Skip to main content
TVÆR TVÍTUGAR & TÝNDAR

TVÆR TVÍTUGAR & TÝNDAR

By Podcaststöðin

Helga Soffía og Sigga Ózk eru tvær tvítugar og týndar bestu vinkonur. Þær setjast niður einu sinni í viku og spjalla um lífið og tilveruna og hvernig það er að vera ung manneskja í samfélaginu í dag. Þær ræða allt á milli himins og jarðar alveg frá ást, vináttu og sjálfsímynd yfir í æði þeirra fyrir stjörnumerkjum og stjörnusnakki.
Þetta podcast er fyrir alla sem eru að verða, hafa verið eða eru tvítugir og týndir. En ekki örvænta, það er aldrei hægt að vera alveg týndur. Það eru allir á sinni leið, þú býrð til þína eigin, og hérna getið þið heyrt okkar.
Available on
Google Podcasts Logo
Overcast Logo
Pocket Casts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Segjum bless við Toxic Vinskap

TVÆR TVÍTUGAR & TÝNDAROct 05, 2020

00:00
44:14
EPIC STÓRA SYSTIR - Bæ í bili!

EPIC STÓRA SYSTIR - Bæ í bili!

SEASON FINALE!! Omg þetta ferli er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og frábært. Við höfum lært svo mikið og við erum endalaust þakklátar. Í þessum tveggja tíma lokaþætti tökum við EPIC STÓRA SYSTIR Q&A þar sem við förum yfir svo mörg umræðuefni og svörum svo mörgum spurningum frá ykkur
Jan 11, 202102:30:53
2020 RECAP - wtf??

2020 RECAP - wtf??

2020 - where do we fkn start? Þetta ár er búið að vera einn stór rússibani og í síðasta þættinum okkar á árinu förum við yfir allt sem gerðist á þessu shitshowi. Allt frá ástralíu að brenna og tiger king yfir í heima með helga bjöss og tiktok dansar. Man einhver eftir því hvernig lífið var fyrir spritt og grímur? Cuz we dont. Allavega, ásamt því tölum við um hvernig þetta ár hafði áhrif á okkur og hvað við lærðum á því. Takk fyrir lærdóminn 2020

Dec 28, 202001:13:30
Gellur elska Jólin

Gellur elska Jólin

IT’S CHRISTMAS TIME BABY! VIÐ ELSKUM JÓLIN! Í jóla special þættinum okkar tölum við um hefðir og gjafa hugmyndir, förum yfir uppáhalds jóla bíómyndirnar okkar, segjum fyndnar sögur, förum í jólalagaleik (shit gets real) og basically ræðum allt sem tengist jólunum! Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið í einum þætti og þú vilt alls ekki missa af honum! MERRY CHRISTMAS YOU FILTHY ANIMAL!
Dec 21, 202001:09:22
TRÚNÓ með Króla

TRÚNÓ með Króla

Hæj! Omg! Nýr þáttur! Veij! Í þessum þætti fengum við einn af okkar upphalds tónlistarmönnunum til okkar í juicy trúno, KRÓLA! Við ræddum við Kidda um tonlistarferilinn hans og Jóa, ástina og andlega heilsu. Ásamt því rifjum við upp allsskonar fyndnar minningar og sögur um barnæsku og menntaskolagönguna hans:) Hlustiði á okkur spjalla og hlæja geggjað mikið, við elskum Kidda

Dec 14, 202053:00
Let's talk about SEX baby

Let's talk about SEX baby

It's getting HOT in here ladies and gents cuz we talking about sex up in here babybaby! Við förum yfir svoo margt i þessum þætti allt frá sjálfsfróun, kynlifstæki og fyrsta skiptið yfir í sex playlist og vandræðilegustu kynlífssögurnar okkar. Við erum alltaf að segja það en.. OMG þú vilt Í ALVÖRUNNI ekki missa af þessum! Okayy let's have a sexy time shall we..
Dec 07, 202001:37:08
Stjörnumerki 101

Stjörnumerki 101

Hey babes! Við ELSKUM stjörnumerki og í þessum þætti þá förum fyrir yfir öll stjörnumerkin og spjöllum við um hvað einkennir þau og hvað okkur finnst um þau… obb. Vonandi finnst ykkur þessi þáttur jafn skemmtilegur og okkur fannst gaman að taka hann upp. Ly

btw... 

Steingeit - 02:07

Vatnsberi - 07:00 

Fiskur - 13:05 

Hrútur - 17:00 

Naut - 21:45 

Tvíburi - 25:25 

Krabbi - 31:52 

Ljón - 35:21 

Meyja - 40:10 

Vog - 44:09 

Sporðdreki - 50:03 

Bogamaður - 55:00

Nov 30, 202001:02:18
TRÚNÓ með Emblu Wigum

TRÚNÓ með Emblu Wigum

Hey girlypops! Embla Wigum er ein stærsta samfélagsmiðlastjarna Íslands, þar sem hún er með uþb 300 þúsund followers á sínum miðlum til samans vegna förðunar hæfileika hennar. Embla er 21 árs og hún er ekki bara hæfileikarík, hún er líka ótrúlega skemmtileg, fyndin og falleg manneskja. Í þriðja þætti af TRÚNÓ dettum við í spjall við Emblu um samfélagsmiðla, fantasíu förðun, hvernig það er að vera þekkt á Íslandi og hversu mikilvægt það er að taka skrefið og gera það sem þér finnst gaman! Við elskum Emblu

