Skip to main content
Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

By Podcaststöðin
Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

65. Activision Blizzard og eitruð vinnustaðamenning
Sumarfríið er að ná hámarki hjá Tölvuleikjaspjallinu og Gunnar er ekki í bænum! Arnór Steinn sjanghæjaði til sín þekkta gesti spjallsins, Daníel Freyr Swenson, hypemálaráðherra Cyberpunk og Jón Pálsson, sérfræðing okkar í Overwatch málum, til að ræða Activision Blizzard. Fyrr í vikunni kom út skýrsla ráðuneytis atvinnu- og húsnæðismála í Kaliforníu um „frat boy“ menningu á vinnustað fyrirtækisins. Skýrslan er afrakstur tveggja ára rannsóknar á málunum. Margt slæmt hefur komið í ljós, slæm staða kvenna innan fyrirtækisins en þær þurfa að líða alls kyns áreiti dag hvern. Viðbrögð fyrirtækisins hafa verið mismunandi og er augljóst að Activision Blizzard er ekki að fara að tjá sig frekar um málið fyrr en allt fer fyrir rétt. Arnór Steinn, Daníel Freyr og Jón ræða þetta allt saman og kanna hvað gæti mögulega gerst næst. Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock.
01:09:44
July 28, 2021
64. Firewatch
**HÖSKULDARVIÐVÖRUN Á EFTIRFARANDI TÍMASTIMPLI: 40:10 TIL 53:45** Við erum öll að flýja eitthvað. Er hægt að flýja allt? Jafnvel þó maður taki sér vinnu úti í ysta rassgati? Það er ein af mörgum spurningum sem meistaraverkið Firewatch reynir að svara. Leikurinn kom út árið 2016 og stimplaði sig strax inn sem einn af allra bestu indí leikjum síns tíma. Þú leikur Henry – mann sem ákveður að fá sér vinnu sem skógareldavaktmaður í Wyoming fylki (lesist: úti í ysta rassgati) þegar aðstæður heima verða yfirþyrmandi. Þar er hann aleinn. Hans einu samskipti eru í gegnum talstöð við yfirmann sinn – Delilah, kona sem er alveg að brenna út í starfi sínu. Eins og reikna má með þá er ekki allt með felldu í Shoshone skóginum. Dularfullir hlutir fara að gerast sem Henry getur ekki útskýrt. Það er þitt að leysa ráðgátuna og tja ... lifa af. Það er HÖSKULDARHLUTI í þættinum. Frá 40:10 til 53:45 ræða Arnór Steinn og Gunnar söguna og endinn í þaula. Ef þú hefur ekkert spilað leikinn þá mælum við alveg eindregið með því að þið forðist þann hluta þáttarins. Allt annað er laust við spilliefni. Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock.
01:00:04
July 21, 2021
63. Heimavöllur - viðtal við Gunnar Þór Sigurjónsson
Tölvuleikjamarkaðurinn er í stöðugri þróun og þá sérstaklega rafíþróttir. Margt spennandi er að gerast hér á landi í þeim málum og eitt af þeim er Heimavöllur, nýtt verkefni sem strákarnir í Tölvuleikjaspjallinu eru ofboðslega spenntir að vita meira um. Til þess fengu þeir til sín Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóra Heimavallar. Arnór Steinn og Gunnar spyrja hann spjörunum úr um verkefnið, hvaðan hugmyndin kom og hvernig þetta kom allt saman. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir komuna og hlökkum til að kíkja í spil! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock.
59:47
July 14, 2021
62. Eins Árs Afmæli!
Við erum eins árs! Arnór Steinn og Gunnar eru uppfullir af þakklæti og gleði yfir þessum áfanga. Það eru ekki öll hlaðvörp sem ná heilu ári, hvað þá að halda útgáfum sínum stöðugum eins og strákarnir hafa gert. Til að fagna þessu ári gerum við smá sérþátt þar sem við ræðum þættina sem komið hafa út, okkar uppáhalds, YKKAR uppáhalds og svo svörum við spurningum ykkar frá Instagram. Ef þið eruð ekki að fylgja okkur þar, þá mæli ég eindregið með! Arnór Steinn er með skemmtilega tilkynningu, Gunnar segir að það komi ekkert á óvart hver uppáhalds leikurinn hans er á tímabilinu, og við erum með margar hugmyndir um hluti sem við getum gert til að stækka sem hlaðvarp. Við þurfum samt hjálp hlustenda við það! Takk fyrir samfylgdina þetta árið og við hlökkum rosa mikið til þeirra næstu!
01:00:50
July 7, 2021
61. Draugurinn í Tsushima II
Í þessum spoiler fyllta þætti kafa Arnór Steinn og Gunnar dýpra ofan í meistaraverkið Ghost of Tsushima. Það er nóg til að ræða enda klóruðu þeir bara rétt á yfirborðið í síðasta þætti. Við viljum ítreka að allar hliðar leiksins eru ræddar í þaula í þessum þætti. Ef hafið ekki spilað Ghost neitt og viljið fara algjörlega blint í hann þá mælum við frekar með því að hlusta á fyrri þátt okkar (nr. 12). Hins vegar geta allir hlustað á umræðuna okkar um Ghost of Tsushima: Legends. Sú umræða (ásamt smá bónus umræðu um hvað Arnór er duglegur að svara bottum á Instagram) hefst á tímastimplinum 01:02:40. Við ræðum hér allar sögurnar í leiknum, alla karakterana, hver er raunverulegi vondi kall leiksins og almennt um hvað okkur finnst eftir að hafa klárað allt klabbið. Þátturinn er samstarfsþáttur við Elko Gaming. Hann er einnig í boði veitingastaðarins Le Kock.
01:25:03
June 30, 2021
60. Bónusþáttur! Island of Winds playtest - viðtöl við starfsfólk Parity Games
Ævintýri Tölvuleikjaspjallsins og Parity Creative House heldur áfram! Í síðasta þætti okkar með fyrirtækinu spjölluðum við við Maríu Guðmundsdóttur um vegferð hennar í bransanum og um það að stofna glænýtt tölvuleikjafyrirtæki á Íslandi. Í þessum bónusþætti ræða Arnór Steinn og Gunnar um það að playtesta leikinn sem þau eru að framleiða - Island of Winds! Þeir spjalla um ferlið, hvernig það var að taka þátt og segja eins mikið um leikinn og þeir mega. Einnig náðu þeir tveim stuttum viðtölum sem eru spiluð í þættinum. Í fyrra viðtalinu sat Arnór á milli Daniel Pilkington, sem er character artist, og Heiðu Rafnsdóttur, sem er lead concept artist. Í seinna viðtalinu spjallaði hann við Sylviu Wallace, sem er 3D artist. Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock.
30:31
June 25, 2021
59. E3 2021
E3 gefur tölvuleikjaunnendum árlega það sem þau hafa ekkert við að gera; tóm loforð, ýkta trailera og alls konar óvænt rugl sem er sjaldan eitthvað sem fólk er að bíða eftir. Var árið í ár einhver tilbreyting? Ef til vill að einhverju leyti, því að í þetta skiptið var hægt að horfa á allt heila klabbið á netinu! Hátíðinni var dreift yfir nokkra daga og allt saman sýnt beint á YouTube og öðrum streymisveitum. Tölvuleikjaspjallið fylgdist með og kemur með samantekt á þessu helsta fyrir ykkur yndislegu hlustendur. Var eitthvað sem kom á óvart á E3 í ár?
01:14:41
June 23, 2021
58. Leikjarinn - viðtal við Birki Fannar
Í þætti vikunnar forum við um víðan völl með Leikjaranum – Birki Fannari, sem er sannur tölvuleikjaáhugamaður og streymari! Hann á langa sögu að baki í tölvuleikjaheiminum og hefur komið víða við. Safnið í tölvuherberginu segir bara hálfa söguna! Arnór Steinn og Gunnar ræða við hann um streymi, YouTube draumana, Elder Scrolls og margt, margt fleira. Takk kærlega fyrir komuna og við hlökkum til að heyra í þér aftur! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock.
