Skip to main content
Koma svo!

Koma svo!

By Podcaststöðin

Þátturinn Koma svo! er um ferðalag lífsins; börn, unglinga, uppeldi, ákvarðanir og allt sem ferðalaginu viðkemur. Hvað hafði áhrif á þær ákvarðanir sem þú tókst og urðu þess valdandi að þú ert þessi manneskja sem þú ert í dag?
Available on
Apple Podcasts Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

2. Koma svo! - Er allt að fara til fjandans?

Koma svo!Dec 15, 2018

00:00
01:21:03
Koma svo! - Þegar lífið tekur u beygju!

Koma svo! - Þegar lífið tekur u beygju!

Í fjórða þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Sigríði Arndísi Jóhannsdóttur, verkefnastjóra hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar,  Miðborgar og Hlíðar hjá Reykjavíkurborg. Einnig er hún varaborgarfulltrúi þar sem hún situr í nokkrum ráðum á vegum borgarinnar.  Verkefnin voru mörg, margir boltar voru á lofti og eins og með svo marga þá labbaði Sigríður Arndís á vegg.

Jan 22, 202101:07:20
Koma svo! - Að hámarka lífsgæðin, er það flókið?

Koma svo! - Að hámarka lífsgæðin, er það flókið?

Í þriðja þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Ragnheiði Agnarsdóttur. B.A. í sálfræði og M.A. í mannauðsstjórnun. Þegar Ragnheiður var búin að vera 16 ár í atvinnulífinu, upplifa makamissi og fara á hnefanum eins og okkur Íslendingum er svo tamt að gera, fóru hugsanir að gerjast um lífið og tilveruna. Á að fara í gegnum lífið á 100 km. hraða og aldrei að njóta stundarinnar? Ragnheiður fór að skoða á hverju grunnurinn að lífsgæðum okkar byggist og komst að því að þetta er ekki flókið. Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum!


Dec 09, 202001:22:26
Koma svo! - Tengslarof, feluleikur og upprisa

Koma svo! - Tengslarof, feluleikur og upprisa

Í öðrum þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Sigurð Hólmar Karlsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Líf Sigurðar er efni í heila bók svo ekki meira sé sagt. Glíman við afleiðingar tengslarofs og áfengis- og vímuefnaneyslu hefur sett svip sinn á líf hans. Við þetta bætist svo felurleikur sem margir hafa glímt við og falið, samkynhneigð!
Oct 17, 202001:13:13
Koma svo! - Dastu á hausinn Magnús?

Koma svo! - Dastu á hausinn Magnús?

Í þessum fyrsta þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktan sem Maggi Pera. Magnús er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur unnið lengi með unglingum. Hann söðlaði um í febrúar 2020 þegar hann hóf störf hjá Póstinum á Selfossi en áður af því varð rann Magnús til í hálku og höfuðkúpubrotnaði. 

Sep 30, 202001:05:36
Koma svo! - Virkar að sleikja spínatblað?

Koma svo! - Virkar að sleikja spínatblað?

Í þrítugasta og fimmta þætti Koma svo! er rætt við Ragnhildi Þórðardóttur, sálfræðing með áherslu á heilsusálfræði og einnig lærðan einkaþjálfara. Hún er þekkt undir nafninu Ragga nagli, býr í Danmörku og hefur boðið upp á sálfræðimeðferð og fjarþjálfun síðustu ár. Þar er unnið  með hugsanir og hugarfar (í bland við þjálfun sé þess óskað) til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. En hvað mótaði naglann? 

Jun 28, 202001:54:00
Koma svo! - Jógvan eða Jógvan, það er spurningin!

Koma svo! - Jógvan eða Jógvan, það er spurningin!

Í þrítugasta og fjórða þætti Koma svo! er rætt við Jógvan Hansen söngvara / tónlistarmann / hárgreiðslumann / eiginmann / föður.  Færeyingurinn hugljúfi er einn ástsælasti söngvari Íslands og skyldi engan undra. En hvaða mann hefur hann að geyma? Eru Færeyingar mikið öðruvísi en við Íslendingar?

