Skip to main content
Endalínan

Endalínan

By Podcaststöðin
Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

56.Þáttur - Alvarleg Þjóðarsál
Vertu besta útgáfan af sjálfum þér ! Endalínan er mætt beint úr WhiteFox Stofunni í alveg fordæmalausu stuði  á þessum dimmu tímum. Við vöðum í stóru málin í boltanum með léttu Þjóðarsálar þema. Þjálfararnir Finnur Freyr og Hrafn Kristjáns taka stöðuna á Covid pásunni og æfingaleysinu - þarf að skilgreina afreksstarfið betur ? Á að leyfa mönnum að æfa ? Mögulega mikilvægt fyrir mótið að ná inn jólatörn ? Eru 1.deildirnar minna afreksstarf ? Við förum yfir þessi mál með þeim en þjálfarar liða í Dominos deildum karla og kvenna sendu erindi til stjórnvalda á dögunum sem var slegið af borðinu. Þjóðarsálin fer síðan alla leið á Austfirði og tekur Lagarfljótsormurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson spjallið við okkur um risastórann sigur í máli hans gegn Körfuknattleiksdeild ÍR - RISA sigur fyrir Sigga og mjög stór dómur inní íslenskt íþróttalíf sem á klárlega eftir að hafa meiri áhrif í framtíðinni. Þetta og svo miklu meira , Kalda spurningin og klefasögur í boði Kalda Bruggsmiðju & White Fox á PodcastStöðinni.
1:28:45
November 20, 2020
55. Þáttur - We talkin´ bout practice !
Þá er Endalínan mætt aftur á þessum ótrúlega skrýtnu tímum þar sem deildirnar hérna heima eru bara í pásu og mikil óvissa um framhaldið. Við förum yfir stöðuna og mismunandi sviðsmyndir sem við sjáum fyrir okkur. Lið í útlendingabreytingum , verða deildirnar kláraðar 100% , verður bikarkeppnin canceluð ? Margt óljóst en við heyrðum frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ að það vilja allir byrja spila eins fljótt og hægt er. Við förum einnig yfir Landsliðin - búbbluna og fjörið hjá kvennaliðinu og veljum okkar 12 manna hóp fyrir karlana. Þetta allt og miklu meira körfuboltatengt á Endalínunni í boði Kalda, WhiteFox og PodcastStöðvarinnar. #Endalinan #Kaldi #WhiteFox #PodcastStodin
1:11:10
November 13, 2020
54. Þáttur - 1 á 1 Pétur Guðmundsson
Kæru hlustendur , Endalínan nýtti tækifærið í þessari Covid pásu og fékk Pétur Guðmundsson , körfuknattleiksmann 20.aldarinnar á Íslandi í spjall og létta yfirferð í gegnum ferilinn. Allt frá byrjuninni á Hlíðarenda 13 ára gamall og leiðin til LA þar sem hann var partur af Showtime liði Los Angeles Lakers með mönnum eins og Magic Johnson og Kareem Abdul Jabbar. Pétur spilaði 150 leiki í NBA deildinni með 3 mismunandi liðum og fræðumst við um hvernig var að upplifa þetta fyrir þennan 218cm Íslending en Pétur var á sínum tíma fyrsti Evrópumaðurinn sem var valinn í nýliðavali NBA.  Allt þetta og meira til á Endalínunni í boði Kalda Bruggsmiðju , WhiteFox og PodcastStöðvarinnar.  #Endalinan #WhiteFox #Kaldi #JolaKaldi
1:20:39
November 8, 2020
53. Þáttur - Höfuðborgin vs Landsbyggðin
Covid vesenið herjar á okkur öll en Endalínan lætur það ekki stoppa sig og heldur áfram að kryfja málefni líðandi stundar í íslenskum körfubolta. Stóra málið er brotthvarf Andy Johnston , þjálfara Þórs frá Akureyri en Þórsarar skýla sig á bakvið fjárhagsvanda en óánægjuraddir virðast hafa verið byrjaðar að krauma í Eyjafirðinum. Við kynnum einnig nýjan þjálfara til leiks , en Bjarki Ármann Oddsson er kominn heim og tekur við liðinu. Við förum yfir stöðuna hjá KKÍ og þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar Covid pásunnar - ásamt því að velta fyrir okkur hvort æfingabann liða á höfuðborgarsvæðinu muni skipta einhverju máli þegar deildin fer af stað aftur. Ekkert samráð , engin minnisblöð bara splunkunýr þáttur af Endalínunni beint úr White Fox Stofunni. #Kaldi #WhiteFox #PodcastStodin #Endalinan
1:14:54
October 23, 2020
52. Þáttur - Afsakið Hlé
Kæra körfuboltafjölskylda. Endalínan tekur enga covid pásu og er mætt með glænýjan þátt beint úr WhiteFoxStofunni. Við förum yfir síðasta leik 1.umferðar en Keflvíkingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar og nældu í fyrsta sigur vetrarins á móti baráttuglöðum Þórsurum.  Einnig förum við yfir mál Zvonko Buljan en Njarðvíkingar eru ekki par sáttir við aga og úrskurðarnefnd KKÍ sem dæmdi kappann í 3ja leikja bann í vikunni fyrir punggrip á leikmann KR , Roberts Stumbris. Endalínan fer yfir þetta allt saman á mannamáli ásamt því að skoða áhrif Covid-19 á nýtt tímabil og landsliðsbubbluna sem Fiba Europe kynnti í vikunni. Allt þetta og meira til á þessum síðustu og verstu , baráttan um Kalda kónginn heldur áfram og Kaldi Ljós í Dós er án vafa nýliði ársins.   #Endalinan #WhiteFox #Kaldi #PodcastStodin
1:05:25
October 11, 2020
51. Þáttur - Byrjum´etta ! ( Season2 )
Kæra körfuboltafjölskylda , veislan er hafin ! Endalínan kemur að sjálfsögðu sterk inn með umfjöllun um 1.umferðina - gerir upp leikina og veður í stóru málin beint úr WhiteFoxStofunni að vanda. Njarðvík með tak í Vesturbænum , Svægi í Höfninni , brösug byrjun í Skagafirði og  stjörnustríð í Origo.  Hvaða leikmenn stóðu undir væntingum og hverjir þurfa gera betur , þarf að vera nasty til að vinna ? ... Allt þetta og auðvitað baráttan um Kalda kónginn á PodcastStöðinni í boði Kalda og WhiteFox.  #Endalinan #WhiteFox #Kaldi
1:37:23
October 4, 2020
50. Þáttur - Endalínuspáin 1. - 6. sæti !
