Skip to main content
Hylurinn Hlaðvarp

Hylurinn Hlaðvarp

By Hylurinn Hlaðvarp

Hylurinn er hlaðvarp um fluguveiði menningu. Aðstandendur eru Sigþór Steinn Ólafsson, Birkir Mar Harðarson og Vésteinn Þrymur Ólafsson.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

#74 Lóan er komin, aftur

Hylurinn HlaðvarpMay 08, 2024

00:00
01:01:10
#74 Lóan er komin, aftur

#74 Lóan er komin, aftur

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

May 08, 202401:01:10
#73 - Veiga Grétarsdóttir og Finnur Harðarson

#73 - Veiga Grétarsdóttir og Finnur Harðarson

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Mar 16, 202401:54:41
#72 Gordon Sim

#72 Gordon Sim

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Feb 19, 202402:07:16
#71 Kau Tapen & Reykvíkingur ársins

#71 Kau Tapen & Reykvíkingur ársins

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Feb 14, 202448:13
#70 Sigurður Héðinn

#70 Sigurður Héðinn

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Jan 29, 202401:02:59
#69 Guðni Guðbergsson

#69 Guðni Guðbergsson

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Nov 25, 202301:53:21
#68 Spurt og Svarað

#68 Spurt og Svarað

Hylurinn er í boði: https://veidiflugur.is/ https://www.loopmerch.is/ https://www.au-beer.com/

Nov 15, 202301:25:05
#67 Farið yfir sumarið
Nov 08, 202301:16:17
#66 Tarquin Millington-Drake

#66 Tarquin Millington-Drake

Tarquin Millington Drake is the UK managing director for Frontiers International as well as being a very skilled angler himself. As such Tarquin has brought a lot of his clients to Iceland since 1989. In that time he has seen the industry and fishing develop, unfortunately not always in a positive direction.

We touch on what it is that makes Iceland one of the great flyfishing destination in the world, what we can do to keep it there, conservation, fishing technique and the great Alta.


Nov 01, 202301:36:46
#65 Lokaþáttur 3. þáttaraðar

#65 Lokaþáttur 3. þáttaraðar

Síðasti þáttur vetrarins mættur á veiturnar Fengum Stefán Sölvi Pétursson í spjall auk þess sem við tókum hús á Jóhannes Hinriksson og Þröstur Elliðason. Má auðvitað ekki gleyma skemmtilegri innkomu Kúbu Andra (Andri Freyr). Stút fullur þáttur í léttari kantinum til að keyra okkur út í sumarið !Framundan hjá okkur drengjunum er námskeiðahald, veiði og leiðsögn alveg til 20. október. Okkur langar að þakka ykkur hlustendum sem og þeim styrktaraðilum sem hafa gert okkur kleift að standa í þessu fyrir samfylgdina í vetur. Vonandi hafið þið það sem allra best á bakkanum í sumar og hver veit nema Hylurinn mæti aftur til leiks í haust Tight lines


Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

May 10, 202301:02:37
#64 Sigurberg Guðbrandsson

#64 Sigurberg Guðbrandsson

Þessa vikuna mætti Sigurberg Guðbrandsson til okkar í Hylinn. Sibba þekkja flestir sem veitt hafa í Laxá í Kjós en þar hefur hann dvalist lungan úr sumri síðastliðin 13 ár. En auk þess að vera þaulreyndur veiði og leiðsögumaður þá er Sibbi einn af okkar betri fluguhnýturum. Snilli Sibba í að hnýta full dressaðar laxaflugur á agnarsmár þríkrækjur hefur vakið verðskuldaða athygli sér heima sem og erlendis. Við dýfum okkur því ofan í hnýtinga fenið og fengum nokkur ráð frá okkar manni sem að ættu að hjálpa öllum í baráttunni við að gera fallegar flugur.


Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Apr 19, 202301:22:23
#63 Spjallað við silunga

#63 Spjallað við silunga

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Apr 05, 202301:33:51
#62 Lóan er komin
Mar 29, 202301:26:54
Auka þáttur- Allt um flundruna með Theresa Henke
Mar 26, 202337:56
#61 Friðrik Þór Friðriksson

#61 Friðrik Þór Friðriksson

Það rak stórlax á fjörur okkar þessa vikuna þegar að Friðrik Þór Friðriksson, kvikmynda leikstjóri, mætti í Hylinn. Friðrik er stór skemmtilegur sögumaður og hefur komið mjög víða við á löngu ferðalagi sínu um bakka vatnana. Það verður enginn svikinn af þessari sögustund með Friðrik Þór. Njótið !


Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Mar 22, 202301:20:36
#60 Ólafur Guðmundsson

#60 Ólafur Guðmundsson

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Mar 15, 202301:04:36
#59 Ragnar Hólm

#59 Ragnar Hólm

Þessa vikuna mætti Ragnar Hólm Ragnarsson, annar ritstjóra Flugufrétta, listmálari og veiðimaður til okkar í spjall. Ragnar er fyrst og fremst silungsveiðimaður og er óhætt að segja að bleikja og urriði séu megin inntök þessa þáttar. Þó fáum við líka innsýn í starf Ármanna sem fagna 50 ára afmæli um þessar mundir, goðsögnina Kolbein Grímsson, skemmtilegar veiðisögur og margt fleira.

Langar að benda hlustendum á Flugufréttir sem Ragnar og Þorsteinn G. Gunnarsson halda úti alla föstudaga, allan ársins hring. Finnið meira um það á Flugur.is

Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Mar 08, 202301:29:31
#58 Klaus Frimor

#58 Klaus Frimor

Klaus Frimor is a name that many Icelandic fishermen know, having spent whole summers in Iceland guiding anglers for over 20 years. But there is much more to the story of this Danish casting genius that is fun to learn about. Klaus has fished all over the world and has also been involved in designing fishing rods and fly lines for Loop for a long time. Today, he holds the position of chief designer there and went over with us what to keep in mind when designing a good fishing rod. It was an honor to finally get Klaus into the studio. Enjoy!

Klaus Frimor er nafn sem margir íslenskir veiðimenn þekkja enda búinn að dvelja sumarlangt á Íslandi við leiðsögn í yfir 20 ár. En það er mun fleira í sögu þessa danska kast snillings sem gaman er að fræðast um. Klaus hefur veitt út um allan heim auk þess að hafa um langt skeið komið að hönnun veiðistanga og flugulína hjá Loop. Í dag gegnir hann þar stöðu yfirhönnuðar og fór yfir það með okkur hvað þarf að hafa í huga við hönnun á góðri veiðistöng. Það var heiður að fá Tanaða Danann loksins í Hylinn. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Mar 01, 202302:02:54
#57 Gunnar Örn Petersen vol.2

#57 Gunnar Örn Petersen vol.2

Við fengum Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóra Landsambands Veiðifélaga, til að fræða okkur um og útskýra allt sem við kemur veiðifélögum, útboðum á veiðisvæðum, arðskrá, ákvarðana töku í veiðifélagi og svo margt fleira. Við búum við margt sérstakt kerfi í þessum málum miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kerfi sem hefur að stærstu leiti þjónað okkur vel þó ekki gallalaust sé. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Feb 22, 202301:04:24
#56 Bergur Heiðar Birgisson & Jón Þór Kvaran

#56 Bergur Heiðar Birgisson & Jón Þór Kvaran

Þessa vikuna fengum við til okkar veiðifélgana Berg Heiðar Birgisson og Jón Þór Kvaran. Þeir félagar hafa farið ansi víða að eltast við lax og silung en við reyndum að halda spjalli okkar meira á silunga nótunum. Veiðivötn eiga stóran sess hjá þeim félöum auk þess sem að við fikruðun okkur eftir litlun lækjum á Suðurlandi í leit að sjóbirting.