01:27:47
June 16, 2021
57. Afrek og bikarar í tölvuleikjum
Hvað fáum við út úr því að safna afrekum og bikurum (e. achievements, trophies) í tölvuleikjum? Er það bara söfnunarárátta? Eða er það leið tölvuleikjaframleiðenda til að veita okkur spilunarefni umfram aukaefni? Þetta eru á meðal þeirra spurninga sem Arnór Steinn og Gunnar reyna að svara í þætti vikunnar. Þeir fara saman yfir sögu afreka í tölvuleikjum, sem nær alla leið aftur til ársins 1977 (!!!), telja upp nokkur eftirtektarverð afrek, hvort sem þau eru fyndin, skrýtin, ómöguleg eða bara of einföld.  Í síðasta hlutanum ræðum við niðurstöður könnunar sem við lögðum fyrir notendur Tölvuleikjasamfélagsins og Tölvuleikir - Spjall fyrir Alla hópana á Facebook. Þar spurðum við einfaldlega hvers vegna fólk safnar afrekum og um þeirra erfiðustu afrek. Þátturinn er í boði Elko Gaming og Le Kock!
01:36:11
June 9, 2021
56. Tölvuleikir og foreldrar - viðtal við Alexander Maron
Hvað breytist tölvuleikjalega séð þegar maður eignast börn? Í stuttu máli … allt. Þetta er samt spurningin sem Arnór vildi spyrja Gunnar og æskuvin hans Alexander Maron (já, sá Alexander sem Gunnar er alltaf að tala um OG sá sem samdi stefið okkar!) í þætti vikunnar. Horfir maður öðruvísi á tölvuleiki þegar maður á afkvæmi? Er það bara tímaleysið sem hefur áhrif eða er það meira? Við ræðum þó margt, margt fleira. Lan-menningin á Akranesi, nostalgíuleikir og alls kyns vafasamt dót kemur við sögu. Er það krakkhausahegðun að ýta skrifborðsstólnum sínum yfir hálfan bæinn til að fara á lan? Við þökkum Alexander Maron kærlega fyrir komuna og mælum með hans eigins hlaðvarpi! Pabbaorlof er einnig á vegum Podcaststöðvarinnar og er aðgengilegt á Spotify, Apple Music og á öllum þessum helstu stöðum! Þátturinn er í boði Elko og Le Kock.
01:22:38
June 2, 2021
55. Resident Evil Village
Gátu kjúllarnir í Tölvuleikjaspjallinu klárað Resident Evil Village? Það gátu þeir sko heldur betur, en það þurfti að þvo allar buxur á báðum heimilum eftir á. Í þessum stútfulla samstarfsþætti okkar við Elko Gaming ræðum við allt sem hægt er að ræða um nýjasta Resident Evil leikinn, VILLAGE. Arnór Steinn og Gunnar spiluðu hann í gegn og taka allt saman fyrir. Þeir ræða söguna, persónurnar, spilunina og alla upplifunina af þessum hryllings-spennuleik. Við ræðum þetta allt án þess að spilla neinu, en það er sérstakt SPOILER SVÆÐI frá 1:02:27 til 1:18:37. Ekki nóg með það, þá tók Arnór stutt viðtal við eina Íslendinginn sem starfar hjá Capcom og kom að gerð leiksins, en það er Vilhelm Smári Ísleifsson! Hann segir okkur frá því hvernig það er að vinna hjá japönsku leikjafyrirtæki og við spjöllum aðeins um leikinn. Takk Elko Gaming fyrir þennan samstarfsþátt, takk Vilhelm fyrir skemmtilegt viðtal og takk hlustendur! Án ykkar værum við ekki svona hugrakkir.
01:27:01
May 26, 2021
54. Íslenskir streymarar - viðtal við Snorra Frey (djentlemanxiii)
Tölvuleikjaspjallið styður íslenska streymara!  Við viljum kynna hlustendur fyrir þá flóru af íslenskum streymurum sem eru til. Við byrjum seríuna á að spjalla við Snorra Frey, betur þekktur sem djentlemanxiii á Twitch. Síðan 2015 hefur hann verið streymari og spilað alls kyns leiki.  Við ræðum við hann um æskuna, hvaða leikir mótuðu æskuna hans, hvernig hann byrjaði að streyma, hvernig það var að vera einn af fimm Xbox 360 spilurum Íslands á sínum tíma og svo auðvitað hvað hann fær úr streymum sínum! Snorri streymir þriðjudaga, fimmtudaga og annan hvorn sunnudag.  Kíkið á hann á twitch: @djentlemanxiii! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:08:51
May 19, 2021
53. Gagnamagnið Leikurinn THINK ABOUT ALIENS - viðtal við Jóhann Sigurð úr Gagnamagninu
Það styttist í Eurovision og við hjá Tölvuleikjaspjallinu fengum ótrúlega skemmtilega ábendingu um að hljómsveitin Gagnamagnið, sem ætlar að koma með Júróbikarinn heim í ár, gaf nýverið út mobile platforming leik sem heitir THINK ABOUT ALIENS! Þar er öllum sex meðlimum Gagnamagnsins rænt af geimverum. Þú byrjar að spila sem Daði og þarft að hoppa um og drepa geimverur til að bjarga hinum meðlimunum. Hver og einn karakter er með sérstakan eiginleika sem nýtast gegn mismunandi óvinum. Sagan er ótrúlega skemmtileg og fyndin, og falin út um allt í leiknum eru fyrrverandi keppendur Íslands í Eurovision!  Við fengum Jóhann Sigurð úr bandinu í viðtal, en hann var með kveikjuna að leiknum og var með í fimm mánaða ferlinu sem tók til að gera leikinn. Arnór Steinn og Gunnar spyrja hann um allt mögulegt, hvernig það var að læra á Unity til að byrja að þróa leikinn, hvernig það fjölgaði í þróunarteyminu og hvernig það er að hafa sig sjálfan sem karakter í tölvuleik! Tjékkið á leiknum, hann er ótrúlega skemmtilegur, og fylgið Gagnamagninu á Instagram! Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=is.samlist.dadioggagnamagnid&hl=en&gl=US iPhone: https://apps.apple.com/us/app/da%C3%B0i-gagnamagni%C3%B0-aliens/id1557033096 ÁFRAM ÍSLAND Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:08:07
May 12, 2021
52. Outriders
Í þessum samstarfsþætti okkar við Elko Gaming ætlum við að fjalla um leikinn OUTRIDERS. Um er að ræða nýjan co-op action RPG loot shooter (reyndu að segja það tíu sinnum hratt) frá pólska fyrirtækinu People Can Fly.  Hér stjórnar leikmaður einum svokölluðum Outrider, sér þjálfuðum hermanni sem  fer ásamt 500.000 eftirlifandi jarðarbúum til plánetunnar Enoch. Eins og má svo sem reikna með þá fer allt til fjandans, og þú, eftir að hafa valið á milli fjögurra mögulegra klassa, þarft að drepa allt í kringum þig. Það er hægt að spila einn en co-op er mjög skemmtileg leið til að komast áfram og þróa karakterinn þinn.  Arnór Steinn og Gunnar spiluðu leikinn saman og hafa margt um hann að segja. Í stuttu máli er þetta skemmtilegur og spennandi skotleikur með ótrúlega áhugaverðu class kerfi, sem verður bara erfiðari og skemmtilegri með hverjum bardaganum. Í lengra máli ... tja ... hlustið bara á þáttinn! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:06:27
May 5, 2021
51. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir IV: Mortal Kombat: Annihilation
Það er algjört fatality hvað þessi mynd er ömurleg ... Við erum búnir að taka fyrri MK myndina þannig að við eiginlega urðum að taka númer tvö líka, áður en við kíkjum í bíó á nýju myndina! Mortal Kombat: Annihilation gerist strax eftir að fyrri myndin klárast.  Það sem gerir þetta strax frekar glatað er að það er búið að skipta út 90% leikaranna, enginn Christopher Lambert að hlæja vafasamt sem Rayden og engin Bridgette Wilson-Sampras sem Sonya! Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan rjúkandi ruslagám í þaula. Hvers vegna er hún svona mikið verri en fyrri myndin? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:04:14
April 28, 2021
50. Fimmtugasti þáttur! Topp tíu nostalgíuleikir
Þann fyrsta júlí árið 2020 gáfu tveir ungir drengir, með ekkert nema hljóðnema og draum, út þátt um tölvuleiki.  Nú í dag, fjörutíu og níu þáttum síðar, eru þeir búnir að halda sig við öll markmið sem þeir settu sér og gera meira en það! Vikulegir þættir, góð samskipti við hlustendur, spons, fjölbreytt efni svo fátt eitt sé nefnt.  Í þessum fimmtugasta (!!!) þætti Tölvuleikjaspjallsins ræða Arnór Steinn og Gunnar sína topp fimm nostalgíuleiki. Það geta verið leikir sem þeir tengja einhverja sérstaka minningu við eða eru úr æsku. Þetta verður allavega fjölbreytt. Þeir fara líka yfir nokkra uppáhalds nostalgíuleiki hlustenda! Við viljum einmitt þakka þeim alveg sérstaklega mikið fyrir, án ykkar værum við ekki að þessu. Haldið áfram að vera frábær og við höldum áfram að gera þætti! Einnig viljum við þakka Podcaststöðinni, Elko Gaming og Le Kock fyrir að halda þessu gangandi með okkur!
