Skip to main content
Skoðanabræður

Skoðanabræður

By Bergþór Másson & Snorri Másson

www.patreon.com/skodanabraedur

Skoðanabræður: „Eina hlaðvarp sem ég get hlustað á.“ – „Ég verð gáfaðri af því að hlusta á þetta.“ – „Lét mig hætta að vilja drepa mig.“ – „Besta leiðin til að vita það sem skiptir máli.“ – „Ég verð anti-þunglynd við að heyra ykkur tala um lifnaðarhætti ykkar.“

Fremsta hlaðvarp landsins síðan 2019, í boði blóðbræðranna Snorra og Bergþórs Mássonar. Þáttur á hverjum föstudagsmorgni í mynd og hljóði, en mun oftar fyrir þá sem ganga í Skoðanabræðralagið á www.patreon.com/skodanabraedur.

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

#54 Stóra smáhýsamálið, kitla

SkoðanabræðurJun 23, 2020

00:00
01:12:03
#306 Það hræðilegasta sem Bergþór hefur séð

#306 Það hræðilegasta sem Bergþór hefur séð

Hér er hvatt til endurvakningar vísnahefðarinnar - og nefndir til sögunnar ungir menn sem eru nokkuð líklegir á því sviði, Bergþór fer yfir upplifun sína af ferðalögum til Indlands og Bandaríkjanna, við höldum áfram að veita skýrar leiðbeiningar að andlegri vakningu; önnur spurning í þessu: Er hið norræna velferðarkerfi til þess fallið að hvetja til andlegra afreka eða er það bara fjöldaframleiðsla á meðalmennsku? Grimmileg spurning.

Þátturinn í heild á Patreon!

Mar 22, 202418:13
#305 Öll eru vöknuð

#305 Öll eru vöknuð

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Hér er stiklað á stóru: Heimildin.is fjallaði um það að Valkyrjurnar séu vaknaðar, DVD (Decision, Vision, Discipline), mikilvægi þess að búa sér til sýn, Steini V, hugmyndir um karlmennsku, kynjafræði. Guð blessi ykkur kæra bræðralag - til hamingju með vakninguna. Við erum í þessu saman.

Mar 15, 202420:15
#304 Viðhorf, viðhorf, viðhorf

#304 Viðhorf, viðhorf, viðhorf

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Breyttu viðhorfinu þínu og breyttu lífinu þínu. Skoðanabræður halda áfram í sjálfs-þróun - takið eftir, ekki sjálfshjálp - sjálfsþróun. Hún hættir aldrei, við hættum aldrei. Hver veit hvernig þetta endar? Á snekkju með twerkandi gellum? Í Ölpunum? Á búgarði í Borgarfirði? Eitt er víst - þetta endar vel, þetta endar eins og við ákveðum, þetta endar eins og við viljum að þetta endi. Bob Proctor tekinn fyrir hér - við höldum áfram í næstu viku. Guð blessi ykkur.

Mar 08, 202415:54
#303 Svona grefurðu þig upp úr holunni! *FRÍR ÞÁTTUR*

#303 Svona grefurðu þig upp úr holunni! *FRÍR ÞÁTTUR*

Framhald á sjálfshjálparvegferðinni er ekki galin leið til að lýsa þessum þætti en hér er þó margt annað rætt: Kristni og wokeismi og sniðmengi þessara hugmyndastefna, að hætta að hata fólk, Trump á McDonald’s í Japan, Zuckerberg, þá firringu að halda því fram að kjöt sé óhollt og loks mikilvægi þess að lesa bækur endurtekið.

Mar 01, 202401:03:59
#302 Að brjótast út úr fangelsinu

#302 Að brjótast út úr fangelsinu

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Stórfenglegur þáttur í dag. Allt að gerast í Sigurðarstofu Sævars. Hérna erum við að tala um; að brjótast út úr fangelsi hugmyndafræðarinnar, Kanye, Werner Herzog, sigrast á sjálfum sér, hætta að vera veikburða ofl ofl ofl

Feb 23, 202411:18
#301 Þú þarft að byrja strax í dag!

#301 Þú þarft að byrja strax í dag!

