Skip to main content
Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp Víkurfrétta

By Hlaðvarp Víkurfrétta

Víkurfréttir eru einn elsti bæjarfjölmiðill landsins en fyrsta blaðið kom út 14. ágúst 1980. Auk vikublaðs rekur fyrirtækið nú tvo vefi, fréttavefinn vf.is sem stofnaður var 1995 og golfvefinn www.kylfingur.is sem hóf göngu sína 2005. Sjónvarp Víkurfrétta framleiðir sjónvarpsefni fyrir Hringbraut. Þar eru þættirnir „Suðurnesjamagasín“ og „Suður með sjó“ úr smiðju Víkurfrétta.
Available on
Google Podcasts Logo
RadioPublic Logo
Spotify Logo
Currently playing episode

Suður með sjó // Guðmundur Karl Brynjarsson

Hlaðvarp VíkurfréttaApr 11, 2024

00:00
54:19
Suður með sjó // Guðmundur Karl Brynjarsson

Suður með sjó // Guðmundur Karl Brynjarsson

Guðmundur Karl Brynjarsson sækist eftir kjöri til embættis biskups Íslands en biskupskjör hefst 11. apríl og því lýkur 16. apríl. Gummi Kalli er Keflvíkingur og ólst upp í Holtunum í Keflavík. Hann hlustaði á pönktónlist, féll ítrekað á mætingu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og segir í samtali við Víkurfréttir að um tíma hafi hann verið afhuga kristinni trú. Á tvítugsafmælinu kom blað frá KFUM&K í Keflavík inn um lúguna á heimili hans. Gummi Kalli tók blaðið og grínaðist með innihald þess. Eitthvað hefur þó verið grunnt á gríninu því tæpu ári síðar var hann kominn á kaf í starf KFUM&K og orðinn leiðtogi í starfinu í Keflavík. Eftir námið í FS fór Gummi Kalli í biblíuskóla í Noregi í eitt ár. Þaðan var stefnan tekin á guðfræðinám í Háskóla Íslands. Eftir að hafa þjónað sem skólaprestur leysti hann af í Vestmannaeyjum, fékk sitt fyrsta brauð á Skagaströnd og hefur nú í rúma tvo áratugi verið sóknarprestur í Lindakirkju í Kópavogi. Víkurfréttir hittu Gumma Kalla í Keflavík.

Apr 11, 202454:19
Aðalgeir Jóhannsson - Alli á Eyri // Hlaðvarp Víkurfrétta

Aðalgeir Jóhannsson - Alli á Eyri // Hlaðvarp Víkurfrétta

„Ég er nýbúinn að skrifa bók sem ég nefni Grindavíkurblús,“ segir Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri eins og hann er oft kallaður. Hann er hálfur Færeyingur, bjó ungur þar um tíma en hefur þar fyrir utan alltaf búið í Grindavík. Hugur hans til atvinnu snerist fljótt til netagerðar og eftir að hafa stofnað og rekið netagerðarfyrirtæki til langs tíma með Kristni bróður sínum, bættist við þann rekstur í húsnæðinu þar sem netagerðin var og til varð kaffihúsið Bryggjan. Hróður þess jókst hratt og áður en varði gerðu spænskir kvikmyndagerðarmenn heimildarmyndina Lobster soup og um svipað leyti sýndu viðskiptamenn staðnum áhuga og keyptu af bræðrunum. Alli er einkar listrænn, er mikill sögumaður, semur ljóð, spilar á gítar og síðast en ekki síst er hann meistarapenni og er að gefa út sína fyrstu bók. Sigurbjörn Daði, blaðamaður VF hitti Alla rétt áður en allt fór á hvolf eftir jarðskjálfta í Grindavík.

Mar 11, 202452:43
Suður með sjó // Sævar Þorkell Jensson

Suður með sjó // Sævar Þorkell Jensson

Sævar Þorkell Jensson, betur þekktur sem Keli, hefur í næstum 60 ár, frá því hann var ungur strákur, safnað úrklippum og eiginhandaráritunum tónlistarfólks í úrklippubækur. Bækurnar eru mikil tónlistarverðmæti og urðu tilefni sérstakrar sýningar í Rokksafni Íslands í Reykjanesbæ seint á síðasta ári. Keli hefur lagt á sig mikla vinnu við að safna áritunum í bækurnar sínar og segir í viðtali við Víkurfréttir frá því þegar hann hitti Mick Taylor úr Rolling Stones og setti upp hvíta hanska til að fá eitthvað meira en eiginhandaráritun.