01:49:53
April 21, 2021
49. Overwatch League
Það styttist í að ein skemmtilegasta rafíþróttadeild heims - Overwatch League - fari í gang og því ákváðum við að henda í smá upphitunarþátt!  Þetta verður fjórða tímabil deildarinnar og spennan magnast. Eins og er með allar rafíþróttir þá eru liðin fjölbreytt og með sín einkenni. Þó þau séu mis góð eða léleg þá er um að ræða bestu spilara heims í téðri íþrótt og það getur ALLT gerst!  Við bjóðum velkominn sérstakan Overwatch League sérfræðing Tölvuleikjaspjallsins Jón Pálsson velkominn! Hann fræðir Arnór Stein og Gunnar um sögu deildarinnar, liðin, leikmennina og hvernig þetta hefur farið síðustu ár.  Ef þú hefur aldrei horft á Overwatch League þá er algjörlega málið að byrja núna. Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:09:31
April 14, 2021
48. Cyberpunk II
Í þætti vikunnar, sem er samstarfsþáttur við Elko og Elko Gaming, ræðum við aftur um Cyberpunk 2077!  Við tókum góða umræðu um hann rétt eftir að hann kom út en núna hefur margt vatn runnið til sjávar. Búið er að laga ýmist (alls ekki allt) með nýju uppfærslunni og umræðan hefur batnað – allavega aðeins. Góður vinur Tölvuleikjaspjallsins, Daníel Freyr Swenson, betur þekktur sem Hype-málaráðherra Cyberpunk er meðstjórnandi vikunnar.  Arnór Steinn og Gunnar taka dýpri umræðu við Danna um margt og mikið. Sagan, lúkkið, spilunin, „life choices“ og annað sem við ræddum ekki síðast. Þáttur þessi er laus við spoilera en við vörum hlustendur samt við! Í seinni helming þáttarins förum við frekar djúpt í söguna og ákvarðanir sem þú tekur í leiknum. Ef þú hefur ekkert spilað Cyberpunk og vilt fara algjörlega blint í leikinn þá förum við kannski of djúpt. Ef þú hefur spilað leikinn eitthvað aðeins og ert jafnvel efins um að prófa hann aftur – þá skaltu hlusta!  Við þökkum Elko aftur kærlega fyrir samstarfið og ykkur hlustendum fyrir að vera svona frábær! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:11:45
April 7, 2021
47. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir III: Mortal Kombat
Það styttist óðfluga í nýju Mortal Kombat myndina og Tölvuleikjaspjallið ykkar allra ætlar að hita upp með að gera tveggja parta ÖMURLEGAR TÖLVULEIKJAKVIKMYNDIR þátt um báðar Mortal Kombat myndirnar!  Í þætti vikunnar spjalla Arnór Steinn og Gunnar um fyrri MK myndina. Leikstýrð af Paul W.S. Anderson (frægur fyrir Resident Evil myndirnar) og stútfull af nokkuð óþekktum leikurum, þá er hún bara ... tja ... við erum ekki alveg  vissir ... hlustið bara á þáttinn og finnið það út! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:09:29
March 31, 2021
46. Overwatch
Loksins loksins!  Eftir margra mánaða bið þá er Gunnar byrjaður að spila Overwatch! Við ræddum leikinn aðeins fyrst í viðtalinu okkar við streymarann Jönu Sól, en nú gerum við sér þátt. Hér ræðum við aðeins hvernig Gunnari hefur gengið að byrja og Arnór Steinn kemur með nokkur góð ráð. Þeir fara yfir hetjurnar, game modes og alls kyns gúmmelaði.  Við hlökkum til að fjalla frekar um Overwatch, þar á meðal Overwatch League sem fer í gang aftur í apríl og auðvitað Almenna Bikarinn á Íslandi! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:00:51
March 24, 2021
45. Skyrim II
Hvaða leikur hefur haft mest áhrif á þessa kynslóð tölvuleikjaspilara?  Það er erfitt að negla það niður nákvæmlega, en við getum flest verið sammála um að Skyrim sé andskoti ofarlega á lista. Leikurinn kom út í nóvember 2011 og enn þann dag í dag er verið að rýna í allt sem hann hefur gert fyrir tölvuleikjalandslagið. Við erum ennþá að spila hann (að sjálfsögðu einungis sem stealth archer) og höfum bara fjandi gaman af.  Í þætti vikunnar köfum við dýpra ofan í Skyrim en við gerðum í fyrri þætti okkar um leikinn, ræðum Thieves Guild, Dark Brotherhood, Companions, aðal söguna og margt, margt fleira.  Arnór Steinn og Gunnar fá í stúdíóið meðstjórnanda, en það er enginn annar en Skyrim sérfræðingurinn Daníel Freyr, hlustendur þekkja hann ef til vill betur sem hype-málaráðherra Cyberpunk 2077. Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:20:42
March 17, 2021
44. Hitman 3
Viltu ferðast um heiminn? Skoða fallega og framandi staði? Kynnast menningunni? Drepa mjög mikilvægt fólk á téðum stöðum og fá borgað fyrir? Þá er Hitman 3 leikurinn fyrir þig! Í þessum samstarfsþætti okkar og Elko fjalla Arnór Steinn og Gunnar um lokaleikinn í trílógíunni World of Assassination. Hitman 3 er fyrsti stóri leikur ársins og því um margt að tala. Við tökum fyrir borðin, spilunina og okkar reynslu ásamt því að Gunnar rifjar upp ást sína á gömlu góðu Hitman leikjunum. Þátturinn er laus við spoilera.  Hvað fannst ykkur um Hitman 3? Ef þið eruð ekki búin að prófa, eruð þið spennt að spila hann? Eigum við að taka fyrir hina tvo leikina í trílógíunni? Látið okkur vita! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:04:59
March 10, 2021
43. Parity Games - viðtal við Maríu Guðmundsdóttur
Tölvuleikjaspjallið heldur áfram umfjöllun sinni um íslenska tölvuleikjaframleiðslu.  Í þetta sinn spjalla Arnór Steinn og Gunnar við Maríu Guðmundsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Parity Creative House. María hefur mikla reynslu úr bransanum og var lengi vel hjá CCP, var meðal annars í Kína að vinna að Eve titli!  Hún stofnaði Parity árið 2017 og fyrirtækið vinnur nú að spennandi leik sem heitir Island of Winds. Hún segir okkur frá ferlinum, stofnun Parity og frá leiknum. Við þökkum Maríu kærlega fyrir komuna og hlökkum til að þiggja boðið hennar um heimsókn á skrifstofuna! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
45:31
March 3, 2021
42. Blizzcon Online 2021
Misstir þú af Blizzcon?  Ekki örvænta! Vinir þínir hjá Tölvuleikjaspjallinu horfðu á það fyrir þig og koma með samantekt í þætti vikunnar! Við ræðum helstu tilkynningar Blizzard og komum með okkar skoðun á málum.  Diablo IV, Diablo II Resurrected, WOW Classic og Overwatch 2. Er hægt að biðja um meira? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
52:17
February 24, 2021
41. Mafia Definitive Edition
"Remember that money, jobs, even best pals will come and go. But family? Family is forever." Í þessum samstarfsþætti við Elko ræða Arnór Steinn og Gunnar endurgerðina á Mafia sem kom út árið 2002. Þessi leikur hefur verið gerður frá toppi til táar upp á nýtt og það sést heldur betur á öllum hliðum leiksins. Við ræðum söguþráðinn að einhverju leyti en við spillum ekki fyrir endinum né neinum mikilvægum sögupunktum, þannig að þú getur hlustað á þáttinn og spilað leikinn eftirá.  Við ræðum bílana, erfiðleikastigin, gunplay og allt mögulegt. Við erum nokkuð sammála um að þetta er mjög góður leikur og við mælum klárlega með honum. Við þökkum Elko alveg kærlega fyrir eintak af leiknum og hlökkum til að spila fleiri Mafia leiki! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
53:08
February 17, 2021
40. Gælunöfn (e. nicknames) Íslendinga í Tölvuleikjum