Hér er rætt um nauðsyn þess að innleiða gervigreind á sem flestum sviðum, nauðsyn þess að gera talsverðar breytingar í íslenskum stjórnmálum, hita á sviði rafmynta og svo er enn bætt í þá sjálfshjálparvegferð sem Skoðanabræður hafa verið á og útskýrt hvað menn þurfa að gera til að geta byggt upp líf sitt. Inntakið þar er meðal annars: Þú þarft að byrja strax í dag!


Þátturinn í heild sinni inni á Patreon. 

Feb 16, 202417:02
#300 Svona verðurðu ríkur

#300 Svona verðurðu ríkur

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Þrjúhundraðasti þátturinn, „I keep it 300, like the Romans“ sagði skáldið. Við byrjum á því að fara yfir Jafnréttisstofu (FUERA!) og nýju herferð hennar sem snýst um það að segja fólki hvernig það eigi að hugsa? Spurning. Síðan tölum við um Peter Thiel og nýju ólympíuleikana hans þar sem leyfilegt er að dópa. Mikilvægi testósteróns rætt. Að lokum, og þetta er mikilvægur kafli, er farið yfir þýðingu Bergþórs á lokakafla bókarinnar The Science of Getting Rich. Hlustið á þetta kæra bræðralag og verðið rík, þetta er svona einfalt. Guð blessi ykkur!

Feb 09, 202420:36
#299 Eftir þrítugt verður ekki aftur snúið

#299 Eftir þrítugt verður ekki aftur snúið

Farið yfir hættur áfengis, góðar leiðir til að græða peninga, „stöðu fjölmiðla“, góða skapið hjá ritstjóranum og þá hættu að vera virkur karlfemínisti þegar maður lendir á þrjátíu ára markinu – eftir það snúa fáir aftur.

Feb 02, 202411:20
#298 The Woke Mind Virus (FRÍR ÞÁTTUR)

#298 The Woke Mind Virus (FRÍR ÞÁTTUR)

Leggðu frjálsri fjölmiðlun lið inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Skoðanabræður halda áfram að blása lífi í bræðralagið og sjálfa sig í leiðinni. Hérna er tala um áfengislaust líf, hvernig eigi að sigra, Shakespeare, þjóðvakningu & endurreisn, the woke mind virus, Óskarskandal vegna tilnefninga Barbie og allskonar annað. Guð blessi ykkur öll.

Jan 26, 202458:42
#297 Ísland vs. Bandaríkin m/ Aroni Kristni Jónassyni

#297 Ísland vs. Bandaríkin m/ Aroni Kristni Jónassyni

Fyrirsögnin sneiðir fram hjá fjölda mikilvægra umræðuefna en þetta er þó mikilvæg spurning. Í þessum einstaka þætti Skoðanabræðra er Aron Kristinn Jónasson frumkvöðull og rappari fenginn að borðinu til að ræða málefni lands og þjóðar í víðum skilningi. Allt frá íslenskum her, algrími samfélagsmiðla og einsleitni í klæðaburði til vellíðunar við að koma inn á bandarískt salerni; að þannig eigi hlutirnir ef til vill að vera. Bandaríska tilraunin töluvert rædd; og farið yfir hvaða þætti Íslendingar þurfa að taka til fyrirmyndar.

Þátturinn í heild sinni á Patreon

Jan 19, 202407:47
#296 The Law of Attraction

#296 The Law of Attraction

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Lögmál aðdráttaraflsins er ekki nógu gott þannig titillinn er á ensku, kannski í fyrsta skipti? Fræðimenn geta kannað málið. Í þessum þætti er einmitt talað um þetta lögmál, hvernig þú lætur hlutina gerast með jákvæðni og trausti. Þannig virkar þetta. Síðan tölum við líka um allskonar annað eins og íslenska tónlist, XXX Rottweiler, hvalveiðibann,  Björk styttu, Ritstjórann og allskonar annað.  Lesið The Secret kæra bræðralag og heimurinn verður okkar!