May 23, 202001:33:47
Koma svo! - Hamingjuhornið

Koma svo! - Hamingjuhornið

Í þrítugasta og þriðja þætti Koma svo! er rætt við Önnu Lóu Ólafsdóttur, kennara, náms- og starfsráðgjafa og er með diplóma í sálgæslu á meistarastigi. Hún byrjaði að skrifa pistla og birti á netsíðu og Facebook undir nafninu Hamingjuhornið. Pistlarnir náðu mikilli útbreiðslu og þóttu bæði fróðlegir og skemmtilegir og innihéldu þætti sem snéru að samskiptum, persónulegum áskorunum og leyndardómum lífsins. Nýlega gaf Anna Lóa út bókina "Það sem ég hef lært" þar sem hún deilir hluta af því sem hún hefur skrifað og jafnframt lært og skrifað um hamingjuna, sorgina, sambönd, breytingar, sjálfstraust, kvíða ofl. En hvernig lærði Anna Lóa það sem hún hefur lært?
May 16, 202001:24:31
Koma svo! - Óvænt nýsköpun í félagsmiðstöðvastarfi

Koma svo! - Óvænt nýsköpun í félagsmiðstöðvastarfi

Í þrítugasta og öðrum þætti Koma svo! er rætt við Stefán Gunnar Sigurðsson forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Frosta um þær áskoranir sem Covid-19 höfðu á starf félagsmiðstöðva á Íslandi. Eftir að samkomubanni var komið á voru góð ráð dýr fyrir starf félagsmiðstöðva. Starfsmenn þurftu, á skömmum tíma, að finna út hvernig hægt væri að ná til unglinga með því að nota hina ýmsu samfélags- og netmiðla. "Neyðin kennir naktri konu að spinna" segir máltækið og það má með sanni segja að starfsmenn félagsmiðstöðva spunnu hratt lausnir til að mæta unglingum landsins.
Apr 25, 202001:43:43
Koma svo! - Fátt er svo með öllu illt...

Koma svo! - Fátt er svo með öllu illt...

Í þrítugasta og fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Bergsvein Ólafsson, sem er með BSc í sálfræði og í mastersnámi í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði, um vinnuna með fjölbreyttum einstaklingum og hópum við persónuleg, félagsleg og fagleg markmið. Hugmyndafræði hans byggir að mestu leyti á sálfræði, persónulegri reynslu og stöðugri þróun. Hvenær og af hverju byrjaði hann að velta fyrir sér persónulegum vexti? Hvað er það sem Bergsveinn elskar og gefur honum tilgang?
Apr 04, 202001:43:32
Koma svo! - Þungarokk og töfrar

Koma svo! - Þungarokk og töfrar

Í þrítugasta þætti Koma svo! er rætt við Ingólf Hjálmar Ragnarsson Geirdal, gítarleikara og töframann, um nördisma, lífið og tilveruna. Hvað kom á undan, þungarokkið eða töfrarnir? Hvað er það sem drífur hann áfram, áræðni, seigla eða þrjóska?
Mar 28, 202001:26:58
Koma svo! - Verndum þau

Koma svo! - Verndum þau

Í tuttugasta og níunda þætti Koma svo! er rætt við Þorbjörgu Sveinsdóttur sálfræðing, sem starfar í Barnahúsi og hefur mikla reynslu af barnaverndarmálum. Hún, ásamt Ólöfu Ástu Farestveit uppeldis- og afbrotafræðing, skrifaði bókina "Verndum þau" sem fjallar um skyldur og ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og unglingum. Í bókinni eru lesendur upplýstir um eðli og birtingarmyndir ofbeldis og vanrækslu, ferli mála af því tagi hjá barnaverndaryfirvöldum og innan dómskerfisins.

Mar 21, 202001:23:20
Koma svo! - Orkuboltinn jákvæði

Koma svo! - Orkuboltinn jákvæði

Í tuttugasta og áttunda þætti af Koma svo! er rætt við Júlíus Garðar Júlíusson, fæddan 2. febrúar á því herrans ári 1966. Í kínverskri stjörnuspeki kemur fram að þeir sem fæddust á þessu ári eru eldhestar eða sérstaklega orkumikið fólk. Júlli er einstakur orkubolti, andlegur með afbrigðum og lúnkinn í vefsíðugerð. Hver kannast ekki við jólavef Júlla eða kærleiksvef Júlla? Rekur Þulu veisluþjónustu ásamt eiginkonu sinni og er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. 

