Skip to main content
Þjóðmál

Þjóðmál

By Þjóðmál

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
Available on
Apple Podcasts Logo
Castbox Logo
Google Podcasts Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

#212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

ÞjóðmálApr 18, 2024

00:00
56:58
#212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

#212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson ræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er líkleg til að viðhalda verðbólguþrýstingi, yfirlýsingar þeirra sem héldu því fram að hugtakið gróðaverðbólga væri raunverulegt, skrýtin átök bankaráðs Landsbankans við Bankasýsluna, árshátíðarferð Landsvirkjunar, fjármunina sem streyma til Rúv, hugmyndir um alheimsskatt og margt fleira.

Apr 18, 202456:58
#211 – Íran og Ísrael ræsa vélarnar – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðakerfinu

#211 – Íran og Ísrael ræsa vélarnar – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðakerfinu

Albert Jónsson, fv. Sendiherra og einn helsti sérfræðingur landsins í alþjóðamálum, ræðir um áhrif og afleiðingar af árás Írans á Ísrael um helgina, stöðu Ísraels og viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hvernig útlitið er framundan á þessu svæði, hvaða hagsmuni Kínverjar hafa á svæðinu og fleira þessu tengt. Þá er rætt um stöðuna í Úkraínu, hvort að Bandaríki og evrópsk ríki hafi brugðist Úkraínumönnum og hvaða staða myndast ef að Rússar hafa betur í því stríði sem nú stendur yfir. Loks er rætt um loftlagsstefnu Íslands sem er í ógöngum og samræmist ekki reglum í alþjóðasamstarfi.

Apr 15, 202401:11:04
#210 – Endurnýjuð heit í hagkvæmnishjónabandi ríkisstjórnarinnar – Flókin staða í hagkerfinu næstu mánuði

#210 – Endurnýjuð heit í hagkvæmnishjónabandi ríkisstjórnarinnar – Flókin staða í hagkerfinu næstu mánuði

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um skipun nýrrar ríkisstjórnar, hvort líklegt sé að hún nái að leysa þann ágreining sem ríkt hefur, hvaða aðrir möguleikar voru í boði, hvort að VG reyni að sprengja ríkisstjórnina síðar á árinu og hvort að gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Svandísi Svavarsdóttur hafi verið innantóm. Þá er rætt um stöðu Alvotech sem hefur valdið óróa á markaði, aukna bindiskyldu bankanna sem mun fela í sér kostnað fyrir viðskiptavini þeirra, brotthvarf aðstoðarseðlabankastjóra, stöðuna í hagkerfinu og margt fleira.

Apr 10, 202401:18:00
#209 – Mamma fer í framboð og hinir finna bara út úr þessu

#209 – Mamma fer í framboð og hinir finna bara út úr þessu

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um nýjustu vendingar í pólitíkinni, forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, hvaða áhrif pólitísk fortíð hennar hefur og þá hvaða áhrif hún mun hafa, hverjir möguleikar annarra forsetaframbjóðenda eru, hvernig ný ríkisstjórn getur litið út, hvort að þessar breytingar feli í sér tækifæri fyrir aðra flokka og margt fleira.

Apr 05, 202401:02:45
#208 – Fullvissan í óvissunni – Björn Berg og Þórður Pálsson fara yfir stöðuna í hagkerfinu

#208 – Fullvissan í óvissunni – Björn Berg og Þórður Pálsson fara yfir stöðuna í hagkerfinu

Björn Berg Gunnarsson og Þórður Pálsson fara yfir stöðu mála í hagkerfinu, hvort og hvenær megi vænta þess að vextir lækki, hvaða áhrif verðbólguvæntingar hafa, stöðuna á fasteignamarkaði, hvernig næstu ár kunna að líta út í efnahagslegu tilliti og margt fleira.

Apr 01, 202401:05:16
#207 – Páskaþáttur með Þorsteini Má Baldvinssyni

#207 – Páskaþáttur með Þorsteini Má Baldvinssyni

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fjallar um sögu og uppbyggingu félagsins, hvernig það kom til að þrír ungir frændur ákváðu að reyna fyrir sér í sjávarútvegi, um framtíð greinarinnar og samkeppnina við erlenda risa, hvaða möguleikar kunna að felast í fiskeldi, hvort til greina komi að skrá Samherja í Kauphöllina, hvernig umræða um fiskveiðistjórnunarkerfið hefur þróast, 12 ára baráttu við Seðlabankann og aðra anga kerfisins, ummælin um Gugguna sem átti að vera gul og margt fleira. Stútfullur páskaþáttur hér á ferð.