Eitt af markmiðum Tölvuleikjaspjallsins er að rannsaka tölvuleikjamenningu Íslendinga.  Í þessum þætti uppfyllum við hluta af því markmiði OG gerum eitthvað sem er einstakt áhugamál þáttastjórnenda; Rannsökum gælunöfn (e. nicknames/nicks) Íslendinga í tölvuleikjum. Þau geta komið hvaðan sem er.  Arnór Steinn (keisaritunglsins) og Gunnar (Bismark) ræða meðal annars sín eigin gælunöfn og hvaðan þau koma. Við förum svo yfir hluta af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var á Facebook í upphafi janúar – en þar spurðum við fólk einfaldlega um að segja okkur söguna á bak við þeirra gælunafn. Rúmlega 280 manns svöruðu (!!!) sem þýðir að við náum ekki að koma öllu fyrir í einum þætti.  Planið er því að flokka gagnasafnið aðeins og gera bara fleiri þætti svo við náum að fara yfir það allt saman. Þið eruð öll snillingar, takk alveg æðislega fyrir þátttökuna! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
42:07
February 10, 2021
39. GameTíví - Viðtal við Ólaf Þór Jóelsson
Tölvuleikjaspjallið er að miklu leyti starfandi í dag vegna þess að GameTíví lagði grunninn að íslenskri tölvuleikjaumfjöllun á sínum tíma.  Í þætti vikunnar fáum við Ólaf Þór Jóelsson, framkvæmdastjóra Senu og upphafsmann GameTíví í viðtal! Arnór Steinn og Gunnar ræða við hann um sögu GameTíví og hvernig þættinum gengur í dag, um VR aðstöðuna hjá Smárabíó, Playstation 5, Sinclair Spectrum tölvuna og margt, margt fleira. Við þökkum Óla kærlega fyrir komuna og hlökkum til að heyra í honum aftur! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:08:37
February 3, 2021
38. Spider-Man
Spider-Man! Hvað þarf meira að segja?  Jæja ókei ... segjum aðeins meira. Hér tekur spilarinn upp þráð Köngulóarmannsins eftir átta ára feril og reynir að halda á lofti einkalífi Peter Parker og ferli hans við að berjast við glæpamenn.  Arnór Steinn og Gunnar ræða alla helstu þætti leiksins í algjörlega SPOILER FREE þætti. Hvað fannst ykkur um Spider-Man? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
50:05
January 27, 2021
37. Arkham Knight
Hvað gerir góði kallinn þegar markmiði hans er náð? Í þessum lokaþætti okkar um Return to Arkham seríuna fjöllum við um Batman: Arkham Knight! Þessi frábæri leikur gerist níu mánuðum eftir atburði Arkham City. Hér þarf Blakan að kljást við hinn ógnarlega Scarecrow sem hefur hrætt líftóruna úr Gotham borg og hyggst gera allt sem hann getur til að sýna umheiminum að Batman er bara lítil og hrædd manneskja. Með honum í liði er hinn dularfulli Arkham Knight.  Batman þarf bæði að sigrast á Scarecrow en einnig þarf hann að leysa ráðgátuna um Riddarann ... hver er hann og hvernig þekkir hann Batman svona vel? Við tökum það fram að þátturinn er ekki laus við spoilera! Arnór Steinn og Gunnar ræða lokakaflann, kostina og gallanna, karakterana og umhverfið.  Hvað fannst þér um Arkham Knight? Fílaðir þú bílinn eða ekki? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:06:16
January 20, 2021
36. Bónusþáttur! Lucasfilm Games og EA
Árið 2021 byrjaði á þeirri sprengju að EA væri ekki lengur með einkarétt á Star Wars leikjum.  Geta fréttir almennt verið betri? Nei við segjum svona.  En í þessum bónusþætti ræða Arnór Steinn og Gunnar um hið nýja Lucasfilm Games og hvað ákvörðunin þýðir fyrir framtíð Star Wars leikja. Tölvuleikjaspjallið hefur lengi kallað eftir því að EA missi einkaréttinn og það er mjög greinilegt að forkólfar Lucasfilm hafi hlustað á okkur og séu að taka ráðleggingum okkar fagnandi.  Við þökkum Lucasfilm (og ykkur hinum) að sjálfsögðu fyrir hlustið! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
40:29
January 18, 2021
35. GTA V
Fyrir rétt rúmum sjö árum síðan kom út GTA V.  Tveimur leikjatölvukynslóðum síðar hefur leikurinn komið út á sjö tölvum og selt fleiri en 130 milljón eintök. Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan ágæta leik en þar spilar þú sem þrír karakterar - Michael, Franklin og Trevor - og færir þá upp metorðastigann í undirheimum Los Santos. Við ræðum flestar hliðar leiksins, söguna, lúkkið, bílana og byssurnar.  Við geymum Online og margt annað fyrir aðra þætti - það er eiginlega ómögulegt að koma fyrir góðu spjalli um allar hliðar GTA V í einum þætti. Þátturinn er ekki laus við spoilera, þannig að ef þú ert ekki búin/n að spila GTA V þá máttu endilega drífa í því og hlusta svo á þennan þátt!  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:06:41
January 13, 2021
34. Rafíþróttasambandið - Viðtal við Aron Ólafsson
Fyrsti þáttur ársins er ekki af verri gerðinni. V ið fengum til okkar í viðtal framkvæmdastjóra Rafíþróttasambands Íslands (RÍSÍ), Aron Ólafsson! Við förum um víðan völl í þessum ótrúlega skemmtilega þætti. Við byrjum á að heyra hvaðan Aron kemur „tölvuleikjalega“ séð og hvernig hans fyrstu kynni við mótahald í tölvuleikjum voru.  Seinni hluti þáttarins er um starf RÍSÍ og þá sérstaklega um óefnd loforð Reykjavíkurborgar um að styrkja rafíþróttalið í borginni. Sveitarfélög úti á landi eru að gera ótrúlega hluti hvað varðar rafíþróttir og það er leiðinlegt að rafíþróttir séu einhverskonar pólítísk skiptimynt í borgarstjórn. Tölvuleikjaspjallið þakkar Aroni kærlega fyrir komuna og við hlökkum mjög mikið til að fjalla meira um þessa stærstu íþrótt heims! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:59:01
January 6, 2021
33. Áramótaþáttur Tölvuleikjaspjallsins
Tölvuleikjaspjallið kveður árið 2020 með stæl!  Rúmlega tveggja klukkustunda þáttur þar sem farið er um VÍÐAN völl og ýmsir hlutir ræddir í þaula! Arnór Steinn og Gunnar ræða hvernig það var að byrja hlaðvarp um tölvuleiki og söguna á bak við „heimastúdíóið“ hans Arnórs.  Við ræðum okkar uppáhalds þætti og alla þá leiki sem við höfum spilað á árinu, bæði nýja og eldri. Við tókum líka smá spurningakeppni úr þeim leikjum sem við höfum fjallað um ásamt því að svara spurningum hlustenda í "beinni!" Við ræðum stuttlega framtíðina, hvað við ætlum að gera árið 2021 og margt, MARGT annað!  Tölvuleikjaspjallið þakkar hlustendum fyrir ótrúlega gott ár, við þökkum líka Elko, Le Kock og Podcaststöðinni fyrir ótrúlega fallegt og gott samstarf. Segjum bless við þetta kúka ár og óskum hlustendum og ekki-hlustendum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
02:12:26
December 30, 2020
32. Arkham City
Þorláksmessuþátturinn þetta árið er Batman: Arkham City!  Í þessum frábæra framhaldsleik Arkahm Asylum skellir þú blökuhettunni á þig, mundar blökuverplana og byrjar að berja alla vondu kalla Gotham borgar. Í þetta sinn er það hin fluggáfaði Hugo Strange sem hefur klófest fátækrahverfi borgarinnar og búið til hið alræmda Arkham City ofurfangelsi utan um. Blakan neyðist til að fljúga í gegnum fangelsið og berjast við enn fleiri kunnug andlit úr myndasögunum. Ásamt Strange og hinum alræmda Jóker þá tekst þú á við Penguin, Two-Face, Killer Croc og hinn dularfulla Ra's Al Ghul. Og já, þú færð einnig að spila sem Kattakonan.  Arnór Steinn og Gunnar fara yfir allt sem þarf að tala um í leiknum. Þeir eru ósammála um ágæti hans, annar þeirra segir að hann sé frábær en hinn telur eitthvað vanta upp á. Getið þið giskað hvor segir hvað?  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
51:38
December 23, 2020
31. Cyberpunk 2077
