Skip to main content
Límónutréð

Límónutréð

By Límónutréð

Límónutréð er hlaðvarp um leikskólamál. Rætt verður um allt milli himins og jarðar sem tengist leikskólastarfi og gestir þáttanna koma úr öllum áttum leikskólasamfélagsins
Available on
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Leikskólinn Aldan - Hvolsvelli

LímónutréðApr 23, 2024

00:00
41:50
Leikskólinn Aldan - Hvolsvelli

Leikskólinn Aldan - Hvolsvelli

Límónutréð heimsótti leikskólann Ölduna sem er átta deilda leikskóli á Hvolsvelli. Aldan er í nýju og glæsilegu húsnæði sem tekið var í notkun í ágúst 2023. Þær Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri, og Valborg Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá leikskólastarfinu í Öldunni og ferlinu sem fólst í því að flytja í nýtt húsnæði.

Apr 23, 202441:50
Ærslaleikur - Hugrún Helgadóttir

Ærslaleikur - Hugrún Helgadóttir

Límónutréð heimsótti Hugrúnu Helgadóttur leikskólakennara í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi. Hugrún sagði okkur frá meistararannsókn sinni sem heitir Ærslaleikur ungra barna: óþarfa hamagangur eða fyrstu skref í samleik?

Mar 14, 202443:03
Kerhólsskóli: Innleiðing flæðis í leikskólastarf - Emilía Lilja Rakelar Gilbertsdóttir og Sigríður Þorbjörnsdóttir
Feb 15, 202435:55
Eiturefnalaus leikskóli - Inda Björk Gunnarsdóttir

Eiturefnalaus leikskóli - Inda Björk Gunnarsdóttir

Límónutréð heimsótti Indu Björk Gunnarsdóttur, leikskólastjóra í Kiðagili á Akureyri. Hún sagði okkur sína sögu og hvernig stefnt er að því að hafa leikskólann án eiturefna.

Dec 15, 202336:59
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir - sönglög til málörvunar

Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir - sönglög til málörvunar

Í þættinum segir Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir, leikskólakennari í Urðarhóli, frá meistaraprófsverkefni sínu sem heitir: Sönglög til málörvunar í íslensku: með börnum af pólskum uppruna.

Lögin og fleira efni má nálgast á vefnum: krakkakunst.com

Oct 27, 202327:20
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir

Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir

Samtal við Jennýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur, þróunarfulltrúa leikskóla í Hafnarfirði

Sep 16, 202331:40
Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Samtal við Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri

Sep 16, 202342:50
Hæglæti í leikskólastarfi - Alison Clark og Kari Carlsen

Hæglæti í leikskólastarfi - Alison Clark og Kari Carlsen

Í þættinum fjalla þær Alison Clark og Kari Carlsen um hæglæti í leikskólastarfi. Þær heimsóttu Ísland vorið 2023 og Límónutréð var svo heppið að ná samtali við þær.

Sep 15, 202344:57
Móttaka og leiðsögn í leikskóla - Linda Ósk Sigurðardóttir

Móttaka og leiðsögn í leikskóla - Linda Ósk Sigurðardóttir

Í þættinum segir Linda Ósk Sigurðardóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Hlíð í Reykjavík, okkur frá meistararannsókn sinni. Linda Ósk lauk meistaranámi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf við Menntavísindasvið HÍ og í rannsókninni skoðaði hún móttöku og leiðsögn nýs starfsfólks í leikskóla.

Jul 06, 202329:17
Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri

Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri

Í þættinum heimsækjum við leikskólann Iðavöll á Akureyri og tölum við Önnu Lilju Sævarsdóttur leikskólastjóra. Við fórum um víðan völl enda á leikskólinn sér langa sögu og margt áhugavert er framundan í starfinu, t.d. eru kennarar að taka þátt í nýju verkefni sem tengist hæglæti og fljótlega verður opnuð ungbarnadeild í húsnæði grunnskóla í hverfinu.

May 29, 202330:41
Fjölmenning í leikskólum - Fríða Bjarney Jónsdóttir

Fjölmenning í leikskólum - Fríða Bjarney Jónsdóttir

Í þættinum segir Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, okkur frá starfi sínu. Fríða Bjarney segir okkur einnig frá doktorsrannsókn sinni sem þar sem hún skoðar námsrými fjöltyngdra barna í leikskólum. Þar sem Barnamenningarhátíð stendur nú yfir í Reykjavík, endum við á lagi hátíðarinnar 2023, Kæri heimur með hljómsveitinni Flott

Apr 20, 202339:19
Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ

Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ

Í þættinum er rætt við Jónínu Hauksdóttur varaformann KÍ. Hún leikskólakennari frá Akureyri. Hún segir okkur hvernig nýtt starf leggst í hana og hvaða áherslur hún hefur þar.