Þá er komið að seinni hlutanum í Endalínuspánni. Hvaða lið sjáum við fyrir okkur í TOP 6. Deildin verður alveg ótrúlega jöfn í vetur og baráttan um heimavallarrétt gæti verið á milli sömu liða og eru að berjast fyrir því að komst inní úrslitakeppnina. Við förum hérna yfir liðin sem við sjáum fyrir okkur í efri hlutanum , skoðum leikmannahópana og breytingar , veljum FOX factorinn spáum aðeins í spilin.  6. sæti - Grindavík 5. sæti - Njarðvík  4. sæti - Valur 3. sæti - Keflavík 2.sæti - Tindastóll  1.sæti - Stjarnan Deildin í ár verður alveg svakalega skemmtileg miðað við hvernig hóparnir líta út núna viku fyrir mót en ennþá á margt eftir að gerast og getur góð eða erfið byrjun skipt sköpum að lokum. Við ræðum þetta allt saman beint úr White Fox Stofunni með ískaldann Kalda við hönd. Allt þetta og meira til eins og baráttan um Kaldakónginn í boði WhiteFox og Kalda auðvitað á Podcast-Stöðinni ! 
1:36:00
September 28, 2020
49. Þáttur - Endalínuspáin 7.- 12.sæti
Kæru hlustendur , þá er hátíðin loksins að fara af stað aftur og einungis 10 dagar í fyrsta leik í Dominos Deild Karla.  Endalínan ákvað að henda í sína eigin spá og mun það skiptast niður í tvo þætti - núna byrjum við á Neðri helmingnum. Eftir mikla heimavinnu um öll liðin förum við yfir hvert lið og ræðum mannabreytingar , líkleg byrjunarlið , kosti og galla og veljum svo FOX-FACTOR hvers liðs.   12.sæti Þór Ak 11.sæti - Þór Þ 10.sæti - Höttur 9.sæti - ÍR 8.sæti - Haukar 7.sæti - KR Sleggjudómar mögulega en deildin er gríðarlega jöfn og erfitt að staðsetja lið nákvæmlega svona rétt fyrir mót þegar öll lið eru ekki orðin fullmönnuð en svona var spáin beint úr WhiteFox stofunni í boði Kalda - WhiteFox - Kjötsmiðjunnar og Nettó. #Endalinan #Kaldi #WhiteFox #Podcaststodin
1:54:09
September 21, 2020
48. Þáttur - ÁTKAST vol II. ft. Stofnendur Karfan.is
Kæra Körfuboltafjölskylda ,  ÁTKAST vol. II , gjörið svo vel ! Endalínugengið bauð frumkvöðlum í fréttamennsku um Íslenskan körfubolta og stofnendum www.Karfan.is í svakalegar Lambalundir og með´í í boði Kjötsmiðjunnar og Nettó. Eftir dýrindis kvöldverð var ferðinni heitið í WhiteFoxStofuna þar sem alvöru  körfuboltaumræður áttu sér stað á meðan ískaldur Kaldi fékk að renna niður í mannskapinn. Við förum yfir ferðalagið hjá þessum snillingum og hvernig upphafið var á Karfan.is, alla vinnuna , tækni áskoranir , mikla eftirspurn, heimsóknir til atvinnumanna og allt þar inná milli , frá því að mæta í Kennó á köldu þriðjudagskvöldi að taka viðtöl eftir leik í 2.deild karla og alla leið á EUROBASKET með Íslenska landsliðinu.  Þetta er eitthvað sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta fara framhjá sér. #Endalinan #PodcastStodin #WhiteFox #Kaldi #Kjotsmidjan #Netto 
2:21:06
September 7, 2020
47. Þáttur - Nýjir tímar !
Endalínan heldur áfram að hita upp fyrir komandi körfuboltavertíð. Í þessum þætti förum við á smá flakk , tölum um úrslitakeppni NBA og færum okkur svo yfir til Evrópu þar sem við heyrum í landsliðsmönnunum Martini Hermannssyni og Elvari Má Friðrikssyni. Félagarnir eru báðir að koma sér fyrir hjá nýjum liðum en eins og allir vita samdi Martin við stórlið Valencia á Spáni á meðan Elvar færði sig frá Svíþjóð yfir til Litháen og spilar með Siauliai.  Svo tökum við auðvitað léttan rúnt yfir það sem er að gerast hérna á Íslandi , nýjustu félagaskiptin , Covid reglurnar , áframhaldandi vesen í Vesturbæ og heyrum í Sigga Þorsteins og tökum stöðuna á hans heilsu og nýliðum Hattar. Þetta allt og meira til beint úr WhiteFox Stofunni með nýjum samstarfsaðila , KALDI Bruggsmiðja. #Endalinan #WhiteFox #Kaldi #Kjotsmidjan #Netto  #Podcaststodin
1:13:41
September 1, 2020
46. Þáttur - ÁTKAST vol I. ft. Benni Gumm
Endalínan special - Átkast vol 1. Hugmyndin af þessum þætti fæddist í Covid þar sem planið var að fá gest í alvöru grillveislu og taka spjallið um körfubolta á léttu nótunum.  Endalínan fékk Kjötsmiðjuna , Nettó og Trivento í samstarf og buðum við hinum eina sanna Benna Gumm , körfuboltaþjálfara og almennum körfubolta sérfræðing , í alvöru Black Garlic Ribeye og með´í.  Við förum bókstaflega fram og tilbaka í umræðum um allt sem viðkemur íslenskum körfubolta. Raninn , Upphafið í KR , bíttað á NBA myndum , þjálfaraspólurnar , heimsókn til Dallas  og svo miklu miklu meira í 2ja tíma frjálsu spjalli með rauðvíns ívafi.  #Endalinan #WhiteFox #Kjotsmidjan #Netto #PodcastStodin
1:53:08
August 27, 2020
45. Þáttur - Don´t call it a comeback !
