Skip to main content
Mótorvarpið

Mótorvarpið

By Podcaststöðin
Bragi Þórðarson fjallar um allt mótorsport á fjórum hjólum, bæði innlent og erlent. Bragi fær til sín góða gesti, bæði fyrrum og núverandi keppendur ásamt öðrum mótorsport-fræðingum.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

#48 Torfæra - Jiiibbííí
Sigurður Ingi Sigurðsson byrjaði að keppa í torfæru í vor. Hann fer yfir hvernig það er að byrja í þessu sporti ásamt liðstjóranum sínum, Sævari Jónssyni.
1:36:59
September 23, 2020
#47 Torfæra - Team Guttinn Reborn
Það er fullt hús gesta í þætti dagsins. Bræðurnir Ingólfur og Kjartan Guðvarðasynir mæta ásamt liðstjóranum Sigurbirni Ingvarssyni. Ingólfur leiðir Íslandsmótið í torfæru nú þegar ein umferð er eftir.
1:39:26
September 16, 2020
#46 Rallý og Rallýcross - Ívar Örn og Guðni Freyr
Íslandsmeistararnir í AB Varahlutaflokki í rallinu fara yfir ferla sína í mótorsporti. Ívar og Guðni hafa keppt lengi í mótorsporti og fara þeir hér yfir ferla sína, sem í mörgum tilfellum er samofin Braga þáttarstjórnanda.
1:35:03
September 9, 2020
#45 Rallýcross o. fl. - Alexander Lexi Kárason
Sögulegur viðburður í Mótorvarpinu þar sem Bragi fær til sýn gest og tala þeir ekki bara um Mótorsport á fjórum hjólum. Lexi hefur unnið fjölmarga titla í Snjókrossi en hefur einnig keppt í Motocross, Enduro, Go-Kart, Rally og Rallýcrossi.
1:39:39
September 2, 2020
#44 Torfæra og Rallýcross - Atli Jamil
Atli Jamil hefur síðastliðin ár keppt í torfæru með góðum árangri, en hann seldi Thunderbolt eftir að hafa tryggt sér Noregstitilinn í fyrra. Nú keppir hann í Rallýcrossi á ofur-Yaris!
1:50:41
August 26, 2020
#43 Sögustund - Sigurður Þór Jónsson
Bragi fær Íslandsmeistarann í torfæru frá 2006 í spjall. Sigurður Þór Jónsson keppti stanslaust í torfæru frá 1992 til 2009.
1:42:07
August 19, 2020
#42 Formúla 1000 - Jóhann Egilsson og Viktor Böðvarsson
Bragi fékk til sýn þá Jóhann og Viktor til að tala um kappaksturinn Formúla 1000. Fyrsta kappaksturskeppnin fór fram á Íslandi í Júní 2020 og fóru þeir félagar yfir hvernig íþróttin virkar og framtíðarplön.
1:38:43
August 12, 2020
#41 Drift - Aron Jarl
Aron Jarl hefur keppt í Drifti alveg frá því að fyrsta keppnin var haldin á Húsgagnarhallarplaninu árið 2005. Hann fer yfir ferilinn með Braga ásamt því að tala um hvað þarf til að vera góður í Drifti.
1:37:28
August 5, 2020
#40 Rallýcross - Ólafur Tryggvason
Bragi ræðir við rallýcross kappann Ólaf Tryggvason sem hefur verið að keppa í sportinu síðan 2008.
1:38:06
July 29, 2020
#39 Torfæra - Óskar Jónsson
Óskar er að byrja sitt annað ár í götubílaflokknum í torfærunni. Bragi fékk hann í spjall þar sem þeir fóru yfir ferilinn og smíðina á Úlfinum.
1:33:06
July 22, 2020
#38 Torfæra - Bessi Theodórsson
Það er ávalt líf og fjör þar sem Bessi kemst í míkrófón! Bragi og Bessi fara yfir stöðuna í torfærunni.
1:16:28
July 16, 2020
#37 Torfæra og Rallýcross - Guðmundur Elíasson
Ungstirnið Guðmundur Elíasson hefur verið að keppa í akstursíþróttum í fimm ár þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann fór yfir ferilinn með Braga ásamt því að tala um fyrstu umferðina í torfæru sem fram fór á Egilsstöðum.