Mar 27, 202401:20:26
#206 – Þú tryggir ekki (samskiptin) eftir á – Forsætisráðherra á ríkisstyrk

#206 – Þú tryggir ekki (samskiptin) eftir á – Forsætisráðherra á ríkisstyrk

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fjalla um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM, um ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti og ákall formanns VR um götuóreiðir, forstjóraskipti hjá Play og hvort að hægt sé að reka hér tvö alþjóðleg flugfélög, um hlaðvarpsgerð starfsmanna Rúv um sjálfa sig, um endalausar uppsprettur skattahækkana, um ríkisstyrk til forsætisráðherra og margt fleira.

Mar 20, 202401:15:10
#205 – Hér er enginn lítill í sér – Sigmundur Davíð í viðtali

#205 – Hér er enginn lítill í sér – Sigmundur Davíð í viðtali

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, ræðir um stöðuna í stjórnmálunum bæði hér og erlendis. Rætt er um þunga málaflokka sem stjórnmálin eiga erfitt með, hvort að gagnrýni Miðflokksins á Sjálfstæðisflokkinn eigi rétt á sér, hvort að erindi stjórnmálamanna sé það sama í aðdraganda kosninga og að kosningum loknum, um Samfylkinguna sem Sigmundur Davíð segir vera í tísku, fyrirhugað forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og margt fleira.

Mar 15, 202401:41:25
#204 – Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú sparar með skólamatnum? – Frumvarp aðlagað að lægsta samnefnara á þinginu

#204 – Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú sparar með skólamatnum? – Frumvarp aðlagað að lægsta samnefnara á þinginu

Hörður Ægisson og Örn Arnarson ræða um stöðuna á vinnumarkaði í kjölfar undirritun kjarasamninga, ummæli stjórnarmanns VR um að það sé nóg til af fjármagni í þjóðfélaginu sem þurfi bara að sækja, ummæli Joseph Stiglitz um stýrivexti og verðbólgu, ímyndað samfélagslegt tap af meintu samráði skipafélaga, stjórnarkjör í Festi og undarlega hegðun lífeyrissjóða í aðdraganda kjörsins, fyrirhugaða sölu í Íslandsbanka og margt fleira.

Mar 11, 202454:23
#203 – Hugmyndir breyta heiminum – Þjóðmál á Iðnþingi - Aukaþáttur

#203 – Hugmyndir breyta heiminum – Þjóðmál á Iðnþingi - Aukaþáttur

Hlaðvarpi Þjóðmála er annt um raunhagkerfið og var því að sjálfsögðu statt á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins, sem nú fagna 30 ára afmæli. Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs, og Hörð Ægisson, ritstjóra Innherja og yfirgreinanda Þjóðmála. Þá er einnig rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um erindi sem hún hélt á þinginu.
Mar 09, 202435:00
#202 – Vinnumarkaðurinn ríkisvæddur með nýjum samningum – Ríkið vill matarsóun í skólum

#202 – Vinnumarkaðurinn ríkisvæddur með nýjum samningum – Ríkið vill matarsóun í skólum

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um nýjan kjarasamning sem undirritaður var í dag, hvaða áhrif hann hefur, hvað hann mun kosta, aðdraganda hans, undarlega aðkomu ríkisins að samningnum. Þá er rætt um þá aðila sem eiga ekki aðild að þessum samningi og hver staða þeirra er. Einnig er rætt um árásir á stjórnmálamenn, þörf á öryggisgæslu þeirra og annað því tengt.

Mar 08, 202401:16:20
#201 – Lífið er ekki málfundafélag – Hannes Hólmsteinn í viðtali

#201 – Lífið er ekki málfundafélag – Hannes Hólmsteinn í viðtali

Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir um stöðuna í alþjóðakerfinu og pólitíkina hér heima í ítarlegu viðtali. Þá er fjallað um hlutverk háskóla, hvernig þjóðfélagsumræða er að þróast, rifjað er upp þegar hann ásamt fleirum stóð fyrir opnun ólöglegrar útvarpsstöðvar, rætt er um að það sé betra að flytja vörur og þjónustu á milli landa frekari en hermenn, hlutverk ríkisins í þeirri stöðu sem nú er komin upp í Grindavík og margt fleira í afar fróðlegum og skemmtilegum þætti.

Mar 04, 202401:44:10
#200 – Hér stöndum við og getum ekki annað

#200 – Hér stöndum við og getum ekki annað

Tímamótaþáttur í hlaðvarpi Þjóðmála, þáttur nr. 200. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta í viðskiptalífinu, nýtt nafn á sameinað félag Fossa og VÍS, bréf forstjóra Stoða til hluthafa, hversu oft sé hægt að nýta hækkað veiðigjald, samdrátt í hagkerfinu, viðbrögð Seðlabankans, stöðu Alvotech, undarlega baráttu gegn Rapyd, stöðuna í pólitíkinni og margt fleira.

