Skip to main content
Líkami.is hlaðvarp

Líkami.is hlaðvarp

By Podcaststöðin
Er í umsjón Björns Þórs Sigurbjörnssonar einkaþjálfara. Tilgangur hlaðvarpsins er að fá fólk úr ýmsum áttum til að ræða það sem viðkemur heilsu og heilbrigði. Það er fátt sem ekki viðkemur heilsunni í daglegu lífi hvort sem við áttum okkur á því eða ekki.
Listen on
Where to listen
Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

#3 Pálmar Ragnarsson: Virkjaðu það besta í þér
Viðmælandi þáttarin er Pálmar Ragnarson einn vinsælasti fyrirlesari landsins þar sem hann talar fyrir bættum samskiptum en þar getum við eflaust alltaf blómum á okkur bætt. Hann er einnig nýbúinn að gefa út bókina samskipti sem er bæði þarfandi og fræðandi lestur. Pálmar er einn af þeim einstaklingum sem gefur allt sem hann á í það sem hann fæst við og hefur uppskorið ríkulega eftir því. Í þættinum fjöllum við um mikilvægi góðra samskipta á heilsu okkar,  hvernig þú nærð að framkalla það besta fram í sjálfum þér, fyrirlestra hans og bókina samskipti og hvernig hún kom til. Frábær hlustun!
1:01:31
November 20, 2020
#2 Björgvin Páll Vopnabúrið, streita, öndun, ferillinn og ADHD
Gestur þáttarins er Björgvin Páll Gústafsson landsliðsmarkvörður í handbolta, öndunarsérfræðingur og lífskúnstner. Í þættinum spjöllum við um átaksverkefni hans Vopnabúrið sem er átaksverkefni við einelti og andlegri líðan í grunnskólum, streitu, kvíða, ADHD og farið inn á öndun og taugakerfið með tilliti til andlegrar líðan. Ég spurði hann út í ferilinn og hann segist enn eiga 10 ár eftir miðað við hvernig hann er í dag. Ekki missa af þessum þætti! Björn einkaþjálfari á Facebook og Instagram.
1:01:38
November 13, 2020
#1 Rafn Franklín
Gestur þáttarins er Rafn Franklín. Rafn er mikill viskubrunnur og hefur fetað áhugaverðar leiðir og ere inn þeirra sem hafa óþreytandi áhuga á að bæta við sig þekkingu sem er næg fyrir. Eftir að hafa kynnst Rafni fyrr árinu þegar ég fór í viðtal í hlaðvarpið hans 360heilsa hefur okkur orðið vel til vina þar sem við deilum mörgu sameiginlegu og mér fannst við hæfi að fá hann í viðtal á þessum tímapunkti þegar við erum í mesta skammdeginu og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar, við fjöllum um covid æfingar og strúktúr, veltum við steinum í mataræðispælingum og svörum spurningum. Rafn starfar sem einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í hreyfingu, er sölu & markaðsstjóri Purenatura og heldur úti hlaðvarpinu og vefsíðunni 360 heilsa. Góða hlustun!
1:14:11
October 31, 2020