Skip to main content
Þegar

Þegar

By María Björk Ingvadóttir

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf?
Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.
Available on
Apple Podcasts Logo
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

#27 Sigfríður Inga Karlsdóttir

ÞegarNov 03, 2021

00:00
26:06
#27 Sigfríður Inga Karlsdóttir

#27 Sigfríður Inga Karlsdóttir

Þegar Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir tók á móti andvana fæddu barni í fyrsta sinn fann hún að það mikilvægasta í þessum sorglegu aðstæðum væri að vera til staðar, vera styrkur fyrir foreldrana. En hún hugleiddi einnig hver væri stuðningur fyrir ljósmóðurina. Alveg síðan þá hefur hún helgað sig rannsóknum á hlutverki og starfi ljósmæðra.

Nov 03, 202126:06
#26 Anna Kristín Hauksdóttir - Útivist

#26 Anna Kristín Hauksdóttir - Útivist

Þegar Anna Kristín Hauksdóttir fór 19 ára frá Akureyri til Kanada að læra hjúkrun óraði hana ekki fyrir því að hún ætti eftir að heimsækja nánast öll lönd í heiminum, klífa Himalayafjöllin 17 sinnum, ganga yfir Grænland tvisvar og fara á Suðurheimskautið. Hún er 88 ára og fer enn á Súlur.

Umsjón: María Björk Ingvadóttir.

Sep 15, 202123:27
#25 Gréta Kristjánsdóttir - Kulnun

#25 Gréta Kristjánsdóttir - Kulnun

Þegar Gréta Kristjánsdóttir fyrrverandi forvarnafulltrúi á Akureyri var greind með kulnun, burnout árið 2013 fylgdi ekki með í greiningunni að það hafði komið af stað snemmbúnu breytingarskeiði. Nú tíu árum eftir að fyrstu einkenna var vart er loks búið að tengja þetta tvennt saman.

Aug 13, 202127:48
#24 Pétur Einarsson - Minning um mann

#24 Pétur Einarsson - Minning um mann

Þegar Pétur Einarsson lögfræðingur og fyrrv.flugmálastjóri greindist með krabbamein á lokastigi, fór hann að undirbúa ferðalagið yfir á annað tilverustig sem hann var fullviss um að tæki við. María Björk átti einlægt viðtal við Pétur stuttu áður en hann kvaddi þetta jarðlíf 20.maí 2020.

May 19, 202148:15
#23 Nour Mohamad Naser - Flótti undan stríði

#23 Nour Mohamad Naser - Flótti undan stríði

Þegar Nour Mohamad Naser var 9 ára upplifði hún stríð í heimalandi sínu, Sýrlandi . Eftir hrakningar og flótta í 5 ár komst hún með fjölskyldu sinni til Íslands. Hún segir Maríu Björk sögu sína í Þegar.

Apr 27, 202127:50
#22 Sesselja Barðdal Reynisdóttir - Dóttir mín með Apert

#22 Sesselja Barðdal Reynisdóttir - Dóttir mín með Apert

Þegar Sesselja Barðdal Reynisdóttir fékk nýfædda dóttur sína í fangið í fyrsta sinn, snérist tilveran á hvolf. Sú litla er fædd með mjög sjaldgæft heilkenni sem kallast Apert sem gerir hana einstaka

Apr 27, 202155:02
#21 Tinna Stefánsdóttir - Norðarnkraftur

#21 Tinna Stefánsdóttir - Norðarnkraftur

Næsti gestur er Tinna Stefánsdóttir sjúkraþjálfari á Akureyri sem vinnur með Norðankrafti að málefnum ungra krabbameinssjúkra.

Apr 27, 202128:01
#20 Elín Ebba Ásmundsdóttir - Geðheilbrigðismál

#20 Elín Ebba Ásmundsdóttir - Geðheilbrigðismál

Þegar Elín Ebba Ásmundsdóttir var tvítug fékk hún vinnu sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Grensás. Þar kynntist hún ungri stúlku sem var lömuð eftir andlegt áfall. Þarna kviknaði óbilandi áhugi Ebbu á geðheilbrigðismálum. Hún er iðjuþjáldi og framkvæmdastjóri Hlutverkasetursins og situr í stjórn Geðhjálpar.