Það var gaman að spjalla við þá félaga sem að sannarlega sjá glasið hálf fullt frekar tómt í þessu sporti okkar sem alltaf er að drukkna í umræðu um hækkandi verð veiðileyfa og dræmari veiði. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Feb 15, 202301:20:02
#55 Jóhannes Guðjónsson & Matthías Stefánsson

#55 Jóhannes Guðjónsson & Matthías Stefánsson

Við fengum til okkar veiðifélagana Jóhannes og Matthías og fórum yfir sviðið. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir vakið athygli fyrir að vera öflugir veiðimenn sem og léttir og skemmtilegir karakterar. Mörg viðtöl hjá okkar hafa í gegnum tíðina hafist á sögum af berskubrekum í Kópavogslæk en þessir menn hafa tekið það upp á allt annað level ! Veiðistaðir eins of Sporthúsbreiða, Urriðafoss, Spegillinn og fleiri príða þessa litlu á í Kópavogi og gaman að heyra af ævintýrum þeirra félaga i þessari mjög svo sérstöku veiðiá.

En þeir hafa nú heldur betur komið víðar við og starfa i dag báðir sem leiðsögumenn i Ytri Rangá á sumrin. Auk þess kynntu þeir okkur Birki fyrir hinu skemmtilega fyrirbærini tempó-veiði sem þeir stunda grimmt.

Ég hafði virkilega gaman af því að spjalla við þá félaga sem eru klárlega flottir fulltrúar næstu kynslóðar stór veiðimanna.

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is -Tokyo sushi tokyo.is

Feb 08, 202355:50
#54 Örn Sigurhansson

#54 Örn Sigurhansson

Örn Sigurhansson er gestur okkar þessa vikuna. Örn hefur marga fjöruna sopið í veiðinni. Fyrir röð tilviljana þá endaði ferli sem hófst á móttöku laxa til reykingar á Hellu með bindi sem leiðsögumaður í hinni rómuðu á Spey í Skotlandi. Skemmtileg saga magnaðs veiðimanns. Okkur strákunum áskotnaðist sú gæfa að veiða með Erni í Tungufljóti í haust. Ákaflega skemmtilegur maður og það fer ekki á milli mála að hann kann vel til verka með veiðistöngina. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is

Feb 01, 202301:17:02
#53 Maros (JungleInDaTrout)

#53 Maros (JungleInDaTrout)

Maros byrjaði ungur að veiða á sínum heimahögum í Slóvakíu og endaði svo fyrir einskæra tilviljun á Íslandi. Maður áttar sig strax á því þegar maður spjallar við manninn að hérna er á ferðinni þaulvanur veiðimaður sem náð hefur mikilli færni í íþróttinni. Í dag býr Maros á Kirkjubæjarklaustri og hefur gerst víðreistur á bökkum Skaftár og raunar báðum Skaftafellssýslunum eins og þær leggja sig í leit sinni að sjóbirting. Við fengum hann til að segja okkur frá viðkynnum sínum af þessum steingráu draugum jökulvatnsins, veiðinni í Slóvakíu, keppnis veiði og mörgu fleiru. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is

Jan 25, 202301:33:39
#52 Bjarni Hafþór Helgason
Jan 11, 202301:27:17
#51

#51

Gleðilegt nýtt ár ! Við hefjum árið á að fara yfir það gamla. Görfum í tölum og veltum steinum um hin ýmsu málefni sem viðkoma veiðinni. Njótið !

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Skeljungs, Skeljungur.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is

Jan 04, 202301:08:51
#50 Ármann Kristjánsson

#50 Ármann Kristjánsson

Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Skeljungs, Skeljungur.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is

Dec 21, 202201:21:45
#49 Jóhannes Sturlaugsson
Dec 14, 202201:57:25
#48 Valgarður Ragnarsson

