Skip to main content
 Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

By Podcaststöðin
Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Currently playing episode

8. Bónusþáttur! Tölvuleikir og heimsfaraldur

Tölvuleikjaspjallið

1x
16. Playstation 5
Það má segja að allir hafi fengið eitthvað fyrir sig á Playstation 5 sýningunni í gær! Sony staðfesti loksins útgáfudag fyrir tölvuna og sýndi efni úr nokkrum leikjum, bæði þeim sem hafa þegar verið kynntir og úr nokkrum óvæntum. Arnór Steinn og Gunnar ræða almennt um tölvuna og um allt það sem er staðfest. Þeir fjalla um alla þá leiki sem kynntir voru til sögunnar á sýningunni, en þar er af mörgu að taka. Final Fantasy XVI, Resident Evil VII, Hogwarts Legacy, Deathloop, Demon‘s Souls Remake og að sjálfsögðu God of War: Ragnarök! Þessi þáttur er unninn í samstarfi við Elko.
53:32
September 17, 2020
15. Far Cry 5
Hefur þú það sem þarf til að sigra költ? Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar leikinn Far Cry 5. Hann fylgir svipuðu þema og fyrri leikir, þar sem leikmaðurinn þarf að frelsa stórt svæði frá einhverjum hópi. Eini munurinn er sá að þessi leikur gerist á heimavelli, í Bandaríkjunum, á meðan fyrri leikir gerðust á mjög framandi svæðum. Sögusviðið er Hope sýsla í Montana ríki. Þar hefur öfgatrúarhópurinn Project at Eden‘s Gate tekið yfir allar hliðar samfélagsins og einokað íbúa frá umheiminum. Þú stýrir lögreglumanni eða konu sem þarf að leiða byltingu gegn hópnum og frelsa sýsluna. Leikurinn býður upp á fjölbreytt úrval vopna, ökutækja og bardagamann sem geta slegist í för með þér. Leikurinn fékk ágæta dóma en var þó smá umdeildur. Arnór og Gunnar ræða allar hliðar leiksins (enda er þátturinn aðeins lengri en venjulega) og aðeins um Far Cry seríuna í heild. Þátturinn er ekki alveg spoiler-free. Við kjöftum ekki frá endinum en við tölum frekar mikið um aðra sögupunkta í leiknum sem ekki allir vilja endilega heyra. Hvað fannst þér um Far Cry 5?
1:15:29
September 16, 2020
14. Ömurlegar Tölvuleikja Kvikmyndir
Hver er versta tölvuleikjakvikmynd sem þú hefur séð? Við höfum séð andskoti margar og því ákváðum við að henda í nýja þáttategund sem við ætlum að kalla „Ömurlega Tölvuleikjakvikmyndir“! Í þessari seríu horfir Arnór Steinn á eina mynd, Gunnar á aðra og svo kynna þeir myndirnar fyrir hvor öðrum. Við tölum um hvað þær eru ömurlegar, hvort það sé eitthvað gott í þeim og svo í lokin hvort við mælum með þeim.  Gunnar fékk þann heiður að horfa á allra fyrstu tölvuleikjakvikmyndina, en hún heitir Super Mario Bros og er (mjög lauslega) byggð á Super Mario leikjaseríunni. Arnór Steinn horfði á Street Fighter myndina sem er byggð á Street Fighter seríunni.  Báðar myndirnar eru í stuttu máli hrikalegar, en önnur þeirra er bara nokkuð skemmtileg þrátt fyrir það. Hvor þeirra ætli það sé?
1:00:22
September 9, 2020
13. The Last of Us: Part Two
Hvað þurfa hin síðustu okkar að hugsa út í? Uppvakningum með ofurheyrn? Ofbeldisfullum villimönnum? Skort á skotfærum? Öllu þessu í einu? Það er eiginlega staðan í tölvuleiknum The Last of Us: Part II og það sem við ætlum að ræða í þessum þætti. Þetta er annar samstarfsþáttur okkar við Elko sem létu okkur eintak af þessum leik í hendi. Tölvuleikjaspjallið þakkar kærlega fyrir það! Fimm ár eru liðin frá atburðum fyrri leiks. Ellie er nítján ára gömul og þarf að takast á við nýjar áskoranir í ömurlegu landslagi Bandaríkjanna. Við kynnumst einnig nýrri persónu, Abby, en sögur þeirra tvinnast á spennandi hátt. Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan frábæra leik á alveg spoiler-free nótum. Þeir ræða öll helstu svið spilunarinnar og mæla annaðhvort með eða á móti leiknum. Þorði Arnór að spila hann með heyrnartólum í myrku herbergi eins og Gunnar? Þið komist að því aðeins með því að hlusta!