Kæru hlustendur. Eftir sumarfrí er Endalínan mætt og fer yfir stöðuna hjá liðunum 12 í DominosDeild Karla. Þetta hefur verið áhugavert sumar og nokkrar RISA stórar fréttir á síðustu vikum. GEITIN mætt á Hlíðarenda - Easy way out ? , Vesturbæjarstórveldið að hruni komið ? Útlendingaveisla . fróðlegur Covid undirbúningur framundan og suðurnesjamenn elska JUSTIN SHOUSE . Við förum yfir öll liðin og ræðum um hvernig þau líta út svona í ágúst mánuði þegar margt á ennþá eftir að gerast og leikmannahópar eiga enn eftir að taka töluverðum breytingum hjá nokkrum liðum.  Allt þetta og meira til beint úr WhiteFoxStofunni í boði WhiteFox - Kjötsmiðjunnar og PodcastStöðvarinnar. #Endalinan
2:01:09
August 8, 2020
44. Þáttur - Götuslúður vol. 3 - Endalínan með allt á hreinu í SillySeason !
Endalínan fer yfir nýjustu breytingar og viðbætur við liðin í Dominos deildum karla og kvenna. Við förum yfir stöðuna í leikmannamálum ásamt því að huga að mögulegum útfærslum liðanna í framhaldinu. Spádómar rætast , Craion sagan , Austfjarðartröllið , Deildarbikarinn, Leyndarmál í Vesturbæ, Rozzell endurkoman og þjálfaraáskorun í Borgarnesi. Allt þetta og allskyns annar fróðleikur og skemmtun í 44.þætti Endalínunnar í boði BudLight - White Fox og PodcastStöðvarinnar. 
1:35:22
June 20, 2020
43. Þáttur - 1 á 1 MG10
Kæru hlustendur , Endalínan er mætt aftur með látum en nú er komið að 1 á 1 með töframanninum og stórskyttunni Magnúsi Þór Gunnarssyni , MG10 ! Maggi Gunn var á sama tíma einn elskaðasti leikmaður deildarinnar hjá sínum aðdáendum en á sama tíma einn sá óvinsælasti enda keppnismaður mikill og fjandsamlegir áhorfendur voru eitthvað sem dró fram það allra besta hjá þessum frábæra leikmanni. Maggi var ungur farinn að láta til sín taka og þekkja allir skottækni hans og 3ja stiga bomburnar sem komu úr öllum áttum. Við rennum yfir ferilinn , erfiðu töpin , sætu sigrana , titlana , Evrópukeppnirnar,  mótiveringuna , baktalið , þyngdina, félagaskiptin , föðurmissinn , stjörnustríðið og leikbönnin. Hreinskilið spjall með einum litríkasta körfuboltamanni þjóðarinnar í boði Bud Light og White Fox á PodcastStöðinni. #Endalinan #BudLight #WhiteFox
2:17:31
June 8, 2020
42. Þáttur - Götuslúður vol 2. - Viðtöl við Jón Axel og Martin Hermannsson
Endalínan er mætt aftur með eldheitt götuslúður og fer yfir það sem búið er að gerast og það sem er líklegt að gerist og lesum í stöðuna eftir því. Kvennakarfan í KR , Böddi formaður ekki með allt á hreinu ? Fer Gerald í Keflavík ? Verður íslenskt big man camp í Ólafssal ? Nóg til af peningum í Skagafirði ? Baráttan um Vatnsmýrina , KR og Valur að berjast um stóra bita ! Allt þetta og aðrar óábyrgar fabúleringar ásamt því að við tökum stöðuna á Jóni Axeli frá Davidson þar sem hann er að æfa á fullu og koma sér á framfæri við NBA lið en NBA draftið fer fram þann 25.júní nk. Að lokum ákváðum við að reyna við smá leynigest og hringdum í Martin Hermannsson sem er með liði sínu Alba Berlin í undirbúning fyrir hraðmót til þess klára þýsku Búndeslíguna. Martin , sem er klárlega einn mesti aðdáandi Endalínunnar , var á léttu nótunum og fór yfir hlutina og hvernig framhaldið blasir við þessum besta körfuboltamanni okkar Íslendinga um þessar mundir.  Endalínan í boði BudLight og WhiteFox á PodcastStöðinni ! 
1:42:27
May 30, 2020
41. Þáttur - 1 á 1 Rúnar Birgir Gíslason
Dómarinn, Eftirlitsmaðurinn, Fyrrum stjórnarmaður KKÍ og formaður dómaranefndar en umfram allt körfubolta áhugamaðurinn Rúnar Birgir Gíslason var gestur vikunnar á Endalínunni. Rúnar Birgir er Skagfirðingur sem er flestum kunnugur í körfuboltaheiminum hér á landi þó svo að hans tími sem leikmaður í körfubolta sé ekki viðamikill. Hann hefur verið viðloðinn dómgæslu frá árinu 1994 og verið í mörgum störfum innan körfuboltahreyfingarinnar síðustu 25 árin. Rúnar fer með okkur í gegnum þetta ferðalag og talar við okkur um dómgæsluna , fyrsta leikinn í flauelsbuxunum , gráu gallana, framfarirnar, ritaraborðin og hvernig það er að vera dómari og hvaða vinna liggur þar að baki. Einnig er Rúnar hafsjór af fróðleik um íslenskan körfubolta og er mikill grúskari sem á tölfræði yfir ótrúlegustu hluti sem við förum aðeins yfir , sem dæmi tölfræði um tæknivillur og U-Villur sem er virkilega áhugaverð og svo hvaða leikmaður hefur fallið oftast úr úrvalsdeild karla. Við fáum hann svo að lokum til að segja okkur frá bókinni sem hann er að vinna að ásamt félaga sínum Gunnari Frey Steinssyni, en þeir eru að kryfja sögu íslensks körfubolta og við fáum smá innsýn inní þessa vinnu. Allt þetta og meira til í frábæru spjalli beint úr WhiteFox stofunni  í boði Podcast Stöðvarinnar , BudLight og WhiteFox.