Jan 12, 202404:03
#295 Nýtt ár, ný tækifæri

#295 Nýtt ár, ný tækifæri

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Fyrsti þátturinn í nýju húsnæði Skoðanabræðra. Allt að gerast! Það sem er talað um meðal annars: Hvernig maður verður ríkur, að gera eitthvað sem skiptir máli, Guðni Th. forseti, samfélagsmiðla- og sjálfsfróunarfasta Nökkva Fjalars, munurinn á ungmönnum nútímans og árið 1970 og fullt fullt fleira.

Jan 05, 202409:41
#294 Öll eru maður ársins! *OPINN ÞÁTTUR*

#294 Öll eru maður ársins! *OPINN ÞÁTTUR*

2023 var risastórt ár fyrir öll. Heldur betur! Hér fara bræðurnir yfir árið sem leið, yfirvofandi vakningu, milljarðamæringshugsunarhátt, vonbrigði í aðfangadagsmessu, að vera feitur í hausnum á sér ásamt því að snerta á stemningunni í Portúgal þar sem Bergþór er staddur núna á milli jóla og nýárs. Hvað er málið með Portúgala?

Gleðilegt nýtt ár kæra bræðralag!

Dec 29, 202301:03:21
#293 Að reyna að hætta að hata jólin

#293 Að reyna að hætta að hata jólin

Bræðurnir eru komnir í jólaskap og fara yfir allt sem vita þarf í undirbúningi fyrir hátíðirnar. Bergþór ætlar að gera ýmislegt á nýju ári, en hann ætlar ekki sérstaklega að reyna að draga úr hugmyndafræðilegri einangrun sinni. Snorri á fyrstu jólin með börnum og hefur raunhæfar væntingar til góðrar skemmtunar. Umræðuefni: Upplýsingaóreiðan í jólaboðinu, Taylor Swift manneskja ársins hjá Time, væntanleg plata Kanye West og margt sem ég er núna að gleyma.

Dec 22, 202314:12
#292 Er kominn tími á stjórnmálaflokk?

#292 Er kominn tími á stjórnmálaflokk?

Hlustaði í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Víkingaflokkurinn, Víkingar, Bræður Íslands eða Þjóðveldisflokkurinn. Þetta eru allt nafnahugmyndir af nýjum stjórnmálaflokk sem lögð eru drög af hérna í þessum þætti. Jákvæðni, frelsi, hreysti og sannleikur. Þetta boðar flokkurinn. Guð blessi ykkur öll.

Dec 15, 202313:50
#291 Skoðanir Atla Steins Guðmundssonar

#291 Skoðanir Atla Steins Guðmundssonar

Atli Steinn Guðmundsson er blaða- og ævintýramaður. Glöggir hlustendur muna eftir honum úr #128 Skoðanir Noregs. Hreinn og beinn kóngur. Hér er talað um: Norðurlöndin, glæpi, rokk, lyftingar og ritstörf. Alhamdulillah!

Dec 08, 202319:20
#290 Skoðanir Ívars Orra Ómarsson *FRÍR ÞÁTTUR*

#290 Skoðanir Ívars Orra Ómarsson *FRÍR ÞÁTTUR*

Hér ræða bræðurnir við bardagakappann, frumkvöðulinn og mataræðisfrömuðinn Ívar Orra Ómarsson. Ívar Orri, einnig kallaður Seiðkarlinn, kafaði ofan í allt mögulegt tengt mataræði eftir að hann greindist með sykursýki – og lærði margt, sem hann deilir nú með fylgjendum sínum á Instagram. 

Hann hefur einnig mjög ákveðnar hugmyndir um hinn eina sanna góða lífsstíl og hugarfar, sem allt er reifað í þessum þætti.

Dec 01, 202301:34:04
#289 Eðli mannsins

#289 Eðli mannsins

Styddu frjálsa fjölmiðlun inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Fremsta hlaðvarp landsins heldur áfram að framleiða þetta hágæða. Snorri segir að löggan eigi að fá byssur en Bergþór segir Fuck The Police. Heimspekingurinn sem sameinaði austræn og vestræna speki Arthur Schopenhauer er ræddur og hans hugmyndir lauslega kynntar. Virðing sett á ICEGUYS og nýja forseta Argentínu hann Javier Milei. Allahu akhbar.