#48 Valgarður Ragnarsson

Þessa vikuna mætti stórveiðimaðurinn Valgarður Ragnarsson í Hylinn. Markmiðið þessu sinni ekki að fara yfir bernskubrek með veiðistöng í Skagafirði eða ræða ágæti veiða/sleppa. Fórum yfir það í Flugucastinu með Valla um árið.  Þetta skiptið fengum við að pumpa okkar mann um allt sem við kemur laxveiði. Það eru fáir sem náð hafa viðlíka færni og Valli í þeirri (oft á tíðum ærandi) íþrótt. Flugur, taumar, kasthorn, stangir, hjól, stripp við snertum á þessu öllu og miklu fleiru. Það hefur reynst undirrituðum vel síðastliðin 20 ár að hlusta vel þegar að Valli segir manni til í veiði. Vonandi gagnast það þér kæri áhorfandi/hlustandi.  Hylurinn er í boði: -Víking Classic Léttöl -Loop Merch, Loopmerch.is -Skeljungs, Skeljungur.is -Veiðiflugur, Veidiflugur.is

Dec 07, 202201:48:02
#47 Mikael Marinó Rivera
Nov 30, 202201:16:25
Tímavélin - Patreonpod3

Tímavélin - Patreonpod3

Patreon.com/hylurinn

Nov 23, 202201:15:49
#46 Ingvi Hrafn Jónsson

#46 Ingvi Hrafn Jónsson

Gestur okkar í Hylnum þessa vikuna er enginn annar en Ingvi Hrafn Jónsson, fjölmiðla og laxveiðimaður. Ingvi er skemmtilegur maður sem sannarlega kann að segja frá. Langá er rauði þráðurinn í þessu spjalli okkar við Ingva en einnig sagði hann okkur skemmtilegar sögur frá samferðamanni sínum í veiðinni, Orra Vigfússyni og tilurð North Atlantic Salmon Fund. Njótið

Nov 16, 202201:43:01
#45 Jón Kristjánsson

#45 Jón Kristjánsson

Jón Kristjánsson, fiskifræðingur er gestur okkar í fyrsta þætti Hylsins þennan veturinn. Jón hefur sterkar skoðanir á flestu sem við kemur íslenskum ferskvatns fiskum og ekki smeikur við að viðra þær. Er veiða og sleppa að leiða laxastofninn til glötunar ?  Við Jón erum kannski ekki sammála um allt en það er gott og gaman að ræða málin á málefnalegum nótum. Njótið !

Nov 09, 202202:25:12
#44 Jón Þór Júlíusson

#44 Jón Þór Júlíusson

Síðasti þáttur vetrarins er ekki af verri gerðinni, Jón Þór Júlíusson, kenndur við Hreggnasa, mætti í Hylinn. Jón hefur frá unglingsaldri komið að leigu ársvæða og sölu veiðileyfa. Það var gaman að fræðast um hans ársvæði sem og að hann deildi sýn sinni á veiðileyfa markaðinn. Takk kærlega fyrir að koma Jón. Njótið ! Okkur strákunum í Hylnum langar að þakka fyrir samferðina í vetur. Ballið heldur svo áfram í haust. Bendi á að líf verður í Patreon síðunni okkar í allt sumar. Fullt af spennandi efni að skríða þangað inn á næstu vikum.

Apr 14, 202201:33:51
#43 Mikael Frödin

#43 Mikael Frödin

Þessa vikuna mætti Mikael Frödin í Hylinn. Mikael er einhver þekktasti laxveiðimaður og fluguhnýtari í heiminum og var það sannur heiður að spjalla við manninn. Það má með sanni segja að hann sé búinn að pæla í öllum smáatriðum sem tengjast laxveiði og hnýtingum á þeim 6.000+ dögum sem hann hefur eytt við laxveiðar. Við ausum úr hans botnlausa viskubrunni og tel ég mig geta fullyrt að allir veiðimenn ættu að geta lært eitthvað af kappanum.
Takk kærlega fyrir spjallið Mikael Frödin. Njótið !
Apr 07, 202201:28:56
#42 Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags Suðurnesja

#42 Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags Suðurnesja

Það vakti athygli á dögunum að tilkynnt var um nýtt fluguveiðifélag á Suðurnesjum. Okkur fannst við hæfi að hóa í Styrmi Gauta, formann félagsins, og forvitnast um tilurð þessa nýja félags sem hefur fengið frábærar viðtökur. Greinilegt að tími er til kominn á ferskt blóð í félagsstarf veiðimanna á Suðurnesjum. SVFK er fyrir löngu orðið að hugmyndafræðilegu eylandi í veiðiheiminum á Íslandi og fögnum við þessari kærkomnu viðbót. Við fórum þó mun víðar og fengum að kynnast Styrmi sem veiðimanni auk þess sem að hann sagði okkur ítarlega frá silungsveiði í Soginu sem hann stundar grimmt. Til hamingju með nýja félagið Suðurnesjamenn. Njótið !