1:54:57
May 22, 2020
40. Þáttur - Götuslúður ! MJÖG viðburðaríkt SillySeason í Covid kvefinu.
Endalínan er mætt aftur í venjulegri mynd þar sem Rúnar , Gunnar og Halldór ræða saman um málefni líðandi stundar í íslenskum körfubolta. Eftir að tímabilið endaði vegna Covid-19 hefur tekið við eitt viðburðarríkasta vor í þjálfara og leikmannamálum í manna minnum. Stóru málin  , staðfestu fréttirnar og allt slúðrið beint úr White Fox stofunni þar sem öllu mögulegu er hent fram , án ábyrgðar ! Þjálfarakapallinn á fullri ferð , hnífstungur í bakið og óheiðarleg vinnubrögð.  Hvar endar Craion ? B5 í Skagafjörðinn ? Dani Rodriguez hætt ? Kiddi Páls ? Siggi Þorsteins ? Ofurdýr Pryor og Raggi Nat í tækfifærisleit! Allt þetta og meira í óábyrgum fabúleringum um SillySeasonið í boði Bud Light og White Fox á Podcaststöðinni ! I love this game !
1:47:58
May 14, 2020
39. Þáttur - Körfuboltakvöld: Kjartan Atli & Garðar Örn
Kæru hlustendur , Endalínan var á ferð og flugi í dag og skipti aðeins um stefnu. Endalínan fékk þá Kjartan Atla og Garðar Örn , til þess að ræða um sögu Körfuboltakvölds.  Öll körfuboltafjölskyldan þekkir Körfuboltakvöld og hvernig sú umfjöllun sem Stöð2 Sport hefur tileinkað körfuboltanum síðustu 5 árin hefur lyft íþróttinni upp á annað plan. Garðar fer yfir hvernig þetta allt saman byrjaði og hvernig Kjartan var fenginn inní teymið en á þeim tíma var hann , eins og aðrir sem komu að þáttunum nánast reynslulaus í gerð sjónvarpsþátta. Sagan , hugmyndirnar , sérfræðingarnir , liðsheildin , gagnrýnin , bensín brúsinn og skíða gríman. Allt þetta í geggjuðum þætti þar sem KJ og Humble G gefa hlustendum afar skemmtilega innsýn inní hugmyndafræði og gerð þáttanna sem við öll horfum á , á hverju föstudagskvöld á meðan körfuboltatímabilið er í gangi. Endalínan í boði BudLight og WhiteFox á bestu stöðinni - #PodcastStodin #BudLight #WhiteFox
1:45:47
May 7, 2020
38. Þáttur - Anna María Körfubolta Sveins
Anna María Sveinsdóttir kæru hlustendur , goðsögn í íslenskri körfuboltasögu. Anna María var á toppnum í íslenskum kvenna körfubolta í yfir 2 áratugi og að fara yfir hennar viðurkenningar þyrfti lokaritgerð í háskólanum, körfuboltakona aldarinnar er kannski nóg. Hún mætti í WhiteFox stofuna og fór yfir sitt ferðalag í gegnum tíðina svona eins og hægt er í einum þætti og ræddi um nokkur golden moments. Titlarnir , úrslitaleikirnir, Írlandsævintýri, miðjuskotin , liðsheildin og straujaða skyrtan hennar Erlu Reynis. Anna ræddi einnig við okkur um stöðu kvennakörfunnar og íslensks körfubolta og hversu mikið hefur breyst á 36-37 árum frá því hún byrjaði í meistaraflokki. Endalínan í boði PodcastStöðvarinnar , BudLight og WhiteFox. 
1:41:43
April 30, 2020
37. Þáttur - 1 á 1 Siggi Þorsteins
Kæru hlustendur , Sigurður Gunnar Þorsteinsson  aka Ísafjarðartröllið aka BigCountry mætti í WhiteFox Stofuna og fór yfir allt það helsta. Meiðslin í vetur og launavesen , réttur íþróttamanna , ferðalagið í gegnum ferilinn og svo margt margt fleira. Góðu tímana og þá slæmu, viðtal ársins með Gaupa, landsliðs vonbrigðin og ævintýralega úrslitakeppnin með ÍR 2019. Siggi er öllum körfuboltaáhugamönnum kunnugur enda búinn að vera í baráttunni ansi lengi þrátt fyrir ungan aldur en þessi ,,Blíði Risi,, er einungis 32 ára.  Gjörið svo vel ! 1 á 1 serían á Endalínunni í boði BudLight , WhiteFox og PodcastStöðvarinnar. #Endalinan #BudLight #WhiteFox #PodcastStodin
1:59:30
April 24, 2020
36. Þáttur - 1 á 1 Dominykas Milka
Liðin í Dominos deildinni eru byrjuð að safna í lið fyrir næsta tímabil og stærsti bitinn á markaðnum hlýtur að hafa verið maðurinn sem við völdum besta leikmann bæði um áramót og í lok tímabilsins, Dominykas Milka. Hann mætti og spjallaði við okkur um ferilinn allt frá uppvextinum í Litháen í gegnum skóla árin í USA og svo atvinnumannaferillinn sem er merkilegur í meira lagi. Hann segir okkur frá liðunum sem höfðu samband við hann eftir tímabilið og afhverju hann ákvað að halda tryggð við Keflavík. Geggjaður karakter og frábær leikmaður í 1 á 1 Endalínunnar. #Endalinan #UnfinishedBuisness #BudLight #WhiteFox #PodcastStodin