Mar 14, 202001:25:38
Koma svo! - Seigla, seigla, seigla

Koma svo! - Seigla, seigla, seigla

Í tuttugasta og sjöunda þætti af Koma svo! er rætt við Gunnar Karl Haraldsson, tómstunda- og félagsmálafræðing og meistaranema, um áskoranir lífsins. Snemma lærði Gunnar Karl að hindranir eru yfirstíganlegar og að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Seigla er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar farið er yfir lífshlaup Gunnars Karls.
Mar 07, 202001:32:09
Koma svo! - Andlegt hjartahnoð

Koma svo! - Andlegt hjartahnoð

Í tuttugasta og sjötta þætti af Koma svo! er rætt við Auði Axelsdóttur, iðjuþjálfa og framkvæmdastjóra Hugarafls (og einn stofnanda þess). Auður hefur unnið innan geðheilbrigðiskerfisins lengi og var ekki sátt við margt innan þess kerfis. Þegar hún og félagar hennar ræddu um hvað hægt væri að gera þá þóttu lausnirnar byltingarkenndar því þær miðuðu að því að koma fólki til bata og hjálpa því úti í samfélaginu.
Feb 29, 202001:43:26
Koma svo! - Skólabókasafn á krossgötum

Koma svo! - Skólabókasafn á krossgötum

Í tuttugasta og fimmta þætti af Koma svo! er rætt við Dröfn Vilhjálmsdóttur, geislafræðing sem tók meistaragráðu í bokasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands árið 2013 og starfar nú á skólabókasafni Seljaskóla. Dröfn er formaður Félags fagfólks á skólasöfnum og í stjórn IBBY á Íslandi sem leitast við að vekja athygli á barnabókmenntum og -menningu með hverskyns hætti.
Feb 22, 202001:56:38
Koma svo! - Stjúptengsl

Koma svo! - Stjúptengsl

Í tuttugasta og fjórða þætti af Koma svo! er rætt við Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa, MA og ritstjóra vefsíðunnar stjuptengsl.is og formann Félags stjúpfjölskyldna. Valgerður hefur haldið fjölmörg erindi sem tengjast stjúptengslum, foreldrasamvinnu, og umgengni eftir skilnað m.a. fyrir skóla, foreldrafélög, félagasamtök, kirkjuna. Virðing, kurteisi og mörk eru lykilatriði í öllum samskiptum, eða hvað? Er hægt að spila Matador með Lúdó reglum?
Feb 15, 202001:16:51
Koma svo! - OptimizedBjartur 2.0

Koma svo! - OptimizedBjartur 2.0

Í tuttugasta og þriðja þætti Koma svo! er rætt við Bjart Guðmundsson, leikara, frammistöðuþjálfara og margt fleira, aftur! Hvort viltu vellíðan eða sársauka?
Feb 08, 202001:31:09
Koma svo! - Lífið, missir og sorg

Koma svo! - Lífið, missir og sorg

Í tuttugasta og öðrum þætti Koma svo! er rætt við Halldór Reynisson, guðfræðing, MA í fjölmiðlafræði og markaðsfræðigrúskara. Hann hefur starfað sem blaðamaður, forsetaritari, prestur og nú siðast sem verkefnisstjóri fræðslu- og upplýsingasviðs Biskupsstofu. Er einhver æðri máttur sem leiðir mann áfram í lífinu? Stjórnum við ferðalaginu? Hvað varð til þess að sorgin var meginuppstaða starfsævinnar? Eru Íslendingar góðir að syrgja?
Feb 01, 202001:29:12
Koma svo! Ísland 2 - Serbía 0

Koma svo! Ísland 2 - Serbía 0

Í tuttugasta og fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Bojönu Kristínu Beisic, sem er með BS gráðu í stjórnun íþróttafélaga (Sport Administration) og knattspyrnuþjálfara, um það að flytja til Íslands og ílengjast á landinu. Draumur stúlku í Serbíu um að verða atvinnukona í knattspyrnu, viðbrögð við íþróttameiðslum og ákveðni í að láta ekkert stoppa sig.
Jan 25, 202001:30:17
Koma svo! - Teiknari, hvernig vinna er það?