Feb 29, 202401:17:08
#199 – Stjórnmálamenn þurfi að þora að taka afstöðu – Diljá Mist í viðtali

#199 – Stjórnmálamenn þurfi að þora að taka afstöðu – Diljá Mist í viðtali

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, ræðir um nýlega ferð sína til Úkraínu, um stöðuna í stjórnmálunum hér heima og erlendis, hvernig henni varð við þegar veist var að henni fyrir utan Alþingi nýlega, um stjórnmálamenn sem veigra sér undan því að taka afstöðu til mála, blýhúðun á regluverki og hvort að það séu einhverjar líkur á því að það komi til með að breytast, um ríkisstuðning til stjórnmálaflokka og margt fleira.

Feb 26, 202401:14:50
#198 – Gömlu byssurnar sóttar upp í hillu – Ríkisstjórnin með fyrirvara ofan á fyrirvara

#198 – Gömlu byssurnar sóttar upp í hillu – Ríkisstjórnin með fyrirvara ofan á fyrirvara

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna. Þeir ræða um skrautlega uppákomu í þinginu, hvernig umræða um útlendingamál hefur tekið breytingum, krísustjórnun RÚV fyrir hönd Samfylkingarinnar, ríkisstjórnarsamstarfið, stöðu fjölmiðla, hlaðvarpsframleiðslu opinberra stofnana og margt fleira.

Feb 23, 202401:06:22
#197 – Kaldur vetur á austurvígstöðvum – Evrópa vaknar við vondan draum

#197 – Kaldur vetur á austurvígstöðvum – Evrópa vaknar við vondan draum

Kristján Johannessen, fréttastjóri á Morgunblaðinu og stríðsfréttaritari Þjóðmála, ræðir um stöðuna í Úkraínu, hvernig herjum Rússa og Úkraínumanna hefur orðið ágengt, hvort að vestræn ríki séu að standa sig í stuðningi við Úkraínu, um tækjatjón Svartahafsflotans, ummæli Trump um varnarmál Evrópuríkja og margt fleira.

Feb 20, 202446:15
#196 – Bjórkvöld Þjóðmála – Live from Kringlukráin

#196 – Bjórkvöld Þjóðmála – Live from Kringlukráin

Við færðum Þjóðmálastofuna á Kringlukrána og tókum upp þátt fyrir framan fullt hús af hlustendum sem nutu þess að vera viðstaddir upptöku á valentínusardaginn. Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um undarlega umræðu stjórnmálamanna um HS Orku, hugmyndir VG um svonefnt atvinnulýðræði, um stöðu flugfélaganna og ferðaþjónustunnar, stöðuna í kjaraviðræðum auk þess sem teknar eru áhugaverðar spurningar úr sal. Þátturinn er unninn í samstarfi við Kringlukrána og Ölgerðina.

Feb 15, 202401:23:34
#195 – Hversu margar ríkisstofnanir þarf í 400 þúsund manna samfélagi?

#195 – Hversu margar ríkisstofnanir þarf í 400 þúsund manna samfélagi?

Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, ræða um samspil hins opinbera og einkageirans, hvort að líkur séu á því að opinberir aðilar nýti sér þær lausnir sem einkafyrirtæki hafa upp á að bjóða eða þá þekkingu og reynslu sem þau búa yfir, hversu margar ríkisstofnanir það þarf til að reka um 400 þúsund manna samfélag, hvernig gögn nýtast til framþróunar og annað þessu tengt sem rætt var á nýafstöðu Viðskiptaþingi.

Feb 12, 202401:02:14
#194 – Að loknu Viðskiptaþingi – Hvað eru fylgistölur stjórnmálaflokka að segja okkur?

#194 – Að loknu Viðskiptaþingi – Hvað eru fylgistölur stjórnmálaflokka að segja okkur?

Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson ræða um Viðskiptaþing, hvernig Viðskiptaráð hefur þróast, hvort að stjórnendur í atvinnulífinu eigi að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og þá hvernig, um samskipti einkageirans og hins opinbera, hvort að áhersla fyrirtækja á samfélagsskýrslur fari þverrandi og fleira þessu tengt. Þá er einnig tekin umræða um stöðuna í stjórnmálunum, hvort að ólík afstaða stjórnarflokkanna í mörgum málum geri stjórnarsamstarfið erfiðara en það er nú þegar, um fylgi flokkanna í skoðanakönnunum og hvort það hefur áhrif á stefnur og mannaval – og margt annað í pólitíkinni.