Nov 24, 202317:60
#288 Þetta þarftu til að stofna fjöldahreyfingu

#288 Þetta þarftu til að stofna fjöldahreyfingu

Hvað þarf leiðtogi fjöldahreyfingar eins og þeirra sem spruttu upp á 20. öld að hafa til að ná langt? Hvað þarf fjöldahreyfing til að virka? Hér er rætt um fjöldahreyfingar, Kanye, einkavæðingu sundlauganna í Reykjavík og ágæti einkaframtaksins, stórar hugmyndir eftir að Guð dó og í gegnum allt þetta: Farið með lifandi hætti yfir bókina True Believer eftir Eric Hoffer - sem fjallar um fjöldahreyfingar og þar með auðvitað sértrúarhópa hvers konar.

Þátturinn í heild sinni á Patreon.

Nov 17, 202320:10
#287 Skoðanir Halldórs Guðmundssonar

#287 Skoðanir Halldórs Guðmundssonar

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Halldór Guðmundsson er ævisöguritari Halldórs Laxness, bókmenntafræðingur, forleggjari og menningarmaður mikill. Hérna er reynt að komast að því hvað gerði Laxness að svona miklum king, afhverju Íslendingar elska bókmenntir, hvort að Sovétríkin hafi borgað fyrir Mál og Menningarhúsið niðri í bæ ofl ofl ofl. Hrein veisla, njótið vel.

Nov 10, 202319:13
#286 Skoðanir Guðna Gunnarssonar *FRÍR ÞÁTTUR*

#286 Skoðanir Guðna Gunnarssonar *FRÍR ÞÁTTUR*

Guðni Gunnarsson lífsþjálfi og heimspekingur er með marga mikilvægar persónur í einkaþjálfun, andlegri og líkamlegri, og í þessum þætti gefur hann Skoðanabræðrum smá sýnishorn úr hugmyndafræði sinni. Meginpunkturinn: Það er val að hætta að vera fórnarlamb í eigin lífi. Hér er hægt að læra mikið.

Þátturinn er opinn öllum – EN FARIÐ INN Á PATREON!

Nov 03, 202301:43:13
#285 Skoðanir Ernu Mistar

#285 Skoðanir Ernu Mistar

Hlustaðu/horfðu í fullri lengd (90mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Erna Mist er listmálari og pistlahöfundur. Tjékkið á pistlunum hennar inni á Vísi.

Umræðuefni eru meðal annars: innræting í LHÍ, pólitískur rétttrúnaður, forvitni, ótti, ferðamennska og listaheimurinn, þjóðernisvakning, bókmenntir og ritstörf.

Oct 27, 202320:18
#284 Ákall til íslenskra auðmanna

#284 Ákall til íslenskra auðmanna

Hlustaðu eða horfðu á í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Skoðanabræður hafa misst trúnna á ríkisvaldinu, allavega akkúrat núna, hvað gerum við þá? Hérna er talað um listamannalaun til YouTubera, Logan Paul, stöðnun samfélaga, vöxt, Prettyboitjokko, siðferði í popptónlist, Peter Thiel og skemmtigildi lista.

Oct 20, 202320:14
#283 Er nauðsynlegt að skjóta þá? já

#283 Er nauðsynlegt að skjóta þá? já

Hlustaði í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Mikið í gangi, mikið í gangi! Skoðanabræður fara yfir það sem skiptir máli. Drake plata, hið sanna siðferði alheimsins sem birtist í popptónlist, ísbirnir á landi, The Lindy Effect og mikið mikið meira. Njótið lífsins kæra bræðralag

Oct 13, 202317:12
#282 Alvöru vald er að segja nei

#282 Alvöru vald er að segja nei

LENGRI ÚTGÁFA Á PATREON.


Upphaf kjötlífsins og endalok sannleikans, gæti þessi þáttur líka heitið. En aðallega: Ný speki bræðranna kynnt til leiks: Via negativa. Hér er farið yfir ritdeilur sem Snorri Másson ritstjóri hefur staðið í, hér er farið yfir nýjan kjötætulífstíl sem Bergþór hefur tileinkað sér og Snorri peppar, vandamálið við læknastéttina, hliðarverkanir alls sem við gerum og loks þá mikilvægu staðreynd að sannleikurinn býr aðeins innra með okkur. 