„Það væru ekki til neinar stjörnur ef aðdáendur væru ekki til. Oft er þetta sama fólkið, en alvöru safnarar eru samt fámennur hópur, sem hefur í gegnum aldirnar haldið til haga mörgu af því sem er til sýnis á söfnum um allan heim,“ sagði um sýningu Kela í Rokksafninu á sínum tíma. Safnarar á Íslandi safna ólíklegustu hlutum, en það eru ekki margir sem eru jafn ákafir safnarar á sviði rokk-, popp- og hvers konar dægurtónlistar eins og Keli.

Keli hefur safnað eiginhandar-áritunum og úrklippum frá árinu 1964 þegar hann sá Hljóma fyrst á sviði. Keli á eitt stærsta úrklippusafn um dægurtónlist á Íslandi. Hann mætir gjarnan á tónleika með úrklippubók og fær viðkomandi tónlistarfólk til að rita nöfn sín í bókina. Honum er jafnan vel tekið og hefur safnað áritunum flestra poppara og rokkara landsins. Hann á líka eiginhandar-áritanir heimsþekktra tónlistarmanna.

Úrklippubækur Kela geyma margskonar fróðleik og spanna dægurtónlistarsöguna í rúmlega hálfa öld. Bækurnar í dag eru rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu talsins. Um er að ræða mikil menningarverðmæti og merkilega heimild um tónlistarsöguna.

Víkurfréttir tóku hús á Kela þegar sýningin stóð yfir í Rokksafni Íslands og heimsóttu hann einnig á Klapparstíginn í Keflavík þar sem hann er með sitt einkasafn í kjallaranum, auk þess að hafa lagt undir sig borðstofuna með sínar úrklippubækur.

Feb 15, 202428:19
Suður með sjó // Jóhann Smári Sævarsson

Suður með sjó // Jóhann Smári Sævarsson

Óperusöngvarinn Jóhann Smári Sævarsson hefur sungið með stærstu hljómsveitum í heimi, í stærstu tónlistarhúsunum en kom svo heim til Keflavíkur til að kenna söng og stýra karlakórum.

Jóhann Smári Sævarsson er einn af sonum Keflavíkur sem hin síðari ár hefur látið mikið að sér kveða í menningarlífi Suðurnesja og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að því að setja upp menningarviðburði á hinu klassíska sviði.

Jóhann Smári hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London.

Að námi loknu réði Jóhann Smári sig sem einsöngvari við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg, hann söng sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu og hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum. Þá hefur hann sungið óperuhlutverk í áttatíu og fimm óperuuppfærslum á ferlinum. Nú kennir hann söng, setur upp verk og stýrir karlakórum á Suðurnesjum.

Jan 05, 202443:31
Suður með sjó // Guðbjörg Glóð Logadóttir

Suður með sjó // Guðbjörg Glóð Logadóttir

Keflvíkingurinn Guðbjörg Glóð Logadóttir fékk hugmynd að stofnun nýrrar sérverslunar með sjávarfang þegar hún vann í fiskverslun í Boston. Góður gangur í tuttugu ár. Sló í gegn með tilbúnum fiskréttum. Erfitt í byrjun og í hruninu. Fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur á Íslandi.

Guðbjörg hefur rekið Fylgifiska, sérverslun með sjávarfang, í rúmlega tuttugu og eitt ár. Verslunin er á Nýbýlavegi í Kópavogi en ævintýrið hófst á sínum tíma á Suðurlandsbrautinni í Reykjavík. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því Guðbjörg opnaði verslunina fyrst og margt þróast í aðra átt en upphaflega var stefnt að.

Það vekur strax athygli þegar komið er inn í Fylgifiska að þar er bara góð matarlykt í loftinu en ekki þessi fiskilykt sem hefði mátt búast við. Galdurinn er sá að Fylgifiskar eru ekki þessi hefðbundna fiskbúð og þangað kemur ekki fiskur með slori. Fiskurinn sem kemur inn í eldhúsið hjá Fylgifiskum kemur flakaður í hús og yfirleitt einnig roðlaus. Eini fiskurinn sem kemur með roði er bleiki fiskurinn, lax og silungur.

