Skip to main content
Guðmundur Guðmundsson um trúmál og listir

Guðmundur Guðmundsson um trúmál og listir

By Guðmundur Guðmundsson

Þættir sem fluttir hafa verið á útvarpsstöðinni Lindinni undanfarin ár um trúmál, útskýringar á ritum Biblíunnar og leiðsögn í trúarlífi.
Currently playing episode

Aðventa, jól og áramót - 4. þáttur: Jólasöngvar á Englandi

Guðmundur Guðmundsson um trúmál og listirDec 31, 2021

00:00
39:51
Aðventa, jól og áramót - 5. þáttur. Jóla- og áramótasálmar frá ýmsum löndum

Aðventa, jól og áramót - 5. þáttur. Jóla- og áramótasálmar frá ýmsum löndum

Á aðventunni hef ég verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir voru upphaflega á útvarpsstöðinni Lindinni á aðventu, jól og ármót 2020.

5. þáttur. Jóla- og áramótasálmar frá ýmsum löndum

Tíminn er gjarnan íhugunarefnið um áramót. Í þessum þætti veltum við vöngum um efnið og hlustum á áramótasálma og förum með bænir frá Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Indlandi og Afríku í tilefni tímamótanna. Vitnað er í Bonhoeffer, Móðir Teresa og Frans frá Assisi. Valdimar Briem og Gísla í Uppsölum. Öll hafa þau eitthvað um tímann að segja.

Jan 06, 202237:12
Aðventa, jól og áramót - 3. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum

Aðventa, jól og áramót - 3. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum

Á aðventunni hef ég verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir voru upphaflega á útvarpsstöðinni Lindinni á aðventu, jól og ármót 2020.

3. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum

Hvaðan kemur Lúsíuhátíðin? Hvað með jólatréð? Þekking á táknum jólanna hjálpar okkur að meðtaka jólaboðskapinn: Ljósið, lífsins tré, bljómi, pílagrímaganga, stjarnan sem vegvísir. Sálmar sem er skoðaðir í þessum þætti eru Lúsíusöngurinn frá Svíþjóð, Jesús þú ert vort jólaljós eftir Valdimar Briem, Hin fegursta rósin er fundin eftir Brorson, Fögur er foldin eftir Ingemann, Ó, hve dýrlegt er að sjá eftir Grundtvig.

Jan 06, 202231:26
Aðventa, jól og áramót - 1. þáttur: Fallegustu jólasálmarnir

Aðventa, jól og áramót - 1. þáttur: Fallegustu jólasálmarnir

Á aðventunni hef ég verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir voru upphaflega á útvarpsstöðinni Lindinni á aðventu, jól og ármót 2020.

1. þáttur. Fegurð íslensku jólasálmanna. Hver eru fallegustu versin í jólasálmunum?

Fyrsti þátturinn er um þá jólasálma sem mér finnst fallegastir hjá okkur Íslendingum og velti fegurðinni í þeim fyrir mér. Sálmurinn Sjá himins opnast hlið eftir Björn Halldórsson í Laufási er einn af þeim, Bjart er yfir Betlhem eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka, Nóttin var sú ágæt ein eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, Hin fegursta rósin er fundin eftir Brorson í þýðingu Helgi Hálfdanarson forstöðumanns prestaskólans, Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson.

Jan 06, 202230:01
Aðventa, jól og áramót - 2. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi

Aðventa, jól og áramót - 2. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi

Á aðventunni hef ég verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir voru upphaflega á útvarpsstöðinni Lindinni á aðventu, jól og ármót 2020.

2. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi

Í 2. þætti um um aðventu og jól er fjallað um aðventu og jólasálma frá Þýskalandi. Hvaðan kemur aðventukransinn? Ég veltir fyrir mér góðum helgisiðum og heimilisguðrækni um aðventu og jól. Sálmarnir sem skoðaðir eru: Við kveikjum einu kerti á í þýðingu Lilju Kirstjánsdóttur. Hér leggur skip að landi eftir Sigurbjörn Einarsson með hliðsjón af þýskum texta. Það aldin út er sprungið í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Af himni ofan boðskap ber og Heiðra skulum við Herrann Krist sem eru eftir siðbótarmanninn þýska Martein Lúther í þýðingu Stefáns Thorarensen.

Jan 06, 202232:44
Aðventa, jól og áramót - 4. þáttur: Jólasöngvar á Englandi

Aðventa, jól og áramót - 4. þáttur: Jólasöngvar á Englandi

Jólasöngvar frá Englandi og Níu lestrarnir. Ensku jólasöngvarnir eru margskonar sumir með skemmtilegheit, jólasögunni eða djúpri trúarlegri hugsun. Spiluð eru þrjú dæmi: Litli trymbillinn, Einu sinni í ættborg Davíðs og God Rest Ye Merry Gentlemen. Þá eru fluttar þrjár þýðingar mínar eða samið með hliðsjón af þremur sálmum sem oft eru fluttir við jólasöngva: We three kings, The Hills are Bare in Bethlehem og Of the Father’s Love Begotten.

Dec 31, 202139:51
Aðventa og jól - siðir og söngvar frá ýmsum löndum

Aðventa og jól - siðir og söngvar frá ýmsum löndum

Í þáttunum er aðventu- og jólaboðskapurinn skoðaður út frá siðum, sálmum og söngvum í þeim löndum þar sem ég hef verið búsettur um lengri eða skemmri tíma eða þekki til. Síðasta þátturinn tengist áramótum. 

1. þáttur. Fegurð íslensku jólasálmanna. Hver eru fallegustu versin í jólasálmunum? 

2. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi. Hvaðan kemur aðventukransinn? Helgisiðir og heimilisguðfrækni. 

3. þáttur. Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum. Hvaðan kemur Lúsíuhátíðin? Hvað með jólatréð? Táknmál jólanna. 

4. þáttur. Jólasöngvar frá Englandi og Níu lestrarnir. Ensku jólasöngvarnir með skemmtilegheit, jólasögunni og djúpri trúarlegri hugsun.

5. þáttur. Jóla- og áramótasálmar frá ýmsum löndum. Um áramót fjalla sálmar um tímann sem liðinn er og Guð sem kemur á móts við okkur í Drottni Jesú handan við tíma og rúm.

Dec 23, 202102:51:15