Oct 06, 202315:05
#281 Ástæður til þess að elska nútímann

#281 Ástæður til þess að elska nútímann

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Fyrsti þáttur Skoðanabræðra í vídjó-formi. Ágætis byrjun.


Hérna er talað um Kanye West, Reykjavíkurborg, skáldskap, tækni, nútímann og framtíðina.

Sep 29, 202314:11
#280 Það sem Ísland þarf að gera *FRÍR ÞÁTTUR*

#280 Það sem Ísland þarf að gera *FRÍR ÞÁTTUR*

Þessi þáttur er frír en komdu samt í áskrift á www.patreon.com/skodanabraedur


Íslendingar þurfa að breyta um hugarfar á ýmsum sviðum að mati bræðranna, meðal annars að endurvekja gömlu góðu sjálfsmyndina, ef vel á að fara. Auk þess leggja bræðurnir til, að hætti Cató gamla, að Heiðari Guðjónssyni verði hleypt á hafsbotn að sækja olíu. Þetta segir Bergþór innblásinn af dvöl sinni í Oslóarfirði í hinum ríka Noregi, okkar fornu fósturjörð aftur í ættir. Umræður þessar spretta um leið af þeirri staðreynd sem nú er orðin lýðum ljós, að karlmenn hugsa mjög oft og mjög þungt um Rómaveldi. Þegar ég skrifa þetta man ég að við þurfum að fá Siffa G. í þáttinn. Önnur umræðuefni: Russell Brand og Edvard Munch og hvaðeina annað.

Og tilkynning: Nú er ekki lengur vísað til Domino’s-vinstrisins, heldur Volt-vinstrisins, í anda nýs sendifyrirtækis í Reykjavík, þar sem sendlar harka á hefðbundnum reiðhjólum fyrir umburðarlynda símafíkla.

Sep 22, 202301:15:11
#279 Bræðurnir kynna sér kynlífsvinnu í Hamborg

#279 Bræðurnir kynna sér kynlífsvinnu í Hamborg

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Snorri og Bergþór eru staddir í fjölmiðlahöfuðborginni Hamborg. „Sem sagt mikið logið hérna,“ eins og Bergþór lætur um mælt í því samhengi. Hann er ómálefnalegur andstæðingur hefðbundinnar fjölmiðlunar, en hver er það ekki á þessum síðustu og verstu tímum? Við ræðum Þýskaland það fagra land, menningu, list og heimspeki - síðan setjum við virðingu á stelpurnar í Skoðanabræðralaginu og tölum um hvað við elskum þær mikið. Einnig ræðum við mikilvægi þess að vera beinn í baki fyrir börnin sín og lykilinn að því að láta góða hluti gerast í lífinu.

Sep 15, 202311:53
#278 Af íslensku menníngarástandi (ásamt Joey Christ)

#278 Af íslensku menníngarástandi (ásamt Joey Christ)

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Jóhann Kristófer Stefánsson snýr aftur í ráðuneyti Skoðanabræðra eftir langa fjarveru. Hvað hefur breyst?

Hérna er talað um íslenska menningu, víkinga, barnauppeldi, samtímann og ég veit ekki hvað og hvað og hvað!

Guð blessi ykkur kæra bræðralag. Segið vinum ykkur að koma á Patreon.

Sep 08, 202313:21
#277 Skoðanir Gunnars Smára Egilssonar

#277 Skoðanir Gunnars Smára Egilssonar

Farðu á https://www.patreon.com/skodanabraedur


Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi sest í ráðuneyti Skoðanabræðra og reynir að afstýra hægrisveiflunni, sem tekst því miður ágætlega, enda er viðtalsrýmið safe-space þar sem gesturinn fær að ráða för. Engin erfið viðtöl. En hér er margt rætt: Staða hins viðkvæma unga karlmanns, Sjálfstæðisflokkurinn sem mafíustarfsemi, flækjustig þess að sannfæra fólk um ágæti félagshyggju þegar hið gagnstæða er ráðandi hugmyndafræði og svo hin nýja blaðamennska sem nú rís upp úr djúpinu og fer aftur út til fólksins. Samanber einmitt þetta hlaðvarp, kæru hlustendur. Gleðilegan september, incels! Skoðanabræður, fremsta hlaðvarp landsins.