**ÞETTA ER ALGJÖRLEGA SPOILER FREE ÞÁTTUR**  Hann er loksins kominn! Eftir margra ára bið er þessi risastóri leikur kominn í hendur spilara. Í þessum samstarfsþætti okkar við Elko Gaming fjöllum við um Cyberpunk 2077. Hann gerist í steiktri framtíð þar sem bilið á milli manna og vélmenna hefur minnkað allsvakalega. Það eru meira en sjö ár frá því að hann var kynntur og því fannst okkur upplagt að taka saman nokkra hluti sem hafa gerst á þessum sjö árum.  Við ræðum combat kerfið, karakter-creation kerfið, tökum stutt viðtal við Daníel Frey Swenson sem er hype-málaráðherra Cyberpunk á Íslandi og tökum almennt fyrir okkar fyrstu kynni af leiknum.  Eins og áður kom fram þá er þetta algjörlega spoiler free þáttur, við tölum ekki neitt um söguna, ræðum bara gameplay og okkar reynslu hingað til. Við hlökkum ótrúlega mikið til að gera fleiri þætti um þennan leik, þið megið búast við þeim á næsta ári! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:14:13
December 16, 2020
30. Assassin's Creed: Valhalla
Ert þú ekki búin/n að leita að spoiler-free þætti um Assassin‘s Creed Valhalla í margar vikur?  Leitaðu ekki lengra, því strákarnir í Tölvuleikjaspjallinu eru búnir að græja hann fyrir þig! Í þessum samstarfsþætti okkar við Elko Gaming förum við yfir víkinga RPG leikinn sem mikil spenna hefur verið fyrir. Þú stýrir víkingnum Eivor í gegnum Noreg og England þar sem þú þarft að mynda vinasambönd við smá- og stórkonunga, sefa illdeilur og kljást við hina dularfullu Reglu, sem aðdáendur AC seríunnar þekkja sem Templarana.  Leikurinn er fjölbreytt og skemmtilegt stökk frá fyrri leikjum og það var ótrúlega gaman að spjalla um hann. Ert þú búin/n að spila leikinn eða ertu að bíða eftir PS5? Í báðum tilfellum er þessi þáttur fyrir þig! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:19:18
December 9, 2020
29. Fallen Order
Ekki skera þig úr, gleymdu fortíðinni og ekki treysta neinum. Þetta eru orðin sem Cal Kestis, padawan á tímum Jedi hreinsunarinnar þurfti að tileinka sér til að lifa af, hundeltur af veiðimönnum Veldisins.  Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar leikinn Star Wars: Fallen Order! Hann kom mjög á óvart þegar hann kom út í fyrra og í tilefni af eins árs afmæli leiksins þá rifja þeir hann upp. Hér stýrir maður fyrrnefndum Cal Kestis, en Veldið finnur hann eftir fimm ára feluleik og hann neyðist til að leggja á flótta. Með hjálp fyrrum Jedi meistara þarf Cal að bjarga lista yfir force-sensitive börn úr klóm Veldisins. Ef þú ert ekki búin/n að spila Fallen Order þá er þessi SPOILER FREE þáttur klárlega málið.  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:03:21
December 2, 2020
28. Myrkur Games - viðtal við Halldór Snæ
Tölvuleikjaspjallið fjallar loksins um innlenda tölvuleikjaframleiðendur eins og hlustendur hafa beðið okkur um!  Arnór Steinn og Gunnar ræða hér við Halldór Snæ Kristjánsson, framkvæmdastjóra Myrkur Games, en þar vinna metnaðarfullir tölvuleikjaáhugamenn að stórum og spennandi leik. Hann talar um sitt upphaf í tölvuleikjaspilun og hvaða leikir höfðu helst áhrif á hann. Svo talar hann um stofnun fyrirtækisins og hversu auðvelt það var að fá hjálp frá fólki í iðnaðnum. Myrkur Games er að framleiða leikinn The Darken. Halldór segir Arnóri og Gunnari allt sem hann gat um þetta spennandi verkefni. Þetta er ein skemmtilegasta upptaka Tölvuleikjaspjallsins og við hlökkum mikið til að spjalla frekar við fólk úr iðnaðnum! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:25:17
November 25, 2020
27. Watch Dogs: Legion
Hefur þig alltaf langað til að hakka þig inn í síma fólks og gefa þeim raflost?  Ef svo er þá er mögulega eitthvað smá í ólagi hjá þér, en þú getur gert nákvæmlega þetta og margt meira í leiknum Watch Dogs: Legion! Í þessum SPOILER FREE samstarfsþætti okkar við Elko Gaming ræðum við nýjasta leikinn í WD seríunni. Sögusviðið er London í náinni framtíð þar sem tækni hefur tekið yfir flestar hliðar mannlegs samfélags. Hakkarahópurinn Dedsec þarf að hreinsa mannorð sitt eftir að hryðjuverkahópur kennir þeim um nokkrar sprengingar. Þitt hlutverk er að koma af stað andspyrnuhreyfingu á meðal borgarbúa.  Hvern leikur þú í leiknum? Jú, alla borgarbúana! Allt að níu milljón mögulegir spilanlegir karakterar í leiknum, öll með mismunandi eiginleika. Byrjaðu að hakka og frelsaðu London! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
59:51
November 18, 2020
26. Star Wars: Squadrons
Hversu mikið langar þig til að fljúga X-Wing eða Tie Fighter og fljúga um geiminn? Núna er það hægt!  Í þessum samstarfsþætti við Elko Gaming ræðum við um Star Wars Squadrons! Hann kom út fyrir stuttu síðan og þar er spilað geimflaugabardaga í fyrstu persónu! Það hljómaði spennandi þegar við töluðum stuttlega um það í síðasta Stjörnustríðsþætti (númer 7) og það hljómar spennandi núna! Leikurinn gerist stuttlega eftir atburði Return of the Jedi og uppreisnarherinn hefur breyst í Nýja Lýðveldið. Veldið er enn til staðar þrátt fyrir að Palpatine keisari sé dauður.  Þú velur þér tvær spilanlegar persónur, eina í liði Nýja Lýðveldisins og eina í liði Veldisins. Sagan skiptist á milli þessara tveggja sjónarhorna og maður flýgur fjórum geimflaugum hjá hvorri hlið.  Arnór Steinn og Gunnar ræða hér leikinn í þaula, bæði söguna og multiplayer hliðina. Hvað fannst þér um Star Wars Squadrons?  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
42:13
November 11, 2020
25. Arkham Asylum
Eins og einhver orðaði það, þá er þetta eini hryllingsleikurinn þar sem ÞÚ ert hryllingurinn.  Já heldur betur, í þessum samstarfsþætti við Elko Gaming ætlum við að ræða þrekvirkið Arkham Asylum sem kom út árið 2009. Leikurinn sló algjörlega í gegn en þar fær maður að stýra Batman í þriðju persónu um Arkham eyju og Arkham geðspítalann. Jókerinn hefur náð völdum og þú þarft að nýta öll vopn í búri Blökunnar til að leysa ráðgátur vondukallanna ásamt því að berja algjörlega úr þeim líftóruna.  Hér er einnig um að ræða fyrsta leikinn sem notaði svokallað "free-flowing" bardagakerfi en það er næstum því einsdæmi ef tölvuleikir í dag nota ekki það kerfi.  Arnór Steinn og Gunnar spiluðu leikinn (í ræmur) og ræða allt um hann hér. Hvað fannst þér um Arkham Asylum?  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
51:25
November 4, 2020
24. Hrekkjavöku Sérþáttur
Hver er hryllilegasta tölvuleikjaupplifunin þín?  Þetta er ein af mörgum spurningum sem Arnór Steinn og Gunnar spyrja hvern annan í þessum fyrsta HREKKJAVÖKUSÉRÞÆTTI TÖLVULEIKJASPJALLSINS! Eins og alþjóð veit þá eru þeir báðir algerir aumingjar og kjúklingar og þora ekki að spila neina hryllingsleiki. Samt spjalla þeir um sínar upplifanir af hryllingsleikjum (sem eru furðulega margar miðað við kjúklingaskapinn í þeim), almennt um af hverju fólk spilar hryllingsleiki og líka um þá skoðun að hryllingsleikir bera að einhverju leyti ábyrgð á streymara-sprengingunni sem hefur átt sér stað síðustu ár.  Tölvuleikjaspjallið óskar hlustendum og öllum öðrum gleðilegrar hrekkjavöku! Haldið ykkur heima og þvoið ykkur um hendur! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
50:51
October 31, 2020
23. Portal