Feb 08, 202401:22:59
#193 – Ísland er gulleyja full af tækifærum – Þórdís Kolbrún í ítarlegu viðtali

#193 – Ísland er gulleyja full af tækifærum – Þórdís Kolbrún í ítarlegu viðtali

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra og varformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir um stöðuna í stjórnmálunum og á stjórnarheimilinu, þá gagnrýni sem ríkisstjórnin fær á sig fyrir að ná ekki saman um stór og mikilvægi mál, um fjármálaráðuneytið og ríkisfjármálin, fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka, hvernig hægt er að bregðast við stöðunni í Grindavík, stöðu Sjálfstæðisflokksins og margt fleira í ítarlegu viðtali.

Feb 02, 202401:17:26
#192 – Verðbólgan kólnar og gul viðvörun á vinnumarkaði – Er ástæða til að stofna þjóðarsjóð?

#192 – Verðbólgan kólnar og gul viðvörun á vinnumarkaði – Er ástæða til að stofna þjóðarsjóð?

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um hjaðnandi verðbólgu og útlitið framundan, hvort að von sá á vaxtalækkun, kjaraviðræður sem nú eru í frosti, ummæli Vilhjálms Birgissonar í nýlegu viðtali í Spursmálum, hvort að rétt sé að stofna þjóðarsjóð eða ekki, andstöðu Landverndar við framförum, um stöðu Alvotech og Marel og margt fleira.

Jan 31, 202401:18:60
#191 – Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í stríði – Upplýst umræða um átökin fyrir botni Miðjarahafs

#191 – Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í stríði – Upplýst umræða um átökin fyrir botni Miðjarahafs

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Bjarni Már Magnússon, prófessor og forseti lagadeildar við Háskólann á Bifröst, ræða um stöðuna fyrir botni Miðjarahafs, um þá skautun sem á sér stað í umræðu um þau mál, frjálslega notkun gildishlaðinna hugtaka, og margt annað sem tengist þeim átökum sem nú eiga sér stað á svæðinu.
Jan 25, 202401:20:52
#190 – Er fálkinn orðinn múkki? – Tvígrip á glasið og ólögleg blokkering

#190 – Er fálkinn orðinn múkki? – Tvígrip á glasið og ólögleg blokkering

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir atburði dagsins í pólitíkinni, vantrauststillögu sem var lögð fram en dregin til baka, aðdragandann og mögulegar afleiðingar, stöðuna í ríkisstjórnarsamstarfinu, aðgerðir vegna stöðunnar í Grindavík og þær ríkislausnir sem þar eru boðaðar, færslu utanríkisráðherra um mótmæli vegna hælisleitenda og margt fleira.

Jan 23, 202401:14:30
#189 – Launahækkanir en engar kjarabætur – Sáttartónninn brestur á hátónum

#189 – Launahækkanir en engar kjarabætur – Sáttartónninn brestur á hátónum

Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur og Hörður Ægisson ræða um hvaða möguleikar eru til staðar varðandi húsnæði Grindvíkinga, hvaða áhrif það mun hafa á verðbólgu og vexti, hvað óvinsæl ríkisstjórn er líkleg til að gera, um stöðuna í kjaraviðræðum, um verðmætasköpun útflutningsgreina og margt fleira.

Jan 19, 202401:01:59
#188 – Svandís í vanda og siðfræðingarnir þagna – Árangur áfram, ekkert stopp í hlaðvarpi þjóðarinnar

#188 – Svandís í vanda og siðfræðingarnir þagna – Árangur áfram, ekkert stopp í hlaðvarpi þjóðarinnar

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um heitustu mál dagsins. Svandís Svavarsdóttir er í vanda og hlutabréfin eru græn. Það er ekki endilega orsakasamhengi þarna á milli en það er farið nánar yfir það í þættinum. Rætt er um stöðu matvælaráðherrans og ríkisstjórnarinnar, um þróun mála í kjaraviðræðum, dulda varasjóði ríkisins, stöðuna í orkumálum og afturhaldsáróður Landverndar, mögulegan smásölurisa sem kann að vera í smíðum og margt fleira. Svona byrjum við vikuna í hlaðvarpi þjóðarinnar.

Jan 09, 202401:06:45
#187 – Aukin orkuframleiðsla er forsenda framfara og hagsældar

#187 – Aukin orkuframleiðsla er forsenda framfara og hagsældar

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals, og Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá og efnahagsráðgjafi Þjóðmála, ræða um orkumál í sögulegu og efnahagslegu samhengi. Rætt er um mögulegan orkuskort hér á landi, hvaða þýðingu það hefur að búa til orku, til hvers hún er nýtt, hvernig hægt er að auka orkuframleiðslu, hvernig við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir og margt fleira.