Sep 01, 202323:14
#276 Svona sigrar þú lífið: Nietzsche

#276 Svona sigrar þú lífið: Nietzsche

Hlustaðu í fullri lengd á þennan þátt og ótal annarra inni á www.patreon.com/skodanabraedur - lengd þáttar þar inni: 01:45 klst.


Sérstakur þáttur Skoðanabræðra um heimspekinginn Friedrich Nietszche. Hræðir það þig? Þá þarftu að hlusta, þá verður þú að hlusta!


Þetta er noob-friendly. Við förum lauslega yfir ævi Nietszche og kynnum helstu hugmyndir.


Unnið er útfrá grein Vilhjálms Árnasonar: „Við rætur mannlegs siðferðis: Siðagagnrýni og heilræði Friedrich Nietszche“.

Aug 25, 202313:06
#275 Skoðanir Auðuns Blöndal

#275 Skoðanir Auðuns Blöndal

Hlustaðu í fullri lengd (90mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Auðunn Blöndal hefur náð þeim fágæta árangri að endurnýja umboð sitt sem helsti skemmtikraftur landsins hjá hverri kynslóð á eftir annarri. Hvaða ekki-tónlistarmaður selur upp tónleika í Laugardalshöll? Hér sest Auddi í ráðuneyti Skoðanabræðra, fer yfir ferilinn, pólitíkina, umræðuna, skítafréttirnar, hlaðvarpið, innblásturinn, föðurhlutverkið, spilavítin, giggin, Þjóðhátíð og ég nenni ekki að skrifa meira. Hlustið! Ný hlið á lykilmanni.

P.S. Í þættinum eru athugasemdir hafðar frammi sem gefa upptökutíma hans til kynna, sem sé skömmu fyrir verslunarmannahelgi í ágúst 2023. Þá er þar rætt um að gefa þáttinn út á tíma, sem ekki varð útgáfudagur þáttarins. Misræmi þetta skýrist af ólíkum áherslum þáttastjórnenda og markaðsdeildar fyrirtækisins, en síðarnefnd eining tekur endanlega ákvörðun um öll mál.

Aug 18, 202315:12
#274 66° No Swag

#274 66° No Swag

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur


Kæra bræðralag það er allt að gerast hjá okkur.. Er 66°N orðið nett aftur? Getur Snorri verið eitthvað annað en feitur, ljótur og asnalegur? Mun Gísli Pálmi nokkurntímann fá heiðurinn sem hann á skilið? Er þriðja vaktin raunveruleg eða sundrar hún fjölskyldum? Er hægt að kenna einhverjum um eitthvað?

Aug 11, 202307:11
#273 Þræladans á Þjóðhátíð

#273 Þræladans á Þjóðhátíð

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Þjóðhátíð! Skoðanabræður lýsa yfir stuðningi. 150 ár af íslenzkum þrælum að dansa í hlekkjunum sínum? Kannski. Þetta er rætt ásamt öðru: Egilssaga, Travis Scott og Kardashian nornirnar, innflytjendur og fegurðarsamkeppnir.

Aug 04, 202318:15
#272 Skoðanir Kára Stefánssonar
Jul 28, 202314:48
 #272 Þetta er 90% sannleikurinn *FRÍR ÞÁTTUR*

#272 Þetta er 90% sannleikurinn *FRÍR ÞÁTTUR*

Nýja reglan hjá Skoðanabræðrum snýst um að segja 90% sannleikann. Minnir að það hafi áður komið fram. Umræðuefni af ýmsum toga; allt frá fordómum vinstrimjúklinga fyrir hægrafólki í ræktinni til já, ýmislegs góðs.. Hið harða hægri lætur ekkert á sig fá. Búum við í lýðræðiskerfi? Naumlega. Gagnrýni á hendur Heiðars Guðjónssonar karlmanns vikunnar svarað. Þætti lýkur með einu fegursta ljóði íslenskrar tungu.

