Skip to main content
Hlaðvarp Vörðu

Hlaðvarp Vörðu

By Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins
Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, heldur úti hlaðvarpi þar sem er farið yfir vinnumarkaðstengd mál.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Rétta leiðin gegn skattaskjólum
Skattaskjól gera sterkefnuðum einstaklingum og fyrirtækjum kleift að komast hjá sanngjörnum greiðslum í sameiginlega sjóði. Alex Cobham, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Tax Justice Network fjallar um skattaskjól og áhrif þeirra. Tax Justice Network sem eru sjálfstæð alþjóðleg samtök sem berjast fyrir sanngjörnum skattkerfum og fyrir alþjóðlegu regluverki sem kemur í veg fyrir skattaundanskot. Erindið er hluti af hádegisfundaröð Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB þar sem fjallað er um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfingarinnar og annarra almannasamtaka. Hægt er að horfa á upptöku á erindinu, með texta, á heimasíðu Vörðu rannvinn.is og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?v=V2_xdpzrmps&t=47s)
26:39
November 5, 2020
Græna leiðin út úr kreppunni
Loftslagskrísan er enn eitt helsta viðfangsefni samfélagsins og nú er tækifæri til breytingar þegar hagkerfið er endurreist. Ann Pettifor, hagfræðingur og höfundur „The Case for the Green New Deal“ er ein af upphafshugsuðum um grænan nýjan samfélagssáttmála sem hefur verið í þróun beggja vegna Atlantshafsins. Hún fjallar um hvernig við getum breytt hagkerfinu þannig að það verndi og vinni fyrir umhverfið. Erindið er hluti af hádegisfundaröð Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB þar sem fjallað er um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfingarinnar og annarra almannasamtaka. Hægt er að horfa á upptöku af erindinu, með texta, á heimasíðu Vörðu rannvinn.is og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?v=MaWbh7uClqY&feature=emb_logo)
22:19
August 24, 2020
Rétta leiðin gegn spillingu
Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir að skilyrði séu sett við aðgerðir stjórnvalda í kjölfar Covid-faraldursins og að eftirlit verði með því að þeim verði framfylgt. Guðrún Johnsen, hagfræðingur og formaður stjórnar Gagnsæis – samtaka gegn spillingu fjallar um hvernig má fyrirbyggja spillingu og efla traust. Erindið er hluti af hádegisfundaröð Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB þar sem fjallað er um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfingarinnar og annarra almannasamtaka. Hægt er að horfa á upptöku á erindinu, með texta, á heimasíðu Vörðu rannvinn.is og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?v=umYi1HnOdH8)
26:32
August 4, 2020
Rétta leiðin gegn niðurbroti stéttarfélaganna
Hvað er niðurbrot stéttarfélaga og hvernig er hægt að verjast því? Hér segir Christian Sweeney frá AFL-CIO, sem er stærsta verkalýðssamband Bandaríkjanna, frá þekktum leiðum til að grafa undan skipulögðu starfi stéttarfélaganna. AFL-CIO hefur áralanga reynslu af að fást við fyrirtæki sem beita slíkum aðferðum og við ráðgjafafyrirtæki sem bjóða fram þjónustu til að brjóta niður stéttarfélög. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, fjallar um reynslu Íslendinga af niðurbroti verkalýðsbaráttunnar. Sigurður ritaði bækurnar Vindur í seglum I-III, sem fjalla um sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum 1890-1970. Hann er nú kennari við Menntaskólann að Laugarvatni. Erindið er hluti af hádegisfundaröð Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB þar sem fjallað er um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfina og annarra almannasamtaka. Hægt er að horfa á upptöku af erindinu, með texta, á heimasíðu Vörðu rannvinn.is og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?time_continue=107&v=dz2_-oFZYpc&feature=emb_logo)
24:40
July 31, 2020