47:19
September 2, 2020
12. Draugurinn í Tsushima
Hefur þig ekki alltaf langað til þess að vera samúræji? Í þessum fyrsta samstarfsþætti okkar við Elko förum við í saumana á leiknum The Ghost of Tsushima. Hann kom út í sumar við frábærar viðtökur. Leikurinn gerist árið 1274 þegar Mongólar undir stjórn harðstjórans Khotun Khan réðust á eyjuna Tsushima í Japan. Þú stýrir Jin Sakai, sem er samúræji og síðasti eftirlifandi einstaklingur Sakai ættarinnar. Jin neyðist til að beygja allar reglur samúræjanna til að brjóta á bak innrás mongólanna – sem hefur í för með sér afleiðingar sem hann gat ekki séð fyrir. Arnór og Gunnar spiluðu leikinn og spjalla um allt sem þarf að vita. Engin höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fylgir leiknum, þannig að ef þú hefur ekki spilað hann þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, við munum ekki eyðileggja söguna fyrir þér. Ef þú ert hins vegar búinn að spila Ghost of Tsushima máttu endilega segja okkur hvað þér finnst! R2L2 þakkar Elko kærlega fyrir að láta okkur eintak af þessum frábæra leik í hendi.
1:03:53
August 26, 2020
11. Stelpur í tölvuleikjum - Viðtal við Jönu Sól
Í fyrsta viðtalsþætti R2L2 ræða Arnór og Gunnar við hana Jönu Sól Ísleifsdóttur sem hefur látið sig ýmist varða í málum stelpna í tölvuleikjum. Hún talar meðal annars um það áreiti sem hún hefur fengið á sig fyrir það að vera stelpa í tölvuleikjun og um erfiðleikana þegar fólk neitar að viðurkenna vandamálið. Þau ræða líka á léttu nótunum um Overwatch, singleplayer vs multiplayer og Facebook hópinn "Gömul Íslensk Skip". Já. Það gerðist.
56:40
August 19, 2020
10. Fallout 4
Það er komið að því! Hlustendur sýndu áhuga og við hlustuðum! Hér er hinn eini sanni Fallout 4 í allri sinni dýrð. Eftir kjarnorkustyrjöld sem meira og minna grandaði öllum heiminum fóru lítil samfélög að myndast hér og hvar í Bandaríkjunum. Í Fallout 3 fengum við að ferðast um höfuborgarsvæði Bandaríkjanna, í New Vegas fórum við um Mojave eyðimörkina en í númer 4 drekkum við í okkur Boston og svæðið þar í kring. Arnór og Gunnar hafa báðir spilað þennan leik nokkuð mikið en það eru skiptar skoðanir á ágæti hans. Er þetta góður leikur í raun og veru? Getur Arnór ráðið við það að aðalpersónan talar? Hvað fannst þér um Fallout 4?
53:47
August 12, 2020
9. Leikurinn hans Gunnars! Giants: Citizen Kabuto
Í þessum fyrsta framhaldsþætti R2L2 köfum við ofan í leikinn sem Gunnar talaði um í fyrsta þætti, Giants: Citizen Kabuto! Nostalgían hans og æska einkennast að miklu leyti af þessum leik. Arnór tók sig til og keypti hann og spilaði í gegn. Hvernig var fyrir hann að spila e l d gamlan leik sem hann hafði aldrei heyrt um áður? Fannst honum leikurinn geggjaður eða var hann ömurlegur? Er vinátta Arnórs og Gunnars lokið? Þú finnur það út með því að hlusta á þáttinn og þú kannski finnur það líka út ef það koma ekki út fleiri þættir. Við mælum eindregið með því að kíkja á fyrsta þáttinn til að rifja upp umræðuna ef þið hafið ekki enn gert það.
44:57
August 5, 2020
8. Bónusþáttur! Tölvuleikir og heimsfaraldur
Í þessum óvænta bónusþætti ræða Arnór og Gunnar um tölvuleiki og ástandið sem skapast hefur á landinu vegna heimsfaraldursins. Við þurftum mörg hver að hanga heima í vor og það virtist henta tölvuleikjaspilurum nokkuð vel. Þeir ræða hvaða leiki þeir spiluðu í samkomubanninu og hvað þeir hyggjast spila núna þegar búið er að tilkynna aftur frekari aðgerðir í samfélaginu. Að lokum mæla þeir með nokkrum leikjum sem henta vel ef maður þarf að fara í sóttkví eða einangrun. Í þessum þætti heyrið þið líka nýtt intro lag sem þúsundþjalasmiðurinn Alexander Maron samdi fyrir okkur. Við þökkum kærlega fyrir það!