Koma svo! - Teiknari, hvernig vinna er það?

Í tuttugasta þætti Koma svo! er rætt við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, teiknara og rithöfund, um það sem einkennir hana, ímyndunaraflið og afkastagetuna. Hún hefur myndlýst fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Frá því að fyrsta bók Bergrúnar, Vinur minn, vindurinn, kom út haustið 2014 hefur hún verið iðin við kolann, sent frá sér mikið efni og fengið margvísleg verðlaun. Hvaða þýðingu hafa samt myndir fyrir bækur? Erum við Íslendingar bókaþjóð eða orðaþjóð?

Jan 18, 202001:26:20
Koma svo! - OptimizedBjartur

Koma svo! - OptimizedBjartur

Í nítjánda þætti Koma svo! er rætt við Bjart Guðmundsson, leikara, frammistöðuþjálfara og margt fleira. Hvað er hægt að gera í mótlæti? Er hægt að snúa eigin brestum og erifðleikum í eitthvað jákvætt og magnað? Hvort viltu vellíðan eða sársauka? Flytur trúin fjöll?

Jan 11, 202001:46:10
Koma svo! - Krakkar eru fáránlega skemmtileg fyrirbæri

Koma svo! - Krakkar eru fáránlega skemmtileg fyrirbæri

Í átjánda þætti Koma svo! er rætt við Gísla Ólafsson, uppeldis- og menntunarfræðing og forstöðumann í frístundaheimilinu Glaðheimum. Er rangt að vera fáránlega lengi að klára nám? Hvað er það við krakka sem gerir þau fáránlega skemmtileg fyrirbæri? Hvernig er að vera í samsettri fjölskyldu? Er alltaf tekið tillit til barnanna? Er sameiginlegt dagatal lífsnauðsyn?
Dec 21, 201901:20:24
Koma svo! - Essið

Koma svo! - Essið

Í sautjánda þætti Koma svo! er rætt við Kristínu Dóru Ólafsdóttur, myndlistarkonu og listkennara, um Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum. Essið fæddist í félagsmiðstöðinni Frosta og er hluti af MA verkefni Kristínar Dóru frá Listkennsludeild LHÍ 2019. Í Essinu er áhersla lögð á bætta sjálfsþekkingu, aukið sjálfstraust, skapandi skissuvinnu, skapandi skrif og bætta jákvæða sjálfsmynd. 

Dec 14, 201901:01:32
Koma svo! - Fræðsla ekki hræðsla

Koma svo! - Fræðsla ekki hræðsla

Í sextánda þætti Koma svo! er rætt við Arnrúnu Magnúsdóttur, deildarstjóra í leikskólanum Brákarborg, um verkefnið "Fræðsla ekki hræðsla". Verkefnið gengur út á fræðslu og umræður og markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar. Einnig að sýna fram á mikilvægi þess að ræða opinskátt, vera til staðar og hlusta á börnin. Í hvaða aðstæðum er líklegast að barn segi frá því að það hafi orðið fyrir ofbeldi?
Dec 07, 201901:28:03
Koma svo! - EmmSjéGADHD

Koma svo! - EmmSjéGADHD

Í fimmtánda þætti Koma svo! er rætt við Gauta Þey Másson, AKA Emmsjé Gauta sem er búinn að vera í eldlínu rappsins frá 12 ára aldri. Jaðarsport, grunnskóli fyrir alla (eða ekki), afglæpavæðing fíkniefna og greiningar - já, allt þetta er rætt enda engin furða...nettur ofvirknis- og athyglisbrests þáttur!
Nov 30, 201901:50:19
Koma svo! - Lestur eykur víðsýni!

Koma svo! - Lestur eykur víðsýni!