Jan 05, 202401:25:46
#186 – Guðni kveður Bessastaði – Margir (halda að þér séu) kallaðir en fáir útvaldir

#186 – Guðni kveður Bessastaði – Margir (halda að þér séu) kallaðir en fáir útvaldir

Stefán Einar Stefánsson og Friðjón Friðjónsson ræða um þá óvæntu ákvörðun Hr. Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, að gefa ekki kost á sér á ný. Rætt er um hvaða ástæður kunna að liggja þar að baki, aðdragandann að því hvernig Guðni varð forseti, sögulegan fróðleik um forsetaembættið og þá sem setið hafa á Bessastöðum, hvaða kandídatar eru líklegir til að bjóða sig fram og það sem meira máli skiptir – hverjir eigi yfir höfuð erindi í þetta embætti.

Jan 02, 202401:43:45
#185 – Áramótaþáttur og flugeldasýning á Kringlukránni

#185 – Áramótaþáttur og flugeldasýning á Kringlukránni

Það er mikill gestagangur í síðasta hlaðvarpþætti ársins sem tekinn er upp á Kringlukránni. Við horfum til viðskipta, atvinnulífs, stjórnmála og annarra þáttar þegar við förum yfir allt það helsta á árinu, tökum stöðuna um áramót og leggjum mat á komandi ár. Við förum yfir þetta í þremur lotum. Fyrst koma þeir Hörður Ægisson, Stefán Einar Stefánsson og Örn Arnarson. Í lotu tvö koma þau Gréta María Grétarsdóttir, Hermann Guðmundsson og Þórður Pálsson. Við ræðum við Sophus Sigurþórsson, eiganda Kringlukrárinnar, og í lotu þrjú þau Andrés Jónsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Á. Andersen. Það er hörkuþáttur hér á ferð.

Dec 30, 202303:06:51
#184 – Ekkert jólastress, bara stjórnarkreppa – Tökum aðra mynd

#184 – Ekkert jólastress, bara stjórnarkreppa – Tökum aðra mynd

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um skipan sendiherra, stöðuna á stjórnarheimilinu og í stjórnmálunum almennt, ríkisstjórn sem þorir ekki að takast á við alvöru mál og annað það helsta sem við þurfum að vita fyrir jólin.

Dec 22, 202301:05:14
#183 – Þunn lína milli stjórnmála og loftslagsmála – Guðlaugur Þór mætir í Þjóðmálastofuna

#183 – Þunn lína milli stjórnmála og loftslagsmála – Guðlaugur Þór mætir í Þjóðmálastofuna

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, mætir í Þjóðmálastofuna og svarar spurningum um orku- og loftslagsmál, þau áhrif sem þessir málaflokkar hafa á stjórnmálaumræðu, skattlagningu og lagasetningu. Þá er rætt um það hvort að rétt sé að staðsetja umhverfismál á vinsti-hægri ás stjórnmálanna, hvaða áhrif atvinnulífið hefur á þessa málaflokka, hvort að aðgerðir á Íslandi skipti einhverju máli, einföldun reglugerða, losunarheimildir og kostnað vegna þeirra og margt annað. Einnig er fjallað um stöðu Sjálfstæðisflokksins, um stöðu Guðlaugs Þórs, hversu lengi hann sér fyrir sér að starfa í stjórnmálum og fleira.

Dec 18, 202358:58
#182 – Yfirtökutilboð og verkfall hálaunastéttar – Möguleikinn á skynsömum kjaraviðræðum

#182 – Yfirtökutilboð og verkfall hálaunastéttar – Möguleikinn á skynsömum kjaraviðræðum

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta, málefni Marels, verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra sem eru að stórskaða okkur, hvaða kröfur aðilar vinnumarkaðarins munu leggja fram í komandi kjaraviðræðum, horfurnar í hagkerfinu, skort á umræðu um hlutabréfaverð og margt fleira.

Dec 15, 202301:00:26
#181 – Kyrrstaða er vond staða – Hvernig er hægt að bera betur í dag en í gær?

#181 – Kyrrstaða er vond staða – Hvernig er hægt að bera betur í dag en í gær?