Mar 21, 202329:24
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Í þættinum segja þau Íris Hrönn Kristinsdóttir og Gunnar Gíslason okkur frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þar er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum sem m.a. tengjast leikskólastiginu.

Feb 19, 202331:16
Málörvun og læsi í leikskólum - Dr. Rannveig Oddsdóttir

Málörvun og læsi í leikskólum - Dr. Rannveig Oddsdóttir

Límónutréð heimsótti Dr. Rannveigu Oddsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Hennar sérsvið er málþroski og læsi og í þættinum fjallar hún um sínar rannsóknir sem tengjast málörvun og læsi í leikskólum.

Dec 15, 202226:10
Flæði og jákvæð sálfræði - Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Flæði og jákvæð sálfræði - Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi

Í þessum þætti heimsækjum við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þar sem unnið er í út frá kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Þær Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri og Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá starfinu í Uglukletti og hvernig það hefur þróast frá opnun leikskólans árið 2007.

Nov 16, 202232:28
Raunfærnimat í leikskólakennaranámi

Raunfærnimat í leikskólakennaranámi

Í þættinum segja þær Ína Dögg Eyþórsdóttir, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir og Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir frá raunfærnimati í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um þessar mundir er verið að meta þróunarverkefni um raunfærnimat sem unnið var á þessu skólaári og taka ákvarðanir um næstu skref. 

Apr 06, 202225:05
Samskipti tveggja ára barna - Bryndís Gunnarsdóttir

Samskipti tveggja ára barna - Bryndís Gunnarsdóttir

Í þessum þætti kynnumst við Bryndísi Gunnarsdóttur, leikskólakennara frá Ísafirði og doktorsnema við Menntavísindasvið. Hún segir okkur frá dokotorsverkefninu sínu þar sem hún skoðar samskipti tveggja ára leikskólabarna.  

Mar 22, 202230:54
Yngstu börnin í leikskólanum - Dr. Hrönn Pálmadóttir

Yngstu börnin í leikskólanum - Dr. Hrönn Pálmadóttir

Í þættinum segir Dr. Hrönn Pálmadóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, okkur frá rannsóknum sínum sem tengjast yngtu leikskólabörnunum. Hvað þarf að hafa í huga þegar leikskólastarf fyrir yngstu börnin er skipulagt? 

Oct 22, 202129:03
Leiklist í Laufskálum - Hildur Lilja Jónsdóttir og Sigríður Jóna Clausen

Leiklist í Laufskálum - Hildur Lilja Jónsdóttir og Sigríður Jóna Clausen

Í þessum þætti heimsóttum við leikskólann Laufskála í Grafarvogi sem leggur áherslu á leiklist starfinu. Hildur Lilja Jónsdóttir leikskólastjóri, og Sigríður Jóna Clausen verkefnastjóri, sögðu okkur frá hvernig unnið er með leiklistina bæði í skipulögðum stundum og hvernig hún fléttast inn í daglegt starf. 

Oct 08, 202146:33
Styrking leikskólastigsins - skýrsla starfshóps

Styrking leikskólastigsins - skýrsla starfshóps

Í þessum fyrsta þætti haustins komu fulltrúar starfshóps á vegum Mennta-og menningarmálaráðuneytsins um styrkingu leikskólastigsins og kynntu tillögur hópsins. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð. Tillögurnar eru nú til umfjöllunar í ráðuneytinu, m.a. í samhengi við fyrstu innleiðingaráætlun nýrrar menntastefnu sem kynnt verður í haust. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/23/Breytingar-sem-efla-leikskolastarf/ 

Sep 03, 202146:01
Fararheill - Björn Rúnar Egilsson og Friðborg Jónsdóttir

Fararheill - Björn Rúnar Egilsson og Friðborg Jónsdóttir

Við áttum skemmtilegt spjall við þau Björn Rúnar Egilsson og Friðborgu Jónsdóttur, sem bæði eru doktorsnemar og aðjúnktar við Menntavísindsvið. Þeirra rannsóknir eru hluti af stærra verkefni sem kallast Fararheill: stuðningur við jákvæðan flutning barna með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn úr leikskóla í grunnskóla. Við fengum innsýn í þeirra rannsóknir og inn í líf doktorsnemans. 

