Skip to main content
Þitt eigið hlaðvarp

Þitt eigið hlaðvarp

By Podcaststöðin
Hlaðvarp um Þín eigin-bækurnar, leikritin og allt sem tengist Þín eigin-heiminum.

www.aevarthor.com
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Þín eigin undirdjúp
Í sjöunda þætti hlaðvarpsins (og þeim síðasta á þessu ári) ræðum við sjöundu og nýjustu Þín eigin-bókina; Þín eigin undirdjúp. Við tölum um Bermúdaþríhyrninginn, hákarla, blúp-ið og ungbarnasund - en ekkert endilega í þessari röð. Spurningum hlustenda er svarað og svo endum við auðvitað á að lesa úr Þínum eigin undirdjúpum. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com
17:22
December 24, 2020
Þinn eigin tölvuleikur
Í sjötta þætti af Þínu eigin hlaðvarpi skoðum við Þinn eigin tölvuleik. Ævar segir okkur frá því hvaða tölvuleiki hann spilaði þegar hann var yngri, kennir okkur hvernig maður laumast til að spila Nintendo-leiki þegar það er ekki hægt að vista og maður er búinn með ráðlagða dagskammtinn sinn, talar um LANG-erfiðasta kafla sem hann hefur nokkurn tímann þurft að skrifa, svarar spurningum hlustenda og svo er auðvitað kafli úr Þínum eigin undirdjúpum í lokin. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com
24:34
December 24, 2020
Þitt eigið tímaferðalag
Í þessum fimmta þætti af Þínu eigin hlaðvarpi flettir Ævar í gegnum Þitt eigið tímaferðalag. Hann veltir fyrir sér mismunandi kenningum um tímaferðalög, segir frá því hversu erfitt það var að ákveða hvernig tímavélin í bókinni ætti að líta út, fer yfir hvað var auðveldast og erfiðast að skrifa, svarar spurningum hlustenda og svo endum við auðvitað á upplestri úr Þínum eigin undirdjúpum. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com
21:45
December 05, 2020
Þitt eigið ævintýri
Í þessum fjórða þætti af Þínu eigin hlaðvarpi flettir Ævar í gegnum Þitt eigið ævintýri. Hann segir frá því hvernig það sem maður les þegar maður er lítill getur haft áhrif á það sem maður skrifar þegar maður verður stærri, útskýrir hvað í ósköpunum 2. persóna er, svarar fjölmörgum spurningum og minnist örlítið á miðaldaklósett. Þá er upplesturinn úr Þínum eigin undirdjúpum einstaklega stórhættulegur í dag. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á aevarthor.com
20:56
November 01, 2020
Þín eigin hrollvekja
Í þessum þriðja þætti af Þínu eigin hlaðvarpi fjallar Ævar um Þína eigin hrollvekju. Hann segir okkur frá því hvernig það var að alast myrkfælinn upp í sveit, hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði, hvaða kafli hræðir hann mest og svo svarar hann sannkölluðu spurningaflóði. Upplesturinn úr Þínum eigin undirdjúpum er líka einstaklega hræðilegur í þetta skiptið – ásamt því að hljóðmyndin sem fylgir honum er vægast sagt óþægileg. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á www.aevarthor.com
24:31
October 26, 2020
Þín eigin goðsaga
Í þessum þætti af Þínu eigin hlaðvarpi gluggum við í Þína eigin goðsögu. Ævar segir okkur frá því hvernig hugmyndin að bókinni kviknaði og hvenær hann þurfti að taka sér skáldaleyfi og bæta aðeins við upprunalega textann. Við skoðum hvaða kafla var erfiðast og auðveldast að skrifa, en líka hvaða kafla Ævari þykir vænst um í öllum Þín eigin-bókunum (Vísbending: Hann er í þessari bók). Svo eru auðvitað spurningar frá hlustendum og upplestur úr Þínum eigin undirdjúpum. Já, og svo heldur Ævar lofræðu um notagildi miða - sem er áhugaverðara en það hljómar. Ég lofa. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á www.aevarthor.com
19:18
October 19, 2020
Þín eigin þjóðsaga
Í fyrsta þættinum af Þínu eigin hlaðvarpi fjallar Ævar um fyrstu Þín eigin-bókina: Þína eigin þjóðsögu. Hann segir frá því hvernig hugmyndirnar að Þín eigin-bókunum kviknuðu, hvað maður á að gera ef maður er að skrifa og festist, hvernig hann ákveður hvenær sagan eigi að fara í mismunandi áttir og svo svarar hann spurningum frá hlustendum. Þátturinn endar á upplestri úr nýjustu Þín eigin-bókinni: Þínum eigin undirdjúpum. Viltu senda spurningu inn í þáttinn? Kíktu á www.aevarthor.com
22:52
October 11, 2020
Formáli
Allar góðar bækur byrja á formála. Vonandi gildir það sama um hlaðvörp. www.aevarthor.com
00:49
September 28, 2020