Skip to main content
Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð

By Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð
Hlaðvarpið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð fjallar um aðkomu almennings í gerð og breytingum á stjórnarskrám. Rætt verður við þátttakendur, aktívista og sérfræðinga um þátttökulýðræði og stjórnarskrárbreytingar.
Listen on
Where to listen
Apple Podcasts Logo

Apple Podcasts

Breaker Logo

Breaker

Google Podcasts Logo

Google Podcasts

Overcast Logo

Overcast

Pocket Casts Logo

Pocket Casts

RadioPublic Logo

RadioPublic

Spotify Logo

Spotify

Rökræðufundurinn, stjórnmálin og nýja stjórnarskráin
Við lokum þessari þáttaröð með því að heyra ýmislegt áhugavert sem mínir sem þátttakendur í rökræðufundinum höfðu að segja, t.d. nýju stjórnarskrána, traust í garð stjórnmálanna og þátttöku almennings í lýðræðinu. Auk þess sem við reynum að lesa í og draga saman það sem fram hefur komið í þessum sex þáttum. 
1:01:13
October 12, 2020
Rökræðufundur og hvað svo?
Sævar Finnbogason ræðir við Valgerði Björk Pálsdóttur og Jón Ólafsson prófessor frá rannsóknarverkefninu um lýðræðislega stjórnarskrárgerð um sjónarmið þátttakenda og hvernig til tókst, líkurnar á því að takist að breyta stjórnarskránni, af hverju ekki var rætt um ákvæðið umnáttúruauðlindir á rökræðufundinum og hvort reynslan af þessari tilraun bendi til þess að rökræðukannanir virki í íslensku samhengi.
36:15
October 1, 2020
Samráð verður að hafa áhrif
Sævar ræðir við þátttakendur í rökræðufundinum um breytingar á stjórnarskránni um væntingar þeirra til þess hvort niðurstöður rökræðufundarins hafi einhver áhrif á fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar og hvort að það hefur áhrif á vilja þeirra til að taka þátt í svipuðum hlutum í framtíðinni og til stjórnmálanna almennt. Það hvort að stjórnmálamennirnir hlusta fundinn hefur mikil áhrif, bæði á þátttökuvilja og viðhorf fólks til hefðbundinna stjórnmála almennt.
44:59
September 24, 2020
Breyttust skoðanir á stjórnarskránni við þátttöku í rökræðufundinum?
230 Íslendingar sátu heila helgi og ræddu um breytingar á stjórnarskránni. Mikil umræða hefur um stjórnarskrána og frumvar Stjórnlagaráðs undanfarin ár og skiljanlega höfðu margir sterkar skoðanir fyrir. Þess vegna spurðum við þátttakendur á rökræðufundinum hvort þau skiptu um skoðun á einhverjum málefnum og ef þau skiptu ekki um skoðun hvort fólk taldi sig hafa betri forsendur fyrir skoðunum sínum eftir fundinn.
39:00
September 17, 2020
Rökræðufundur: Samræður og sérfræðingar
Í þættinum ræðum við við þátttakendur í rökræðufundinum um stjórnarskrána um upplifun þeirra af því að sitja heila helgi og ræða við ókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? gegnu samræðurnar vel? Voru innlegg sérfræðingana sem fengnir voru til að svara spurningum þátttakenda gagnleg? Voru þeir óhlutdrægir? í fyrsta þættinum kynntumst við átta þátttakendum í rökræðufundinum og nú spyr Sævar Finnbogason þau þessu og því hvað kom þeim mest á óvart við fundinn.
36:38
September 10, 2020
Rökræðufundur: Hvers vegna tekur fólk þátt?
Hverjir eru til í að sitja heila helgi frá morgni til kvölds að ræða við bláókunnugt fólk um stjórnarskrárbreytingar? Er það fyrst og fremst fólk sem er fyrir virkt í stjórnmálum eða bara fólk eins og þú og ég? Í þessari þáttaröð ræðir Sævar Finnbogason við átta þátttakendur í rökræðufundinum á um stjórnarskrárbreytingar sem haldinn dagana 8 og 9 nóvember 2019 um upplifun þeirra af fundinum, hvernig skoðanir þeirra þróuðust og væntingar þeirra til þess hvað verður gert við niðurstöðurnar. Viðmælendurnir eru á aldrinum átján til 77 ára, fjórir karlar og fjórar konur.  Í fyrsta þættinum kynnumst við viðmælendunum og heyrum hvers vegna þau samþykktu að taka þátt í rökræðufundinum þegar þau voru dregin út í slembivalinu. Við spyrjum þau líka hvort þau hefðu tekið þátt í hefðbundnum stjórnmálum eða teldu sig vera „pólitísk.“ Ekkert þeirra taldi sig vera pólitískt í þeim skilningi að vera flokkspólitískt eða stafa í stjórnmálaflokki, en sumir vissu heilmikið um stjórnarskrána fyrir fundinn, aðrir minna eins og gengur.  
30:47
September 3, 2020
Þjóðfundurinn 2010 — seinni hluti: lærdómur til framtíðar?
Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson, leikstjóra, og Bjarna Snæbjörn Jónsson, doktor í stjórnun og leiðtogafræðum, um stöðu og þróun lýðræðis meðal annars út frá íslenska stjórnarskrárferlinu.
44:18
February 19, 2020
Þjóðfundurinn 2010 — fyrri hluti
Árið 2010 var haldinn þjóðfundur um þau gildi sem ættu að grundvalla nýja stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessum þætti ræðir Katrín Oddsdóttir við Lárus Ými Óskarsson og Bjarna Snæbjörn Jónsson, skipuleggjendur þjóðfundarins, um tilgang, aðferð og útkomu fundarins.
43:59
February 19, 2020
Björg Thorarensen — Hvað einkennir góðar stjórnarskrár?
Geta stjórnarskrár komið í veg fyrir spillingu? Hvað einkennir góðar  stjórnarskrár? Í þessum þætti ræðir Jón Ólafsson við Björgu Thorarensen  lagaprófessor, sem er einn þátttakenda í DCD rannsóknarverkefninu um  þessar spurningar og almennt um stjórnarskrár og  stjórnarskrárbreytingar.
34:24
November 1, 2019