Skip to main content
Hinir íslensku náttúrufræðingar

Hinir íslensku náttúrufræðingar

By Hið íslenska náttúrufræðifélag
Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í.
Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur, og Helena Westhöfer Óladóttir, umhverfisfræðingur, halda úti hlaðvarpinu fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags en eitt helsta markmið félagsins er að glæða áhuga og auka þekkingu á öllu sem viðkemur náttúru.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Currently playing episode

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur

Hinir íslensku náttúrufræðingar

Hinir íslensku náttúrufræðingar - Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur

Hinir íslensku náttúrufræðingar

1x
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Rannveig Guicharnaud, jarðvegsfræðingur
Hvað eiga jarðvegur, Evrópusambandið og þríþraut sameiginlegt? Jú, þau hafa notið krafta Rannveigar Guicharnaud, jarðvegsfræðings. Hún lætur ekki landamæri eða tungumál stöðva sig og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði jarðvegsfræði, kortlagningu og samráðs. En Rannveig er einnig margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut og hefur staðið á verðlaunapalli heima og erlendis í ófá skipti.
44:43
January 19, 2021
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur
Ólafur Ingólfsson, jarðfræðingur, hefur farið víða til að stunda rannsóknir og vísindastörf en viðfangsefni hans eru einkum á sviði jarðsögu og jöklajarðfræði á heimskautasvæðunum. Hann hefur farið í leiðangra til Suðurskautslandsins og dvalið langdvölum á Svalbarða en hann hefur einnig stundað rannsóknir í Síberíu og Kalahari eyðimörkinni. Samt ætlaði Ólafur ekki að verða náttúrufræðingur í upphafi.
58:15
January 12, 2021
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Snorri Sigurðsson, líffræðingur
Snorri Sigurðsson hefur um árabil starfað hjá Reykjavíkurborg að málefnum er snúa að náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni í borgarlandinu. Hann sinnir jöfnum höndum margvíslegri fræðslu til íbúa borgarinnar og er þátttakandi í mótun stefnu og skipulags í Reykjavík. Um þessar mundir sinnir Snorri einnig verkefni í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem snýr að nátturuminjaskrá og undirbúningi friðunar.
28:29
December 22, 2020
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur
Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur er okkar helsti sérfræðingur í sjálftamælingum og hefur komið að vöktun og rannsóknum á hérumbil öllum gosum landsins síðustu 50 árin.
59:40
December 15, 2020
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Þráinn Friðriksson, jarðefnafræðingur
Þráinn Friðriksson er jarðefnafræðingur og starfar við jarðhitarannsóknir hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Sérsvið hans hefur leitt hann víðsvegar um heiminn til kennslu, ráðgjafar og rannsókna, m.a. fyrir Þróunarsamvinnustofnun og Alþjóðabankann í Washington.
1:01:09
December 8, 2020
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur
Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir á náttúru Íslands um árabil og er mörgum að góðu kunn fyrir framlag sitt til náttúruverndar. Í hlaðvarpinu segir hún okkur frá námsferli sínum, störfum og rannsóknum á hálendi Íslands og víðar.
48:01
December 4, 2020
Hinir íslensku náttúrufræðingar - Kynning
Í hlaðvarpinu Hinir íslensku náttúrufræðingar hittum við íslenska náttúrufræðinga, kynnumst rannsóknum þeirra og störfum, heima og erlendis, ástríðu þeirra fyrir náttúru og ævintýrum sem þeir hafa ratað í.
00:50
December 3, 2020