Koma svo!

Koma svo!

By Podcaststöðin
Það er von mín að þátturinn Koma svo! virki sem pepp fyrir foreldra, fagfólk og alla þá sem hafa áhuga á einstaklingnum, lífinu og tilverunni
More places to listen

More places to listen

Koma svo! - Foreldramissir
Í níunda þætti Koma svo! er rætt við Birnu Dröfn Jónasdóttur, félagsfræðing og blaðakonu, um það að missa foreldri ung að árum. Hver var stuðningurinn? Hvernig stuðning er hægt að veita 12 ára gömlu barni þegar foreldri fellur óvænt frá? Hvaða áhrif hefur foreldramissir á óharðnaðann unglinginn? Hvað getur samfélagið gert í þessum aðstæðum?
1:07:43
October 19, 2019
Koma svo! - Á allra vörum, VAKNAÐU!
Í áttunda þætti Koma svo! er rætt við Gróu Ásgeirsdóttur, viðskiptafræðing, verkefnastjóra hjá Flugfélagi Íslands og eina af upphafskonum átaksins "Á allra vörum".  Hún greindist með brjóstakrabbamein, leit á það sem verkefni og náði bata. Í þessu ferli kom upp sú hugmynd að styðja söfnunarátak fyrir nýrri vél til að greina betur brjóstakrabbamein. Lítil hugmynd þróaðist og "Á allra vörum" varð til og síðan þá hafa safnast millljónir fyrir góðum málefnum.
1:12:58
October 12, 2019
Koma svo! - Þegar óskin rætist
Í sjöunda þætti Koma svo! er rætt við Hrönn Bjarnadóttur, viðskiptafræðing, næstum því hjúkrunarfræðing og með meistarapróf í markaðsfræðum, um barnseignir. Er sjálfgefið að allir geti eignast barn? Eru valmöguleikar þegar kemur að arfgengum sjúkdómum?
1:45:54
October 5, 2019
Koma svo! - Skyldusjálf, óskasjálf og raunsjálf? Sjálfsmisræmi!
Í sjötta þætti Koma svo! er rætt við Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur sem er með meistaragráðu í Félags- og Vinnusálfræði og sérfræðingur og ráðgjafi hjá Forvörnum. Ragnheiður vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt lífsstíl sinn með því að bera ábyrgð á eigin líðan og hegðun.
1:32:58
September 28, 2019
Koma svo! - Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!
Í fimmta þætti Koma svo! er rætt við Sigurð Hólmar Jóhannsson, fyrrum flugumferðarstjóra, um það að vera faðir langveikrar dóttur. Sunna Valdis er eina barnið  á Íslandi sem greinst hefur með AHC sjúkdóminn sem er mjög sjaldgæfur í heiminum. Af hverju að stofna samtök um barnið sitt? Baráttan við kerfið, tryggja að björgunarlyf séu til og halda geðheilsunni á meðan barnið þjáist.
1:38:01
September 21, 2019
Koma svo! - IOGT, tækni og youbitube!
Í fjórða þætti Koma svo! er rætt við Aðalstein Gunnarsson, framkvæmdastjóra Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi.  Hvernig var að alast upp í miðbænum? Er Aðalsteinn upphafsmaður Parkour á Íslandi? Hvaða áhrif hefur það á dreng á fermingaraldri að flytja í Breiðholtið? Leðurjakki, mótorhjól, pönkið og Hlemmur - leið til glötunar eða frama? 
1:41:05
September 14, 2019
Koma svo! - Færðu borgað fyrir að leika þér?
Í þriðja þætti Koma svo! er rætt við Árna Guðmundsson, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ.  Saltvík? Ketill Larsen? Fríkirkjuvegur 11! Þetta þrennt og ævistarfið hefur plantað sér í litlum strák úr Safamýrinni. Reykjavík, Gautaborg og Hafnarfjörður, æskulýðsstörf, félagsuppeldisfræði og uppbygging félagsmiðstöðvastarfs. Áhugi á námi á hærri stigum til að grúska, breyta og bæta stöðu óformlegs náms á Íslandi. 
1:41:25
September 7, 2019
Koma svo! - Er klám fallegt kynlíf?
Í öðrum þætti Koma svo! er rætt við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru á nýsköpunarmiðstöð menntamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hvenær á að byrja að kenna jafnrétti? Hvernig er jafnrétti kennt? Eru allir eins? Er fjölbreytileikinn eitthvað ofan á brauð? Hvað er fallegt kynlíf? Læra unglingar hvað gott kynlíf er með því að horfa á klám?
1:42:07
August 31, 2019
Koma svo! - ...og orðið er: "Snjótittlingur"
Í þessum fyrsta þætti annarar þáttaraðar Koma svo! er rætt við Matthías Frey Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Voga,  um leikaradrauminn, nám, Benjamín dúfu, mótlæti, áskoranir og sigra. 