P.s. Laus staða hjá Skoðanabræðrum í samfélagsdeild.

P.s.s. mögulega lök hljómgæði hér vegna ferðalaga.

Jul 21, 202301:11:55
#271 Svona talar maður ekki við kærustuna sína

#271 Svona talar maður ekki við kærustuna sína

Skoðanabræður: Alltaf 90% sannleikurinn. Það er loforðið og það er ekki svikið í dag. Farið yfir ritskoðun á sviði tækninnar og framtíðarland internetsins. Zuckerberg er að breyta ímynd sinni. Snorri uppgötvar forvitnilega þræði í langfeðgatali sonar síns. Milan Kundera minnst. Landsframleiðsla dregst saman vegna veðurs. Og fyrirsögnin: Jonah Hill er óþægilegur við fyrrverandi kærustu sína. Hún ósanngjörn að opinbera allt dæmið.

Jul 14, 202303:09
#270 Hugmyndir íslenskra auðmanna (ásamt Heiðari Guðjónssyni)

#270 Hugmyndir íslenskra auðmanna (ásamt Heiðari Guðjónssyni)

Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Fyrsti karlmaður vikunnar nýrrar seríu er fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, nýkominn heim frá Grænlandi, þar sem hann leitar af málmum.

Umræðuefni eru m.a: bjartsýni, þjóðernisofsi, hagfræði, ævintýri, báknið, hægrimennska, fjárfestingar í listum, Peter Thiel og framtíðin.

„Ertu team Björgólfur Thor eða ertu team Róbert Wessmann?“ - „Já ég er svo sannarlega ekki team Róbert Wessman“.

Jul 07, 202309:14
#269 Frelsi, (jafnrétti), bræðralag

#269 Frelsi, (jafnrétti), bræðralag

SKOÐANABRÆÐUR Í FULLRI LENGD Á PATREON: 

Hvað hefði Travis Scott gert ef hann hefði rekist á Snorra Másson á Íslandi? Margt rætt. Bræðurnir fara yfir þá endurskrifun sögunnar sem nú á sér stað. En það er allt í lagi, það er auðvitað ekki hægt að skrifa sögu, heldur aðeins endurskrifa. Lúsmý nefnt – hvernig leggst sú bölvun fyrst á okkur nú eftir þúsund ára Íslandsbyggð? Snorrabúð stekkur. Á þeim nótum: Kallað eftir endurreisn Alþingis á Þingvöllum. Þjóðernisofsi eina leiðin fram á við, segja menn. Eflaust umdeilt. Hvaða hlutverki gegna „rappararnir“? 

Jun 30, 202306:47
#268 Disgusting brothers

#268 Disgusting brothers

Snorri og Bergþór snúa aftur.. 4 þættir á mánuði.. í allt sumar og allt haust og allan vetur!


Hlustið á þennan þátt með áskrift inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Jun 22, 202302:38
#267 Í öngum mínum erlendis: Japan

#267 Í öngum mínum erlendis: Japan

Sólin heim úr suðri snýr.. sumrið lofar hlýju..

Grand Finale.

Upp og niður í Nippon: Tokyo, Nagano, Osaka, Nara, Kyoto, Hiroshima, Ozu, Tokyo.

24. apríl, 26. apríl, 30. apríl, 1. maí, 3. maí, 6. maí, 8. maí, 10. maí, 13. maí, 16. maí, 17. maí, 18. maí, 20. maí, 23. maí, 26. maí, 27. maí.

Arigato josé-mas!

May 30, 202301:54:14
#266 Í öngum mínum erlendis: Indónesía ii.

#266 Í öngum mínum erlendis: Indónesía ii.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..


Kominn aftur til Bali, liðsauki kallaður inn, rúllað yfir eyjuna í taxa; Uluwatu, eldfjall, Norðurhluti. Snúum síðan aftur í djöfulganginn í suðri, leigjum villu og endum síðan epíkina í hreinu paradísinni Gili Air.


1.-24. apríl

Apr 27, 202301:22:39
#265: Í öngum mínum erlendis: Indónesía i.