Nostalgíukast vikunnar er í boði Tölvuleikjaspjallsins!  Hefur þig ekki alltaf langað til þess að fara í gegnum ógeðslega steikta þrautabraut með einhverskonar gátta-byssu á meðan tölvukerfi niðurlægir þig og kallar þig morðingja? Ef svo er, þá er Portal leikurinn fyrir þig!  Fyrsti Portal leikurinn kom út árið 2007 og sló rækilega í gegn. Þar spilar þú sem Chell, en hún prufukeyrir gáttabyssuna í gegnum nokkuð margar þrautabrautir á meðan tölvukerfið GLADoS kallar þig öllum illum nöfnum. Í næsta leik ert þú aftur Chell. Þá eru fleiri borð, skemmtilegri þrautir og annað morðótt vélmenni að hóta þér öllu illu.  Arnór Steinn og Gunnar ræða hér báða Portal leikina og áhrifin sem leikirnir höfðu. Hvað finnst þér, kæri hlustandi? Standast þeir tímans tönn eða eru þeir barn síns tíma?  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
46:08
October 28, 2020
22. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir II: Hitman myndirnar
Hefur þig alltaf langað til að horfa á allar þær ömurlegu tölvuleikjakvikmyndir sem til eru en þorir ekki að taka skrefið? H afðu ekki áhyggjur, því að Arnór Steinn og Gunnar hjá Tölvuleikjaspjallinu horfa á þær fyrir þig og gera svo þátt! Í dag ræða þeir um tvær myndir. Gunnar horfði á Hitman myndina frá 2007 þar sem Timothy Olyphant rakaði hausinn sinn og skaut fullt af fólki sem hinn goðsagnakenndi leigumorðingi. Arnór horfði á Hitman: Agent 47 frá árinu 2015 þar sem Rupert Friend rakaði hausinn sinn og skaut svo fullt af fólki sem, já, sami goðsagnakenndi leigumorðinginn. Þeir hafa sitt að segja um þessar ... tja ... ekki góðu myndir, en þeim tekst þó alltaf að finna eitthvað gott til að segja. Hefur þú séð aðra hvora? Jafnvel báðar? Hvaða aðrar ömurlegu tölvuleikjakvikmyndir dettur þér í hug? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:03:32
October 21, 2020
21. Xbox X Series X
Eru “the console wars” búin?  Við reynum að svara þessari erfiðu spurningu í þætti vikunnar þar sem við fjöllum um Xbox í öllu sínu veldi. Aðal efnið eru auðvitað nýju tölvurnar – Series X og Series S. Við ræðum bara um skemmtilegu hlutina og berum tölvuna meðal annars saman við Playstation 5. Við ræðum líka mögulega hvað Microsoft er að pæla með allar þær breytingar sem fylgja nýju tölvunum.  Við tökum einnig fyrir Showcase þáttinn sem Xbox sýndi núna í júlí. Leikirnir sem eru að koma þar eru allir áhugaverðir og er margt skemmtilegt þar að sjá. Þátturinn fór aðeins út í rugl þegar Arnór og Gunnar fóru út í samsæriskenningar, Bill Gates og framtíð tölvuleikja. Satt best að segja þá skemmtum við okkur báðir mjög mikið við að taka þennan upp.   Ætlar þú að fá þér Xbox eða PS5? Kannski bæði? Endilega láttu okkur vita! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:09:47
October 14, 2020
20. Fall Guys
Á þessum óvissutímum er gott að gera það sem okkur öll dreymir. Vera bollukall og hlaupa niður þrautabraut með 59 öðrum bolluköllum og reyna að vinna kórónu. Allavega er það plottið í meistarastykkinu FALL GUYS! Þessi ótrúlega skemmtilegi partí-MMO-battle royale leikur kom út í ágúst og sló rækilega í gegn. Arnór Steinn og Gunnar fara í saumana á leiknum og ræða allt sem hægt er að ræða. Þrautabrautirnar, lúkkið, tónlistina og stemninguna! Hefur þú prófað Fall Guys? Láttu okkur vita hvað þér finnst!  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
53:18
October 7, 2020
19: Bónusþáttur! Tölvuleikir og heimsfaraldur II
Ertu í sóttkví? Heimavinnandi út af heimsfaraldrinum?  Hentu þá þessum bónusþætti af Tölvuleikjaspjallinu í eyrað og hlustaðu á Arnór Stein og Gunnar bulla! Við gerðum svipað í þætti 8, hér ræðum við leiki sem okkur finnst sniðugt að prófa þegar maður neyðist til að vera heima vikunum saman vegna heimsfaraldursins. Þeir ræða m.a. hvað þeir eru að spila í dag og taka fyrir nokkra leiki sem eru góð tímaeyðsla. Við viljum líka nota tækifærið og fá að heyra betur í hlustendum. Eruð þið búin að þurfa að hanga heima dögunum saman einhverntímann frá því að heimsfaraldurinn tók yfir? Endilega látið okkur vita, segið okkur hvað þið spiluðuð og hvernig ykkur gekk! Tölvuleikjaspjallið óskar öllum hlustendum sínum góðs gengis í þessu ömurlega ástandi. Saman sigrumst við á þessu. Hlýðum yfirvöldum og verum góð hvort við annað!  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
51:59
October 5, 2020
18. No Man's Sky vs. Outer Worlds
Það er aftur komið að því! Arnór Steinn kynnir leik fyrir Gunnari og Gunnar kynnir leik fyrir Arnóri.  Í þetta skiptið er smá þema, báðir leikirnir gerast úti í geimi!  The Outer Worlds kom út í október 2019 og er RPG leikur frá Obsidian. Sögusviðið er stjörnuþokan Halcyon sem er "nýlenda" jarðarinnar í himingeimnum. Skipið Hope, með hundrað þúsund manns frosin um borð, fór frá jörðinni til Halcyon en eitthvað bilaði á leiðinni. Skipið reikaði rafmagnslaust um himingeiminn í nærri því 70 ár þangað til að vísindamaðurinn og útlaginn Phineas Welles  braust um borð og frelsaði einn farþega úr frystikistunni - þig! Hefur þú það sem þarf til að bjarga Halcyon frá glötun?  No Man's Sky er mjög óhefðbundinn leikur sem kom út árið 2016. Útgáfan var mjög umdeild en leikurinn var nokkuð langt frá því að vera það sem var lofað. Reiði og vonbrigði tölvuleikjaspilara var svo gífurleg að tölvuleikjamarkaðurinn breyttist að miklu leyti. Í dag er leikurinn talsvert betri og er eiginlega orðinn það sem lofað var í byrjun. Þú leikur the Traveller sem vaknar á fjarlægri plánetu með ónýtt geimskip. Þú þarft að laga skipið og hefur svo risa stóra stjörnuþoku til að skoða, safna allskonar efnivið, læra geimverutungumál og stækka skipið þitt!  Hefur þú spilað annan hvorn? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:03:00
September 30, 2020
17. Besti Tölvuleikjakarakterinn
Hver er raunverulega besti tölvuleikjakarakter allra tíma?  Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir Facebook hópana Tölvuleikjasamfélagið og Tölvuleikir - Spjall fyrir Alla. Þar var einfaldlega spurt: Hver er besti spilanlegi tölvuleikja karakterinn?  Svörin voru mörg og alveg ótrúlega fjölbreytt. Arnór og Gunnar tóku saman niðurstöðurnar úr báðum hópum og ræða topp fimm karakterana sem voru kosnir. Þar er ákveðin fjölbreytni, en mikill aldursmunur er á milli karakteranna. Einn þeirra kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir þrjátíu (já, þrjátíu!) árum síðan, einn þeirra segir ekki eitt aukatekið orð í öllum leikjunum sem hann kemur fram í og einn getur verið bæði karl og kona.  Við tökum líka fyrir nokkra karaktera sem komust ekki fyrir í topp fimm.  Margir kusu óspilanlega karaktera (NPC) en við vorum að leitast eftir besta spilanlega karakternum hér. Við ætlum klárlega að spyrja um bestu NPC allra tíma líka og gera þátt.  Við höfum líka í huga að gera þátt um bestu kvenkyns spilanlegu karakterana. Það er af nógu að taka!  Hver er uppáhalds karakterinn þinn? Var hann á þessum lista? Endilega láttu okkur vita! Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
46:28
September 23, 2020
16. Playstation 5
Það má segja að allir hafi fengið eitthvað fyrir sig á Playstation 5 sýningunni í gær!  Sony staðfesti loksins útgáfudag fyrir tölvuna og sýndi efni úr nokkrum leikjum, bæði þeim sem hafa þegar verið kynntir og úr nokkrum óvæntum. Arnór Steinn og Gunnar ræða almennt um tölvuna og um allt það sem er staðfest. Þeir fjalla um alla þá leiki sem kynntir voru til sögunnar á sýningunni, en þar er af mörgu að taka.  Final Fantasy XVI, Resident Evil VII, Hogwarts Legacy, Deathloop, Demon‘s Souls Remake og að sjálfsögðu God of War: Ragnarök!  Þessi þáttur er unninn í samstarfi við Elko og er einnig í boði Le Kock.