59:17
July 15, 2020
#36 Sögustund - Gunnar Pálmi Pétursson
Torfærukappinn Gunnar Pálmi hefur alls unnið 4 titla og hafði frá miklu að segja enda spannar torfæruferillinn rúm 20 ár.
1:43:13
July 8, 2020
#35 Rallý - Daníel Sigurðarson
Danni hefur verið að keppa í ralli frá árinu 1998 og er einn besti ökumaður landsins. Hann á fjölda titla og gerði meðal annars gott mót í Bretlandi fyrir um 10 árum síðan.
2:03:35
July 1, 2020
#34 Kvartmíla - Ingólfur Arnarson
Bragi fékk formann Kvartmíluklúbbsins í spjall, Ingólf Arnarson. Ingó vann einnig fyrstu umferð Íslandsmótsins í Kvartmílu í OF flokki.
1:39:30
June 24, 2020
#33 Drift - Jón Þór og Úlfar Bjarki
Bragi talar um Drift við þá Jón Þór Hermannsson og Úlfar Bjarka Stefánsson en Jón vann fyrstu umferð Íslandsmótsins og Úlfar endaði þriðji.
1:41:32
June 17, 2020
#32 Rallýcross og Rallý - Vikar Karl Sigurjónsson
Vikar gerði sér lítið fyrir og keppti bæði í ralli og rallýcrossi um sömu helgi. Hann fer yfir litríka mótorsporthelgi með Braga.
1:28:18
June 10, 2020
#31 Rallý - Gunnar Karl Jóhannesson
Bragi talar við Gunnar Karl rallökumann og fara þeir fyrir feril hans bæði hér heima og í Bretlandi ásamt því að hita upp fyrir Suðurnesjarallið 2020.
1:52:32
June 3, 2020
#30 Torfæra - Ási Frændi
Ásmundur Ingjaldsson hefur keppt í torfæru síðustliðin tvo ár og stefnir á titil í ár. Hann fer yfir ferilinn með Braga ásamt mörgu öðru.
1:14:03
May 29, 2020
#29 Rallýcross og Torfæra - Palli Rolla
Páll Skjóldal Jónsson, betur þekktur í mótorsportinu sem Palli Rolla fór yfir ferill sinn í akstursíþróttum með Braga.
1:30:19
May 25, 2020
#28 Torfæra - Aron Ingi Svansson
Bragi talar við Aron Inga um komandi tímabil í torfærunni sem og síðustu ár. Aron keppir á Stormi, sem í fyrra var eini bíllinn í keppni sem er ekki með V8 mótor.
1:16:49
May 17, 2020
#27 Torfæra - Danni Thunder og Mæja
Torfæruhjónin Daníel Gunnar Ingimundarson og María Antonía Jónasdóttir fara yfir rúmlega 20 ára torfæruferilinn.
1:44:54
May 11, 2020
#26 Sögustund - Baldur Jónsson
Þrefaldi Íslandsmeistarinn í ralli, Baldur Jónsson, talar við Braga um litríkan feril sinn og hvernig það sé að vera fæddur inn í ''rallfjölskyldu''.
2:08:33
May 7, 2020
#25 Sögustund - Pétur Bakari
Bragi fékk Pétur S. Pétursson, betur þekktan sem Pétur Bakara, í spjall og fóru þeir félagar yfir tæplega 20 ára feril Péturs í torfæru, kvartmílu, rallýcrossi og ralli.
2:12:51
April 27, 2020
#24 Sögustund - Sigurður Bragi Guðmundsson
Bragi fær nafna sinn í spjall þar sem þeir fara gaumgæfilega yfir magnaðann 35 ára feril Sigurðs Braga í rallinu.