Gestur Pálmason stjórnendaráðgjafi hefur á undanförnum árum unnið með stjórnendum fyrirtækja, leiðtogum innan félagasamtaka og stjórnmálamönnum bæði hér á landi og erlendis. Hann mætir í Þjóðmálastofuna og ræðir um það hvort að sömu lögmál gildi um leiðtoga í ólíkum geirum, um leiðtoga sem verða værukærir og lenda í kyrrstöðu, hvort að stefnumótun sé ofnotað hugtak, hvort og þá hvernig markmið við ættum að setja okkur, um leiðtoga sem eru svo uppteknir í daglegum amstri að þeir gleyma að móta framtíðarsýn og margt fleira.

Dec 11, 202301:03:60
#180 – Aðventumorgunn og gestagangur á Jómfrúnni

#180 – Aðventumorgunn og gestagangur á Jómfrúnni

Þáttur dagsins var tekinn upp á Jómfrúnni. Þar mættu nokkrir góðir viðmælendur til að ræða meðal annars um listamannalaun, niðurstöðu Pisa könnunar, furðulega umfjöllun ríkisfjölmiðilsins um krónuna, leit að heimildarmönnum, það hvort að Icesave skipti lengur máli í umræðunni, málefni Marels og Eyri Invest, orkumál og margt margt fleira. Meginmarkmið þáttarins var þó að hafa gaman, svona eins og í lífinu sjálfu.
Dec 07, 202301:19:30
#179 – Þingmaður handtekinn og hópferð til Dubai – Ekkert að sjá hér

#179 – Þingmaður handtekinn og hópferð til Dubai – Ekkert að sjá hér

Það hefur hvorki þurft dyraverði né lögreglu í Þjóðmálastofuna hingað til. Það þurfti heldur ekki í dag þegar þeir Brynjar Níelsson og Þórður Gunnarsson mættu og fóru yfir allt það helsta sem ber á góma í okkar ágæta samfélagi. Þar má nefna handtöku þingmanns og undarlega eftirmála þess, mikinn fjölda Íslendinga á loftslagsráðstefnu SÞ, hvort að loftslagsmál snúist í raun um það eða pólitíska hugmyndafræði, vangetu stjórnmálanna í útlendingamálum og margt fleira. Þátturinn endar síðan á nokkrum jólagjafahugmyndum.

Dec 01, 202342:59
#178 – Björn Berg og Bergur Ebbi rýna inn í framtíðina

#178 – Björn Berg og Bergur Ebbi rýna inn í framtíðina

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari, ræða framtíðina í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig framtíðin lítur út og hvað hún beri í skauti sér en við vitum þó að hún kemur. Í þættinum ræðum við almennt um framtíðina, hvort við séum of upptekin af því að hugsa um hana, hvort það skiptir máli hvað við vitum eða vitum ekki, hvernig störf munu þróast, hvernig við metum efnahag og hagsæld, lífslíkur, tækniþróun og margt, margt fleira.

Nov 27, 202301:09:00
#177 – Of mörg fordæmi fyrir fordæmalausum aðstæðum

#177 – Of mörg fordæmi fyrir fordæmalausum aðstæðum

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Konráð S. Guðjónsson, fráfarandi aðalhagfræðingur Arion banka og nýráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ræða um stöðuna í hagkerfinu, peningamálafund Viðskiptaráðs og ummæli seðlabankastjóra þar, horfur í vaxtamálum, stöðuna í Grindavík, kjaraviðræður sem eru framundan og margt fleira.

Nov 24, 202301:03:47
#176 – Hátíðarkvöld Þjóðmála gert upp ásamt öllu hinu

#176 – Hátíðarkvöld Þjóðmála gert upp ásamt öllu hinu

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson gera upp Hátíðarkvöld Þjóðmála sem haldið var á degi íslenskrar tungu í síðustu viku, þær viðurkenningar sem Þjóðmál veittu og margt fleira sem snýr að þessu vel heppnaða kvöldi. Þá er rætt um stöðuna í Eyri Invest sem hefur áhrif á stöðu Marel, hlutabréfakaup forstjóra, komandi stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, stöðuna í Grindavík og margt fleira.
Nov 20, 202301:14:10
#175 – Söknuður að samfélagi – Hvað verður um Grindavík og Grindvíkinga?

#175 – Söknuður að samfélagi – Hvað verður um Grindavík og Grindvíkinga?

Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen í Grindvík, og Vilhjálmur Árnason alþingismaður, sem einnig er búsettur í Grindavík, ræða um þá stöðu sem komin er upp í bænum sem nú er búið að rýma, um þær áskoranir sem íbúar standa frammi fyrir við að koma lífinu í eins eðlilegt horf og hægt er, um stöðu atvinnulífsins á svæðinu og margt annað sem snýr að lífi Grindvíkinga um þessar mundir.