Apr 09, 202129:20
Samfélagið og leikskólinn - Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri Arakletts á Patreksfirði

Samfélagið og leikskólinn - Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri Arakletts á Patreksfirði

Í þættinum fáum við innsýn í leikskólastarf á Patreksfirði. Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri okkur frá hvernig starfinu í Arakletti og hvernig samfélagið allt tekur þátt í því.

Mar 19, 202122:24
Reynsla karla af leikskólastörfum - Dr. Þórdís Þórðardóttir
Mar 03, 202137:52
Samtal um fagið - nýtt námskeið í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið

Samtal um fagið - nýtt námskeið í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið

Í þessum þætti fengum við fjóra kennara frá Menntavísindasviði til okkar, Dr. Kristínu Karlsdóttur, Önnu Katarzynu Wozniczka, Renötu Emilsson Pesková og Dr. Susan Rafik Hama. Þær segja okkur frá nýju námskeiði í leikskólakennaranáminu við sviðið þar sem leikskólakennaranemum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á samtalsvettvang um fagið.  

Feb 15, 202125:20
Áhrif fyrstu bylgju Covid-19 á leikskólastarf

Áhrif fyrstu bylgju Covid-19 á leikskólastarf

Gestir okkar að þessu sinni eru Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor og Kristín Dýrfjörð dósent, sem báðar starfa við Háskólann á Akureyri. Í þættinum spjöllum við saman um rannsóknir okkar sem snúa að áhrifum fyrstu bylgju Covid-19 á leikskólastarf, út frá sjónarhóli stjórnenda og starfsfólks í leikskólum. 

Jan 31, 202135:05
Framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast leikskólastarfi - Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir

Framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast leikskólastarfi - Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir

Í þættinum segja þær Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir okkur fá lokaverkefnum sínum sem nýverið hlutu viðurkenningu frá skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Linda Rún skoðaði áskoranir í starfi leikskólastjóra og Melkorka útbjó stafrænt fræðsluefni fyrir leiðbeinendur í leikskólum. Við óskum þeim báðum til hamingju með þennan glæsilega árangur

Jan 24, 202130:45
Samstarfsaðilar í leikskólakennaranámi - Svava Björg Mörk

Samstarfsaðilar í leikskólakennaranámi - Svava Björg Mörk

Í þættinum segir Svava Björg Mörk frá rannsókn sinni sem fjallar um samstarf hagmunaaðila í leikskólakennaranámi. Svava Björg er aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Auk þess er hún annar helmingur Límóntrés dúettsins

Sep 28, 202034:04
Umboðsmaður barna - Salvör Nordal

Umboðsmaður barna - Salvör Nordal

Límónutréð fór og hitti Salvöru Nordal sem situr í embætti umboðsmanns barna. Salvör sagði okkur frá því um hvað embættið snýst og hvers vegna það er mikilvægt. Heimasíða umboðsmanns barna er barn.is 


Sep 13, 202030:23
Krikaskóli

Krikaskóli

Krikaskóli er samþættur leik-og grunnskóli í Mosfellsbæ fyrir börn á aldrinum 2ja - 9 ára. Þrúður Hjelm skólastjóri segir okkur frá sérstöðu skólans; hvernig hugmyndafræðin og húsnæðið og lóðin vinna saman.

Aug 24, 202036:29
Hetjuspilið - Gunnar Kristinn Þorgilsson

Hetjuspilið - Gunnar Kristinn Þorgilsson

Í þættinum segir Gunnar Kristinn Þorgilsson okkur frá Hetjuspilinu sem hann útbjó sem lokaverkefni til B.ed prófs í leikskólafræði. Gunnar Kristinn er nú meistaranemi við Menntavísindasvið og undirbýr rannsókn í tengslum við spilið fyrir meistaraverkefni sitt. Markmið spilsins er m.a. að ýta undir félagsfærni og málþroska barna.

Jun 29, 202033:13
Mikilvægt að börn fái tækifæri til að leika sér og tjá sig - Dr. Kristín Karlsdóttir

Mikilvægt að börn fái tækifæri til að leika sér og tjá sig - Dr. Kristín Karlsdóttir

Í tíunda þætti þessar árs kom Dr. Kristín Karlsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í spjall við okkur í Límónutrénu. Hún sagði okkur frá helstu rannsóknum sínum  og frá þeim breytingum sem eru að verða í leikskólakennaranáminu.

Jun 14, 202038:21
"Mér finnst rosalega merkilegt að vera leikskólakennari" - Kolbrún Lára Kjartansdóttir, meistaranemi

"Mér finnst rosalega merkilegt að vera leikskólakennari" - Kolbrún Lára Kjartansdóttir, meistaranemi

Við áttum samtal við Kolbrúnu Láru Kjartansdóttur sem er meistaranemi í leikskólakennarafræði. Hún sagði okkur frá upplifun sinni af náminu og hvers vegna hún valdi þessa leið. Kolbrún Lára heldur úti Instagram síðu sem heitir leikskólakennari.

