Epík

Epík

By Podcaststöðin
Umfjöllun um kvikmyndir, sjónvarp og annað myndefni.
More places to listen

More places to listen

#7 Fight Club
Í þættinum ræða piltarnir um hina Goðsagnarkenndu aldamótaræmu, Fight Club...Er þetta hárbeitt ádeila á neyslusamfélagið eða innihaldslaus slagsmála splatter...Heróp gegn Hvunndeginu...eða hróp fársjúks manns á hjálp?  Kíkið inn.
1:06:38
September 6, 2019
#6 Endurgerðir
Í Epíkinni þetta skiptið ræða þeir piltar um endurgerðir, ýmis form og útfærslu á kvikmyndum sem hafa verið endurgerðar í gegnum tíðina.  Sumar vel þekktar, aðrar ekki, sumar mega gleymast, en aðrar fá nauðsynlega andlitslyftingu.  Kíkið inn!
1:15:28
August 28, 2019
#5 The Matrix
Fylkið (Matrix), Fylkið Endurhlaðið og Fylkið Byltingar er einn áhifaríkasti þríleikur sem kvikmyndasagan geymir.  Í fyrsta þætti eftir Epískt sumarfrí fjalla þeir Sæþór blápillumaður, Auðjón, Matti og Þórhallur rauðpillumenn um þennan magnaða þríleik, frá síðustu aldamótum, sem stendur vel tímans tönn.
1:25:13
August 7, 2019
#4 Game of Thrones – Lokauppgjör
Í þættinum er farið yfir lokaseríu Game of Thrones og hvernig þessari vinsælustu þáttaröð sjónvarpssögunnar lýkur. Eftirsjá, tómleiki, sátt og mat á lokunum. Helsti sérfræðingur þjóðarinnar í fræðum Elda og íss, Samúel Karl Ólason, gefur sitt álit, ásamt þeim Sæþóri og Matta. 
1:20:17
May 22, 2019
#3 Star Wars
Í þessum þætti leiða þeir Skúti Fett, dr. Auðjón Solo, Youtube Youtube Bings og Matti MÁTTUR Máttarstólpi ykkur í gegnum tíma og rúm um óræðisvíddir sólkerfisins, þar sem rætt er um ást og hatur, stríð og frið og afleitar ákvarðanir í kvikmyndagerð. Njótið.
1:46:28
May 13, 2019
#2 James Bond
Í þessum þætti fóru Dr. Auðjón Guldfinger, Jútjúp-Jón bóndi, alþjóðlegur flagari og glaumgosi og Þórhallur AKA Skúti Skaramanga yfir James Bond Kvikmyndaseríuna með skemmtilegum hætti. Ritari og upptökustjóri var Matti Moneypenny.
1:30:46
April 23, 2019
#1 Game of Thrones
Í þessum fyrsta þætti er rætt við Samúel Karl Ólason, um komandi lokaseríu á Game of Thrones.  Við förum líka ofan í kjölinn á fyrirbærinu Game of Thrones, frá ýmsum sjónarhornum og vinklum. 
1:34:01
April 7, 2019
Make your own podcast for free with Anchor!