Útsendarar Víkurfrétta tóku hús á Guðbjörgu Glóð snemma dags þegar unnið var að því að útbúa rétti dagsins. Sjálf var hún að útbúa túnfisksteikur fyrir fiskborð dagsins en allir fiskréttir eru unnir og kryddaðir frá grunni að morgni dags. Það er mikil handavinna á bak við hvern rétt. Allt skorið til í höndum, grænmetið handskorið og allt kryddað frá grunni. „Við styttum okkur aldrei leið og það er það sem við erum að selja,“ segir Guðbjörg.

Dec 08, 202337:25
Suður með sjó // Grétar og Helgi í Rafholti

Suður með sjó // Grétar og Helgi í Rafholti

Þeir félagar Grétar Magnússon, gullaldarliðsknattspyrnumaður úr Keflavík, og Helgi Rafnsson, körfuboltamaður úr Njarðvík, lærðu báðir rafvirkjun og þegar litið er til tuttugu ára aldursmunar á þeim er óhætt að segja að það hafi verið frekar óvænt að leiðir þeirra lágu saman en fljótlega eftir það stofnuðu þeir rafverktakafyrirtækið Rafholt. Keppnisskap og reynsla úr íþróttum hefur hjálpað þeim í rekstri og uppbyggingu Rafholts sem nú er orðið stærsta fyrirtæki á sínu sviði hér á landi.

Sep 26, 202228:58
Suður með sjó // Halla og Hrannar í Kaupmannahöfn

Suður með sjó // Halla og Hrannar í Kaupmannahöfn

Í þáttaröðinni Suður með sjó heimsækjum við keflvísku hjónin Höllu Benediktsdóttur og Hrannar Hólm en þau hafa búið í Kaupmannahöfn síðasta áratuginn. Halla er umsjónarmaður Jónshúss sem er nokkurs konar félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn og Hrannar hefur verið leiðsögumaður í borginni og farið margar ferðir með Íslendinga um hana.
Jónshús í Kaupmannahöfn er nokkurs konar félagsheimili Íslendinga og þar hefur undanfarin ár Halla Benediktsdóttir ráðið ríkjum og svo úrræðagóð hefur hún þótt vera að hún hefur verið kölluð Móðir Íslands í Kaupmannahöfn. Maður hennar er Hrannar Hólm sem hefur kafað ofan í sögu Jóns Sigurðssonar og fleiri Íslendinga þar ytra og býður nú upp á leiðsögn um Kaupmannahöfn þar sem hann segir frá sögu hans og auðvitað borgarinnar líka. Þau eru bæði Keflvíkingar og voru þar þangað til þau fóru á vit ævintýra í útlöndum, ungt par, fyrir um þrjátíu árum síðan. Sjónvarp Víkurfrétta hitt þau hjón í Köben.
Sep 26, 202227:39
Suður með sjó // Logi Gunnarsson

Suður með sjó // Logi Gunnarsson

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er gestur þáttarins Suður með sjó hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Logi hefur leikið körfubolta í rúman aldarfjórðung og leikur enn körfubolta á hæsta stigi á Íslandi þó svo hann sé kominn á fimmtugsaldurinn. Logi á að baki farsælan feril í atvinnumennsku í útlöndum og hefur líka unnið stærstu titlana með UMFN hér á landi. Páll Ketilsson hitti Loga og ræddi við hann um körfubolta.

Sep 26, 202228:22
Suður með sjó // Sigrún Sævarsdóttir Griffiths

Suður með sjó // Sigrún Sævarsdóttir Griffiths

Tónlistarkonan Sigrún Sævarsdóttir Griffiths er viðfangsefni Suður með sjó, sjónvarpsþáttaraðar frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Sigrún er að gera athyglisverða hluti í tónlistinni en hún hefur búið í London í mörg ár og starfar við kunnan tónlistarskóla, þar sem hún hefur m.a. unnið með heimilislausu fólki að tónlistarsköpun. Sigrún hefur einnig síðustu misseri unnið að áhugaverðu verkefni hér á landi, m.a. í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Sep 26, 202227:45
Suður með sjó // 9. þáttur 2019 // Sigurður Ingvarsson

Suður með sjó // 9. þáttur 2019 // Sigurður Ingvarsson

Það er óhætt að segja þrjú stór málefni tengist Garðmanninum Sigurði Ingvarssyni. Rafmagn, bæjarpólitík og fótbolti.