Jun 02, 202024:14
Nýfrjálshyggja í menntakerfinu og vísindasmiðjur í leikskólum

Nýfrjálshyggja í menntakerfinu og vísindasmiðjur í leikskólum

Límónutréð nýtti sér tæknina sem við lærðum í samkomubanninu og átti samtal við Kristínu Dýrfjörð í gegnum fjarfundbúnað. Kristín er dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og hefur lengi komið að málefnum leikskóla á Íslandi frá ýmsum hliðum. Hún segir okkur sína sögu

May 26, 202036:09
Útinám í Stekkjarási - Alda Agnes Sveinsdóttir og Unnur Henrysdóttir

Útinám í Stekkjarási - Alda Agnes Sveinsdóttir og Unnur Henrysdóttir

Þær Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri og Unnur Henrysdóttir deildarstjóri sögðu okkur frá leikskólastarfinu í Stekkjarási þar sem áhersla er lögð á útinám. Margt áhugavert að gerast hjá þeim

Apr 09, 202042:41
Lausnahringurinn í Brákarborg - Sólrún Óskarsdóttir og Arnrún Magnúsdóttir

Lausnahringurinn í Brákarborg - Sólrún Óskarsdóttir og Arnrún Magnúsdóttir

Í leikskólanum Brákarborg er unnið frábært starf með Lausnahringinn. Þetta er verkefni sem börnin í leikskólanum hafa tekið virkan þátt í að móta. Sólrún Óskarsdóttir leikskólastjóri og Arnrún Magnúsdóttir deildarstjóri segja okkur frá Lausnahringnum

Mar 27, 202038:25
Snerting, jóga, slökun - lærdómssamfélag í Reynisholti - Aðalheiður Stefánsdóttir

Snerting, jóga, slökun - lærdómssamfélag í Reynisholti - Aðalheiður Stefánsdóttir

Í þættinum segir Aðalheiður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, okkur frá því hvernig unnið hefur verið með nálgun lærdómssamfélags í leikskólanum Reynisholti. Áherslur leikskólans eru snerting, jóga og slökun sem eru þættir sem Límónutréð mælir með að fólk tileikni sér á þessum viðburðaríku dögum

Mar 13, 202040:29
Staða leikskólakennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands - Dr. Amalía Björnsdóttir og Dr. Þuríður Jóhannsdóttir
Mar 03, 202040:46
Fagmennska leikskólakennara - Arna H. Jónsdóttir

Fagmennska leikskólakennara - Arna H. Jónsdóttir

Í þættinum segir Dr. Arna H. Jónsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, okkur sögu sína. Arna hefur snert á mörgum ólíkum þáttum tengdum leikskólastarfinu. Hún segir okkur einnig frá rannsóknum sínum sem flestar snúa að fagmennsku leikskólakennara og stjórnun menntastofnanna.

Feb 15, 202037:48
Hvað er að gerast í leikskólum Reykjavíkur - Skúli Helgason

Hvað er að gerast í leikskólum Reykjavíkur - Skúli Helgason

Límónutréð hitti Skúla Helgason formann Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Skúli sagði okkur frá því helsta sem er að gerast í leikskólamálum borgarinnar og að sjálfsögðu ræddum við heitasta málið í dag - fyrirhugaða styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. 

Jan 31, 202029:39
Litla menntabúðin í Reykholti - Ingibjörg Kristleifsdóttir

Litla menntabúðin í Reykholti - Ingibjörg Kristleifsdóttir

Límónutréð er loksins komið úr jólafríi og segir gleðilegt nýtt ár við hlustendur sína. Í fyrsta þætti ársins segir Ingibjörg Kristleifsdóttir okkur frá Litlu menntabúðinni í Reykholti, Borgarfirði. Nánari upplýsingar má finna á http://litlamenntabudin.heimskringlan.is/


Jan 20, 202031:36
Jólakveðja frá Límónutrénu

Jólakveðja frá Límónutrénu

Límónutréð sendir jólakveðju og þakkar fyrir góðar móttökur á árinu. Fyrir okkur hefur þetta verið mjög skemmtilegt ferli, áhugavert og lærdómsríkt. Við höfum náð að senda frá okkur 18 þætti síðan um miðjan ágúst og við erum hvergi hættar og höfum margar hugmyndir fyrir nýja þætti. 