#265: Í öngum mínum erlendis: Indónesía i.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..


Hrökklaðist frá Bali yfir á eyjurnar í kring, sný síðan aftur tilbúinn í stríð.


3. mars - 1. apríl

Bali (Canggu), Nusa Lembongan, Nusa Penida, Gili Air.


Apr 04, 202301:19:26
#264 Í öngum mínum erlendis: Nepal ii.

#264 Í öngum mínum erlendis: Nepal ii.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Sannleikurinn á þriðja degi. 

Ítarleg Vipassana frásögn 17-28. febrúar, 2. mars, 4. mars

Vipassana & Kathmandu. 

Við höldum áfram - As we proceed.....

Mar 09, 202349:53
#263 Í öngum mínum erlendis: Nepal i.

#263 Í öngum mínum erlendis: Nepal i.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Mjúk lending í Nepal. 

12. feb, 16. feb, 17. feb, 28. feb.

Lumbini, Bardia frumskógur, Vipassana inngangur og útgangur.

pt. 2 soon come!

Mar 06, 202332:52
#262 Í öngum mínum erlendis: Indland iii.

#262 Í öngum mínum erlendis: Indland iii.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Sjúkir en fagrir dagar að baki. Indlandsþríleiknum formlega lokið, I had a ball. Lokaniðurstaða: Stórkostlegt land og þjóð.

Bodh Gaya, Bihar, Gorrikhpur.

3. - 10. feb.

5. feb, 8. feb, 10. feb, lokaorð.


Feb 20, 202341:49
#261 Í öngum mínum erlendis: Indland ii.

#261 Í öngum mínum erlendis: Indland ii.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Sveitamaðurinn í stóra landinu - himnaríki & helvíti. 

Bollywood, Varanasi, Bodh Gaya.

26. jan - 3. feb.

28. jan, 29. jan, 30. jan, 31. jan, 2. feb, 3. feb.

Feb 15, 202343:18
#260 Í öngum mínum erlendis: Indland i.

#260 Í öngum mínum erlendis: Indland i.

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Hingað hafa vestrænir menn komið og sótt pokann. Heldur betur. Það versta og það besta í heimi er sagt. Belee dat. Hlutirnir fara upp og hlutirnir fara niður. Þvílíkt land og þvílíkt líf. Ekkert er eilíft osfrv.

9. jan - 26. jan.

Delhi, Rishikesh, jóga retreat & Bollywood.

9. jan, 10. jan, 12. jan, 17. jan, 20. jan, 22. jan, 24. jan, 26. jan.


Feb 08, 202353:42
#259 Í öngum mínum erlendis: Ísrael & Palestína

#259 Í öngum mínum erlendis: Ísrael & Palestína

Í öngum mínum erlendis.. yrki ég skemmsta daginn..

Shit is real got me feelin' Israelian. Heilaga landið, sköllaða landið. Allt milli himins og jarðar. Þetta eina sanna ísraelska og palestínska. Alhamdulillah! Shalom.

Jerúsalem, Ramallah, Breaking The Silence, Suður-Hebron hæðir, Tel Aviv.

30.des - 9. jan.

1. janúar/ 5. janúar/ 9. janúar/ Lokaorð.

Feb 08, 202323:59
#258 Þórbergur og Halldór (ásamt Pétri Gunnarssyni)

#258 Þórbergur og Halldór (ásamt Pétri Gunnarssyni)

Styddu frjálsa fjölmiðlun inni á www.patreon.com/skodanabraedur

Pétur Gunnarsson er rithöfundur og sannkallaður great icelander. Hann hefur starfað við ritstörf í fimmtíu ár; skrifað skáldsögur, ævisögur og þýtt úr frönsku. Hér tyllir hann sér í Egilsstofu og ræðir bókmenntirnar og landið okkar. Þátturinn er nokkurnveginn strúktúreraður þannig að fyrsti hluti fer í feril Péturs, annar í fornöldina og sá þriðji í Þórberg og Halldór.  Ef eitthvað er skylduhlustun, kæra bræðralag, þá er það þetta.. Gleðileg jól.

Dec 09, 202202:11:39