Hann hefur starfað sem rafvirki í 50 ár og því var fagnað nú á haustdögum. Nokkur hundruð manns sóttu okkar mann og SI fjölskylduna heim í 50 ára afmæliskaffi.

Siggi segist hafa verið heppinn í gegnum tíðina, ekki síst að hafa haft eiginkonuna, Kristínu Guðmundsdóttur, sér við hlið í rekstrinum og síðan dæturnar tvær, þær Jónu og Guðlaugu og þeirra eiginmenn, Ólaf og Elías.

Siggi hefur alla tíð verið hægri maður í pólitík og við spyrjum hann út í breytingarnar sem hafa orðið á hreppnum sem hann ólst upp í.

Nov 18, 201927:12
Suður með sjó // 8. þáttur 2019 // Una Steinsdóttir

Suður með sjó // 8. þáttur 2019 // Una Steinsdóttir

Keflvíkingurinn Una Steinsdóttir segist vera landsbyggðartútta en hún hefur síðustu tvo áratugi verið í framlínu Íslandsbanka en bankaár hennar eru að verða þrjátíu því hún hóf störf í Íslandsbanka árið 1991 og hafði einnig starfað í Verslunarbankanum með skóla. Una er viðmælandi Sjónvarps Víkurfrétta í þættinum Suður með sjó en einnig er rætt við föður hennar og fleiri í þættinum sem var frumsýndur á Hringbraut kl. 21.30 á mánudagskvöld er er svo einnig á vf.is. Þá eru allir þættir frá Sjónvarpi Víkurfrétta einnig sýndir hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ. 


Una var íþróttakempa í Keflavík og varð meðal annars landsliðskona í handbolta en hún prófaði körfubolta líka. Hún hafði hæðina í báðar þessar greinar og ekki vantaði metnaðinn og dugnaðinn í okkar konu sem nú er framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka. Við hittum hana á heimavelli í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka í norðurturni Smáralinda í Kópavogi. Una er gift Reyni Valbergssyni og þau eiga tvíburadæturnar Stefaníu og Sóleyju. Una á ættir sínar að rekja í Garðinn og við hittum hana ásamt föður sínum, Steini Erlingssyni, við einn útvörðinn suður með sjó, gamla vitann á Garðaskaga. Steinn er  fæddur og uppalinn í Garðinum og Una er nafna merkiskonu úr sömu sveit.

Nov 18, 201927:09
Suður með sjó // 7. þáttur 2019 // Axel Jónsson

Suður með sjó // 7. þáttur 2019 // Axel Jónsson

Axel Jónsson, eigandi og stofnandi Skólamatar ehf. er gestur 7. þáttar Suður með sjó frá Sjónvarpi Víkurfrétta. 

Í þættinum er rætt við Axel um starfsemi Skólamatar sem er frumkvöðlafyrirtæki sem hann hefur nú rekið í tuttugu ár. Börnin hans tvö, Fanný og Jón Axelsbörn stýra núna fyrirtækinu en hjá því starfa 120 manns en um fimmtíu skólar frá mat frá Skólamat.



Nov 18, 201929:53
Suður með sjó // 6. þáttur 2019 // Inga Karlsdóttir á Kýpur

Suður með sjó // 6. þáttur 2019 // Inga Karlsdóttir á Kýpur

Njarðvíkingurinn Inga Karlsdóttir fann ástina á Kýpur og hefur búið þar í 38 ár með eiginmanni og fjórum börnum. Hún hefur starfrækt grænmetisveitingastað með ágætum árangri, þar sem fyrstu uppskriftirnar komu úr matreiðslubók Hagkaups, Grænum kosti. Börnin hennar gætu alveg hugsað sér að flytja til Íslands en hún er ekki á leiðinni til Njarðvíkur í bráð.

Víkurfréttir heimsóttu Ingu til Kýpur og ræddu við hana um menninguna og lífið í landinu sem og hvernig heimamenn tóku grænmetisstaðnum hennar.

