Skip to main content
Leikhúsið

Leikhúsið

By Hlaðvarp Fréttablaðsins

Leikhúsið er vikulegur hlaðvarpsþáttur sem fjallar um allar leiksýningar vetrarins 2019/2020. Þáttastjórnendurnir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer lítið í leikhús á meðan Magnús er sviðslistanemi og starfar sem tæknimaður í leikhúsi.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Hans Klaufi

LeikhúsiðMar 05, 2020

00:00
34:46
Hans Klaufi

Hans Klaufi

Kjartan fór með systur sinni á Hans Klaufa sem sýnt er í Tjarnarbíó og gerði heiðarlega tilraun til að útskýra hana fyrir Magnúsi.

Þátturinn er framleiddur fyrir Hlaðvarp Fréttablaðsins.

Mar 05, 202034:46
Er ég mamma mín?

Er ég mamma mín?

Er ég mamma mín? Er Kjartan pabbi minn? Er Magnús sonur minn? Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í þætti vikunnar.

Þátturinn er framleiddur fyrir Hlaðvarp Fréttablaðsins.

Feb 27, 202043:59
Helgi Þór rofnar

Helgi Þór rofnar

Annað en Magnús sá Kjartan EKKI Helga Þór rofnar á Nýja sviði Borgarleikhússins. Í þættinum gerir Magnús heiðarlega tilraun til að útskýra sýninguna á meðan Kjartan er að drepast í maganum.

Þáttur vikunnar er í boði The Mistress og er framleiddur fyrir hlaðavarp Fréttablaðsins.

Feb 13, 202042:40
Vanja frændi

Vanja frændi

Kjartan og Magnús sáu Vanja frænda sem sýnt er á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þeir fjalla um pissuvandamál í leikhúsi, hvort að titilpersóna verksins heiti Vanja í raun og veru og hvort þetta 100 ára gamla leikrit eigi erindi við samfélagið í dag.

Feb 06, 202042:10
Engillinn

Engillinn

Í þætti vikunnar tala Kjartan og Magnús um Engilinn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.

Leikhúsið er framleitt fyrir hlaðvarp Fréttablaðsins.

Jan 29, 202039:53
Meistarinn og Margaríta

Meistarinn og Margaríta

Í þætti vikunnar ræða Kjartan og Magnús Meistarann og Margarítu sem er sýnd á Stóra Sviði Þjóðleikhússins.

Jan 23, 202042:56
Um tímann og vatnið

Um tímann og vatnið

Kjartan og Magnús fengu góðan gest með sér í þátt vikunnar, Melkorku Gunborg, til að tala um fyrirlestur Andra Snæs Um tímann og vatnið í Borgarleikhúsinu.

Þátturinn er í boði Fylgifiska og Burro.

Dec 12, 201948:12
Skjáskot

Skjáskot

Kjartan og Magnús fóru á fyrirlestur Berg Ebba um Skjáskot á Nýja Sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þeir ræddu áhrif tækniframfara síðustu ára á líf okkar, framkomu Magnúsar í Söngvakeppni Sjónvarpsins um árið og af hverju öll leikrit væru ekki bara fyrirlestrar.


Þáttur vikunnar er í boði fornbókabúðarinnar Bókin og veitingastaðarins Burro.

Dec 05, 201949:12
Eitur

Eitur

Kjartan og Magnús sáu Eitur í Borgarleikhúsinu og ræddu úrelt kynjahlutverk, hvað vatnið hjá 101 væri vont og hvað það sé gaman að fá loksins að sjá Hilmi Snæ.

Nov 28, 201942:05
Atómstöðin - endurlit

Atómstöðin - endurlit

Kjartan og Magnús fóru á Atómstöðina í Þjóðleikhúsinu og ræddu meðal annars undarlegt atvik sem átti sér stað á meðan á frumsýningunni stóð, fæðingu kapítalismans á Íslandi og klisjuna um sveitastelpuna sem flytur í borgina. 

Þáttur vikunnar er í boði Burro.

Nov 21, 201950:19
Mamma Klikk

Mamma Klikk

Magnús og Kjartan fóru á Mamma Klikk í Gaflaraleikhúsinu og ræddu minningar um Gunna og Felix, að leggja upp á gangstétt og fordóma gagnvart fólki í hjólastól ásamt því að kynna nýjan dagskrálið til sögunnar: Kvörtunarhorn!

Nov 14, 201943:32
Stórskáldið

Stórskáldið

Kjartan og Magnús fóru á og ræddu um Stórskáldið á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu.

Nov 07, 201942:55
Rocky!

Rocky!

Í þætti vikunnar fóru Kjartan og Magnús á líklega umdeildustu sýningu leikársins, Rocky! í Tjarnarbíó. Þeir ræddu meðal annars um dauð dýr á sviði og hvernig tæknimaður gæti klúðrað heilli sýningu.

Oct 31, 201942:50
Shakespeare verður ástfanginn

Shakespeare verður ástfanginn

Í þetta skipti sáu Kjartan og Magnús Shakespeare verður ástfangin á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og ræddu tilfinningar sem þeir höfðu aldrei upplifað áður, að hafa hund á sviði og hvenær Oliver Twist á að hafa gerst.
Þáttur vikunnar er í boði Mamma veit best og Burro.

Oct 24, 201941:27
Sex í sveit

Sex í sveit

Kjartan og Magnús munu fara á allar sýningar leik­árs­ins 2019/2020 og spjalla um þær í viku­legum þátt­um. Þeir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer lítið í leik­hús á meðan Magnús er sviðs­lista­nemi og starfar sem tækni­maður í leik­húsi.  Í þess­ari viku fóru þeir á Sex í sveit í Borgarleikhúsinu.

Oct 17, 201950:35
Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Kjartan og Magnús fóru á Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) í Þjóðleikhúsinu og ræddu hvað Kjartan á erfitt með að mæta á réttum tíma í leikhús, hvað lokabreytingar rétt fyrir frumsýningu geta gert gott og hvar munurinn liggur á forsýningum í bíó og leikhúsi.

Oct 10, 201941:21
HÚH! Best í heimi

HÚH! Best í heimi

Kjartan og Magnús fóru á frumsýningu HÚH! Best í heimi í Borgarleikhúsinu og ræddu hvort það væri óviðeigandi að setja á sig headphone í miðri sýningu, hvað devised sýningar eiga sameiginlegt og hvers vegna víkingaklappið væri ekki tekið oftar í leikhúsi.

Oct 03, 201944:36
Independent Party People

Independent Party People

Kjartan og Magnús munu fara á allar sýningar á leikárinu 2019/2020 og spjalla um þær í vikulegum þáttum. Þeir koma úr ólíkum áttum en Kjartan fer lítið í leikhús á meðan Magnús er sviðslistanemi og starfar sem tæknimaður í leikhúsi.

Í þessari viku fóru þeir á sýninguna Independent Party People í Tjarnarbíó og ræddu þörfina fyrir að láta vita að maður sé ekki rasisti, hvað ljósin voru flott og af hverju það væru ekki komin leðursæti í leikhúsin.

Sep 29, 201931:57