Nov 23, 202046:49
STÓRA SYSTIR - Brotin hjörtu og heilbrigðar píkur

STÓRA SYSTIR - Brotin hjörtu og heilbrigðar píkur

ÓKEI BABES, Q&A TIME! Við persónulega elskum að vera stórar systur þannig við ákváðum að búa til heilsa seríu þar sem við hjálpum ykkur í gegn um allskonar mismunandi vangaveltur, alveg eins og stórar systur eiga að gera. Við svörum spurningum ykkar og tölum um umræðuefni sem þið viljið heyra um! Í þessum þætti þá spjöllum við um ástarsorg, vináttur og eigum mjög gott píkuspjall. Njótið elskur!
Nov 16, 202057:09
Ástin frá A til WTF

Ástin frá A til WTF

Boys, boys boys...  Það er sagt að maður þurfi að kyssa nokkra froska áður en maður finnur draumaprinsinn... en hvað ef froskarnir eru bara endalaust af fuckboys? Aint nobody got time for that. Í þessum þætti köfum við djúpt í ástina og stráka. Já elskan, við förum yfir þetta allt saman. Red flags, fuckboys, verstu date, sambönd, breakups, ást yfir í ástarsorg og living the single life. Ertu tilbúin? Lets goooo.

Nov 09, 202001:20:27
TRÚNÓ með Láru Lind

TRÚNÓ með Láru Lind

Lára Lind er woman of many talents. Í þátt #2 af TRÚNÓ fengum við Láru til okkar til að spjalla um veganisma, húðvandamál og förðun, ljósmyndun, nám og margt fleira. Hún hefur upplifað margt og menntað sig á mörgum sviðum á stuttum tíma og það hefur svo sannarlega gagnast henni. Við getum lofað ykkur að þið munið fá innblástur til að prófa ykkur áfram og elta draumana ykkar, við gerðum það allavega. 

Boom boom pow gotta kit kat.

Nov 02, 202046:37
Allt yfir 5 er yfirvinna

Allt yfir 5 er yfirvinna

Skóli, skóli, skóli… félagslíf, algebra, drama, lokapróf og meira drama. Þetta eru svo mótandi ár og þau geta verið ótrúlega skemmtileg en á sama tíma mjög krefjandi, skóli er ekki alltaf dans á rósum. Í sjötta þætti af TT&T tölum við um okkar eigin upplifarnir í skóla og hvaða lexíur við höfum lært, bæði tengt náminu og í lífinu. Ásamt því förum við yfir tips and tricks til að hjálpa þér í gegnum þína skólagöngu! Spoiler: menntaskóli er ekkert eins og High School Musical, skellur.

Oct 26, 202001:01:30
Fyrsta allt... OMG

Fyrsta allt... OMG

Mikilvæg regla lífsins: Prófaðu nýja hluti! Ekki vera hrædd við óvissuna! - Það getur verið svo erfitt að fara út úr þægindarammanum, en ef maður gerir það ekki, þá eru líkur á því að maður missi af frábærum upplifum. Það er alltaf FYRSTA SKIPTIÐ fyrir allt sem við gerum, og þú veist aldrei hvað gerist fyrir en að þú einfaldlega prófar. Í þessum þætti förum við niður memory lane og segjum frá djúsí og fyndnum fyrstu skiptum hjá okkur!  Við förum yfir allt frá fyrsta kossinum yfir í fyrsta blackoutið, obb :P Njótið beibs!

Oct 19, 202052:47
TRÚNÓ með Dóru Júlíu

TRÚNÓ með Dóru Júlíu

Hææj

Í fyrsta þátt af nýrri seríu þá detta Helga og Sigga í TRÚNÓ við sinn fyrsta gest, enga aðra en Dóru Júliu !!!

Dóra Júlía er frekar mögnuð kona, hún hefur starfað sem DJ út um allan heim og er þekkt fyrir litríkan fatastíl og jafn litríkann persónuleika.  Hún elskar útiveru, tónlist og Báru, en þið fáið að vita meira um það ef þið hlustið ;)

Þær tala saman um tvítugsárin, ferilinn hennar, gamla drauma sem urðu að veruleika, heimspeki, erfiðleika og auðvitað meira djúsí trúnó.

Við elskum Dóru

Oct 12, 202046:06
Segjum bless við Toxic Vinskap

Segjum bless við Toxic Vinskap

Hæ besta, finnst þér stundum erfitt að greina á milli toxic og heilbrigðum vinasamböndum? Hefur þú kannski lent í því að líða illa í kringum vinkonu en ekki vitað hvað þú ættir að gera? Hafðu ekki áhyggjur, nú getur þú fengið svör við þínum vangaveltum. Helga og Sigga reyna að hjálpa þér með því að fara yfir hvernig þú getur greint á milli óheilbrigðum og heilbrigðum vinasamböndum.

Ps. Höldum fast í góðu vinkonur okkar ;)

Oct 05, 202044:14
The Girlcode

The Girlcode

Hvað er GirlCode? Er það heilagt? Ákveðinn lífstíll? Eða er það fyrirbæri sem á bara heima í bíomyndum? Það er stundum notað sem afsökun til þess að vera vond vinkona og oft snýst það meira um stráka mál frekar en vinasambandið sjálft. Fáranlegt. En ætti GirlCode ekki bara að vera góður hlutur? Halló? Girl Power?
Í fyrsta þætti í seríunni ILYICID ræða Helga og Sigga um The GirlCode.
Oct 05, 202042:04
Kynnumst aðeins betur!

Kynnumst aðeins betur!

Hææ! Í fyrsta þættinum okkar þá kynnum við okkur og podcastið.
Við tölum um hvernig þetta podcast varð til, hvernig við kynntumst og förum í hraðaspurningar sem enda á mjög löngu spjalli, úps.
Við erum svo spenntar! Okei njótið, bææ!
Oct 05, 202030:18