1:46:03
August 24, 2019
25. Koma svo! - Stundum er jákvætt að vera latur!
 Í 25. þætti Koma svo! er rætt við Láru Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra  Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Hvað þýðir það að vera Bókmenntaborg UNESCO? Hvað og hvernig er hægt að auka áhuga barna og ungmenna á lestri? Hvernig getur leti haft áhrif á lífið og tilveruna?
1:20:30
June 8, 2019
24. Koma svo! - Ræktaðu garð...nei, geðið þitt!
 Í 24. þætti Koma svo! er rætt við Héðinn Unnsteinsson, íþrótta- og grunnskólakennara og stefnumótunarsérfræðing, um geðrækt. Farið er um víðan völl um geðheilbrigði, reynslu Héðins af kerfinu og hver staða mála er í dag.  
1:19:59
June 1, 2019
23. Koma svo! - Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar
 Í 23. þætti Koma svo! er rætt við Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og menntavísindum, meðal annars um bók hennar "Lífssögur ungs fólks, Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar." 
1:23:40
May 25, 2019
22. Koma svo! - Ha! Ester? Nei, TINNA!
Í 22. þætti Koma svo! er rætt við Þuríði Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og verkefnastjóra TINNU, þar sem markmiðið er að styðja unga einstæða foreldra sem hafa nýtt sér fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og búa í Breiðholti. Takmarkið er að börn fátækra foreldra verði ekki fátækir foreldrar síðar meir. 
1:14:28
May 18, 2019
21. Koma svo! - Svefn? Er það eitthvað ofan á brauð?
Í 21. þætti Koma svo! er rætt við Bóas Valdórsson, skólasálfræðing í MH, um vinnuviku og venjur framhaldsskólanema. Niðurstöður könnunar sem gerð var eruáhugaverðar og gætu vakið samfélagið til umhugsunar. 
1:27:25
May 11, 2019
20. Koma svo! - Bergið Headspace
 Í tuttugasta þætti Koma svo! er rætt við Sigurþóru Bergsdóttur, móður, vinnusálfræðing og framkvæmdastjóra Bergsins Headspace um tímann sem er liðinn frá því að sonur hennar tók sitt eigið líf eftir mikla vanlíðan og erfiðleika.  
1:32:02
May 4, 2019
19. Koma svo! - Börn í viðgerð?
 Í nítjánda þætti Koma svo! er rætt við Þórdísi Rúnarsdóttur, sálfræðing og verkefnastjóra verkefnisins "Sterkari út í lífið". Markmið þess er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota til að auðvelda samtöl  um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga.  
1:18:59
April 27, 2019
18. Koma svo! - Salt og ... paprika!
Í átjándanda þætti Koma svo! er rætt við Sigurjón Braga Geirsson, matreiðslumeistara og Kokk ársins 2019. Hvað (eða hver) stjórnar því hvaða ákvarðanir við tökum í lífinu? Er bóknám fínna en verknám? Treystum við eigin innsæi? 
1:22:02
April 20, 2019
17. Koma svo! - Við höfum allt að vinna og engu að tapa!
 Í sautjánda þætti Koma svo! er rætt við Kolbrúnu Þorbjörgu Pálsdóttur, dósent og forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þverfaglegt samstarf fagaðila sem vinna með börnum og ungingum, betra fyrir alla? Hvaða sóknarfæri liggja í slíku samstarfi?  
1:17:29
April 13, 2019
16. Koma svo! - Það er eitthvað að, finnum lausnir!
Í sextánda þætti Koma svo! er rætt við Þorkel Mána Pétursson, fyrst og fremst föður en líka markþjálfa og útvarpsmann, um börnin, greiningar og kerfið. Er eðlilegt að það sé 12-18 mánaða biðtími að komast á námskeið en ef 70 þúsund krónur eru í veskinu þá tekur það viku bið? Hvað gerist á þeim tíma sem er verið að bíða, missum við þessi börn og ungmenni í meira rugl? Er okkur alveg sama?  #adhd #strigakjaftur #bið #finnumlausnir 
1:34:12
April 6, 2019
15. Koma svo! - Er lífið bútasaumur?
Í fimmtánda þætti Koma svo! er rætt við Nilsinu Larsen Einarsdóttur, Nillu, meistaranema og starfsmann Unicef á Íslandi. Hvaða viðhorf velur þú til lífsins? Hvernig tekur þú á lífinu og því sem það hefur upp á að bjóða? Af hverju sagði amma Nilla að maður ætti ekki að hafa áhyggjur af lífinu? #krabbameinslifandi #Unicef #Kraftur #ammaNilla
1:32:46
March 30, 2019
14. Koma svo! - Hellings fyrrverandi, en ekki í golfi!
Í fjórtánda þætti Koma svo! er rætt við Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi sviðsstjóra Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.  Hver er staðan í dag? Er menntun fyrir alla?
