Endalínan

Endalínan

By Podcaststöðin
About
Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi
More places to listen
Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi

More places to listen

14. Þáttur - Reykjavík er okkar ?
Endalínan hlustar á sína ríflegu þúsund hlustendur og það er komið að fyrsta upphitunarþætti fyrir umferð. Við fengum til okkar eðal gest til þess að aðstoða okkur við að spá í spilin fyrir 10.umferð Dominos deildarinnar , Jón Björn Ólafsson , einn stofnandi Karfan.is og íþróttasérfræðingur ! Hvað gera KR-ingar án stóru strákanna ? Ná Haukar að stuðla að Stjörnuhrapi í Ólafshúsi og setja Grindavík aftur yfir 20 þriggja stiga körfur ?  Allt til þess að koma sér í gírinn fyrir umferðina hér á Endalínunni  #Endalinan #BudLight
50:23
December 11, 2019
13. Þáttur - Bikarsveifla
Bikarþáttur Endalínunnar !! Endalínan var með puttann á púlsinum í stóru leikjunum í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins og tekið var upp í Ljónagryfjunni strax eftir leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Við fengum til okkar goðsagnirnar Friðrik Pétur Ragnarsson (Njarðvík) og Guðjón Skúlason(Keflavík) til að greina nágrannaslaginn og aðra leiki í þessari umferð. Þessir snillingar háðu ófár barátturnar inná vellinum og kepptu um alla titla sem í boði voru nánast í tæp 15 ár. Báðir voru þeir fyrirliðar og síðar þjálfarar liðanna og hafa unnið bikarinn samtals 12 sinnum saman , REYNSLA !! #Endalinan #BudLight
1:28:22
December 9, 2019
12. Þáttur - Brotlending
Körfuboltaaðdáendur nær og fjær. Það er mikið um að vera á Endalínunni í þetta skiptið enda afar athyglisverð umferð að baki. Þór Akureyri komnir með fyrsta sigurinn , þunglyndir Valsarar , sterkir heimasigrar og svarthvít brotlending í Garðabæ. BudLight speki vikunnar er á sínum stað ásamt öllu hinu fjörinu í þessum 12.þætti Endalínunnar. Aðdáendur þáttarins ættu svo að fylgjast vel með á Instagram og Twitter í framhaldinu en svakalegt Bikarpodcast er væntanlegt næstu helgi !  #Endalinan #BudLight
2:14:12
December 1, 2019
11. Þáttur - Kastað upp
11.þáttur af Endalínunni !!  Endalínan fer yfir allt það sem vel er gert og það sem er alls ekki nógu gott eftir leiki umferðarinnar. Kvennalandsliðið og endurráðning Craig Pedersen er einnig í umræðunni. Uppköst og Jordan eftirherma , Bosman ævintýrið og Milka MVP  og Ljónin sýndu mátt sinn gegn Íslandsmeisturunum.  Allt þetta og miklu meira á Endalínunni í boði BudLight og Podcast Stöðvarinnar. #endalinan #budlight
2:03:49
November 23, 2019
10. Þáttur - Leikur án orða
Sverrir Sverris leysir Rúnar Inga af en við fengum samt tíðindi af veðrinu í Chicago og fréttaskýringu á máli Zabasar og Ollie. Landsleikur í höllinni, stórleikir í úrvalsdeild karla. Keflavík tapar, Fjölnir í vandræðum, ÍR færist upp töfluna, slátrun í Njarðvík. Eru KR-ingar bestir?
1:59:06
November 16, 2019
9. Þáttur - Ásetningur eða ekki ?
Allt það helsta úr DominosDeild Karla þessa vikuna. Keflavík að toppa og Valsmenn floppa , Robocop í Origo, JakoFrikki og Sleggjudómar í DHL . Fáum leynigest í stúdíó-ið sem ræðir stóra málið og smá sögustund. Ekki láta ykkur missa á Endalínuna. #BudLight #Endalinan 
1:29:45
November 9, 2019
8. Þáttur - Einnar sóknar leikur
Svakaleg 5.umferð að baki. Endalínan fer yfir allar helstu sögulínurnar úr leikjum vikunnar. Engin vaktavinna í Höfninni lengur , Davíð sigraði Golíat í Hellinum og Keflavík kann að vinna körfuboltaleiki.  Að sjálfsögðu eitthvað slúður og fjör með´í að ógleymdri Bud Light speki vikunnar.  #Endalinan #BudLight
1:29:17
November 3, 2019
7. Þáttur - Teikn á lofti!
Endalínan mætt enn og aftur til að fara yfir atburði vikunnar. KR-ingar hiksta , Pavel-vélin mjatlar og aldrei skal sparka í liggjandi mann. Bud Light speki vikunnar er á sínum stað og svo miklu miklu meira. 
1:36:40
October 26, 2019
Þáttur 6 - NBA JAM Session 1
Endalínan fékk Kjartan Atla betur þekktur sem KJ til þess að koma í stúdíó-ið og fara yfir komandi tímabil í NBA deildinni sem hefst í dag, 22 okt.  LA liðin líkleg til afreka , Austur-Evrópsk sveifla í Dallas og hvernig verður Boston ? 
59:47
October 22, 2019
5. Þáttur - Góð byrjun !
Umfjöllun um atburði síðustu viku í íslenskum körfubolta. Stórleikur í Vesturbænum og 3.umferð Úrvalsdeildar Karla. Hvort ertu leikmaður eða læknir ? 
1:32:47
October 20, 2019
4. Þáttur - Áfram gakk !
Umfjöllun um 2. umferð Úrvalsdeildar Karla. KR-ingar heilla og Stólarnir mættir! Er ,,VilltaVestrið” í Grindavík og eru engin ljón í Ljónagryfjunni ?!
1:26:24
October 14, 2019
3. Þáttur - Fyrsta Play
Frumsýning Úrvalsdeildar Karla og penninn sem drap næstum Jordan.
1:35:03
October 8, 2019
2. Þáttur - Byrjum´etta
Yfirferð yfir meistara meistaranna, úrvalsdeild kvenna og spáð í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla. Fer einhver í sumarfrí í febrúar?
41:34
October 1, 2019
1. Þáttur - Lagt af stað
Fabúlerað um allar mögulegar og ómögulegar stöður fyrir úrvalsdeild karla í körfubolta og minni skrípaleik í Skagafjörð?
1:02:23
September 26, 2019
Make your own podcast for free with Anchor!