Oct 24, 201927:54
Suður með sjó // 5. þáttur 2019 // Bjarney S. Annelsdóttir yfirlögregluþjónn

Suður með sjó // 5. þáttur 2019 // Bjarney S. Annelsdóttir yfirlögregluþjónn

„Lögreglustarf er ekki fyrir alla og þú finnur það fljótt hvort það hentar þér. Flestir fara í lögregluna af hugsjón en ekki út af launaumslaginu. Maður finnur það að fólk sem starfar í lögreglunni eru fyrirmyndir og þegar við erum ekki í búning þá er samt fylgst með okkur því margir vita hverjir starfa við löggæslu í bænum okkar. Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó. 

„Þegar ég byrjaði sjálf í lögreglunni þá hvöttu mamma og pabbi mig áfram og studdu. Ég var mjög stolt þegar ég klæddist sjálf í fyrsta sinn lögreglubúningi og skynjaði vel ábyrgðina sem fylgir þessu starfi en innra með mér var einnig ótti. Eitt er að langa í starfið en annað að vera komin í gallann á leið á fyrstu vaktina sína. Ég kláraði Lögregluskólann og við útskriftina í Bústaðarkirkju, vissi að ég var á réttri hillu. Ég fékk gæsahúð þarna í athöfninni og hafði aldrei fundið þetta áður svona sterkt, ekki nema þegar ég eignaðist börnin mín. Ég var ein af þremur nemendum sem fengu hæstu einkunn og var einnig valin lögreglumaður skólans. Þetta var mikill heiður og ég var mjög stolt,“ segir Bjarney.

Oct 24, 201926:49
Suður með sjó // 4. þáttur 2019 // Unga fólkið á Suðurnesjum

Suður með sjó // 4. þáttur 2019 // Unga fólkið á Suðurnesjum

„Námið kemur ekki alltaf til móts við mann en ég held það einskorðist ekkert við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég held það sé bara nám á Íslandi yfir höfuð. Það þarf að komast í takt við samtímann,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, nýr formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann, ásamt þeim Dagnýju Höllu Ágústsdóttur og  Karín Ólu Eiriksdóttur, er gestur næsta þáttar af Suður með sjó sem sýndur verður á sunnudagskvöld á Hringbraut kl. 20:30.

Þau Dagný, Júlíus og Karín eiga það sameiginlegt að vera með sterkar skoðanir á stjórnmálum og hafa reynt að hafa áhrif á samfélagið með ýmsum hætti þrátt fyrir ungan aldur. Í þættinum ræða þau meðal annars skólakerfið á Íslandi og eru gagnrýnin á mætingakerfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þau stunda nám. Það sé letjandi fyrir námsmenn að mörgu leyti.

„Ég er mjög ánægð með skólann og líður vel þar en árið er samt 2019 og mér finnst margar kennsluaðferðirnar úreltar. Ég er hins vegar rosalega ánægð að sjá að margir áfangar eru orðnir lausir við lokapróf. Það gengur vel að læra jafnt og þétt yfir önnina,” segir Karín og hin taka undir það. Kennararnir séu yndislegir og skólinn almennt mjög fínn.

„Mér finnst mætingakerfið í skólanum fáránlegt. Maður er orðinn stressaður yfir því hversu oft maður verður veikur á önninni,” segir Dagný en krakkarnir lýsa kerfinu á þá vegu að ef nemandi er veikur tvo daga í röð fái hann einungis annan daginn skráðan sem veikindi. Restin verði að fjarvistum. „Þú þarft að vera fjarverandi í þrjá daga til að fá þennan helming til baka sem gefur þér í rauninni ástæðu fyrir því, ef þú ert veikur í tvo daga, að vera heima þriðja daginn líka. Nú þekki ég fólk sem náði öllum prófum, kláraði öll verkefni en það var fellt í náminu vegna of margra fjarvista. Þessu þarf að breyta,” bætir Júlíus við.

„Það er val að fara í framhaldsskóla. Mér finnst við klárlega eiga að fá meira svigrúm varðandi mætingu. Það er á okkar ábyrgð að sinna náminu og okkur ætti að vera treyst til þess,” segir Karín.