1:48:19
April 18, 2020
35. Þáttur - 1 á 1 Finnur Freyr Stefánsson
Núna er vorið að koma  og sá sem hefur verið hvað hrifnastur af vorinu á síðasta áratug er klárlega þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson. Finn þarf ekki að kynna fyrir körfuboltafjölskyldunni en hans ótrúlega afrek að vinna 5 titla á 5 árum með KR er  eitthvað sem erfitt verður að leika eftir. Við förum yfir ferilinn , uppvöxtinn í Vesturbænum og hvernig þessi gösslari fór úr því að vera leikmaður í að hella sér alfarið í þjálfun og hvernig hans vegferð hefur verið frá því hann kom fyrst inní mfl KR sem 21 árs aðstoðarþjálfari. Finnur fer með okkur í gegnum þetta ferðalag , skapið , áskoranirnar , leikmennina , sigrana og stóru momentin sem hafa búið til stórveldið KR undanfarin ár. Allt þetta í 1 á 1 á Endalínunni beint úr höfuðstöðvum PodcastStöðvarinnar í boði BudLight og Whitefox ! #Endalinan #BudLight #WhiteFox
2:09:50
April 11, 2020
34. Þáttur - 1 á 1 Brenton Birmingham
Endalínan er mætt og heldur áfram með 1á1 seríuna. Næsti gestur okkar er Brenton Birmingham !  Brenton ætti að vera öllum körfuboltaáhugamönnum hér á landi vel kunnugur enda spilaði hann í deildinni í 12 ár frá 1998-2010. Jón Arnór Stefánsson sagði í viðtali í vikunni að Brenton væri að hans mati besti Bandaríkjamaðurinn sem hefði spilað í deildinni hérna heima. Fullmannaðir í WhiteFox stofunnni förum við yfir ferilinn með Brenton , frá upphafsárunum í New York og hvernig ferðalagið hans endaði á Íslandi. Hann er klárlega leikmaður sem hefði getað farið á stærri vettvang í Evrópu en meiðsli settu strik í reikninginn.  Hann hefur verið valinn besti leikmaður deildarinnar 3x , 2x sem Íslendingur og einu sinni sem kani en þessi ótrúlegi leikmaður lék alls 7 sinnum í lokaúrslitum af 11 tímabilum hans í deildinni hérna heima. Kæru hlustendur , Brenton Birmingham  , gjörið þið svo vel ! #Endalinan #BudLight #WhiteFox
1:53:05
April 4, 2020
33. Þáttur - Endalínan Awards
Endalínan gerir upp þetta tímabil þó svo að það hafi endað á furðulegan hátt.  Stjórinn sjálfur , Gunnar Stefánsson sendi á okkur lista sem við förum yfir og ræðum mismunandi skoðanir. BudLight Leikmaður Ársins , WhiteFox Varamaður Ársins , PodcastStöðvar Þjálfari Ársins ásamt liði ársins , varnarmanni ársins ,  mestu vonbrigðunum , leikhléi ársins og fleira. Allt þetta beint úr WhiteFox stofunni þar sem við svörum örlítið fyrir okkar mat á endi tímabilsins sem hefur verið mikið umræðuefni innan körfuboltafjölskyldunnar og víðar síðustu daga. #Endalinan #BudLight #WhiteFox 
1:09:08
March 27, 2020
32. Þáttur - Fordæmalaust
Endalínan kemur til ykkar á þessum síðustu og verstu og hjálpar körfuboltafjölskyldunni að gera upp tímabilið og sætta sig við körfuboltalaust vor árið 2020. KKÍ tilkynnti um snubbóttann endi tímabilsinst í gær þar sem Covid-19 hefur aldeilis haft mikil áhrif á okkar samfélag eins og annars staðar í heiminum. Tímabilið búið - einungis deildarmeistarar krýndir , Fjölnir niður og Höttur upp. Ákvarðanir sem að sjálfsögðu ekki allir eru sáttir við eins og við var búist. Við nýtum tækifærið og tökum stöðuna á nokkrum aðilum , Maté þjálfara Hamarsmanna sem sjá á eftir sæti í deild þeirra bestu , Lalla Jóns þjálfara Þórs frá Akureyri sem fá að halda sínu sæti og svo heyrum við í forráðamönnum tveggja félaga , Hilmari formanni Stjörnunnar og Stjána Jó stjórnarmanni frá Keflavík. Að lokum heyrðum við í Chaz Williams , leikstjórnanda Njarðvíkur og spjölluðum við hann aðeins um hvernig þetta lítur út frá augum atvinnumannsins.  Allt þetta og meira til , almennar umræður og allskonar í boði BudLight og WhiteFox !! #Endalinan #PodcastStodin #WhiteFox #BudLight 
1:53:19
March 19, 2020
31. Þáttur - (I love This) Game Over !!