56:45
July 31, 2020
7. Stjörnustríðstölvuleikir
Fyrir langa löngu síðan í leikjatölvu langt langt í burtu … þá ætlum við að fjalla um handfylli af Stjörnustríðsleikjum, spá og spökulera í þeim og velta fyrir hinni eilífu spurningu … hvernig er góður Star Wars leikur? Arnór og Gunnar ræða meðal annars um KOTOR, Force Unleashed, LEGO Star Wars (að sjálfsögðu) og nýjasta leikinn Fallen Order. Við tölum líka um lítt þekktari leiki og nokkra sem urðu aldrei að veruleika. Vegna tímamarka ákváðum við að tala ekki um Battlefront seríuna en við ætlum að gera sér þátt um þá umdeildu snilld. Hver er besti Star Wars leikur allra tíma? Hver er sá versti?
1:00:29
July 29, 2020
6. Gömlu Góðu GTA
Claude. Tommy Vercetti. Carl Johnson. Við stýrðum þessum snarbiluðu geðsjúklingum upp stiga glæpaheims Rockstar í þremur mis góðum leikjum. Arnór og Gunnar kryfja þessa þrjá leiki og kanna hvort þeir standist tímans tönn. Þeir eru ekki sammála um það hver þeirra er bestur, en hvað segir þú hlustandi góður? Hvaða gamli GTA leikur er bestur? Hver er verstur? Lag: Aries Beats
55:20
July 22, 2020
5. Black&White og Hotline Miami
Hvað hefur Gunnar spilað sem Arnór hefur ekki spilað? Hvað hefur Arnór spilað sem Gunnar hefur ekki spilað? Spjall vikunnar er einhvernveginn á þessa leið. Gunnar kynnir fyrir Arnóri "God" leikinn Black & White, en sá leikur er úr smiðju mannsins á bakvið Fable seríuna. Arnór kynnir fyrir Gunnari Hotline Miami sem er ofbeldisfull neonsýra. Hefur þú spilað annan hvorn? Lag: Aries Beats
48:37
July 15, 2020
4. Af hverju spilum við tölvuleiki?
Í þessum þætti taka Arnór og Gunnar (ekkert svakalega) heimspekilega umræðu sem tölvuleikjaaðdáendur hafa ef til vill oft spurt sig: Af hverju spilum við tölvuleiki? Hvað er svona gaman við það að deyja þúsund sinnum á móti einum vondukalli? Skipta afreksverðlaun (e. achievements) einhverju máli? Eru tölvuleikir í rauninni bara hollir og góðir fyrir heilsuna? Við reynum eftir bestu getu að svara öllum þessum spurningum. En þú, kæri hlustandi? Af hverju spilar þú tölvuleiki? Lag: Aries Beats
45:58
July 8, 2020
3. Red Dead Redemption 2
Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar Rockstar leikinn Red Dead Redemption 2. Útlagaöld bandaríska vestursins er að líða undir lok. Kúrekinn Arthur Morgan hefur það erfiða verkefni að halda uppi genginu sínu og einnig að finna sinn eigin tilgang. Hvað fannst þér um Red Dead Redemption 2? Lag: Aries Beats
44:00
July 6, 2020
2. Skyrim
Í þessum þætti ræða Arnór og Gunnar tímamóta leikinn The Elder Scrolls V: Skyrim. Þeir ræða mismunandi spilunarhætti og hvernig hann stendur sig nú í dag, næstum því tíu árum eftir útgáfu. Hvaða einkunn myndir þú gefa Skyrim eftir allan þennan tíma? Lag: Aries Beats
55:07
July 3, 2020
1. Leikjaspjall
Í fyrsta þætti Tölvuleikjaspjallsins ræða Arnór og Gunnar mikilvægan hlut í lífi tölvuleikjaspilara: upphafið. Hvað spiluðu þeir fyrst? Voru það leikir úr kornflex pökkum eða var NES tölva á heimilinu? Allt um það og meira í þessum þætti! Lag: Aries Beats
44:06
July 1, 2020