Nov 16, 202349:00
#174 – Jörðin skelfur og Marel titrar – Skattar hækka í Garðabæ

#174 – Jörðin skelfur og Marel titrar – Skattar hækka í Garðabæ

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta í Þjóðmálastofuna, þó ekki skjálfandi eins og jörðin. Í þættinum er meðal annars fjallað um skattahækkanir í Garðabæ, uppsögn forstjóra Marel, lokun Bláa lónsins og það hvernig fámennur hópur hefur komið í veg fyrir að íbúar á Suðurnesjum búi við raforkuöryggi, það hvort að verkalýðshreyfingin sé líkleg til að standa sameinuð að kjarasamningum, grein þar sem krafist var brottreksturs seðlabankastjóra, laxadauða á Vestfjörðum og margt fleira.

Nov 09, 202348:15
#173 – Stríð og friður í nútímanum – Stríðsfréttaritari Þjóðmála fer yfir stöðuna

#173 – Stríð og friður í nútímanum – Stríðsfréttaritari Þjóðmála fer yfir stöðuna

Kristján Johannessen, stríðsfréttaritari Þjóðmála og fréttastjóri á Morgunblaðinu, ræðir um stöðu mála í Úkraínu og fyrir botni Miðjarahafs. Rætt er um það hvort að innrás Rússa inn í Úkraínu falli í skuggann af átökum Ísraelsmenna við hryðjuverkasamtökin Hamas, hvernig vopnum er beitt á þessum svæðum, hvernig stuðningi Vesturlanda er háttað, hvaða hlutverki Ísland gegnir í þessu öllu saman og margt fleira.

Nov 06, 202352:24
#172 – Grimmd fyrir botni Miðjarahafs – Yfirveguð umræða um hitamál

#172 – Grimmd fyrir botni Miðjarahafs – Yfirveguð umræða um hitamál

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um átökin sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarahafs, orsök þeirra og afleiðingar, hvort og þá hvernig afleiðingar þeirra koma fram í íslenskum stjórnmálum. Rætt er um söguna sem liggur þarna að baki, um grimma stefnu Hamas-samtakanna, hvernig tillagan um tveggja ríkja lausn hefur fallið um sjálfa sig, hvort að hægt sé að byggja undir hagsæld í Gaza-svæðinu og margt fleira.

Oct 31, 202301:23:55
#171 – Markaðurinn lítill í sér – Vesen að eiga vildarpunkta – Bótaþegar á rafmagnsbílum

#171 – Markaðurinn lítill í sér – Vesen að eiga vildarpunkta – Bótaþegar á rafmagnsbílum

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um hlutabréfamarkað í ládeyðu, flókna stöðu Marel og það hvort að verið sé að skortselja félagið, erfiðleika þingmanna við að eiga vildarpunkta, um verkalýðsleiðtoga sem eru ekki takt við félagsmenn sína, gagnrýni formanns Samfylkingarinnar á skattalækkanir fyrir tekjulága, afslátt við sölu á hlut í Hampiðjunni, litla framleg matvöruverslana, ríkisstyrk til rafmagnsbílaeigenda og margt fleira.

Oct 26, 202356:00
#170 – Heiðrún Lind stígur ölduna í ólgusjó

#170 – Heiðrún Lind stígur ölduna í ólgusjó

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ræðir um stöðu sjávarútvegsins, hvort að leyndarhyggja ríki yfir greininni eins og sumir stjórnmálamenn halda fram, möguleikann á frekar samþjöppun, um fiskeldi og tækifærin sem þar liggja, fjárfestingar og arðsemi og margt annað sem snýr að þessari mikilvægu atvinnugrein á Íslandi.

Oct 23, 202301:03:32
#169 – Afleiðingar óróleikans á hagkerfin – Lilja Dögg kíkir í Þjóðmálastofuna

#169 – Afleiðingar óróleikans á hagkerfin – Lilja Dögg kíkir í Þjóðmálastofuna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ræðir um stöðuna í efnahagslífinu hér heima og erlendis, hvaða áhrif átök hafa á hagkerfi heimsins og hvort að til sé að verða ójafnvægi í heimskerfinu út frá efnahag þjóða. Þá er rætt um stöðu ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi virkilega verið bara best að kjósa Framsókn, Samkeppniseftirlitið og samskipti þess við atvinnulífið, stöðu fjölmiðla og hversu heilbrigt það sé að vera með ríkisstyrkta fjölmiðla, hvalrekaskatt og margt fleira.
Oct 18, 202301:08:30
#168 – Fjölskyldumynd í brotnum ramma á sunnudegi – Ríkisstjórn með kíki á blinda auganu – Hús Gyðinga merkt með stjörnu í Berlín

