Skip to main content
Uppbrot

Uppbrot

By Guðmundur Finnbogason

Hlaðvarp um skólamál frá ýmsum sjónarhornum. Viðtöl og samtöl um allt það sem brennur á skólafólki og það sem enginn er að tala um.
Available on
Apple Podcasts Logo
Castbox Logo
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Uppbrot 5 - Bob Henderson

UppbrotNov 06, 2019

00:00
55:07
Uppbrot 19 - Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage

Uppbrot 19 - Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage

Brynhildur og Ingimar kenndu heimspeki á unglingastigi saman. Þau þróuðu frábæra kennslu og ræða við Guðna og Guðmund um heimspeki í grunnskólum út frá fjölbreyttu sjónarhorni. Bæði praktískum áherslum en ekki síður hugmyndafræðinni að baki og hvernig heimspekin getur opnað dyr fyrir dýpri kennslu í öllum greinum.

Spennandi og áhugaverður þáttur fyrir alla kennara.

Nov 30, 202001:05:19
Uppbrot 18 - Ólafur Páll Jónsson

Uppbrot 18 - Ólafur Páll Jónsson

Ólafur Páll Jónsson er heimspekingur og prófessor við Menntavísindasvið Hí. Þar kennir hann heimspeki í ýmsum áföngum með fjölbreyttum áherslum. Í þættinum ræðum við um heimspeki í sinni víðustu mynd, um drauma skólann hans Ólafs og um það hvað skiptir máli í skólastarfinu. Skemmtilegar umræður þar sem að Guðni og Guðmundur komast bara ágætlega frá þessu. 

Hérna má finna fjölda áhugaverðra svara Ólafs á Vísindavefn HÍ: https://www.visindavefur.is/hofundur/475/olafur-pall-jonsson/# 

Oct 27, 202055:17
Uppbrot 17 Flosi Einarsson

Uppbrot 17 Flosi Einarsson

Þriðji þátturinn um leiklist í skólum. Nú er rætt við Flosa Einarsson aðstoðarskólastjóra Grundaskóla á Akranesi. Flosi er potturinn og pannan í söngleikjum skólans en þeir hafa verið settir upp síðan 2003. Ekki nóg með það þá semja Flosi og kennarar við skólann handrit og tónlist söngleikjanna. 

Þátturinn var tekinn upp í miðju covid í gegnum Teams og því eru hljóðgæðin ekki alveg nógu góð. Vonandi verður það fyrirgefið þar sem að það heyrist mjög vel í Flosa en aðeins verr í Guðna og Guðmundi (sem er þá kannski bara kostur?). 

Á heimasíðu Grundaskóla má finna bort úr söngleikjunum og tónlistina ásamt útvarpsþáttum nemenda sem að rætt er um í þáttunum. 

https://www.youtube.com/user/Grundaskoli
https://soundcloud.com/grundaskoli
https://www.grundaskoli.is/is/nemendur/utvarp-grundaskola

Njótið vel!

Oct 21, 202030:13
Uppbrot 16 - Árni Þór Hilmarsson

Uppbrot 16 - Árni Þór Hilmarsson

Árni Þór Hilmarsson hefur um árabil verið einn af kennurum Flúðaskóla sem sér um að setja upp leikrit á unglingastigi. 

Árni segir okkur frá því en Flúðaskóli fékk á dögunum Menntaverðlaun Suðurlands fyrir leiklistarverkefnið sitt. 

Mar 27, 202029:31
Uppbrot 15 - Magnús J. Magnússon
Mar 23, 202038:44
Uppbrot 14 - Dr. Mark Leather og Jakob Frímann Þorsteinsson
Feb 23, 202031:53
Uppbrot 13 - Katrín Lilja Hraunfjörð og Ingibjörg Lilja Kristjándóttir
Jan 29, 202031:18
Uppbrot 12 Elín Þóra Stefánsdóttir
Jan 26, 202034:16
Uppbrot 11 - Þorsteinn Surmeli

Uppbrot 11 - Þorsteinn Surmeli

Þorsteinn Surmeli sér um eTwinning á Íslandi og segir okkur frá því hvað það er og hvernig hægt er að nýta það í skólastarfi. 

eTwinning er spennandi möguleiki fyrir kennara í evrópsku samstarfi og einföld leið til að byrja þá vinnu. 