Apr 27, 202126:49
#19 Helga Sigríður Sigurðardóttir - Gangandi kraftaverk

#19 Helga Sigríður Sigurðardóttir - Gangandi kraftaverk

Þegar Helga Sigríður Sigurðardóttir var 12 ára fékk hún bráða kransæðastíflu og dó. Hún er í dag gangandi kraftaverk því aðeins er vitað um eitt annað tilfelli í heiminum.

Dec 29, 202027:26
#18 Anna Sif Ingimarsdóttir - Geðrof og sjálfsvíg

#18 Anna Sif Ingimarsdóttir - Geðrof og sjálfsvíg

Þegar Anna Sif Ingimarsdóttir hafði leitað allra hefðbundinna leiða til að fá hjálp fyrir fársjúkan mann sinn sem kominn var í geðrof fór hún krókaleiðir inn í kerfið eftir einhverri hjálp.

Nú er rétt ár liðið frá því að maðurinn hennar, Lárus Dagur Pálsson tók sitt eigið líf.

Nov 09, 202045:36
#17 Hildur Ingólfsdóttir - Baráttan við krabbamein

#17 Hildur Ingólfsdóttir - Baráttan við krabbamein

Hildur Ingólfsdóttir ræðir við Maríu um strembna baráttu sína við krabbamein. Hún segir meðal annars frá óvissunni í kjölfar greiningar, baráttuna um lílfsviljann á erfiðustu tímunum og áhrif veikindanna á aðstandendur.

Oct 29, 202028:18
#16 Guðrún Katrín Gunnarsdóttir - Sjálfskaði

#16 Guðrún Katrín Gunnarsdóttir - Sjálfskaði

"Ég hef verið beitt andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og einelti frá því ég var lítil, ég hélt að ég gæti komist áfram með því að segja ekki frá, en það gekk ekki upp" segir Guðrún Katrín Gunnarsdóttir 21 árs sem ákvað að sýna loks örin á líkamanum sem hún hafði falið vel eftir sjálfskaða síðustu 7 ár.

Oct 29, 202027:29
#15 Eva Ásrún Albertsdóttir - áfallastreituröskun

#15 Eva Ásrún Albertsdóttir - áfallastreituröskun

Þegar Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir og söngkona stóð frammi fyrir að vera greind með áfallastreituröskun og missa vinnuna í kjölfarið, breyttist lífið.
Allt viðtalið sem María Björk tók við Evu Ásrúnu fylgir hér með.

May 07, 202027:52
#14 Jónína A. Sigurðardóttir og Valdís Jónsdóttir - Þegar að ég missti röddina

#14 Jónína A. Sigurðardóttir og Valdís Jónsdóttir - Þegar að ég missti röddina

Fjölmargir kennarar hafa orðið fyrir því að missa röddina eða skaða hana með rangri beitingu og álagi í kennslu. Ein af þeim er Jónína A. Sigurðardóttir leikskólakennari á Akureyri sem missti röddina fyrir sjö árum. Hún þurfti að læra að beita henni á nýjan leik og naut við það aðstoðar eina doktors í raddmeinum á Íslandi, talmeinafræðingsins Valdísar Jónsdóttur.

Valdís segir aðalvanda kennara í þessum málum liggja í því að þeir hafi ekki lært hvernig beita á röddinni inn í stórum rýmum með of mörgum nemendum í einu. Hávaði sé auk þess mældur með mælitækjum sem ekki henti inn í kennslustofum. Hér er viðtalið við Valdísi úr þættinum Þegar, þar sem María Björk Ingvadóttir ræddi bæði við hana og Jónínu.

Apr 28, 202027:48
#13 Guðmundur St. Svanlaugsson - að greinast með krabbamein

#13 Guðmundur St. Svanlaugsson - að greinast með krabbamein

Þegar að Guðmundur St. Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri greindist með alvarlegt krabbamein fyrir tveimur árum þá var honum á vissan hátt létt.