53:32
September 17, 2020
15. Far Cry 5
Hefur þú það sem þarf til að sigra þungvopnaðan sértrúarsöfnuð? Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar leikinn Far Cry 5. Hann fylgir svipuðu þema og fyrri leikir, þar sem leikmaðurinn þarf að frelsa stórt svæði frá einhverjum hópi. Þessi leikur, ólíkt hinum, gerist í Bandaríkjunum, á meðan fyrri leikir gerðust á mjög framandi svæðum. Sögusviðið er Hope sýsla í Montana ríki. Þar hefur öfgatrúarhópurinn Project at Eden‘s Gate tekið yfir allar hliðar samfélagsins og einokað íbúa frá umheiminum. Þú stýrir lögreglumanni eða konu sem þarf að leiða byltingu gegn hópnum og frelsa sýsluna.  Leikurinn býður upp á fjölbreytt úrval vopna, ökutækja og bardagamann sem geta slegist í för með þér. Leikurinn fékk ágæta dóma en var þó smá umdeildur.  Arnór og Gunnar ræða allar hliðar leiksins (enda er þátturinn aðeins lengri en venjulega) og aðeins um Far Cry seríuna í heild. Þátturinn er ekki alveg spoiler-free. Við kjöftum ekki frá endinum en við tölum frekar mikið um aðra sögupunkta í leiknum sem ekki allir vilja endilega heyra.  Hvað fannst þér um Far Cry 5?  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:15:29
September 16, 2020
14. Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir: Super Mario Bros og Street Fighter
Hver er versta tölvuleikjakvikmynd sem þú hefur séð?  Við höfum séð andskoti margar og því ákváðum við að henda í nýja þáttategund sem við ætlum að kalla "Ömurlega Tölvuleikjakvikmyndir"!  Hér horfir Arnór Steinn á eina mynd, Gunnar á aðra og svo kynna þeir myndirnar fyrir hvor öðrum. Við tölum um hvað þær eru ömurlegar, hvort það sé eitthvað gott í þeim og svo í lokin hvort við mælum með þeim.  Gunnar fékk þann heiður að horfa á allra fyrstu tölvuleikjakvikmyndina, en hún heitir Super Mario Bros og er (mjög lauslega) byggð á Super Mario leikjaseríunni.  Arnór Steinn horfði á Street Fighter myndina sem er byggð á Street Fighter seríunni.   Báðar myndirnar eru í stuttu máli hrikalegar, en önnur þeirra er bara nokkuð skemmtileg þrátt fyrir það. Hvor þeirra ætli það sé? Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
01:00:23
September 9, 2020
13. The Last of Us: Part Two
Hvað þurfa hin síðustu okkar að hugsa út í? Uppvakningum með ofurheyrn? Ofbeldisfullum villimönnum? Skort á skotfærum? Öllu þessu í einu?  Það er eiginlega staðan í tölvuleiknum The Last of Us: Part II og það sem við ætlum að ræða í þessum samstarfsþætti okkar við Elko og Elko Gaming.   Fimm ár eru liðin frá atburðum fyrri leiks. Ellie er nítján ára gömul og þarf að takast á við nýjar áskoranir í ömurlegu landslagi Bandaríkjanna. Við kynnumst einnig nýrri persónu, Abby, en sögur þeirra tvinnast á spennandi hátt. Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan frábæra leik á alveg spoiler-free nótum. Þeir ræða öll helstu svið spilunarinnar og mæla annaðhvort með eða á móti leiknum.  Þorði Arnór að spila hann með heyrnartólum í myrku herbergi eins og Gunnar? Þið komist að því aðeins með því að hlusta! Þátturinn er einnig í boði veitingastaðarins Le Kock!
47:19
September 2, 2020
12. Draugurinn í Tsushima
Hefur þig ekki alltaf langað til þess að vera samúræji?  Í þessum fyrsta samstarfsþætti okkar við Elko förum við í saumana á leiknum The Ghost of Tsushima. Hann kom út í sumar við frábærar viðtökur.  Leikurinn gerist árið 1274 þegar Mongólar undir stjórn harðstjórans Khotun Khan réðust á eyjuna Tsushima í Japan. Þú stýrir Jin Sakai, sem er samúræji og síðasti eftirlifandi erfingi Sakai ættarinnar. Jin neyðist til að beygja allar reglur samúræjanna til að brjóta á bak innrás mongólanna – sem hefur í för með sér afleiðingar sem hann gat ekki séð fyrir.  Arnór og Gunnar spiluðu leikinn og spjalla um allt sem þarf að vita. Engin höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fylgir leiknum, þannig að ef þú hefur ekki spilað hann þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, við munum ekki eyðileggja söguna fyrir þér. Ef þú ert hins vegar búinn að spila Ghost of Tsushima máttu endilega segja okkur hvað þér finnst!  Tölvuleikjaspjallið þakkar Elko kærlega fyrir samstarfið og okkur hlakkar mjög til að vinna meira með þeim!
01:03:53
August 26, 2020
11. Stelpur í tölvuleikjum - Viðtal við Jönu Sól
Í þessum fyrsta viðtalsþætti Tölvuleikjaspjallsins ræða Arnór Steinn og Gunnar við Jönu Sól Ísleifsdóttur, streymara og mótshaldara!  Hún hefur látið sig ýmist varða í málefnum stelpna í tölvuleikjum. Hún talar við þá um það áreiti sem hún hefur fengið á sig fyrir að vera stelpa í tölvuleikjum. Vandamálið virðist oft vera að fólk neitar að viðurkenna það að stelpur og konur verða fyrir áreiti í online leikjum - bara út af kyni sínu. Stelpur spila oft á reikningum bræðra sinna eða maka og nota ekki hljóðnema, til að losna við áreiti.  Þau ræða líka á léttu nótunum um Overwatch, singleplayer vs multiplayer og Facebook hópinn "Gömul Íslensk Skip". Já. Það gerðist. Fylgið Jönu á Twitch og Instagram; @twintailfox.  Þátturinn er í boði veitingastaðarins Le Kock!