Oct 24, 201926:49
Suður með sjó // 3. þáttur 2019 // Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og hagfræðingur

Suður með sjó // 3. þáttur 2019 // Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og hagfræðingur

„Það var ákveðin blessun að Varnarliðið fór frá Íslandi árið 2006 þegar málin eru skoðuð eftirá, þó svo að það hafi verið mikið áfall á þeim tíma. Það er miklu betra og heilbrigðara að lifa á eigin þjónustu og starfsemi en að þurfa að sækja peninga til Bandaríkjanna. Við erum að standa okkur vel í ferðaþjónustunni sem á bjarta framtíð fyrir sér á Suðurnesjum og landinu öllu,“ segir Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor og hagfræðingur í næsta þætti Suður með sjó sem sýndur verður n.k. Sunnudagskvöld.

Hilmar Þór segir m.a. frá því í viðtalinu þegar hann tók þátt í starfi kostnaðarlækkunarnefndar Varnarliðsins en Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, kallaði hann heim til þeirra starfa frá Alþjóðabankanum og Hilmar var formaður hennar. Hilmar segir að Bandaríkjamenn hafi verið farnir að hugsa sér til hreyfings frá Keflavíkurflugvelli rúmum áratug áður en þeir  fóru endanlega með manni og mús árið 2006. Hilmar segir að það hafi verið stöðug togstreita við Bandaríkjamenn þann tíma því það voru miklir hagsmunir undir hjá Íslendingum og ekki síst Suðurnesjamönnum en mikill fjöldi þeirra vann á Vellinum.

Hilmar Þór er alinn upp í Njarðvík og sótti Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands til að nema hagfræði en á þeim árum starfaði Hilmar Þór líka fyrir Kaupfélag Suðurnesja og tengdist starfi Framsóknarflokksins. Var hann m.a. aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, í fjögur ár. Hann lauk doktorsprófi í Bandaríkjunum og starfaði hjá Alþjóðabankanum í tólf ár og hefur á ferli sínum síðan unnið fyrir hann í þremur heimsálfum og tók þá m.a. þátt í mjög merkilegu uppbyggingarstarfi í löndum eins og Lettlandi, Mósambik og Víetnam. 

Hilmar Þór hefur gefið út þrjár bækur en sú nýjasta fjallar um viðbrögð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna við kreppunni sem skall á 2008 og árangur af mismunandi efnahagsstefnum. „Á Íslandi féll gengið og bankarnir hrundu. Ef við skoðum árangur stefnunnar á Íslandi er hann mun betri. Mikill hagvöxtur, lítið atvinnuleysi og aukið svigrúm til útgjalda til velferðarmála“ segir Hilmar sem hefur verið gestafyrirlesari í mörgum af þekktustu háskólum í heimi en hann starfar nú sem prófessor við  Háskólann á Akureyri.

May 11, 201926:06
Suður með sjó // 2. þáttur 2019 // Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Suður með sjó // 2. þáttur 2019 // Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Margrét Knútsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er gestur okkar í Suður með að þessu sinni. 

„Ég segi stundum við verðandi mæður að hætta að googla og leggja frá sér tölvuna. Það getur stundum ruglað þær og valdið þeim kvíða þegar þær eru að leita sér upplýsinga á vefnum. Það eru breyttir tímar en áður fékkstu kannski þessar sömu upplýsingar beint frá mömmu þinni eða tengdamömmu“. 

Margrét leggur einnig áherslu á að nýbakaðar mæður slaki aðeins á þegar kemur að samfélagsmiðlum og þær séu ekki sífellt að rjúfa augnsambandið milli móður og barns með því að stinga snjallsímanum þar á milli til að taka myndir.

Fæðingum á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ hefur fækkað mikið frá því sem var áður. Fæðingar voru áður um 300 á ári en eru í dag um 100. Það skýrist af því að þær konur sem fæða hér suðurfrá eru ekki í áhættuhópi og vilja fæða á náttúrulegan hátt. Verðandi mæður sem eru í áhættuhópi þurfa hins vegar að fæða á Landspítalanum.

„Já, við græjum þetta bara sjálfar þegar um eðlilegar fæðingar er að ræða en ef eitthvað kemur upp á þá erum við í góðu sambandi við Landsspítalann,“ segir Margrét m.a. í áhugaverðu viðtali við Suður með sjó.

