Skip to main content
Húðkastið

Húðkastið

By Húðlæknastöðin

Húðkastið er podkastþáttur Húðlæknastöðvarinnar um allt sem viðkemur húð, frá húðvandamálum til fegrunaraðgerða og allt þar á milli. Við heitum Ragna Hlín, Jenna Huld og Arna Björk og við erum húðlæknar með brennandi áhuga á húðinni.
Available on
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Lýtaaðgerðir með Davíð Jenssyni lýtalækni

HúðkastiðMar 28, 2021

00:00
47:27
Decutan, sterka bólulyfið

Decutan, sterka bólulyfið

Fyrsti þáttur í nýrri seríu af Húðkastinu! Í fyrsta þætti er fjallað um sterka bólulyfið Decutan.

Decutan er verulega áhrifarík meðferð við þrymlabólum (acne vulgaris) en það tekur á öllum þáttum sjúkdómsins, fílapenslunum, fitumynduninni og graftarbólunum. Þetta er löng meðferð (6 mánuðir eða meira) sem getur tekið á þar sem lyfið minnkar ekki aðeins fituframleiðslu húðarinnar heldur einnig slímhúðarinnar. Er því mjög algengt að fá varaþurrk og þurrk í húðina almennt á meðan meðferð stendur. í þessum þætti förum við í gegnum allt sem viðkemur Decutan meðferð gegn þrymlabólum.

Jan 17, 202457:00
Hvernig virkar háreyðingarlaser?

Hvernig virkar háreyðingarlaser?

Háreyðing með laser er vinsælasta lasermeðferðin sem við framkvæmum á Húðlæknastöðinni enda er aukin hárvöxtur vandamál sem allmargir glíma við. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga fyrir og eftir laserháreyðingu og ekki allir sem geta farið í þessa meðferð. Í þessum húðkastsþætti förum við í gegnum allt sem viðkemur laserháreyðingu.

Nov 22, 202231:59
Hvað er laser?

Hvað er laser?

Húðlæknar vinna mikið með lasermeðferðir í daglegu starfi. Bæði er hægt að nota laser í læknisfræðilegum tilgangi, sem og til að sporna við öldrun húðarinnar. Í þessum þætti útskýrum við í einföldu máli hvað laser er, hvernig hann virkar og hvað er hægt að meðhöndla með laserum.

Nov 22, 202209:26
PCOS - Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni

PCOS - Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni

Hvað er PCOS og hvernig er það greint? Hvaða húðeinkenni geta verið til staðar í PCOS og er hægt að meðhöndla sjúkdóminn? Í þessum þætti fær Dr. Ragna Hlín til sín tvo góða gesti, Dr. Heiðdísi Valgeirsdóttur kvensjúkdómalækni og Steinunni Arnarsdóttur innkirtlalækni, og saman fara þær yfir allt sem viðkemur PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eins og það heitir á íslensku.

Jun 07, 202201:00:26
Atópískt exem (barnaexem) II - Meðferðir

Atópískt exem (barnaexem) II - Meðferðir

Hversu mikilvægt er fyrir fólk með atópískt exem að nota rakakrem daglega og hvaða meðferðir eru í boði ef sterakremin eru hætt að virka? Er hægt að lækna atópískt exem? Í þessum þætti förum við í gegnum þá meðferðarmöguleika sem eru í boði fyrir atópískt exem og hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja endurteknar versnanir á exeminu.

Mar 07, 202245:52
Atópískt exem (barnaexem) I – Orsakir og einkenni

Atópískt exem (barnaexem) I – Orsakir og einkenni

Hvers vegna er atópískt exem svona algengt og hverjar eru orsakir þess?  Tengist þessi tegund exems matarofnæmi? Breytast einkenni exemsins með aldri og eru fullorðnir líka með atópískt exem? Þessum spurningum munum við svara og mörgum fleiri í þættinum.

Feb 22, 202253:33
Keratosis pilaris - kjúklingahúð?

Keratosis pilaris - kjúklingahúð?

Ert þú með litlar bólur á handleggjum og lærum?  Viltu vita hvað þetta er & hvort sé hægt að meðhöndla þetta? Í þessum þætti skoðum við þennan mjög svo algenga kvilla sem allt að 40% fullorðna og a.m.k. 50% barna eru með og útskýrum orsakir hans.  Einnig ræðum við hvað sé hægt að gera til að halda honum í skefjum.

Feb 06, 202225:44
Blettaskoðanir og húðkrabbamein

Blettaskoðanir og húðkrabbamein

Hefur þú farið í blettaskoðun?  Ef ekki, útskýrum við hvað felst í því að fara í blettaskoðun hjá húðlækni og hvernig við eigum að fylgjast með fæðingarblettunum okkar.  Einnig ræðum við 3 algengustu tegundir húðkrabbameina, m.a. sortuæxli, og lærum að þekkja einkenni þeirra.

Jun 15, 202139:58
Af hverju þurfum við sólarvarnir?

Af hverju þurfum við sólarvarnir?

Útfjólublá geislun sólarinnar er megin orsök húðkrabbameina og 80% af öldrun húðarinnar stafar eingöngu af sólargeislun.  Sólarvarnir eru þess vegna nauðsynlegar til að verja okkur.  Í þessum þætti ræðum við hvers vegna við eigum að nota sólarvarnir, hvað ber að hafa í huga við val á sólarvörnum og hvernig við eigum að haga okkur í sólinni.