Hvað tekur við þegar að þú lendir í einhvejru sem snýr tilverunni á hvolf?

Þegar eru þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.

Mar 12, 202027:54
#12 Arngrímur Brynjólfsson - Skipstjóri

#12 Arngrímur Brynjólfsson - Skipstjóri

Þegar Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri í 34 ár, var á leið út á flugvöll áleiðis heim frá Namibíu 19. nóvember 2019, úr sinni síðustu veiðiferð, fékk hann örlagaríkt símtal sem fékk hann til þess að snúa við.

Arngrímur segir Maríu Björk frá ásökunum um ólöglegar veiðar, handtöku, fangelsisvist og þeim kostum sem hann stóð frammi fyrir.

Feb 20, 202028:35
#11 Guðrún Bergmann - Heilsu- og lífstílsráðgjafi

#11 Guðrún Bergmann - Heilsu- og lífstílsráðgjafi

ÞEGAR Guðrún Bergmann heilsu-og lífsstílsráðgjafi missti heilsuna fyrir 10 árum, algerlega útbrunnin eftir sleitulausa vinnu og álag komst hún að því að ónæmiskerfið hennar var á núlli. Hún segir Maríu Björk frá því hvernig henni tókst að ná heilsu á ný í þessum þætti af Þegar.

Feb 04, 202028:42
#10 Hildur Eir Bolladóttir - Prestur á Akureyri

#10 Hildur Eir Bolladóttir - Prestur á Akureyri

Þegar að Hildur Eir Bolladóttir prestur á Akureyri þekkti ekki lengur konuna sem hún horfði á í speglinum, þá tók hún til sinna ráða.

„Ég grét ekki lengur og ég hló ekki hjartanlega, eins og ég get gert. Bara það að hrífast var alveg frá mér tekið.“

Dec 13, 201927:59
#9 Bjarni Hafþór Helgason - Parkinson

#9 Bjarni Hafþór Helgason - Parkinson

Þegar Bjarni Hafþór Helgason tónskáld og rithöfundur frá Húsavík greindist með Parkinson fyrr á þessu ári átti hann ekki von á að þann sama mánuð fengi hann bæði blóðtappa og nýrnastein.

Bjarni Hafþór segir Maríu Björk sögu sína í þættinum ÞEGAR.

Nov 15, 201927:35
#8 Sirrý Laxdal - móðir fíknisjúklings

#8 Sirrý Laxdal - móðir fíknisjúklings

"Ég hef strax samband við Barnavernd. Ég var með mál í höndunum sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að tækla."
Þegar Sirrý Laxdal Jóhannesdóttir stóð frammi fyrir því að dóttir hennar var orðin alvarlega veik af fíknisjúkdómi, aðeins 15 ára gömul, leitaði hún ráða hjá Barnavernd Reykjavíkur. Nú 15 árum síðar bíður dóttir hennar eftir að komast í meðferð á Vogi, í 38.sinn. Sirrý segir Maríu Björk sögu þeirra mæðgna í þættinum ÞEGAR.

Oct 18, 201926:20
#7 Hlynur Kristinn Rúnarsson - Sterar, dóp, brotin sjálfsmynd, smygl, brsilískt fangelsi, von og bjartari tímar

#7 Hlynur Kristinn Rúnarsson - Sterar, dóp, brotin sjálfsmynd, smygl, brsilískt fangelsi, von og bjartari tímar

Þegar Hlynur Kristinn Rúnarsson var 18 ára langaði hann að verða fjármálaverkfræðingur. Þá hafði hann aldrei prófað nein efni né drukkið.

Nú 12 árum seinna, þar af sex ár í sterum, fjögur ár í vimuefnum, 14 mánuði í brasilísku fangelsi og árslanga krakkneyslu hefur hann snúið við blaðinu og segir að það sé alltaf von.