Gleðileg jól

Dec 13, 201911:47
Bættar starfsaðstæður í leikskólum í Grindavík

Bættar starfsaðstæður í leikskólum í Grindavík

Í þessum þætti skelltu Límónutrés-konur sér til Grindavíkur. Við fréttum að fræðsluráð Grindavíkurbæjar ákvað að verða við tillögum starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum bæjarins og ákváðum því að skella okkur til Grindavíkur þar sem vel var tekið á móti okkur

Dec 08, 201938:43
Lærdómssamfélagið í Aðalþingi - Dr. Guðrún Alda Harðardóttir

Lærdómssamfélagið í Aðalþingi - Dr. Guðrún Alda Harðardóttir

Í þættinum segir Dr. Guðrún Alda Harðardóttir okkur frá leikskólastarfinu í leikskólanum Aðalþingi. Leikskólinn hefur m.a. nýverið gefið út bókina: Í anda Barnasáttmálans í 10 ár í Aðalþingi, í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmálans. Nánari upplýsingar um starfið í Aðalþingi má finna á heimasíðunni adalthing.is

Nov 23, 201940:54
Hvað segja nýútskrifaðir leikskólakennarar?

Hvað segja nýútskrifaðir leikskólakennarar?

Við áttum skemmtilegt samtal við þrjá nýútskrifaða leikskólakennara sem allar fengu viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir framúrskarandi meistaraverkefni. Þær Ingunn Heiða Kjartansdóttir, Sólveig Björg Pálsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir segja okkur fá meistaraverkefnunum sínum og hvernig er að vera nýútskrifaður leikskólakennari í dag. Við í Límónutrénu erum bjartsýnar á framtíð stéttarinnar eftir þetta samtal.

Nov 16, 201951:49
Wonders of Waste - Leikskólinn Akrasel

Wonders of Waste - Leikskólinn Akrasel

Límónutréð fór í bíltúr upp á Akranes og heimsótti leikskólann Akrasel. Þar hittum við Anneyju Ágústdóttur og Sigurrósu Ingimarsdóttur sem sögðu okkur frá helstu áherslum leikskólans og spennandi Erasmus+ verkefni sem er að fara í gang. Verkefnið heitir Wonders of Waste og það er hægt að fylgjast með því á Facebook

Nov 09, 201947:01
Jafnrétti kynjanna og virðingasess í barnahópnum - Þórdís Þórðardóttir

Jafnrétti kynjanna og virðingasess í barnahópnum - Þórdís Þórðardóttir

Þórdís Þórðardóttir dósent í uppeldis-og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir frá rannsóknum sínum síðustu ár. Hún hefur skoðað jafnrétti kynjanna frá ólíku sjónarhornum.

Nov 01, 201937:59
Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar

Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar

Hér segja þær Elín Guðrún Pálsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnisstjórar, frá þróunarverkefni sem unnið var í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti.

Oct 27, 201933:19
Sýn barna á leik - Sara Margrét Ólafsdóttir

Sýn barna á leik - Sara Margrét Ólafsdóttir

Í þættinum segir Sara Margrét Ólafsdóttir okkur frá doktorsverkefninu sínu þar sem hún skoðaði hvernig börn skilgreina leik og hvernig þau sjá hlutverk fullorðinna í leiknum. Hún segir okkur frá áhugaverðum rannsóknarverkefnum sem hún tekur þátt í í dag, sem nýráðinn lektor við Menntavísindasvið.  

Oct 18, 201928:25
Fjóla Þorvaldsdóttir

Fjóla Þorvaldsdóttir

Í þættinum segir Fjóla Þorvaldsdóttir sögu sína. Hún útskrifaðist sem fóstra 1983 og lauk meistaraprófi á síðasta ári. Meistaraverkefnið hennar fólst í því að gera námsvef um upplýsingatækni sem heitir Fikt (fikt.kopavogur.is). Fjóla segir okkur einnig frá áhugaverðum menntabúðum sem verða 23. október á vegum faghóps um skapandi leikskólastarf. Fjóla hefur einnig verið varaformaður félags leikskólakennara.

Oct 11, 201937:46
Hildur Skarphéðinsdóttir

Hildur Skarphéðinsdóttir

Hér segir Hildur Skarphéðinsdóttir okkur sögu sína. Hún var ung stelpa þegar hún ákvað að verða fóstra og hefur langa reynslu sem leikskólakennari, leikskólastjóri og leikskólaráðgjafi. Margir þekkja Hildi einnig síðan hún var skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 

Oct 05, 201956:35