Í fjórtánda þætti Koma svo! er rætt við Yrsu Sigurðardóttur, verkfræðing og einn fremsta rithöfund Íslands. Ævintýrið byrjaði þegar Yrsa skrifaði barnabók fyrir son sinn þegar þau áttu heima í Kanada. Eftir fimm barnabækur og góða pásu nálgaðist bókaútgefandi hana og spurði hvort hún gæti ekki hugsað sér að skrifa glæpasögur. Siðan eru liðin mörg ár!
Nov 23, 201901:39:45
Koma svo! - Meðvirkni

Koma svo! - Meðvirkni

Í þrettánda þætti Koma svo! er rætt við Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, sem er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) og einnig hefur lokið námi í meðvirknifræðum Piu Mellody, sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Hvað er meðvirkni og hverjar eru orsakir og afleiðingar hennar?
Nov 16, 201901:02:15
Koma svo! - Í höfðinu á Ævari!

Koma svo! - Í höfðinu á Ævari!

Í tólfta þættir Koma svo! er rætt við Ævar Þór Benediktsson, leikara, rithöfund og (áhuga) vísindamann. Ævar Þór er margverðlaunaður höfundur og í höfði hans leynist ýmislegt sem á eftir að líta dagsins ljós. Forvitnin rekur hann áfram og sem betur fer því börn á öllum aldri fá að njóta sköpunar hans.
Nov 09, 201901:43:41
Koma svo! - Allir eru eitthvað og það er stórt

Koma svo! - Allir eru eitthvað og það er stórt

Í ellefta þætti Koma svo! er rætt við Pálmar Ragnarsson, Bs. í sálfræði og Ms. í viðskiptafræði, fyrirlesara um jákvæð samskipti á vinnustöðum, í skólum og íþróttafélögum. Hvernig varð hann einn vinsælasti fyrirlesari Íslands? Var það skrifað í skýin? 

Nov 02, 201901:47:37
Koma svo! - Dr. Granny jarðsett í karate

Koma svo! - Dr. Granny jarðsett í karate

Í tíunda þætti Koma svo! er rætt við Rósu Gunnarsdóttur, kennara, doktor í menntunarfræðum og félaga í BACA um tækifærin í lífinu. Rósa ætlaði að verða hjartaskurðlæknir eða kokkur, endaði sem kennari þar sem hún uppgötvaði nýjar víddir í lífinu. Forvitnin, ofvirknin og athyglisbresturinn fann sinn farveg og nýsköpun varð hennar ær og kýr. Nýsköpunin hefur leitt Rósu á stórskemmtilega vegferð um allan heim. Dr. Granny er alveg me´etta!
Oct 26, 201901:52:12
Koma svo! - Foreldramissir

Koma svo! - Foreldramissir

Í níunda þætti Koma svo! er rætt við Birnu Dröfn Jónasdóttur, félagsfræðing og blaðakonu, um það að missa foreldri ung að árum. Hver var stuðningurinn? Hvernig stuðning er hægt að veita 12 ára gömlu barni þegar foreldri fellur óvænt frá? Hvaða áhrif hefur foreldramissir á óharðnaðann unglinginn? Hvað getur samfélagið gert í þessum aðstæðum?

Oct 19, 201901:07:44
Koma svo! - Á allra vörum, VAKNAÐU!

Koma svo! - Á allra vörum, VAKNAÐU!

Í áttunda þætti Koma svo! er rætt við Gróu Ásgeirsdóttur, viðskiptafræðing, verkefnastjóra hjá Flugfélagi Íslands og eina af upphafskonum átaksins "Á allra vörum". Hún greindist með brjóstakrabbamein, leit á það sem verkefni og náði bata. Í þessu ferli kom upp sú hugmynd að styðja söfnunarátak fyrir nýrri vél til að greina betur brjóstakrabbamein. Lítil hugmynd þróaðist og "Á allra vörum" varð til og síðan þá hafa safnast millljónir fyrir góðum málefnum.
Oct 12, 201901:12:58
Koma svo! - Þegar óskin rætist

Koma svo! - Þegar óskin rætist

Í sjöunda þætti Koma svo! er rætt við Hrönn Bjarnadóttur, viðskiptafræðing, næstum því hjúkrunarfræðing og með meistarapróf í markaðsfræðum, um barnseignir. Er sjálfgefið að allir geti eignast barn? Eru valmöguleikar þegar kemur að arfgengum sjúkdómum?
Oct 05, 201901:45:55
Koma svo! - Skyldusjálf, óskasjálf og raunsjálf? Sjálfsmisræmi!