Endalínan er mætt á þessum dimmu tímum í íþróttalífinu og körfuboltaheiminum. Þátturinn litast að sjálfsögðu af ástandinu og þeim ákvörðunum sem beðið er eftir frá KKÍ varðandi framvindu mála en ljóst er að eftir þessa 21.umferð eru engir leikir í allavega 4 vikur og líklega lengur. Við byrjum þáttinn á að heyra í Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ og ræddum við hann um stöðuna sem er uppi og hvað liggur að baki þessari stöðu sem KKÍ og formenn félaganna standa frammi fyrir.  Við förum líka yfir 21.umferðina og pælum í hvaða möguleikar eru boði. Deyfð var yfir liðunum og leikmenn greinilega með hugann við annað en að vera 100% focused á körfubolta.  Endalínan fylgist vel með hlutunum og verðum við mættir aftur um leið og frekari ákvarðanir liggja fyrir. #Endalinan #BudLight #WhiteFox #ILoveThisGame
1:30:46
March 15, 2020
30. Þáttur - Vorkvöld í Reykjavík
Kæra Körfuboltafjölskylda , þá er Endalínan mætt enn einu sinni og gerir hér upp 20.umferðina eins og okkur einum er lagið. Laugardagsþáttur beint úr White Fox Stofunni. Línur eru heldur betur að skýrast þegar einungis tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vorkvöldin eru björt í Reykjavíkinni, Númeri of litlir Akureyringar , Skotheppnir Valsarar , Skrýtnir Þórlákshafnarpeyjar , og ekki jafn hröð Stjörnulest.  Allt þetta og jú meira til í boði Podcast Stöðvarinnar , BudLight og WhiteFox .  Spekin er á sínum stað og White Fox Varamaður vikunnar sett'ann beint í grímuna á Halldóri Erni.  #Endalinan #BudLight #WhiteFox #PodcastStodin 
1:38:36
March 8, 2020
29. Þáttur - Byrjum upp á nýtt
Jæja þá er komið að því sem körfuboltafjölskyldan er búin að vera bíða eftir. Úrvalsdeildin er komin af stað aftur og Endalínan er á sínum stað og gerir upp 19. umferðina. Eftir langa pásu voru liðin örlítið ryðguð og kannski ekki fallegasti körfuboltinn en baráttan var til staðar enda er allt undir á mörgum vígstöðum. Úthvíldir KR-ingar komnir í vorfíling , Áhugalausir Valsarar , Copy/Paste í Skagafirðinum og Stjörnulestin heldur áfram. Línur eru að skýrast en ennþá eru 3 umferðir eftir þar sem barist er um sæti í deildinni  og sæti inní playoffs. Geta lið valið sér andstæðinga ?  Endalínan fer ofan í málin í boði Podcast stöðvarinnar , BudLight og WhiteFox. #Endalinan #BudLight #WhiteFox
2:16:47
March 3, 2020
28. Þáttur - 1 á 1 Elvar Már Friðriksson
Kæru hlustendur , Endalínan er hér mætt í þessari löngu pásu á deildarkeppninni hérna heima með leikstjórnandanum Elvari Má Friðrikssyni í fyrstu útgáfu af 1 á 1 ! Rúnar Ingi ræðir við Elvar um ferilinn - fyrstu skrefin , reynsluna í USA  , vonbrigðin í fyrra og farsældina í Svíþjóð. Að sjálfsögðu fékk gestur þáttarins að taka BudLight speki vikunnar og svo spáir Elvar aðeins í spilin fyrir komandi úrslitakeppni hérna heima. Allt þetta að sjálfsögðu tekið upp í WhiteFox stofunni. #Endalinan #PodcastStodin #BudLight #WhiteFox
1:10:05
February 20, 2020
27. Þáttur - Þjálfaraspjall Final 4
Endalínan er í banastuði í þessari bikarviku sem framundan er. Undanúrslit karla og kvenna fara fram á miðvikudag og fimmtudag og svo úrslitaleikirnir sjálfir á Laugardag. Við rennum yfir leikina og fengum þjálfara allra liðanna karlamegin í létt spjall um leikina og við hverju má búast í Höllinni. Þökkum Fal , Danna , Arnari og Baldri kærlega fyrir spjallið og vonum að þið hlustendur njótið og mætið svo í höllina og upplifið þessa körfuboltaveislu. Upphitun fyrir körfuboltafjölskylduna í boði PodcastStöðvarinnar , BudLight og WhiteFox
1:11:12
February 10, 2020
26. Þáttur - Pavel vs. Golíat
Þá er 18.umferðin búin og Úrvalsdeild karla komin í tæplega mánaðar pásu en Endalínan fer aldrei í pásu. Endalínumenn fóru yfir málin í WhiteFoxStofunni og gerðu upp leikina og spáðu aðeins í spilin. Stórleikur í DHL , eru KR komnir í PlayoffsTitlaGírinn ? Valsarar tóku Stjörnulestina í kennslustund og kveiktu í Origo höllinni , LeGrindavík að búa til von í landrisinu  og lánlausir Fjölnismenn tapa enn einum spennuleiknum og eru fallnir. BudLight speki vikunnar er á sínum stað ásamt pælingum um rosalegan lokasprett sem framundan er í deildinni. Allt þetta fyrir Körfuboltafjölskylduna á Endalínunni. #Endalinan #WhiteFox #BudLight
2:14:14
February 8, 2020
25. Þáttur - Leikmenn eða þjálfarar ?
Endalínan er alltaf í toppformi og tæklar hraðmót eins og þessi af alvöru. Snörp umfjöllun um 17.umferðina og rýnt í helstu atriðin. Alvöru bardagaleikur í Síkinu , Ljónheppnir Njarðvíkingar í mánudags gírnum , Fjölnir bara ennþá meira fallið og Haukar farnir að líta út fyrir að vera mögulegir contenders ?   Endalínan , umfjöllun fyrir Körfuboltafjölskylduna á tandurhreinni íslensku í boði Podcast Stöðvarinnar , BudLight og WhiteFox. #Endalinan #WhiteFoxStofan #BudLight
1:13:06
February 5, 2020
24. Þáttur - KOBE
Endalínan heiðrar minningu Kobe Bryant , sem fórst í þyrluslysi sunnudaginn 26.janúar sl. með 24. þættinum ! Við ræðum um þennan einstaka mann , innan sem utan vallar en dauði hans hefur haft svakaleg áhrif á fólk útum allan heim. #Mamba #Mambacita #KOBE8 #KOBE24 #GIGI2 #RIP
30:43
February 1, 2020
23. Þáttur - Run&Gun
Nú er skammt stórra högga á milli og Endalínan gerir hér upp 16.umferðina ásamt því að skoða loksins lokaleik 11.umferðarinnar sem fór fram í byrjun vikunnar. Engin vörn og hátt stigaskor, ekkert líf í Valsmönnum , LeDay vindmillaði sig í fyrsta leik með Grindavík , Ólseigir Stjörnumenn og Tomsick skorar bara með mann í grímunni. BudLight speki vikunnar er á sínum stað tileinkuð einum besta körfuboltamanni sögunnar. Endalínan fyrir körfuboltafjölskylduna í boði BudLight , WhiteFox og PodcastStöðvarinnar ! #Endalinan #BudLight #WhiteFox
1:34:00
February 1, 2020
22. Þáttur - Að brjóta eða ekki brjóta...
