
Velkomin í Nammiskálina
By Podcaststöðin


Birgitta Haukdal
Birgitta Haukdal ræðir við okkur um Írafár árin, hvernig þetta allt saman byrjaði, bókaútgáfur, brotnar tennur og allt þar á milli!

Gísli Marteinn Baldursson
Sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn segir okkur frá ævintýrum lífsins.

Aldís Amah Hamilton
Aldís Amah Hamilton leikkona ræðir við okkur um uppvöxtinn í vesturbænum, vinnunna fyrir framan myndavélina og tölvuleikinn sem er í bígerð. Hún segir okkur einnig frá Suður Kóreska Idol ævintýrinu, aktivismanum og mörgu fleiru!

Ólöf Jara Skagfjörð - "Lykillinn er í okkur sjálfum"
Ólöf Jara Skagfjörð er söngkona, leikkona og Norn!
Hún segir okkur frá uppvextinum á íslandi, ferlinum, lífinu í New York og hvernig hún varð Norn!

Sigyn Blöndal
Sigyn Blöndal verkefnastjóri barna- og ungmennaþjónustu Rúv.
Sigyn fer yfir lífið hingað til. Segir okkur frà draumnum um afrískan ljónabúgarð, dansinum og kaffibollanum sem breytti lífinu.

Greta Salóme
Greta Salóme er tónlistarkona, fiðluleikari, söngkona, framleiðandi, konsertmeistari, Mosfellingur, Eurovision stjarna og helst af öllu, Nammigrís.
Í þættinum fáum við að kynnast Gretu og uppáhálds namminu hennar. Hún segir okkur frá lífinu og mögnuðum ferli. Hvernig var að týna næstum því lífinu á Keflavíkurflugvelli og hvernig sé að vera kona í tónlistarbransanum.

Velkomin í Nammiskálina
Auður og Katrín Mist dýfa tánni ofan í það sem koma skal í Nammiskálinni,
kryfja nammismekk hvor annarrar og fara aðeins yfir hverjar þær eru ...eða svona reyna það.