Koma svo! - Skyldusjálf, óskasjálf og raunsjálf? Sjálfsmisræmi!

Í sjötta þætti Koma svo! er rætt við Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur sem er með meistaragráðu í Félags- og Vinnusálfræði og sérfræðingur og ráðgjafi hjá Forvörnum. Ragnheiður vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt lífsstíl sinn með því að bera ábyrgð á eigin líðan og hegðun.



Sep 28, 201901:32:58
Koma svo! - Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!

Koma svo! - Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!

Í fimmta þætti Koma svo! er rætt við Sigurð Hólmar Jóhannsson, fyrrum flugumferðarstjóra, um það að vera faðir langveikrar dóttur. Sunna Valdis er eina barnið á Íslandi sem greinst hefur með AHC sjúkdóminn sem er mjög sjaldgæfur í heiminum. Af hverju að stofna samtök um barnið sitt? Baráttan við kerfið, tryggja að björgunarlyf séu til og halda geðheilsunni á meðan barnið þjáist.
Sep 21, 201901:38:02
Koma svo! - IOGT, tækni og youbitube!

Koma svo! - IOGT, tækni og youbitube!

Í fjórða þætti Koma svo! er rætt við Aðalstein Gunnarsson, framkvæmdastjóra Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. Hvernig var að alast upp í miðbænum? Er Aðalsteinn upphafsmaður Parkour á Íslandi? Hvaða áhrif hefur það á dreng á fermingaraldri að flytja í Breiðholtið? Leðurjakki, mótorhjól, pönkið og Hlemmur - leið til glötunar eða frama?
Sep 14, 201901:41:06
Koma svo! - Færðu borgað fyrir að leika þér?

Koma svo! - Færðu borgað fyrir að leika þér?

Í þriðja þætti Koma svo! er rætt við Árna Guðmundsson, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ. 

Saltvík? Ketill Larsen? Fríkirkjuvegur 11! Þetta þrennt og ævistarfið hefur plantað sér í litlum strák úr Safamýrinni. Reykjavík, Gautaborg og Hafnarfjörður, æskulýðsstörf, félagsuppeldisfræði og uppbygging félagsmiðstöðvastarfs. Áhugi á námi á hærri stigum til að grúska, breyta og bæta stöðu óformlegs náms á Íslandi. 

Sep 07, 201901:41:26
Koma svo! - Er klám fallegt kynlíf?

Koma svo! - Er klám fallegt kynlíf?

Í öðrum þætti Koma svo! er rætt við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru á nýsköpunarmiðstöð menntamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hvenær á að byrja að kenna jafnrétti? Hvernig er jafnrétti kennt? Eru allir eins? Er fjölbreytileikinn eitthvað ofan á brauð? Hvað er fallegt kynlíf? Læra unglingar hvað gott kynlíf er með því að horfa á klám?

Aug 31, 201901:42:08
Koma svo! - ...og orðið er: "Snjótittlingur"

Koma svo! - ...og orðið er: "Snjótittlingur"

Í þessum fyrsta þætti annarar þáttaraðar Koma svo! er rætt við Matthías Frey Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Voga,  um leikaradrauminn, nám, Benjamín dúfu, mótlæti, áskoranir og sigra. 

Aug 24, 201901:46:03
25. Koma svo! - Stundum er jákvætt að vera latur!

25. Koma svo! - Stundum er jákvætt að vera latur!

Í 25. þætti Koma svo! er rætt við Láru Aðalsteinsdóttur, verkefnastjóra Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Hvað þýðir það að vera Bókmenntaborg UNESCO? Hvað og hvernig er hægt að auka áhuga barna og ungmenna á lestri? Hvernig getur leti haft áhrif á lífið og tilveruna?
Jun 08, 201901:20:30
24. Koma svo! - Ræktaðu garð...nei, geðið þitt!

24. Koma svo! - Ræktaðu garð...nei, geðið þitt!

Í 24. þætti Koma svo! er rætt við Héðinn Unnsteinsson, íþrótta- og grunnskólakennara og stefnumótunarsérfræðing, um geðrækt. Farið er um víðan völl um geðheilbrigði, reynslu Héðins af kerfinu og hver staða mála er í dag.
Jun 01, 201901:19:59
23. Koma svo! - Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar

23. Koma svo! - Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar

Í 23. þætti Koma svo! er rætt við Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og menntavísindum, meðal annars um bók hennar "Lífssögur ungs fólks, Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar."
May 25, 201901:23:41
22. Koma svo! - Ha! Ester? Nei, TINNA!