Sep 12, 201928:12
#6 Helena Dejak og Sigurður Aðalsteinsson - Grænland

#6 Helena Dejak og Sigurður Aðalsteinsson - Grænland

Þegar Helena Dejak flaug með manninum sínum, Sigurði Aðalsteinssyni yfir litla þorpið Iittoqqortomiit á austurströnd Grænlands í fyrsta sinn fyrir nærri 30 árum, trúði hún ekki að nokkur maður byggi þarna.

Fimm árum seinna höfðu þau keypt sér hús á Uunartoq og hafa síðan notið hvers dags sem þau eru þarna. Við heimsækjum þau á ísbjarnaslóðir í næsta þætti ÞEGAR og kynnumst ævintýrunum sem þau hafa skapað og lent í.

Aug 28, 201927:59
#5 Sólveig Þórarinsdóttir - heilsa, ástin og jóga

#5 Sólveig Þórarinsdóttir - heilsa, ástin og jóga

Þegar Sólveig Þórarinsdóttir viðskiptafræðingur horfðist í augu við að ofurskipulagða líf hennar sem vellaunaður verðbréfamiðlari, að ljúka mastersnámi, hafði ekki mikið innihald ákvað hún að segja skilið við það og snúa sér að því sem skiptir öllu máli í lífinu, ástinni.

Sólveig er jógakennari, á og rekur jóga- og heilsusetrið Sólir i Reykjavík og er afar sátt við lífið sitt í dag.

Aug 28, 201927:53
#4 Hallgrímur Eymundsson - Taugahrörnunarsjúkdómurinn SMA og NPA

#4 Hallgrímur Eymundsson - Taugahrörnunarsjúkdómurinn SMA og NPA

Hallgrímur Eymundsson greindist 2 ára með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA, týpu 3.

Þegar hann var um þrítugt kynntist hann hugmyndafræði sem kallast NPA - notendastýrð persónuleg aðstoð - um sjálfstætt líf fyrir fólk með fötlun. Hallgrímur segir Maríu Björk frá lífi sínu fyrir og eftir NPA.

Aug 28, 201927:31
#3 Evelyn Ýr, menningarfræðingur, ferðaþjónustubóndi, leiðsögukona og kennari

#3 Evelyn Ýr, menningarfræðingur, ferðaþjónustubóndi, leiðsögukona og kennari

Þegar múrinn fell í Austur Þýskalandi 9. nóvember 1989, var Evelyn Ýr 16 ára, eldri bróðir hennar flúinn land með Stasi leyniþjónustuna á hælunum.

Þegar Evelyn Ýr Kuhne ferðaðist til Íslands í fyrsta sinn, fyrir 24 árum, átti hún ekki von á að finna ástina á hestbaki og setjast að á Lýtingsstöðum, langt úr alfararleið í Skagafirði . Þegar lífið tekur óvænta stefnu er eins gott að sitja vel í ístaðinu .

Evelyn Ýr, menningarfræðingur, ferðaþjónustubóndi, leiðsögukona og kennari sest í stólinn hjá Maríu Björk í Þegar.

Aug 28, 201927:08
#2 Þuríður Harpa - Formaður Öryrkjabandalags Íslands

#2 Þuríður Harpa - Formaður Öryrkjabandalags Íslands

Í þættinum fáum við að heyra sögu Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formannis Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands auk þess að vera með díplómu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands. Líf hennar breyttist á augnabliki þegar að hún datt af hestbaki í Skagafirði og lamaðist fyrir neðan brjóst.

Aug 28, 201929:16
#1 Gauti Einarsson og Ingvar Þór Björnsson - Nýrnagjöf

#1 Gauti Einarsson og Ingvar Þór Björnsson - Nýrnagjöf

Þegar lífið tekur óvænta stefnu höfum við sögu að segja.

Hvað fær þig til að vilja gefa óskyldum manni annað nýrað þitt? Því ætlar Gauti Einarsson lyfjafræðingur á Akureyri að svara.

Ingvi Þór Björnsson segir okkur hvernig það er að þiggja líffæri þegar öll sund virtust lokuð.

Aug 28, 201928:12