2:01:54
April 22, 2020
#23 Rallý - Gummi Hösk og Halldór Vilberg
Bragi fékk rallkappana Guðmund Höskuldsson og Halldór Vilberg Ómarsson í spjall bæði um rallý og tölvuleikjarallý. Þeir félagar stofnuðu hópinn 'Skítugt Rall' þar sem keppt er í tölvuleiknum Dirt Rally. Við biðjumst velvirðingar á að hljóðgæðin eru ekki alveg uppá sitt besta til að byrja með vegna tæknilegra örðugleika
1:38:58
April 8, 2020
#22 Torfæra - Jakob Cecil Hafsteinsson
Bragi og Jakob fara víða við í torfærusögunni. Tala meðal annars um hvaða torfærubílar hafa verið flottastir og ljótastir, hvaða ár var það skemmtilegasta í torfærunni og margt fleira.
1:34:56
March 25, 2020
#21 Sögustund - Páll Pálsson
Bragi fékk til sín margfaldan Íslandsmeistara í rallýcrossi og torfæru, Pál Pálsson. Þeir fara yfir feril Páls og skyggnast bakvið tjöldin í hvernig er að keppa í rallýcrossi og torfæru.
2:05:36
March 18, 2020
#20 Sögustund - Ásgeir og Bragi
Bragi fær til sýn þreföldu Íslandsmeistarana í ralli þá Ásgeir Sigurðsson og Braga Guðmundsson. Þeir keyptu til landsins Metro 6R4 rallýbíl sem átti eftir að gjörbreyta ralli á Íslandi.
1:46:20
March 7, 2020
#19 Konur í Mótorsporti
Bragi fékk til sín þrjár eðal konur sem allar hafa gert það gott í Mótorsporti á einn eða annan hátt. Þær Ásta Sigurðardóttir, Eva Arnet og Hanna Rún Ragnarsdóttir tala um hvernig hægt sé að auka áhuga kvenfólks á akstursíþróttum.
1:03:09
March 4, 2020
#18 Sögustund - Hjörtur og Ísak
Rallkapparnir Hjörtur Pálmi Jónsson og Ísak Guðjónsson fara yfir litríkan feril sinn á svokölluðu gullaldartímabili ralls á Íslandi.
1:59:47
February 28, 2020
#17 Torfæra - Guðbjörn Grímsson
Bragi fékk til sín í spjall Íslandsmeistarann í torfæru frá árinu 1987, Guðbjörn Grímsson. Bubbi hefur unnið hörðum höndum bakvið tjöldin í torfærunni bæði á Íslandi og erlendis.
1:16:56
February 26, 2020
#16 Sögustund - Árni Kópsson
Bragi fékk hinn eina sanna Árna Kópsson torfærukappa í spjall. Árna þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um mótorsport, hann vann þrjá Íslandsmeistaratitla í röð á tímabili sem torfæran var ein vinsælasta íþrótt þjóðarinnar.
1:28:21
February 20, 2020
#15 Torfæra - Þór Þormar Pálsson
Bragi fékk ríkjandi Íslandsmeistara í sérútbúna flokknum í torfæru í spjall. Bragi og Þór Þormar fara yfir síðasta tímabil og spá í spilin fyrir sumarip 2020.
1:06:09
February 13, 2020
#14 Sögustund - Páll Halldór og Jóhannes (JóPal)
Bragi fær til sín Íslandsmeistarana í ralli frá árinu 1998 í spjall. Í þættinu ræða þeir Páll og Jóhannes um gullaldartímabilið svokallaða í rallinu í kringum aldamótin og margt fleira.
1:51:26
February 9, 2020
#13 Formúla 1 - Kristján Einar Kristjánsson
Bragi og Kristján fara yfir 2019 tímabilið í Formúlu 1 og rýna í hvað gæti gerst árið 2020.
1:12:48
January 31, 2020
#12 WRC hringborðið - Monte Carlo
Bragi setti saman draumalið WRC áhugamanna á Íslandi. Rallkapparnir Borgar Ólafsson, Magnús Ragnarsson og Hlöðver Baldursson tala um fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í ralli sem fram fór helgina 23. til 26. Janúar.
1:15:24
January 26, 2020
#11 Torfæra - Magnús Sigurðsson
Bragi spjallar við Magnús Sigurðsson torfærukappa sem er á leið til keppni í Kaliforníu. Magnús ræðir gaumgæfilega um hugmyndavinnuna á bakvið torfærubílnum Kubb ásamt King of the Hammers keppninni sem fer fram í byrjun febrúar.