Mar 31, 202201:09:26
#41 Ingólfur Ásgeirsson

#41 Ingólfur Ásgeirsson

Þessa vikuna mætti Ingólfur Ásgeirsson í Hylinn. Ingólf þekkja flestir veiðimenn í dag sem Ingó í Störum en það er einn af stóru aðilunum á markaði með laxveiðileyfi. Okkar maður er fimmta kynslóð veiðimanna í beinan karllegg og átti raun aldrei annara kostar völ en að verða veiðimaður. Ingó hefur komið gríðarlega víða við á sínu ferðalagi um veiðilendurnar og dugði ekkert minna en tveggja klukkustundar spjall til að stikla á stóru. Njótið !

Mar 24, 202201:46:45
#40 Jóhannes Hinriksson
Mar 17, 202201:19:11
#39 Glenda Powell

#39 Glenda Powell

--English below--
Glenda Powell er mögnuð kona ! Hún vex úr grasi í Norður Írlandi á tíma “The Troubles” og hennar leið að frama í heimi fluguveiðinnar var grítt. Ung kona með engin sambönd í þessu mikla kunningja samfélagi sem veiðibransinn er kannski ekki eitthvað sem allir voru til í að veðja á. En með þrautseigju og þrjósku náði hún á toppinn í sínu fagi. Ég (Sigþór) kynntist Glendu fyrir algjöra tilviljun þegar hún kom hingað til lands að veiða og endaði með mig sem leiðsögumann sumarið 2015. Tókst með okkur góð vinátta og vorið 2017 ferðaðist ég til Írlands ásamt Hilmari Jónssyni, kast kennara, til að kenna á námskeiði á hennar vegum í “íslenskum” laxveiði aðferðum. Í þessari ferð varð mér ljóst hversu magnaður kennari Glenda er og fær kastari. Tók af henni loforð að einn daginn kæmi hún til Íslands og lagaði okkur til í tvíhendu köstunum. Nú er sá dagur að renna upp og Glenda á leiðinni til Íslands í júní til að gera námkvæmlega það.  Það var sannur heiður spjalla við þessa orku miklu konu og fyrirmynd. Njótið !  Þeir sem vilja meiri upplýsingar um námskeiðin eða einfaldlega taka frá pláss hafið samband á sigthorstol@gmail.com
Glenda Powell is truly a force of nature ! Growing up in Northern Ireland during The Troubles her path to a career in fly fishing was a rocky one. A young woman, with no connections in the industry, was not something everyone was ready to wager on. But through hard work and dedication she has managed to climb her way to the highest level of her chosen profession. Her story is both funny and inspirational. I enjoyed talking to Glenda and hope you can take some pleasure in our chat as well. Tight lines !

Mar 10, 202258:41
#38 Christer Sjöberg

#38 Christer Sjöberg

When it comes to modern fly fishing there are few that have had more of an impact than Christer Sjöberg. Not only through founding Loop tackle but also from travelling the world looking for new and exciting places to introduce to the clients of Solid Adventures.  Christers story is an amazing one and I was lucky enough to sit down with him for a short talk about his life in fly fishing. In an hour long interview we only managed to scratch the surface so I hope I get the chance to talk to Christer again soon and do a deep dive in to his story.  I did not know Christer personally before meeting him in his lovely Las Buitreras lodge in southern Patagonia so I did not know what to expect from this titan of the fly fishing industry. I has very happy to find a deeply passionate angler that even with all his years of fishing still burns for the thrill of his next adventure. Enjoy !