Frekari upplýsingar um eTwinning er að finna hér: https://www.erasmusplus.is/menntun/skolar/etwinning/ 


Finndu okkur á Facebook síðu þáttarins: https://www.facebook.com/uppbrot/ 

Jan 22, 202037:48
Uppbrot 10 - Hanna Hilmarsdóttir
Jan 20, 202034:26
Uppbrot 9 Gísli Rúnar Guðmundsson og Kristján Ómar Björnsson

Uppbrot 9 Gísli Rúnar Guðmundsson og Kristján Ómar Björnsson

Gísli Rúnar Guðmundsson og Kristján Ómar Björnsson reka Nú sem er sjálfstætt starfandi skóli í Hafnarfyrði. Skólinn er unglingaskóli með áhugaverðar áherslur á Íþróttir og öðruvísi námsfyrirkomulag.
Í þættinum er rætt um fyrkomulagið, áskoranirnar og allt hitt sem áhugavert er að vita um öðruvísi skóla.
Upplýsingar um skólann má finna hér:
http://framsynmenntun.is/

Mynd af þeim félögum má finna á Facebook síðu þáttarins:
https://www.facebook.com/uppbrot/

Dec 10, 201901:02:47
Uppbrot 8 Anna Margrét Tómasdóttir

Uppbrot 8 Anna Margrét Tómasdóttir

Anna Margrét Tómasdóttir er forstöðumaður Ungmenna og tómstundabúðanna Laugar á Laugarvatni. Hún ræðir við Guðna og Guðmund um búðirnar og það nám sem fer þar fram. Þangað koma 9. bekkingar í þúsundatali á hverjum vetri og fá að upplifa svæðið um leið og þeir læra um samskipti og hópefli.
Allar upplýsingar um búðirna má finna á https://www.umfi.is/verkefni/ungmennabudir/
Anna hefur einnig skrifað lokaverkefni um ungmennabúðir og búðir almennt sem má finna hér: https://skemman.is/bitstream/1946/28437/5/Anna%20Margr%c3%a9t%20T%c3%b3masd%c3%b3ttir.pdf

Dec 09, 201931:22
Uppbrot 7 Guðni og Guðmundur

Uppbrot 7 Guðni og Guðmundur

Guðni og Guðmundur draga saman síðustu þætti um útinám og kynna næstu seríu. 

Nov 23, 201920:29
Uppbrot 6 - Eygló Friðriksdóttir

Uppbrot 6 - Eygló Friðriksdóttir

Eygló Friðriksdóttir er skólastjóri Sæmundarskóla. Hún ræðir við Guðna og Guðmund um útinám í Sæmundarskóla en þar hefur það verið stundað frá upphafi.

Nov 19, 201935:12
Uppbrot 2 Jakob Fríman Þorsteinsson
Nov 13, 201932:42
Uppbrot 5 - Bob Henderson
Nov 06, 201955:07
Uppbrot 4 Hrafnhildur Sigurðardóttir

Uppbrot 4 Hrafnhildur Sigurðardóttir

Hrafnhildur Sigurðardóttir er kennari við Sjálandsskóla. Þar hefur hún stundað útinám síðan 2006 með góðum árangri. Hrafnhildur hefur einnig kennt á námskeiðum fyrir kennara undanfarin ár þar sem að hún hefur veitt fjölmörgum innblástur.
Oct 22, 201931:57
Uppbrot 3 Anna Gína Aagestad

Uppbrot 3 Anna Gína Aagestad

Þriðji þáttur uppbrots þar sem að rætt er við Önnu Gínu Aagestad, leikskólakennara sem hefur stýrt útinámsverkefninu Gullin í grendinni á Selfossi undanfarin ár. Anna er útikennari af lífi og sál.
Oct 17, 201930:42
Uppbrot 1

Uppbrot 1

Guðni og Guðmundur kynna hljóðvarpið og ræða saman um útinám í Bláskógaskóla Laugarvatni.
Oct 09, 201924:41