Endalínan fer af krafti í öll stóru máli eftir 15.umferðina. Uppgjör toppliðanna í Blue Höllinni - dýr àkvörðun að brjóta! Valsarar spila bara vel á móti Stólunum, Kovac er mættur, KR - diesel vélin að komast í gang og Grindavík slakasta liðið í deildinni? Tveir síðustu meðlimir Brauðkaupsliðs fyrri hlutans fengu verðlaunin sín fyrir leikinn í Keflavík! Þetta og auðvitað miklu meira þegar 15. Umferðin er gerð upp í boði Podcaststöðvarinnar, BudLight og WhiteFox! #Endalinan #Podcaststodin #BudLight #Whitefox #Korfubolti
1:49:39
January 25, 2020
21. Þáttur - Stærra en körfubolti !
Í vikunni var "hinn klassíski" spilaður í ljónagryfjunni í Njarðvík, akkúrat 20 árum eftir að Örlygur Aron Sturluson féll frá og var Ölla minnst með fallegri stund og frábærum leik. Reykjavíkurliðin spiluðu innbyrðis og Stjarnan og Tindastóll mættust í Garðabæ. Þórveldin mættust á Akureyri. Risastór umferð og leikar æstust heldur betur á botninum! Mikið fjör framundan! Bud Light, Whitefox og Podcaststöðin bjóða þér upp á rúmar 90 mínútur af fjöri! #Podcaststodin #BudLight #Whitefox #Korfubolti #Endalinan
1:32:37
January 18, 2020
20. Þáttur - STOPP !!
Endalínan lagði á sig roadtrip í blindbyl til þess að geta gert upp 13.umferðina á heimavellinum , Podcaststöðinni. Þrotaframmistaða Reykjavíkurliðanna , Tindastóll annað lið í Síkinu , Njarðvík féll á prófinu og nágrannaGLÍMA í Keflavík. Þórsarar frá Akureyri með statement og framhaldið verður bara æsilegra. Allt þetta og BudLightSpeki vikunnar á sínum stað ásamt White Fox Varamanni umferðarinnar.  #Endalinan #BudLight #WhiteFox
1:38:59
January 13, 2020
19. Þáttur - Isn't it ? ISN'T IT?
Endalínan er mætt á nýju ári og gerir upp 12.umferðina. Mikið um ný andlit í deildinni og margir áhugaverðir leikir.  Pavel fann sjálfan sig í Barcelona , Fjölnir fer beint í 1.deild aftur , Pablo og föruneyti Þórsara frá Akureyri halda sér á lífi og Keflavíkur Hraðlestin á fullri ferð.  Við ræðum um alla leikina og öll stóru atriðin og spáum aðeins í spilin fyrir næstu umferð. Allt þetta og meira til í boði Podcast Stöðvarinnar , Bud Light og White Fox !!  #Endalinan #BudLight #WhiteFox
1:34:19
January 8, 2020
18. Þáttur - Nú árið er liðið...
Endalínan mætir og gerir upp fyrrihluta tímabilsins 2019-2020 með stæl! Whitefox varalið fyrrihlutans, Brauðkaups lið fyrrihlutans ásamt Brauðkaups og AIR þálfara og AIR leikmanni fyrrihlutans! Bud Light speki vikunnar í áramóta gír og margt, margt fleira í boði Podcaststöðvarinnar, Whitefox, Bud Light, Brauðkaups og AIR smáralind! Veisla sem gefur og gefur! Gleðilegt ár kæru hlustendur, takk fyrir okkur og heyrumst fersk á nýju körfubolta ári, lifið heil! #Endalinan #Podcaststodin #Korfubolti #BudLight #Whitefox #Braudkaup #AirSmaralind
1:13:26
December 30, 2019
17. Þáttur - Jólafrí
Strákarnir á Endalínunni eru sameinaðir á ný á heimavelli í Podcaststöðinni og fara saman yfir síðustu umferð fyrir jól, bæði þá leiki sem fóru fram og einnig var rætt um leikinn sem ekki fór fram. Aðeins rætt um útlendingamálin. Bud Light speki vikunnar er með jóla ívafi og nýr liður kynntur til leiks, Whitefox varamaður vikunnar. Er Stjarnan að verða óstöðvandi? Hvað kemur upp úr jólapökkunum í Njarðvík? Aukaleikarar Keflavíkur minntu á sig og er Fjölni fyrirmunað að spila vörn? Allt þetta og miklu meira í boði Podcaststöðvarinnar, Bud Light og Whitefox! #Endalinan #Podcaststodin #Korfubolti #BudLight #Whitefox
1:57:37
December 23, 2019
16. Þáttur - Hringjum inn jólin
Endalínan leitaði til fyrrum leikmanns Keflavíkur, Tindastóls og Þór Akureyri Þrastar Leó og fékk hann til að rýna í 11. umferð úrvalsdeildar karla. Vinnur Grindavík á Sauðárkróki, hvort lið séra Friðriks rífur sig í gang? Fella Þorlákshafnar Þórsarar annan suðurnesjarisa? Síðasta umferð fyrir jól svo við spáum í hvort liðin í deildinni eigi eftir að gera einhverjar breytingar þegar glugginn opnar. Allt í boði Podcaststöðvarinnar, Bud Light og Whitefox! 
1:11:29
December 17, 2019
15. Þáttur - Viltu veðja?
Stiklað á stóru eftir 10. umferð úrvalsdeildar karla. Hrafn Kristjánsson þjálfari Álftanes og fyrrverandi Íslandsmeistari með KR og bikarmeistari með bæði KR og Stjörnunni kemur til okkar og rýnir í stöðuna og gefur okkur Bud Light speki vikunnar! Nýr styrktaraðilli kynntur til leiks fyrir heilsueflingu Endalínunnar, Whitefox! Stjarnan að styrkjast, KR og Valur ekki að heilla og var eitthvað athugavert við leik ÍR og Tindastóls? Alltaf nóg að gera á Endalínunni! #Podcaststodin #Endalinan #Korfubolti #BudLight #Whitefox
1:22:59
December 15, 2019
14. Þáttur - Reykjavík er okkar ?