Mar 03, 202201:04:49
#37 Sveinn "Denni" Björnsson & Stefán Hrafnsson

#37 Sveinn "Denni" Björnsson & Stefán Hrafnsson

Í september á síðasta ári lögðum við Hylsliðar land undir fót og fylgdum Denna og Stefán eftir við haust verkin í Selá. Veitt var í klak auk þess sem við fengum að kynnast störfum þeirra fyrir Six River project. Við förum yfir þetta allt saman í þætti vikunnar. Þeir fóstbræður eru báðir virkilega færir veiðimenn og eru nú hálfgerðir laxa bændur þar sem þeir vakta fiskana á svæðum verkefnisins allan ársins hring.  Svipmyndir af bakkanum, löxunum og klakveiðinni munu á næstunni detta inná Patreon aðgang Hylsins. Njótið !

Feb 24, 202201:17:20
#36 Þorsteinn Guðmundsson

#36 Þorsteinn Guðmundsson

Að þessu sinni tókum við hús á Þorsteini Guðmundssyni veiðistjóra á Deplum í Fljótum. Hús er orð sem að illa nær að lýsa aðstöðunni að Deplum og var gaman að labba þar um með Þorstein. Settumst að lokum niður og fórum yfir hans starf við Depla, sögu hans sem veiðimanns og margt fleira. Steini “Rock” er einstaklega skemmtilegur og þægilegur náungi og nutum við þess í botn að spjalla við hann. Takk fyrir að taka á móti okkur. Njótið !

Feb 17, 202201:35:12
#35 Bjarni & Guðmundur

#35 Bjarni & Guðmundur

Feðgarnir Bjarni Höskuldsson og Guðmundur Helgi eru viðmælendur Hylsins þessa vikuna. Þeir sem að þekkja til þeirra feðga geta ímyndað sér hvað var rætt. Laxá í Þyngeyjarsýslu rennur um æðar þessara manna og með örfáum undantekningum eina áin sem þeir veiða. Köfum í Hyljum Laxár og kynnumst silungnum í Laxárdal betur. Bjarni fræðir okkur þó einnig um söguna af lengsta laxastiga Evrópu og áformum manna að gera Laxárdal og Mývatnssveit að laxveiði svæði. Svo ferðumst við um sveitir Englands með Gumma og hann segir okkur frá reynslu sinni af urriða veiði þar. Njótið !!

Feb 10, 202201:46:04
#34 Snævarr Örn Georgsson

#34 Snævarr Örn Georgsson

Það kannast flestir veiðimenn við Snævarr Örn Georgsson. Ef ekki í eigin persónu þá af samfélagsmiðlum þar sem hann kemur yfirleitt með skélegg og málefnaleg svör inní það svarthol neikvæðni og sleggjudóma sem umræður af því tagi vilja oft verða. Snævarr er í grunninn mikill náttúru spekúlant og verkfræðingur og hefur náð að tengja það tvennt í starfi sínu. Við fórum yfir gerð smærri rafstöðva í veiðiám og áhrif þeirra á lífríkið, merkingar verkefni hans á urriða í lítil á sem rennur í gegnum landareign fjölskyldu hans, Jöklu og auðvitað miklu fleira. Ljóst að okkar maður er mikill pælari og naut ég þess að ausa aðeins úr hans viskubrunni. Vonandi gerið þið slíkt hið sama.

Feb 03, 202201:56:12
#33 Helgi Jóhannesson

#33 Helgi Jóhannesson

Þessa vikuna fengum við engan annan en Helga Jóhannesson “Villimann” í Hylinn. Helgi er einn af þessum mönnum sem búa yfir æðra óskilgreindu skilningarviti þegar kemur að veiði. Hvort sem á stöng eða byssu. Við höfum lengi gengið á eftir því að fá Helga í viðtal og er hægt að segja að hann stóð undir væntingum. Njótið !