1:20:58
March 23, 2019
13. Koma svo! - Virtu mörkin!
Rætt við Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, um fræðslu sem Samfés - samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og Stígamót  hafa sett saman um mörk, samþykki og kynferðislega áreitni. Fræðsluna munu 4500 unglingar fá og fer hún fram í félagsmiðstöðvum um allt land. #Samfés #virtumörkin #sjúkást #unglingargegnofbeldi
1:08:08
March 16, 2019
12. Koma svo! - Að velja og hafna, réttur allra!
Í tólfta þætti Koma svo! er rætt við Þórodd Þórarinsson, þroskaþjálfa um 40 ára starfsferil hans. Tvítugur fór Þóroddur að vinna á Kópavogshæli og labbar þá inn í heim sem er mörgum okkar ókunnugur. Margt hefur breyst á 40 árum en erum við komin nógu langt? Eigum við ekki öll rétt á að velja og hafna?
1:27:10
March 9, 2019
11. Koma svo! - Allir eru flottir!
Rætt við Guðmund Ara Sigurjónsson, tómstunda- og félagsmálafræðing um bókina "9 þrep æskulýðsstarfs". Farið er yfir lykilatriði og megin tilgang við skipulagningu æskulýðsstarfs.
1:30:01
March 2, 2019
10. Koma svo! - Horfum á fílinn frá öllum hliðum!
Í tíunda þætti Koma svo! er rætt við Eddu Arndal, forstöðukonu hjá Pieta samtökunum um ævintýraþrá, menntun og um ljósið í lífinu. Allir skipta máli og við verðum að skoða fílinn frá öllum hliðum.
1:41:50
February 23, 2019
9. Koma svo! - Oxy hvað?
Í níunda þætti Koma svo! er rætt við Helgu Rut Guðmundsdóttur, dósent í tónmennt/tónlistarfræði við Háskóla Íslands um mikilvægi tónlistar og áhrif hennar á manneskjuna. Getur tónlist haft áhrif á uppeldi barna?
1:18:57
February 16, 2019
8. Koma svo! - Látum draumana rætast - hefjumst handa
Í áttunda þætti Koma svo! er rætt við Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur, deildarstýru Nýsköpunarmiðju skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um menntamál og Menntastefnu Reykjavíkurborgar "Látum draumana rætast". Hvaða tækifæri liggja í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi þar sem börn og unglingar öðlast menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag? Einnig er fjallað um áhrifavalda sem marka sín spor á okkur sem manneskjur og veita okkur hvatningu inn í lífið.
1:14:43
February 9, 2019
7. Koma svo! - Ef ég dett á rassinn...
Í sjöunda þætti Koma svo! er rætt við Ársæl Má Arnarson, prófessor á Menntavísindasvið HÍ um leiðirnar í lífinu frá sjómennsku til rannsókna á líða barna og unglinga.
1:35:40
February 2, 2019
6. Koma svo! - Að kúka í pizzakassa!
Í sjötta þætti Koma svo! er rætt við Arnar Hólm Einarsson, áhugamann um rafíþróttir og meistaranema í tómstunda- og félagsmálafræði. Eru tölvuleikir bölvun mannkyns eða iðnaður sem við eigum að taka alvarlega? Eigum við að hræðast þennan iðnað eða taka honum með opnum huga?
1:24:57
January 26, 2019
5. Koma svo! - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Í fimmta þætti Koma svo! er rætt við Guðmundu Smára Veigarsdóttur, sem fann tilganginn og meiningu með lífinu eftir að hafa kynnst ungliðahreyfingu Samtakanna 78. Héð starfar sem sjálfboðaliði í Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar þar sem reynslunni er miðlað til þeirra sem eru að fóta sig í þessari, á stundum, grimmu veröld.
1:05:14
January 19, 2019
4. Koma svo! - Sálfræði árangurs
Í fjórða þætti Koma svo! er rætt við Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafa um markmiðasetningu, tilganginn og agann sem þarf til að ná settum markmiðum. Þarf að setja markmiðasetningu markvisst inn í líf barna og unglinga?
1:01:33
January 12, 2019
3. Koma svo! - Ef þú labbar á vegg!
Í þriðja þætti Koma svo! er rætt við Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðumann í hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvar Tjarnarinnar um hvernig lífið mótar manneskju og val á viðhorfi gagnvart verkefnum lífsins.
1:18:02
December 22, 2018
2. Koma svo! - Er allt að fara til fjandans?
Í öðrum þætti Koma svo! er rætt við Gunnlaug V. Guðmundsson, forstöðumann í félagsmiðstöðinni Gleðibankanum um starf félagsmiðstöðva og hvort æska þessa lands sé að fara til fjandans (enn einu sinni!).
1:21:03
December 15, 2018
1. Koma svo! - Það eru engir töfrar
Í fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sérfræðing hjá Rannsókn og greiningu, um íslenska forvarnarmódelið og hvort það eru einhverjir töfrar tengdir því.
1:06:24
December 6, 2018
Make your own podcast for free with Anchor!