Endalínan hlustar á sína ríflegu þúsund hlustendur og það er komið að fyrsta upphitunarþætti fyrir umferð. Við fengum til okkar eðal gest til þess að aðstoða okkur við að spá í spilin fyrir 10.umferð Dominos deildarinnar , Jón Björn Ólafsson , einn stofnandi Karfan.is og íþróttasérfræðingur ! Hvað gera KR-ingar án stóru strákanna ? Ná Haukar að stuðla að Stjörnuhrapi í Ólafshúsi og setja Grindavík aftur yfir 20 þriggja stiga körfur ?  Allt til þess að koma sér í gírinn fyrir umferðina hér á Endalínunni  #Endalinan #BudLight
50:23
December 11, 2019
13. Þáttur - Bikarsveifla
Bikarþáttur Endalínunnar !! Endalínan var með puttann á púlsinum í stóru leikjunum í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins og tekið var upp í Ljónagryfjunni strax eftir leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Við fengum til okkar goðsagnirnar Friðrik Pétur Ragnarsson (Njarðvík) og Guðjón Skúlason(Keflavík) til að greina nágrannaslaginn og aðra leiki í þessari umferð. Þessir snillingar háðu ófár barátturnar inná vellinum og kepptu um alla titla sem í boði voru nánast í tæp 15 ár. Báðir voru þeir fyrirliðar og síðar þjálfarar liðanna og hafa unnið bikarinn samtals 12 sinnum saman , REYNSLA !! #Endalinan #BudLight
1:28:22
December 9, 2019
12. Þáttur - Brotlending
Körfuboltaaðdáendur nær og fjær. Það er mikið um að vera á Endalínunni í þetta skiptið enda afar athyglisverð umferð að baki. Þór Akureyri komnir með fyrsta sigurinn , þunglyndir Valsarar , sterkir heimasigrar og svarthvít brotlending í Garðabæ. BudLight speki vikunnar er á sínum stað ásamt öllu hinu fjörinu í þessum 12.þætti Endalínunnar. Aðdáendur þáttarins ættu svo að fylgjast vel með á Instagram og Twitter í framhaldinu en svakalegt Bikarpodcast er væntanlegt næstu helgi !  #Endalinan #BudLight
2:14:12
December 1, 2019
11. Þáttur - Kastað upp
11.þáttur af Endalínunni !!  Endalínan fer yfir allt það sem vel er gert og það sem er alls ekki nógu gott eftir leiki umferðarinnar. Kvennalandsliðið og endurráðning Craig Pedersen er einnig í umræðunni. Uppköst og Jordan eftirherma , Bosman ævintýrið og Milka MVP  og Ljónin sýndu mátt sinn gegn Íslandsmeisturunum.  Allt þetta og miklu meira á Endalínunni í boði BudLight og Podcast Stöðvarinnar. #endalinan #budlight
2:03:49
November 23, 2019
10. Þáttur - Leikur án orða
Sverrir Sverris leysir Rúnar Inga af en við fengum samt tíðindi af veðrinu í Chicago og fréttaskýringu á máli Zabasar og Ollie. Landsleikur í höllinni, stórleikir í úrvalsdeild karla. Keflavík tapar, Fjölnir í vandræðum, ÍR færist upp töfluna, slátrun í Njarðvík. Eru KR-ingar bestir?
1:59:06
November 16, 2019
9. Þáttur - Ásetningur eða ekki ?
Allt það helsta úr DominosDeild Karla þessa vikuna. Keflavík að toppa og Valsmenn floppa , Robocop í Origo, JakoFrikki og Sleggjudómar í DHL . Fáum leynigest í stúdíó-ið sem ræðir stóra málið og smá sögustund. Ekki láta ykkur missa á Endalínuna. #BudLight #Endalinan 
1:29:45
November 9, 2019
8. Þáttur - Einnar sóknar leikur
Svakaleg 5.umferð að baki. Endalínan fer yfir allar helstu sögulínurnar úr leikjum vikunnar. Engin vaktavinna í Höfninni lengur , Davíð sigraði Golíat í Hellinum og Keflavík kann að vinna körfuboltaleiki.  Að sjálfsögðu eitthvað slúður og fjör með´í að ógleymdri Bud Light speki vikunnar.  #Endalinan #BudLight
1:29:17
November 3, 2019
7. Þáttur - Teikn á lofti!
Endalínan mætt enn og aftur til að fara yfir atburði vikunnar. KR-ingar hiksta , Pavel-vélin mjatlar og aldrei skal sparka í liggjandi mann. Bud Light speki vikunnar er á sínum stað og svo miklu miklu meira. 
1:36:40
October 26, 2019
Þáttur 6 - NBA JAM Session 1
Endalínan fékk Kjartan Atla betur þekktur sem KJ til þess að koma í stúdíó-ið og fara yfir komandi tímabil í NBA deildinni sem hefst í dag, 22 okt.  LA liðin líkleg til afreka , Austur-Evrópsk sveifla í Dallas og hvernig verður Boston ? 
59:47
October 22, 2019
5. Þáttur - Góð byrjun !
Umfjöllun um atburði síðustu viku í íslenskum körfubolta. Stórleikur í Vesturbænum og 3.umferð Úrvalsdeildar Karla. Hvort ertu leikmaður eða læknir ? 
1:32:47
October 20, 2019
4. Þáttur - Áfram gakk !
Umfjöllun um 2. umferð Úrvalsdeildar Karla. KR-ingar heilla og Stólarnir mættir! Er ,,VilltaVestrið” í Grindavík og eru engin ljón í Ljónagryfjunni ?!
1:26:24
October 14, 2019
3. Þáttur - Fyrsta Play
Frumsýning Úrvalsdeildar Karla og penninn sem drap næstum Jordan.
1:35:03
October 8, 2019
2. Þáttur - Byrjum´etta
Yfirferð yfir meistara meistaranna, úrvalsdeild kvenna og spáð í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla. Fer einhver í sumarfrí í febrúar?
41:34
October 1, 2019
1. Þáttur - Lagt af stað
Fabúlerað um allar mögulegar og ómögulegar stöður fyrir úrvalsdeild karla í körfubolta og minni skrípaleik í Skagafjörð?
1:02:23
September 26, 2019