Skip to main content
Geðslagið

Geðslagið

By Sigursteinn & Friðrik Agni - Podcaststöðin
Vinirnir Sigursteinn Másson og Friðrik Agni spjalla um geðheilsu og andleg málefni út frá ólíkum sjónarhornum. Deila eigin sögum, heyra í fólki og endurspegla málin á einlægan og hreinskilin hátt.
Listen on
Where to listen
Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Geðslagið #5 - Geðhvörfin
Geðhvörf verða gjarnan í framhaldi af svefnleysi. Sigursteinn upplifði að vera bundinn á höndum og fótum niður í rúm í ótta og oflætiskasti og talar um reynslu sína. Aðdragandinn, geðveikin, meðferðin og lærdómurinn af geðhvörfum til umfjöllunar í þessum þætti Geðslagsins. Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst! Geðslagið tekur upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.
01:14:02
October 18, 2021
Geðslagið #4 - Svefninn
Of lítill svefn er eitt mesta heilsufarsvandamál landsmanna og sem veldur margvislegum geðrænum og líkamlegum kvillum. Friðrik Agni og Sigursteinn eru að uppgötva að þeir sofa ekki nógu vel og tala hér um eigin reynslu af svefntruflunum og einfaldar viðurkenndar leiðir til að bæta svefninn. Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst! Geðslagið tekur upp í Nóa Síríus stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.
43:14
October 11, 2021
Geðslagið #3 - Skipstjórinn
Ert þú skipstjórinn á þinni lífssiglingu? Í þessum þætti ræðum við um hvernig við stýrum okkar lífi með skemmtilegri myndlíkingu um seglskútu á siglingu sinni um hafið. Í hvaða höfn ert þú að stefna, er logn, stormur eða stöðugur öldugangur, hverjir eru um borð og hvaða hlutverk hefur áhöfnin? Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst!
49:14
October 4, 2021
Geðslagið #2 - Fyrirgefningin
Hvað þarf raunverulega til þess að sleppa tökum og halda áfram veginn? Fyrirgefningin spilar þar stærsta hlutverkið og hún er margþætt fyrirbæri. Í þessum sjálfstæða framhaldsþætti af fyrsta þættinum um áföll tölum við nánar um úrvinnslu áfalla. Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst!
42:58
September 27, 2021
Geðslagið #1 - Áföll
Hvernig glímum við við áföll? Hvernig komumst við í gegnum þau sem sigurvegarar? Sigursteinn og Friðrik kryfja eigin áföll, afleiðingarnar og viðhorfið sem þurfti til þess að vinna sig í gegnum þau. Hefur þú sigrast á áfalli? Ert þú í miðju áfalli að berjast? Hvað hjálpar þér? Deildu þinni sögu með okkur. Hefjum samtalið á heilbrigðan hátt og hjálpum hvort öðru.  Viltu deila einhverju með okkur? Geðslagið er á Instagram og Facebook. Tengjumst!
01:06:24
September 20, 2021