Jan 27, 202201:31:26
#32 Freyr Frostason

#32 Freyr Frostason

Gestur okkar í Hylnum þessa vikuna er Freyr Frostason. Freyr starfar sem arkitekt en er, eins og allir okkar gestir, fyrst og fremst fluguveiðimaður.  Okkar maður veiðir mikið og alla fiska sem að finnast í Íslenskum ám og þó víðar væri leitað, sá silfraði alltaf í uppáhaldi samt. Komum inná margt og kynnir Freyr okkur fyrir hinni lítt þekktu flugu Johnny Walker sem er í sérstöku uppáhaldi. Njótið !

Jan 20, 202254:14
#31 Eggert Skúlason

#31 Eggert Skúlason

Í þætti vikunnar ræddum við um heima og geima við Eggert Skúlason, veiðiskríbent á Morgunblaðinu. Ekki einhver einn rauður þráður í spjalli okkar heldur létum við kylfu ráða kasti og fórum ofaní þær holur sem umræðan leiddi okkur í. Mikið hlegið og alltaf gaman að spjalla við Eggert. Njótið !

Jan 14, 202201:18:21
#30 Inga Lind Karlsdóttir

#30 Inga Lind Karlsdóttir

Gestur Hylsins í þessari viku er ástríðu veiðikonan Inga Lind Karlsdóttir. Ingu Lind þekkja flestir úr fjölmiðlun en færri sem kannski vita að hún hefur frá blautu barnsbeini verið með veiðidellu. Við fórum yfir veiðiferilinn, eftirminnilega fiska og fleira skemmtilegt með smá millilendingu í laxeldismálunum en þar hefur okkar kona látið til sín taka. Við þökkum Ingu Lind kærlega fyrir komuna í Hylinn og að deila með okkur sinni veiðisögu. Njótið !

Dec 30, 202101:00:39
#29 Karl Lúðvíksson

#29 Karl Lúðvíksson

Karl Lúðvíksson, fjölmiðlamaður og fasteignasali, mætti í Hylinn í þessari viku. Kalla þekkja flestir veiðimenn sem umsjónarmann Veiðivísis á Vísir.is sem og auðvitað fyrir þættina sína Veitt með Vinum. Undanfarin ár hefur Kalli varið stórum hluta úr sumri á bökkum Langár sem staðarhaldari og leiðsögumaður. Við fórum um víðan völl þó að Langá sé rauði þráðurinn í okkar spjalli enda stendur hún þessum síunga FM hnakka nærri. Njótið !
Dec 16, 202101:04:29
#28 Guðni og Leifur Kolbeinssynir

#28 Guðni og Leifur Kolbeinssynir

10. desember, næstkomandi er liðin öld frá fæðingu Kolbeins Grímssonar. Kolbeinn er einn af guðfeðrum fluguveiðinnar á Íslandi. Í tilefni af þessum tímamótum ræddum við við þá bræður Leif og Guðna um föður sinn sem og eigin veiðiáhuga, sem er gríðarlegur. Kolbeinn ber ábyrgð á mörgum veiðimanninum hvort sem er með kennslu á fluguköstum, hnýtingum eða sölu á veiðibúnaði í versluninni Ármót. Flugurnar Rektor, Hólmfríði og Peacock þekkir allt Íslenskt veiðifólk og verða um ókomna tíð hans minnisvarði í sameiginlegri meðvitund okkar.

Dec 09, 202101:02:50
#27 Benóný Jónsson vol.2

#27 Benóný Jónsson vol.2

Benóný Jónsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun mætti í Hylinn í þessari viku. Hafsjór þekkingar á ferskvatns fiskunum sem kalla Ísland heimili sitt sem og þeim sem hér eru að setjast að. Benóný málar upp nokkuð dökkar myndir í spjallinu af laxeldismálum, hnúðlaxinum, lífríki Grenlæks og framtíð Íslenska laxastofnsins. Það er skilda okkar veiðimanna að þekkja vel þá þætti sem að hafa áhrif á fiskana sem eru okkur endalaus uppspretta gleði og góðra stunda. Þökkum Benóný kærlega fyrir að ausa yfir okkur úr sínum visku brunni á sinn skelegga hátt. Njótið !
Dec 02, 202101:17:35