56:41
August 19, 2020
10. Fallout 4
Þetta er allt gott og blessað, en önnur nýlenda sárlega þarfnast þinnar hjálpar! Hlustendur báðu um þetta og við hlustuðum! Hér er hinn eini sanni Fallout 4 í allri sinni dýrð. Eftir kjarnorkustyrjöld sem meira og minna grandaði öllum heiminum fóru lítil samfélög að myndast hér og hvar í Bandaríkjunum. Í Fallout 3 fengum við að ferðast um höfuborgarsvæði Bandaríkjanna, í New Vegas fórum við um Mojave eyðimörkina en í númer 4 drekkum við í okkur Boston og svæðið þar í kring.  Arnór og Gunnar hafa báðir spilað þennan leik nokkuð mikið en það eru skiptar skoðanir á ágæti hans. Er þetta góður leikur í raun og veru? Hefur Gunnar þolinmæði í að byggja nýlendur? Getur Arnór ráðið við það að aðalpersónan talar?  Hvað fannst þér um Fallout 4? Þátturinn er í boði veitingastaðarins Le Kock!
53:48
August 12, 2020
9. Leikurinn hans Gunnars! Giants: Citizen Kabuto
Bíddu ... bíddu, hvaða leikur? Í þessum fyrsta framhaldsþætti Tölvuleikjaspjallsins köfum við ofan í leikinn sem Gunnar talaði um í fyrsta þætti, Giants: Citizen Kabuto! Nostalgían hans og æska einkennast að miklu leyti af þessum leik.  Arnór tók sig til og keypti hann og spilaði í gegn. Hvernig var fyrir hann að spila e l d gamlan leik sem hann hafði aldrei heyrt um áður? Fannst honum leikurinn geggjaður eða var hann ömurlegur? Er vinátta Arnórs og Gunnars lokið? Þú finnur það út með því að hlusta á þáttinn!!! ... þú kannski finnur það líka út ef það koma ekki út fleiri þættir ...  Við mælum eindregið með því að kíkja á fyrsta þáttinn til að rifja upp umræðuna ef þið hafið ekki enn gert það. Og líka bara að hlusta á alla hina þættina!
44:58
August 5, 2020
8. Bónusþáttur! Tölvuleikir og heimsfaraldur
Þarftu að hanga heima í sóttkví eða jafnvel einangrun? Eins gott að við höfum tölvuleiki! Í þessum óvænta bónusþætti ræða Arnór og Gunnar um tölvuleiki og ástandið sem skapast hefur á landinu vegna heimsfaraldursins. Við þurftum mörg hver að hanga heima í vor og það virtist henta tölvuleikjaspilurum nokkuð vel. Þeir ræða hvaða leiki þeir spiluðu í samkomubanninu og hvað þeir hyggjast spila núna þegar búið er að tilkynna aftur frekari aðgerðir í samfélaginu. Að lokum mæla þeir með nokkrum leikjum sem henta vel ef maður þarf að fara í sóttkví eða einangrun.  Í þessum þætti heyrið þið líka nýtt inngangslag sem þúsundþjalasmiðurinn Alexander Maron samdi fyrir okkur. Við þökkum kærlega fyrir það!
56:45
July 31, 2020
7. Stjörnustríðstölvuleikir
Fyrir langa löngu síðan í leikjatölvu langt langt í burtu …  Þessi þáttur er tileinkaður öllum þeim Star Wars leikjum sem komið hafa út, og fjandinn hafi það þeir eru MARGIR. Hér fjöllum við um handfylli af Stjörnustríðsleikjum, spáum í þeim og spökulerum og veltum fyrir okkur hinni eilífu spurningu … hvernig er góður Star Wars leikur?  Arnór og Gunnar ræða meðal annars um KOTOR, Force Unleashed, LEGO Star Wars (að sjálfsögðu) og nýjasta leikinn Fallen Order. Við tölum líka um lítt þekktari leiki og nokkra sem urðu aldrei að veruleika. Vegna tímamarka ákváðum við að tala ekki um Battlefront seríuna en við ætlum að gera sér þátt um þá umdeildu snilld.  Hver er besti Star Wars leikur allra tíma? Hver er sá versti?
01:00:30
July 29, 2020
6. Gömlu Góðu GTA
Hver er raunverulega besti GTA leikurinn af þessum gömlu? Þá erum við að tala um Claude, Tommy Vercetti og Carl Johnson. Við stýrðum þessum snarbiluðu geðsjúklingum upp stiga glæpaheims Rockstar í þremur mis góðum leikjum.  GTA III átti sér stað í Liberty City og það þarf ekki að skafa af því - hann gjörbreytti tölvuleikjaspilun þegar hann kom út árið 2001. GTA Vice City kom út aðeins einu ári síðar með neonlýstri borg sem minnir á Miami. Strax voru verstu gallar III leystir og leikurinn algjörlega frábær. GTA San Andreas sópaði svo keppinautunum af borðinu árið 2004. Þrjár stórar borgir, fjölbreytt spilun og feykinóg af samfélagsádeilunni sem Rockstar getur heldur betur stært sig af. Arnór og Gunnar kryfja þessa þrjá leiki og kanna hvort þeir standist tímans tönn. Þeir eru ekki sammála um það hver þeirra er bestur, en hvað segir þú hlustandi góður? Hvaða gamli GTA leikur er bestur? Hver er verstur?  Lag: Aries Beats
55:21
July 22, 2020
5. Black&White og Hotline Miami
Hvað hefur Gunnar spilað sem Arnór hefur ekki spilað? Hvað hefur Arnór spilað sem Gunnar hefur ekki spilað?  Spjall vikunnar er einhvernveginn á þessa leið. Gunnar kynnir fyrir Arnóri "guðaleikinn" Black & White, en sá leikur er úr smiðju mannsins á bakvið Fable seríuna. Þar er spilarinn guð sem þarf að redda sér fylgjendum og búa til heim - þú ræður hvort þú ert vondur eða góður guð.  Arnór kynnir fyrir Gunnari Hotline Miami sem er ofbeldisfull neonsýra. Grímur, byssur, blóð og gjörsamlega ómögulega erfið spilun. Svona ... í stuttu máli.  Hefur þú spilað annan hvorn?  Lag: Aries Beats
48:38
July 15, 2020
4. Af hverju spilum við tölvuleiki?
Svona í alvörunni, hvers vegna gerum við þetta eiginlega? Í þessum þætti taka Arnór og Gunnar (ekkert svakalega) heimspekilega umræðu sem tölvuleikjaaðdáendur hafa ef til vill oft spurt sig: Af hverju spilum við tölvuleiki? Hvað er svona gaman við það að deyja þúsund sinnum á móti einum vondukalli? Skipta afreksverðlaun (e. achievements) einhverju máli? Eru tölvuleikir í rauninni bara hollir og góðir fyrir heilsuna? Við reynum eftir bestu getu að svara öllum þessum spurningum.  En þú, kæri hlustandi? Af hverju spilar þú tölvuleiki?  Lag: Aries Beats
45:58
July 8, 2020
3. Red Dead Redemption 2
Hvað er það sem gerir góðann mann?  Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar Rockstar leikinn Red Dead Redemption 2. Útlagaöld bandaríska vestursins er að líða undir lok. Kúrekinn Arthur Morgan hefur margt á sinni könnu. Ekki nóg með að halda genginu sínu lifandi í heim sem er búinn að afneita þeim, þá þarf hann einnig að finna sinn stað í heiminum og hvaða tilgangi hann þjónar.  Þeir ræða spilunina, söguna, auka missions og margt, margt fleira.  Hvað fannst þér um Red Dead Redemption 2?  Lag: Aries Beats
44:01
July 6, 2020
2. Skyrim
Þú kannt að eitthvað um seyði, nennirðu að brugga handa mér öl? Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar tímamótaleikinn The Elder Scrolls V: Skyrim. Hvar stendur hann í dag - tæpum tíu árum eftir útgáfu? Þeir ræða mismunandi spilunarhætti, um söguna og margt, margt fleira. Er þetta raunverulega góður leikur eða er nostalgíutilfinningin að skemma fyrir okkur? Hvaða einkunn myndir þú gefa Skyrim eftir allan þennan tíma?  Lag: Aries Beats
55:07
July 3, 2020
1. Leikjaspjall
Verið velkomin í glænýtt vikulegt hlaðvarp um tölvuleiki! Í þessum fyrsta þætti kynnumst við stjórnendunum, Arnóri Steini og Gunnari. Þeir ræða  mikilvægasta hlutann í lífi tölvuleikjaspilara: upphafið. Hvað spiluðu þeir fyrst? Hvaða leikir mótuðu spilunina? Voru það leikir úr kornflex pökkum eða var NES tölva á heimilinu? Allt um það og meira í þessum þætti! Lag: Aries Beats
44:06
July 1, 2020