1:32:15
January 22, 2020
#10 Rallý - Baldur Arnar og Heimir Snær
Bragi talar við nýkrínda Íslandsmeistara í ralli þá Baldur Arnar Hlöðversson og Heimi Snæ Jónsson. Þeir félagar spajlla um rallið gera upp sumarið auk þess að hita upp fyrir bikarmót í rallýcrossi.
1:03:18
September 20, 2019
#9 Torfæra - Jakob Cecil Hafsteinsson
Jakob þarf varla að kynna fyrir torfæruáhugamönnum. Hann hefur verið að mynda sportið síðastliðin 15 ár og er Youtube rás hans komin með yfir 12 þúsund fylgjendur. Bragi og Jakob fara yfir tímabilið í torfærunni en síðasta umferð Íslandsmótsins fór fram um helgina.
1:06:24
August 23, 2019
#8 Formúla 1 - Kristján Einar Kristjánsson
Bragi talar við Formúlu sérfræðing landsins, Kristján Einar Kristjánsson um allt sem við kemur F1. Einnig tala þeir félagarnir um torfæruna en lokaumferð Íslandsmótsins fer fram á Akureyri um helgina.
1:08:49
August 15, 2019
#7 Brautarakstur - Hilmar Jacobsen og Ingimundur Helgason
Bragi ræðir við þá Hilmar og Ingimund sem keppa undir merkjum Crazy Racing í brautarakstri og kvartmílu. Eurol þolaksturskeppnin er gerð upp og almennt spjallað um brautarakstur.
55:47
August 2, 2019
#6 Drift - Anton Örn Árnason og Birgir Sigurðsson
Bragi spjallar við Birgi og Anton úr Be Sick Racing en þeir félagar enduðu í fyrsta og öðru sæti í þriðju umferð Íslandsmótsins í Drifti. Í þættinum ræða þeir um Driftið ásamt torfæru þar sem Birgir keppti í henni á síðasta ári.
1:07:02
July 11, 2019
#5 Rallý og Torfæra - Heimir Snær Jónsson og Haukur Viðar Einarsson
Bragi hitar upp fyrir Mótorsport viðburði helgarinnar með Heimi rallara og Hauki torfærukalli. Báðir leiða þeir Íslandsmótið í sínum greinum fyrir keppnir helgarinnar. Rætt er um Hamingjurallið á Hólmavík og Blönduóstorfæruna.
1:01:12
June 26, 2019
#4 Torfæra - Þór Þormar Pálsson
Bragi spjallar við ríkjandi Íslandsmeistara í torfæruakstri, Þór Þormar Pálsson. Þeir félagar fara yfir KFC torfæruna sem fór fram á Bíladögum á Akureyri ásamt því að tala bara almennt um íslensku torfæruna. Þór rekur svo feril sinn sem byrjaði árið 1994.
1:08:55
June 18, 2019
#3 Rallýcross og Rallý - Vikar Sigurjónsson og Birgir Kristjánsson
Bragi fær Rallýcross kappana Vikar og Birgi í spjall. Vikar keppir einnig í rallakstri og í þættinum gera þeir upp fyrstu umferð Íslandsmótsins í Ralli og hita upp fyrir aðra umferðina í Rallýcrossi. Einnig er rætt um torfæru þar sem Birgir er í Team Thor torfæruliðinu.
1:12:36
June 6, 2019
#2 Torfæra - Bessi Theodórsson
Bragi ræðir við Bessa, sem þekktur er sem kynnir á torfærukeppnum. Í þættinum ræða þeir um allt tengd íslensku torfærunni, gera upp fyrstu tvær keppnir ársins og spá fyrir um úrslit í mótinu.
1:09:25
June 2, 2019
#1 Rallý - Baldur Arnar Hlöðversson og Ragnar Bjarni Gröndal
Ragnar Bjarni Gröndal er ríkjandi Íslandsmeistari í ralli og Baldur Arnar Hlöðversson endaði þriðji í mótinu í fyrra. Í þættinum ræðum við um allt tengt rallakstri ásamt því að hita upp fyrir Orkurallið, fyrstu keppni Íslandsmótsins sem fer fram helgina 31. maí til 1. júní á Suðurnesjum.
1:04:18
May 20, 2019