Jun 04, 202148:29
Lýtaaðgerðir og fylliefni með Hannes Sigurjónssyni lýtalækni

Lýtaaðgerðir og fylliefni með Hannes Sigurjónssyni lýtalækni

Hannes Sigurjónsson, lýtalæknir á Dea Medica, kom í Húðkastið og sagði okkur frá fitusogi, svuntuaðgerðum, Brasilian buttlift og fleiri lýtaaðgerðum sem eru framkvæmdar á Íslandi.  Eining ræðum við um fylliefni og vöntun á reglugerðum þegar kemur að hinum ýmsu fegrunaraðgerðum sem eru gerðar á Íslandi í dag.

Apr 30, 202159:05
Fylliefni

Fylliefni

Hvað eru þessi fylliefni sem allir eru að tala um?  Eru þetta alveg náttúruleg og skaðlaus efni og til hvers eru þau notuð? Eru þau bara notuð í varafyllingar? Þessum spurningum og mörgum fleirum ætlum við að svara í þætti dagsins sem fjallar um fylliefni.

Apr 20, 202101:06:32
Mýtur um bólur

Mýtur um bólur

Virkar tannkrem á bólur?, Eru unglingar bara með bólur?, Má kreista bólur?  Þessum spurningum og mörgum fleirum ætlum við að svara í Húðkastþættinum um algengar mýtur um bólur og bólumeðferðir.

Apr 09, 202134:42
Lýtaaðgerðir með Davíð Jenssyni lýtalækni

Lýtaaðgerðir með Davíð Jenssyni lýtalækni

Við fengum Davíð Jensson, lýtalækni hjá Dea Medica, til að koma og ræða við okkur um vinsælar lýtaaðgerðir sem boðið er uppá á Íslandi.  Hann fræðir okkur meðal annars um augnlokaaðgerðir, facelift, fituflutninga og margt fleira spennandi.

Mar 28, 202147:27
Húðumhirða karlmanna með Helga Ómars

Húðumhirða karlmanna með Helga Ómars

Karlmenn hafa verið tregari til að hugsa vel um húðina en konur. Af hverju, er þetta feimnismál hjá körlum og hvað getum við ráðlagt þeim sem langar að byrja?  Við fengum Helga Ómarsson samfélagsmiðlastjörnu með meiru til að ræða einmitt þetta og margt fleira.

Mar 15, 202101:05:25
Mýtur um húðumhirðu II

Mýtur um húðumhirðu II

,,Það skiptir ekki máli í hvaða röð vörur eru notaðar‘‘ & ,,allir verða að nota næturkrem“.  Í þessum þætti ætlum við ræða þessa mýtur og margar fleiri varðandi umhirðu húðarinnar.

Mar 01, 202137:44
Mýtur um húðumhirðu I

Mýtur um húðumhirðu I

,,Retinól þynna húðina‘‘ & ,,olíukennd húð þarfnast ekki raka‘‘. Í þessum þætti ætlum við að hrekja þessar og fleiri mýtur um umhirðu húðarinnar.

Feb 19, 202142:57
Bólur II

Bólur II

Við höldum áfram að ræða um bólur í þessum húðkastsþætti og ætlum meðal annars að ræða mismunandi meðferðarmöguleika og hversu mikilvægt það er að velja réttar húðvörur þegar verið er að kljást við bólur.

Dec 17, 202029:44
Bólur I

Bólur I

Bólur eða Acne Vulgaris er gríðarlega algengur sjúkdómur sem hefur mikil áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust fólks. Það er mikilvægt að vita að til eru lausnir! Í þessu Húðkasti ætlum við meðal annars að kanna orsakir og mismunandi undirtegundir þessa húðsjúkdóms.

Dec 15, 202040:17
Toxín (Bótox)

Toxín (Bótox)

Við ætlum að fjalla eina allra vinsælustu fegrunarmeðferðina í heiminum í dag, toxín!  Hvað er toxín,  hvernig er það notað og í hvaða tilgangi? Er toxín hættulegt? Þessum spurningum og mörgum fleirum ætlum við að svara í þætti dagsins.

Dec 03, 202001:03:03
Rósroði

Rósroði

Rósroði er algengur langvinnur bólgusjúkdómur í húð, sem einkennist af roða, háræðaslitum og bólum í andliti.  Í þessum þætti ræðum við tegundir, orsakir og hvaða meðferðir eru í boði fyrir fólk með rósroða.

Nov 26, 202001:06:28
Öldrun húðarinnar II

Öldrun húðarinnar II

Við höldum áfram að ræða öldrun húðarinnar og leggjum áherslu á virkar húðvörur sem geta hjálpað okkur að sporna við ótímabærri öldrun.  Skoðun m.a. retinól, andoxunarefni og ávaxtasýrur.  Svo má ekki gleyma sólarvörninni!

Nov 18, 202052:46
Öldrun húðarinnar I

Öldrun húðarinnar I

Í fyrsta þætti Húðkastsins ræðum við efni sem gætir sífellt meiri vinsælda eða öldrun húðarinnar.  Við komum inn á orsakir húðöldrunar, hvað einkennir aldraða húð og hvað við getum gert til að fyrirbyggja ótímabæra öldrun hennar.

Nov 06, 202057:34
Af hverju Húðkast?

Af hverju Húðkast?

Af hverju ákveða 3 húðlæknar að setja af stað hlaðvarp? Og ekki bara eitthvað hlaðvarp, heldur fyrsta læknahlaðvarpið á Íslandi! Ragna Hlín, Jenna Huld og Arna Björk útskýra það í kynningarþætti Húðkastsins og segja frá menntun, reynslu og störfum sínum.

Nov 06, 202016:25