#168 – Fjölskyldumynd í brotnum ramma á sunnudegi – Ríkisstjórn með kíki á blinda auganu – Hús Gyðinga merkt með stjörnu í Berlín

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um stólaskipti innan ríkisstjórnarinnar, helstu verkefni hennar, hvaða mál hún er að einblína á – og ekki að einblína á – og hver skilaboð hennar eru. Þá er einnig fjallað um átökin fyrir botni Miðjarahafs og það vaxandi gyðingahatur sem við höfum því miður orðið vitni að síðustu daga.
Oct 15, 202301:01:30
#167 – Aukaþáttur – Bjarni segir óvænt af sér

#167 – Aukaþáttur – Bjarni segir óvænt af sér

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða í sérstökum aukaþætti um aðdraganda og ástæður fyrir óvæntri afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Rætt er um álit umboðsmanns Alþingis og þá þau atriði sem þar koma fram, hvaða pólitísku afleiðingar afsögn Bjarna hefur, hvort að andstæðingar Bjarna hafi borið sigur úr býtum og margt annað sem þessu tengist.

Oct 11, 202345:40
#166 – Biðleikur Seðlabankans – Ráðherragrín eða ráðherrapirringur – Hrikalegir atburðir í Ísrael

#166 – Biðleikur Seðlabankans – Ráðherragrín eða ráðherrapirringur – Hrikalegir atburðir í Ísrael

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um það hvort að ákvörðun Seðlabankans um að hækka ekki vexti í síðustu viku hafi átt að koma á óvart eða hvort um biðleik sé að ræða, um skrýtin viðbrögð við ráðherragríni og enn eitt höggið í innri samskipti ríkisstjórnarinnar, um sviptingar á fjármálamarkaði, um þá hræðilegu atburði sem áttu sér stað í Ísrael um helgina og furðuleg viðbrögð þeirra sem styðja aðgerðir Hamas-samtakanna. Þá er einnig farið yfir spurningar úr sal og margt fleira.

Oct 09, 202301:07:59
#165 – Haustfundur með Þórði Pálssyni – 15 ár frá hruni – ESG staðlar sem enginn bað um

#165 – Haustfundur með Þórði Pálssyni – 15 ár frá hruni – ESG staðlar sem enginn bað um

Þórður Pálsson mætir í Þjóðmálastofuna og fjallar um aðdraganda og eftirmála fjármálahrunsins haustið 2008, þar sem nú eru liðin 15 ár frá þeim tíma. Við fjöllum um það hvort að staða Íslands hafi verið öðruvísi en annarra ríkja, hvort það sé eðli fjármálamarkaða að taka dýfur eða jafnvel hrynja með reglulegu millibili, hvort og þá hvernig hagkerfið hefur breyst síðan þá og margt fleira. Við tökum einnig stöðuna á hagkerfinu nú, horfurnar í efnahagsmálum, of mikil ríkisútgjöld, háa verðbólgu og aðgerðir Seðlabankans. Þá er einnig rætt um ESG staðla og dyggðarskreytingar fyrirtækja yfir eigin verkum í þeim málum og loks tökum við spurningar úr sal í kaffihúsaspjallinu okkar. Stútfullur þáttur fyrir spyrjandi þjóð.
Oct 06, 202301:09:38
#164 – Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn? – Upptaka af fundi með FVH

#164 – Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn? – Upptaka af fundi með FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga, í samstarfi við Þjóðmál, stóð fyrir hádegisfundi þann 4. október sem ber yfirskriftina Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn. Á fundingum var rætt um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem var birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn. Gestir fundarins voru þau Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Peningastefnunefndar Seðlabankans, Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion Banka, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og stjórnandi Þjóðamála, stýrði umræðum.

Oct 05, 202301:05:30
#163 – Páll Gunnar rennur á bananahýðinu – Fundargerðin sem hvarf – Erfiður hlutabréfamarkaður

#163 – Páll Gunnar rennur á bananahýðinu – Fundargerðin sem hvarf – Erfiður hlutabréfamarkaður

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson koma saman á ný. Í þættinum er rætt um smjörklípu verkalýðsforystunnar sem vill allt í einu skipta um gjaldmiðil, stöðuna á eldrauðum hlutabréfamarkaði, stjórnmálamenn sem boða umfangsmiklar aðgerðir við vandamálum sem ekki eru orðin, yfirlætisfulla lækna sem vilja banna alla hluti, vandræðagang Samkeppniseftirlitsins, gula spjaldið sem við gefum Willum Þór og margt annað.

Sep 27, 202301:18:09