22. Koma svo! - Ha! Ester? Nei, TINNA!

Í 22. þætti Koma svo! er rætt við Þuríði Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og verkefnastjóra TINNU, þar sem markmiðið er að styðja unga einstæða foreldra sem hafa nýtt sér fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og búa í Breiðholti. Takmarkið er að börn fátækra foreldra verði ekki fátækir foreldrar síðar meir.
May 18, 201901:14:28
21. Koma svo! - Svefn? Er það eitthvað ofan á brauð?

21. Koma svo! - Svefn? Er það eitthvað ofan á brauð?

Í 21. þætti Koma svo! er rætt við Bóas Valdórsson, skólasálfræðing í MH, um vinnuviku og venjur framhaldsskólanema. Niðurstöður könnunar sem gerð var eruáhugaverðar og gætu vakið samfélagið til umhugsunar.
May 11, 201901:27:26
20. Koma svo! - Bergið Headspace

20. Koma svo! - Bergið Headspace

Í tuttugasta þætti Koma svo! er rætt við Sigurþóru Bergsdóttur, móður, vinnusálfræðing og framkvæmdastjóra Bergsins Headspace um tímann sem er liðinn frá því að sonur hennar tók sitt eigið líf eftir mikla vanlíðan og erfiðleika.
May 04, 201901:32:03
19. Koma svo! - Börn í viðgerð?

19. Koma svo! - Börn í viðgerð?

Í nítjánda þætti Koma svo! er rætt við Þórdísi Rúnarsdóttur, sálfræðing og verkefnastjóra verkefnisins "Sterkari út í lífið". Markmið þess er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota til að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga.
Apr 27, 201901:18:59
18. Koma svo! - Salt og ... paprika!

18. Koma svo! - Salt og ... paprika!

Í átjándanda þætti Koma svo! er rætt við Sigurjón Braga Geirsson, matreiðslumeistara og Kokk ársins 2019. Hvað (eða hver) stjórnar því hvaða ákvarðanir við tökum í lífinu? Er bóknám fínna en verknám? Treystum við eigin innsæi?
Apr 20, 201901:22:03
 17. Koma svo! - Við höfum allt að vinna og engu að tapa!

17. Koma svo! - Við höfum allt að vinna og engu að tapa!

Í sautjánda þætti Koma svo! er rætt við Kolbrúnu Þorbjörgu Pálsdóttur, dósent og forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þverfaglegt samstarf fagaðila sem vinna með börnum og ungingum, betra fyrir alla? Hvaða sóknarfæri liggja í slíku samstarfi?
Apr 13, 201901:17:29
16. Koma svo! - Það er eitthvað að, finnum lausnir!

16. Koma svo! - Það er eitthvað að, finnum lausnir!

Í sextánda þætti Koma svo! er rætt við Þorkel Mána Pétursson, fyrst og fremst föður en líka markþjálfa og útvarpsmann, um börnin, greiningar og kerfið. Er eðlilegt að það sé 12-18 mánaða biðtími að komast á námskeið en ef 70 þúsund krónur eru í veskinu þá tekur það viku bið? Hvað gerist á þeim tíma sem er verið að bíða, missum við þessi börn og ungmenni í meira rugl? Er okkur alveg sama? #adhd #strigakjaftur #bið #finnumlausnir
Apr 06, 201901:34:12
15. Koma svo! - Er lífið bútasaumur?

15. Koma svo! - Er lífið bútasaumur?

Í fimmtánda þætti Koma svo! er rætt við Nilsinu Larsen Einarsdóttur, Nillu, meistaranema og starfsmann Unicef á Íslandi. Hvaða viðhorf velur þú til lífsins? Hvernig tekur þú á lífinu og því sem það hefur upp á að bjóða? Af hverju sagði amma Nilla að maður ætti ekki að hafa áhyggjur af lífinu?

#krabbameinslifandi #Unicef #Kraftur #ammaNilla

Mar 30, 201901:32:47