við förum yfir hvers vegna það ætti að leggja niður útlendingastofnun og við hvernig aðstæður flóttafólk hefur búið við hér á Íslandi. Hvorki stólar né borð hafa verið í húsnæði sem útvegað hefur verið fyrir flóttafólk og sat fólk á gólfinu að borða. Bannað hefur verið að heimsækja flóttafólk og þarf fólk að vera komið heim fyrir kl 10 á kvöldið annars hefur fólk þurft að sofa úti. Afhverju býr flóttafólk við mikla félagslega einangrun? Afhverju eru börn flóttafólks sett í sér skóla? Afhverju er bannað að heimsækja þetta fólk?  Sema reyndi eitt sinn að fara með bækur, spil og páskaegg til flóttafólks sem dvaldi á vegum útlendingastofnunnar. Í kjölfarið var henni hótað kæru fyrir að brjóta lög þar sem það má ekki koma með spil til þeirra. Við ræðum einnig orð dómsmálaráðherra   þegar hann stígur fram í fjölmiðlum með mjög rasísk viðhorf og mjög rasískan hugsunarhátt. Kallað hefur verið eftir viðbrögðum frá öðrum ráðherrum en enginn hefur sýnt viðbrögð. Sema segir Orðræðuna í dag vera alveg eins og þegar gyðingar voru að sækja um vernd á Íslandi “við þurfum nú að huga að okkar fólki”. Sema fær reglulega hótanir og förum við aðeins yfir ábyrgð fjölmiðla þegar kemur að kommentakerfum. Sema reyndi að kæra mann fyrir ummæli sem hann lét um hana þar sem hann hvatti fólk til þess að drepa hana og vitnaði í ákveðið morðmál. Kæran náði ekki að fara í gegn.


Þátturinn er í boði:  

The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is

Macland - https://macland.is/



Mar 07, 202201:51:31
Elísabet Ormslev

Elísabet Ormslev

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Söngkonan Elísabet Ormslev opnaði sig um samband sitt við tónlistarmanninn Pétur Örn, betur þekktur sem Pétur Jesús. Samband þeirra byrjaði þegar hann var 38 ára og hún 15-16 ára, áður en hún útskrifaðist úr grunnskóla. Hann sagði snemma við hana að það mætti enginn komast að þessu vegna aldurs hennar því fólk myndi dæma hann og hann myndi missa vinnuna. Foreldrar hennar reyndu að senda á Pétur og hafði pabbi hennar samband við móðir Péturs sem tók ekki vel í skilaboðin og sagði Pétur vera fullorðinn einstakling sem mætti gera það sem hann vildi.  Í þessu einlæga viðtali talar Elísabet um hvaða afleiðingar þetta hefur haft á hana og líf hennar. Hún segir hann hafa haldið henni í heljargreipum og stýrt henni eins og strengjabrúðu. Elísabet var farin að fá martraðir og þegar henni var farið að dreyma hann vera að meiða barnið hennar hafi hún ákvað að skila skömminni þangað sem hún á heima: hjá Pétri.

Þátturinn er í boði:  The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is



Feb 28, 202201:28:22
Erpur

Erpur

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur

Erpur Þórólfur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands. Erpur ræðir meðal annars um nýja lagið sitt, metoo, pólitík, spillingu, Samherja og fjölmiðla. “Við búum við afleiðingar feðraveldis og strákar eru ekki rassgat að græða á því að það sé eitthvað feðraveldi”. Erpur er stofnmeðlimur í VG og hann var í alþjóðarbandalaginu. Hann talar um að VG hafi verið sinn flokkur, með flest á hreinu hvað varðar friðarbaráttuna, umhverfisbaráttuna, kynjabarátuna, verkalýðsbaráttuna og fl. “Síðan erum við bara í geðveiku VG partý maður, svo bara ranka ég við mér og þá er bara enginn í partý-inu […] og maður hringir í mannskapinn og þá eru allir bara heima hjá Bjarna Ben og það er bara verið að grilla öryrkja, það er verið að grilla mannakjöt á Flötunum og Bjarni Ben er bara að blasta Pitbull”


Feb 25, 202210:09