May 06, 201927:10
Suður með sjó // 1. þáttur 2019 // Júlíus Friðriksson prófessor við háskólann í Suður-Karólínu

Suður með sjó // 1. þáttur 2019 // Júlíus Friðriksson prófessor við háskólann í Suður-Karólínu

Keflvíkingurinn Júlíus Gísli Friðriksson, prófessor við háskólann í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á bata og endurhæfingu eftir heilablóðfall en niðurstaða úr nýlegri rannsókn á vegum Júlíusar og birtist í hina virta læknariti New England journal of medicine segir að fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall. Júlíus segir að helstu ástæður fyrir því að fólk fái heilablóðfall séu erfðatengdar og einnig lífsstíl. Mikilvægt sé að stunda hreyfingu, borða hollan mat og reykja ekki.

Heilablóðfall er helsta ástæða fyrir fötlun hjá fólki eftir miðjan aldur. Júlíus og starfsfólkið hans hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á að finna hvernig bæta megi heilsu fólks sem fengið hefur heilablóðfall. Í þessum rannsóknum hafa verið gerðar tilraunir með að hleypa lágum rafstraum á heilavefinn og niðurstaðan úr þeim eru jákvæðar. 

„Þetta snýst um að bæta endurhæfingu fólks. Flestir sjúklinga eru búnir að reyna aðra endurhæfingu. Það er ekkert hægt að gera við skemmd á heila en það er hægt að virkja heilbrigða hluta hans betur. Við hleypum lágum straumi á heilavefinn, aðeins um 1 milliamper og það hefur sýnt góðar niðurstöður. Með þessum rafmagnsskotum vonumst við til að geta tvöfaldað batann sem skiptir mjög miklu máli því algengar afleiðingar af heilaskemmdum hafa áhrif á tölur og skilning. Við erum þannig að reyna að virkja aðrar stöðvar í heilanum til að breytast og vaxa, til að ná sem mestum bata fyrir einstaklinginn.“

Þegar Júlíus kom fyrst til starfa hjá háskólanum í Suður-Karólínu byrjaði hann með þrjá nemendur á rannsóknarstofu sinni. Nú eru fimmtíu manns að vinna við rannsóknir undir stjórn Júlíusar. Deildin hans hefur fengið marga styrki frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, á þriðja milljarð íslenskra króna frá árinu 2001. Rannsóknirnar eru oft unnar í samvinnu við aðra háskóla en nýlega fékk deild skólans, sem Júlíus stýrir, styrk fyrir um 11 milljónir dollara eða um 1,3 milljarð króna.

„Það er ákaflega gaman og gefandi að finna upp eitthvað nýtt til að hjálpa fólki,“ segir Júlíus sem lék m.a. körfubolta með Keflavík á yngri árum áður en hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það hefur teygst úr þeirri námsdvöl því Júlíus hefur ekki komið heim síðan nema í heimsóknir en Júlíus á eiginkonu og börn og býr öll fjölskyldan í Suður-Karólínu.

Júlíus segir nánar frá þessum málum og fleirum í nýrri eða annarri sjónvarpsþáttaröð Víkurfrétta sem heitir Suður með sjó og er til viðbótar við Suðurnesjamagasín. 

Apr 28, 201925:14
Sjálfsfróun, fullnægingar og mörk í kynlífi

Sjálfsfróun, fullnægingar og mörk í kynlífi

Það var heldur betur opinská umræða um sjálfsfróun, fullnægingar og mörk í kynlífi sem þær Sigga Dögg kynfræðingur og Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi og umsjónamaður „Fávitar“ á Instagram buðu uppá í beinni útsendingu í Sjónvarpi Víkurfrétta nýverið.

Sólborg opnaði umræðu á Instagram um fullnægingar og viðbrögðin hafa verið mikil og fjölmargar spurningar borist. Því ákvað Sólborg að fá Siggu Dögg til liðs við sig í beina útsendingu þar sem þær ræddu málin umbúðalaust og fjölmörgum spurningum frá áhorfendum var svarað.

Hér er hlaðvarpsútgáfa af samtali þeirra Siggu Daggar og Sólborgar.

Apr 26, 201901:24:27